NT - 31.03.1985, Blaðsíða 15
Sunnudagur 31. mars 1985 15
gildi kvikmynda. Swanson var
uppnumin af aðdáun hans og
lét undan Kennedy (gegn betri
vitund sagði hún síðar) og
féllst á að Stroheim stjórnaði
verkinu. Kennedy sagði upp
öllu samstarfsfólki hennar, lét
Stroheim ráða ferðinni og í
staðinn fyrir að fylgjast með
framleiðslunni, tók hann nú til
við að selja kvikmyndahús sín
og hluti í kvikmyndaverum.
Á þessum tíma var Stroheim
að baksa við að Ijúka tökum á
The Wedding March og koma
henni á framfæri, og því var
ekki lokið þegar tökur á Queen
Kelly hófust. Annars var Stro-
heim þekktur fyrir að bera
enga virðingu fyrir stjörnum
og framleiðendum, og það
virðist furðulegt að Swanson,
sem var stórstjarna og fram-
leiddi eigin myndir, skyldi
velja hann. Swanson var nefni-
lega þekkt fyrir að velja af-
skiptalitla stjórnendur, svo sem
Frank Tuttle og Allan Dwan,
þótt ein frægasta mynd hennar
Sadie Thompson hafi verið
leikstýrt af Raoul Walsh sem
var ákveðinn stjórnandi. En
það kom í ljós að Stroheim
beitti öðrum tökum en Raoul
Walsh.
Stroheim tekur
völdin
Handrit Stroheim skiptist í
tvo hluta, Evrópukafla og
M Eftir Queen Kelly var Stroheim búinn að vera sem ieikstjóri. Hann ílentist nokkur ár í viðbót i Hollywood, skrifaði handrit og
fékk nokkur aukahlutverk. Hann fór til Frakklands 1936 og lést þar 20 árum síðar, auralaus. Hérna sést hann í mynd Jean Renoirr
La Grande Illusion, frá árinu 1937.
Myndin glatast
og finnst á ný
Þær sögur sem hafa spunnist
um þessa mynd eru ekkert
samanborið við það sem á eftir
fylgdú Swanson hafði eytt 800
þúsund dollurum í mynd-
ina, Kennedy fékk hana til að
kaupa sinn hluta í henni og nú
þurfti hún að rétta fjárhaginn
við á einhvern hátt. Árið 1939
seldu hún Walter Futter 200
spólur af ónotuðu efni fyrir 10
þús. dollara, en Futter notaði
þetta efni aldrei og spólurnar
komust í hendur leikstjórans
Dudley Murphy (Emperor
Murphy). Síðar eyðilögðust
þessar nitratfilmur allar í
geymslu.
En til allrar hamingju voru
tvær spólur, sem á voru næst-
um öll Afríkuatriðin og nokk-
ur útiatriði, ekki með í þessum
pakka og þær fundust árið
1965. Swanson hafði komið
sinni útgáfu fyrir í öruggri
geymslu, en hún var fræg fyrir
að vera sífellt að flytja myndir
sínar frá einum stað til annars
og lítið var vitað um þær næstu
tuttugu árin.
Donald Krim, cigandi Ki'no
International, hóf samninga
árið 1978 um að fá rétt til að
endurgera hina upphaflegu
hugmynd Strohcim eftir því
,sem mögulegt var. Samningar
náðust. og á 100 ára afmæli
Stroheim á þessu ári mun Kino
International frumsýna þessa
M Kelly komin til Afríku að vitja arfsins og hittir þar Kali, í miðju, og Coughdrops, konu hinnar láréttu atvinnugreinar.
Afríkukafla, en ætlunin var að
þeir byggðu hvor annan upp
með mótsögnum. Stroheim
sýndi Evrópu og Afríku sem
hliðar á sama pening, heimur
sem er í upplausn en horft á
ýmist framan frá eða aftan.
Munurinn á menningarþjóðfé-
laginu og hinu frumstæða er
aðeins að heraga er haldið
uppi í fyrra tilfellinu. Til þess
að Ieggja áherslu á þetta skap-
aði Stroheim samlíkingu eða
tvítekingu á öllum persónum
handritsins.
Tökur fóru næstum út um
þúfur haustið 1928, þegar deil-
ur urðu um breytingar á hand-‘
ritinu, fjármál og hver ætti í
rauninni að ráða. En tökur
hófust samt 1. nóvember.
Vinnubrögð Stroheim við
stjórnun kröfðust mikils af
leikurunt. Hann útskýrði að-
eins hvað hann vildi fá fram
hjá hverjum leikara og engu
mátti sleppa né breyta. Hann
lét endalaust endurtaka atriði,
þar til hann taldi sig hafa náð
ákveðnum blæ. Hann sagði
aldrei hvers vegna hann vildi
láta endurtaka né gaf neinar
nýjar vísbendingar. Hann að-
eins fyrirskipaði endurtekn-
ingu í þeirri von að takan
mundi skila þeim árangri sem
hann hafði hugsað sér.
