NT - 04.04.1985, Blaðsíða 4

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 4. apríl 1985 4 Blað II ■ Hrímblaka, amerísk leðurblökutegund sem hefur fjórum sinnum náðst lifandi á íslandi, en alls hafa leðurblökur sést um tólf sinnum hér á landi. Olnbogabarn við Hlemmtorg — dagstund á Náttúrugripasafni íslands ■ Ævar Petersen fuglafræðingur bendir á brot af fálkaeign Náttúrufræðistofn- unar. Það hefur gengið á ýmsu í nær hundrað ára sögu Náttúrugripasafns- ins og alla tíð hafa lakleg húsnæðismál verið í brennidepli. Hinn I6da júlí árið 1889 var stofnað Hið íslenska náttúrufræðifélag, og var yfirlýstur megintilgangur þess að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á íslandi. Pað er líklega rétt að minnast frumherja; aðalfrumkvöðull að stofnun félagsins var Stefán Stef- ánsson, síðar skólameistari, en fyrstu ellefu árin var Benedikt Gröndal, skáld, formaður félagsins og um leið umsjónarmaður safnsins. Húsnæðishallærið setti mark sitt á starf Náttúrugripasafnsins fyrstu ára- tugina, einsog reyndar síðar. í upp- hafi voru þeir gripir sem safninu áskotnaðist geymdir heima hjá Gröndal eða Birni Jenssyni, ritara félagsins. Fyrsta eiginlega húsnæ.ði safnsins var svo í herbergi í einu af Thomsenshúsum við Hlíðarhúsastíg, þar sem nú er Vesturgata. 1892 flutti það í tvö herbergi í húsi Kristjáns 0. Þorgrímssonar, kaupmanns, og er þar til miðs sumars 1895. Ýmislegt virðist hafa verið að- finnsluvert við þann húsakost, því þegar Bjarni Sæmundsson, hinn mikli frumkvöðull náttúrufræða á íslandi, . kom heim frá námi árið 1894 hreyfði hann því að húsnæði safnsins væri ónógt og því jafnvel hætta búin ef ekki væri eitthvað að gert. Bjarni sagði á stjórnarfundi að í safninu væri rakasamt og að auki morgrátt af maurum og pöddum. Gröndal for- maður sagðist kannast við þessa galla, en hvað maurana snerti væri þetta talsvert ýkt, það væri hægt að finna að öllu og álíta það óhafandi ef það væri ekki eins fullkomið og í útlönd- um. Er auðséð að Gröndal hefur fundist Bjarni helst til nýjungagjarn og róttækur, þótt ekki þætti mönnum, sem til þekktu, þessir eiginleikar mjög áberandi í fari Bjarna. Aðfinnslur Bjarna urðu til þess að leigt var nýtt húsnæði handa safninu í „Glasgow", stór salur og minna herbergi við hliðina á. Þá var fyrst hægt að opna safnið almenningi, en sýningartíminn var lengi vel aðeins frá 2-3 á sunnudögum, og þó ekki í skammdeginu. Enn flutti svo safnið vorið 1899, þá í gamla Stýrimanna- skólann, svokallað Doktorshús. „Það er örðugt að koma almenningi í skilning um, að Náttúrugripasafn geti haft nokkra verulega þýðingu. Menn skilja ekki að hvaða gagni það geti komið að hrúga saman grjóti, dýrurn og grösum. Flestir segja reyndar að þetta sé sjálfsagt ágætt og fagurt fyrirtæki, en þeir meina ekkert' með því. En ég er sannfærður um að með tímanum má vekja intressi all- margra fyrir náttúruvísindunum, vekja þá til náttúrueftirtektar." Svo farast Stefáni skólameistara orð í bréfi til Gröndals og skefur ekki utan af þeim erfiðleikum sem safnið átti lengi vel við að stríða. Það var á hrakhólum, hafði úr litlu fé að spila og menn voru yfirleitt áhugalausir og tómlátir um málefni þess. Fundir í félaginu voru svo illa sóttir að ekki var kleift að halda lögmætan aðal- fund. En þeim mun virðingarverðara er starf frumkvöðlanna sem börðust á- fram með vindinn í fangið. Stefán Stefánsson, sem bjó norður á Möðru- völlum, og gat því haft minni afskipti af safninu en hann hefði viljað, skrifar Gröndal: „Það er von að þér þreytist á formennskunni, þar sem allur þung- inn hvílir á yður, en í öllum guðanna bænum megið þér ekki uppgefast. Hvar værum við þá staddir? Væri ég kominn til Reykjavíkur, skylduð þér lítið þurfa annað að gera en heita formaður." Öllum sem eitthvað þekkja til Ben- edikts Gröndals er kunnugt um hversu sérstakt lag hann hafði á því að komast upp á kant við allt og alla. Hann var mikill geðbrigðamaður, stirfinn til samvinnu og viðkvæmur ■ Blaðamaður NT fór á dögunum í skoðunarferð um Náttúrugripasafnið og Náttúrufræðistofnun við Hlemmtorg og spjallaði síðan dagstund við Ævar Petersen fuglafræðing um málefni safnsins, fortíð þess og framfið. Náttúrugripasafnið er nú einsog löngum áður í miklu húsnæðishallæri og í raun líklegt að stór hluti landsmanna viti ekki einu sinni af tilvist þess. En það stendur vonandi til bóta. Eftir nokkur ár á Náttúrugripa- safnið hundrað ára afmæli og þess vilja menn minnast með viðeigandi hætti - helst þannig að loks rætist gamall draumur og Náttúrugripasafnið komist í húsakynni sem slíkri menning- arstofnun hæfir. ■ Skopugla; sjaldséður gestur sem aðeins hefur sést nokkrum sinnum á íslandi. : Eaill Helqason Safn á hrakhólum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.