NT - 04.04.1985, Blaðsíða 15

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 15
■ Jón Ásgeir, Jó- hann Freyr og Maríus voru að koma af ball- ettæfingu. Þeir sögð- ust vita heilmikið um Bach, hann hefði ver- ið í kirkjukór og sam- ið mikið af kirkju- tónlist. Jón Ásgeir vissi líka að hann hefði verið vanmet- inn af samtíð sinni og bætti við að mamma sín væri alltaf að syngja eitthvað eftir Bach og það væri meira að segja tii stytta af honum á heimilinu. Maríus sagðist vera að læra á fiðlu og hélt að hann hefði meira að segja spilað eitthvað eftir Bach. Strákarnir voru heldur ekki í vafa um það hvenær Bach hefði verið uppi - auðvitað á undan Mozart. 4. apríl 1985 15 Blað II ■ „Það er ósköp lítið sem ég veit um Bach,“ sagði Snorri Magnússon lögregluþjónn. „Jú, ég veit einsog sjálfsagt allir að hann var tónskáld, en ég hlusta svo lítið á klassíska tónlist að ég get ekki sagt að ég þekki neitt verk eftir liann. Nei, nei, ég hafði ekki hugmynd um að hann ætti 300 ára afmæli." ■ „Jú, mikil ósköp, hann var tónskáld, talinn einn af þeim bestu af þeim sem eru músíkalskir og hafa vit á þessu,“ sagði Konráð Gíslason kompásasmiður. „Ég er hins vegar ekkert músíkalskur, hef ekki einu sinni getað dansað, og hef líka alltaf haft meira gaman af Beethoven og Chopin en Bach. En þeir segja mér að hann sé þeirra mestur.“ ■ „Ég hef séð í blöðunum að hann á 300 ára afmæli í ár,“ sagði Þorsteinn S. Ásmundsson framkvæmdastjóri. „En ég get ekki sagt að ég dái Baeh neitt sérstaklega, auðvitað hefur maður heyrt mikið talað um hann, en ekki man ég hvað þessi verk hans heita.“ ■ „Ég veit afskaplega lítið um Bach, hef oft heyrt nafnið en þekki tónlistina sama og ekki neitt,“ sagði Karvel Pálmason alþingismaður og tók undir það að hann hefði sennilega fallið á þessu prófi. ■ Kevin Haas Ijðþjálfi af Keflavík- urflugvelli var í bæjarferð ásamt öðr- um dátum. „Wasn't he a classical composer? sagði Kevin og hafði litlu við það að bæta. ■ „Nei, það vissi ég ekki að hann ætti 300 ára afmæli," sagði Katla Kristvinsdóttir iðjuþjálfari. „En mér finnast mörg rólegu verkin hans falleg, þótt ég kunni ekki nöfnin á þeim. Maður kemst nú varla hjá því að heyra þessa tónlist stundum í útvarpinu.“ - Bach sem skáld- sagnapersóna ljósin lýsa þar inni, upphófst skyndilega hið innra með hon- um fagurt lag. Hugmynd hafði fundið form sitt! Vart hafði hann náð að svipta af sér yfirhöfn sinni og faðma börn sín áður en hann gekk hröðum skrefum inn í vinnustofu sína. Svo hóf hann að skrifa Jólaóra- tóríuna. Þetta urðu miklir hamingjudagar fyrir fjölskyld- una, er þau skipuðu sér um- hverfis slaghörpuna skömmu fyrir jólin 1734. Hið fegursta var orðið til.“ „Síðasta ritgerðin sem Sidn- er skrifaði hjá Stálberg hét „Vordagur“. Sidner var látinn lesa hana upphátt fyrir bekk- inn meðan Stálberg kennari stóð og sveiflaði kennaraprik- inu fyrir aftan sig. „Á fögrum vordegi fór Jóh- ann Sebastían Bach með fjöl- skyldu sína upp í sveit. Fuglar sungu í trjánum, lækir hjöl- uðu, vegirnir voru allir eitt svað, en loks tókst þeim að finna stað þar sem þau gátu sest niður og etið og drukkið brauð sitt og vín (Kliður fór um bekkinn). Þau sátu á lækj- arbakka, yngsta barnið, sem hét Jóhann Filip Emmanúel, í kjöltu móður sinnar. Eldri bræðurnir höfðu flautur sínar meðferðis. Þeir léku saman laglínuna úr fjórða Branden- borgarkonserti pabba síns. Það lét fagurlega í eyrum. Það var heitt í sólskininu og það leið ekki á löngu þar til foreldr- arnir afklæddust og sátu svo kviknakin og leyfðu sólinni að skína á líkami sína (Bekkurinn setti sameiginlega hönd fyrir munn sér og flissaði. Sidner leit upp og brosti vandræða- lega...) Síðan lögðust þau á jörðina hlið við hlið þétt saman...“ - Nú er nóg komið, Sidner! Kennarinn æpti. Bekkurinn greip andann á lofti. Sidner gapti. Hann var undrandi. Hann leit af einum á annan og þrýsti bakinu upp að svartri töflunni.“ Hlyr og litríkur é vetur 4 Vertu hlýlega klædd í vetur í fallegum og hlýjum hnésokkum eða sokkabuxum frá IboQC Fjölmargir klæðilegir litir Heildsölubirgöir: Lúrír þú á frétt? ) ____Nýtt símanúmer 68-65-62

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.