Við tökur fyrri mynda hafði
hann oft ógnað, bolast, hótað
og jafnvel gengið í skrokk á
leikurum, en þar sem Swanson
var líka framleiðandi Queen
Kelly, var slíkt ekki ráðlegt. í
stað þessi skeytti hann skapi á
tækniliðinu. Hann skammaði
tökumennina fyrir að ná ekki
réttum ljósbrigðum, leik-
myndasmiði fyrir að klúðra
réttum litatón og hellti sér yfir
aukaleikara og statista. Hon-
um fannst ekkert tiltökumál
að láta tækniliðið vinna til
klukkan 2 eða jafnvel 4 að
nóttu, þótt tökur ættu að byrja
aftur klukkan 9 að morgni. Áf
41 vinnudegi var 21 lengri en
fram yfir miðnætti.
Swanson bjó í einkabústað á
tökusvæðinu, en starfsfólkið
varð að láta sér lynda að sofa í
sviðsmyndinni, þó að þennan
vetur gengi slæm innflúensa í
Hollywood. Sjálfur lét Stro-
heim fara vel um sig á nærliggj-
andi hóruhúsi.
Tökum lauk á aðfangadags-
kvöld og jólavikan fór í að
flytja tækjabúnað á næsta
tökustað, og 2. janúar 1929
byrjaði Stroheim að taka
Afríkukaflann. Stroheim keyrði
vinnuna áfram af fítonskrafti
og 20. janúar fékk Swanson að
sjá meginuppbyggingu mynd-
arinnar. Þótt Swanson hefði
fylgst með öllum upptökum,
varð hún furóu lostin yfir úr-
vinnslu Stroheim. Afríkuefnið
var svo gjörólíkt því evrópska,
dimmt, innilokunarkennt og
viðkvæmt. „Hugmyndir Stro-
heim um helvíti á jörðu,“ sagði
hún.
Á mánudeginum átti Swan-
son að leika á móti Tully
Marshall, en í einu atriðinu
greip Tully í hendi hennar og
slefaði tóbakslegi á hana. Og
einmitt þar lauk ferli Stroheim
sem leikstjóra.
Leikstjórinn er
brjálæðingur
Marshall gaf til kynna að
Stroheim hefði haft þetta atriði
í huga. Swanson sem var enn
miður sín eftir sýninguna dag-
inn áður, lokaði sig inni í
bústað sínum. Tökumaðurinn,
Paul Ivano, hafði séð slíkan
ágreining áður, en nú skynjaði
hann að eitthvað meira var á
ferðinni. Hann lét hætta
tökum. Swanson hringdi í Jos-
eph P. Kennedy. „Þú ættir að
koma strax hingað," hrópaði
hún, „leikstjórinn er brjálæð-
ingur“. En Kennedy hafði öðru
að sinna. Hann hringdi í Stro-
heim og rak hann.
Starfslið og leikarar voru á
launum til 2. mars við að reyna
að breyta handritinu og jafnvel
hljóðsetja myndina. Þar sem
Stroheim var nú ekki til staðar
var hugmyndin að Ijúka mynd-
inni á sem þægilegastan hátt.
En Swanson fann aldrei neina
la"sn á málinu. Næstu 3 ár
ui u margir leikstjórar að
þessu, án árangurs.
Staða Stroheim í kvikmynda-
heiminum var fyrir bí og Swan-
son komst ekki frá þessu
heldur. Hún hafði glatað dýr-
mætum tíma á þýðingarmikl-
um tímamótum í kvikmynda-
sögunni. Þegar hún birtist í
fyrstu talmynd sinni var hennar
týpa ekki lengur eftisóknar-
verð. Queen Kelly hafði tekið
of mikið af tíma hennar en hún
eyddi tímanum í að reyna að
ganga frá myndinni, skoða
ýmsa möguleika til að bjarga
því sem hægt var. Að endingu
ákvað hún að gera hinn evr-
ópska hluta myndarinnar að
sjálfstæðri mynd, og 24. nóv-
ember 1931 var tekið atriði,
sem átti að vera nýr lokaþátt-
ur.
Hljóðrás var gerð við mynd-
ina en enginn markaður var
fyrir hana í Bandaríkjunum og
næsta ár fór hún með myndina
til Evrópu og hún var sýnd í
París í nóvember 1932. En
þótt hún fengi góða dóma
hlaut hún enga aðsókn og féll
brátt í gleymsku.
frægu mynd í Los Angeles og
verður það hluti af yfirlitssýn-
ingu á verkum Stroheim. í
þeim myndaflokki verður
Queen Kelly aðalnúmverið.
Krim notaði 66 mínútur úr
Evrópuútgáfunni. Auk þess
gat hann notfært sér minnis-
bækur, sem Swanson hafði
skrifað meðan á upptökum
stóð, og það sem mikilverðast
var, nákvæm fyrirmæli Stro-
heim um upptöku, sem notuð
var sem leiðarljós við endur-
gerð myndarinnar. Afríku-
hlutinn tók 22 mínútur í sýn-
ingu og nokkrir bútar úr mynd-
inni fundust á söfnum víðs
vegar um heiminn. Þessi mynd
hefur aldrei sést áður í heild.
Endirinn, sem Swanson gerði
við Evrópuhlutann, var klippt-
ur burtu og Afríkuhlutinn
tengdur þeim evrópska með
stuttri samtengingu. Hin upp-
runalega tónlist Adolf Tandler
hefur verið unnin upp á nýtt og
fylgir nú með. Og að endingu
hefur allri upprunalegu film-
unni nú verið komið í örugga
geymslu. Gísli Friðrik Gíslason