NT - 04.04.1985, Blaðsíða 11

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. apríl 1985 Blaðll ort eftir nýja bragarhættinum hans Sigurðar. Sigríður sonardóttir Bólu-Hjálm- ars var í nágrenni við foreldra mína í 2 ár og hún sagði móður minni að eftir ferðina á Snæfelisnes hefði afi hennar aldrei fengið svima eða yfirlið þótt hann hefði náð háum aldrei og oft verið lasinn að öðru leyti. Þessa vísu kenndi Kristján Magn- ússon bóndi í Glaumbæ í Staðarsveit mér, en Magnús faðir hans frá Skógarnesi var orðlögð grenjaskytta í Eyja- og Kolbeinsstaðahreppi á æsku- árum, og síðar póstur. Hann kenndi syni sínum þessa vísu. Kristján var fæddur 1870. Herskip sent eftir ölkelduvatni í bókinni „í stillu og storrni" segir Jóhann J. Eiríksson Kúld þannig frá: Ég hef líklega verið 6 eða 7 ára þegar Akramenn sáu mikinn skips- reyk við sjóndeildarhring úti á Faxa- flóa í beinni stefnu á skipaleið að Ökrum, engrar skipskomu var von að Ökrum þennan dag, en fljótt kom í var hans eign og hann vildi fá hjálp til þess. Á heimleiðinni samdist svo með þeim að faðir minn sæi algjörlega um þá hlið málsins að senda leiðangur vestur að Rauðamel í Hnappadals- sýslu sem síðan flytti ölkelduvatn á mörgum hestum að Ökrum. Eftir að Jón hafði setið um stund í stofu fór hann út á túnbalann og veifaði með hvítu .flaggi til herskipsins, en eftir skamma stund lagði bátur frá skips- hlið til lands. Þegar báturinn kom að landi voru þar fyrir faðir minn og Jón ásamt vinnumanni föður míns. Sök- um þess að ég heimtaði að fara aftur í lendinguna þá tók faðir minn mig með sér. Báturinn kom að landi hlaðinn trékössum með loki og báru sjóliðarnir þá í land og stöfluðu þeim í fjöruna, en vinnumaður föður míns bar þá lengra upp. Að þessu Ioknu kvaddi Jón Vídalín föður minn og hélt aftur um borð í herskipið er dró upp ankeri og hélt til hafs. Faðir minn opnaði einn af kössunum, hann var fullur af tómum flöskum sem tóku einn og hálfan pela sem voru í hólfum M Hér er sjálf Rauðamelsölkelda. Ferðamenn bergja á vatni hennar. Ijós að stórt gufuskip var samt sem áður á þessari leið. Brátt sáu menn með berum augum hvar mikið og glæsilegt skip stefndi að landi og linnti ekki ferð fyrri en á hafnarleg- unni á Ökrum, þar sem það varpaði ankerum og blés þrisvar sinnum til merkis um að það vildi hafa samband við land. Menn á Ökrum sáu að hér var um herskip að ræða alsett fallbyss- um. Heimamenn brugðu fljótt við og stefndu niður í lendinguna þar sem 4 manna far stóð uppi en áður en menn komu niður í léndinguna hafði her- skipið sjósett bát sem stefndi að landi. Menn biðu að skipsbáturinn kæmi að landi. Brátt kom hvítur bátur upp í vörina, var honum róið af 4 sjóliðum í matrósafötum með blá- um krögum en við stýri bátsins sat yfirmaður alsettur gylltum borðum. 6. maðurinn var Jón Vídalín konsúll úr Reykjavík, hann gekk beint til föður míns og sagðist eiga við hann erindi. Síðan gaf hann yfirmanni bátsins merki um að hann mætti fara aftur urn borð í herskipið. Faðir minn leiddi mig við hlið sér svo ég heyrði allt sem þeir töluðu á leiðinni frá sjónum og heim. Jón Vídalín sagði að þetta færi franskt herskip sem væri hér við sjómælingar og kortagerð í Faxaflóa vegna hinnar miklu þil- skipaútgerðar Frakka hér við land. En erindi Jóns við föður minn var það að hann var kominn til þess að sækja ölkelduvatn í Rauðamelsölkeldu sem í kassanum. Ég hafði aldrei séð svo fallegar flöskur, því þeim var öllum lokað með hvítum postulínstöppum með rauðum gúmmíþéttingum að neðan. Ég bað föður minn að gefa mér eina flöskuna en hann sagði „nei,“ hann átti þær ekki. Fljótt var brugðið við og safnað reiðingshestum og nokkrum völdum mönnum sem fóru vestur í Rauða- melsölkeldu til að fylla flöskurnar. Leiðangurinn vestur gekk vel og komu leiðangursmenn til baka aftur að Ökrum með allar flöskur fullar af ölkelduvatni og ekki eina einustu flösku brotna í kössunum. Nokkru síðar kom Jón Vídalín aftur á her- skipinu og sótti kassana, þegar faðir minn og hahn höfðu gert upp kostn- aðinn gaf hann föður mínum 1 kassa af ölkelduvatni og þar með fékk ég flöskuna sem ég hafði haft ágirnd á. Ölkelduvatnið smakkaðist vel. það var með dálítið sterku bragði. Annars var ölkelduvatn úr Rauðamelsöl- keldu notað sem læknismeðal á þess- um tímum og var eftirsótt ef það var tekið í frosti á vetrum eða góðum þurrkakafla á sumrum. Þetta var í eina skiptið sem Jón Vídalín kom á herskipi að sækja ölkelduvatn, en hias vegar man ég eftir því að sótt var oftar fyrir hann ölkelduvatn í Rauða- melsölkeldu sem var flutt á hestum suður að Ökrum og svo þaðan með flóabátnum til Reykjavíkur. Helga Halldórsdóttir Í P Ú 0 G VID Okkar hlutverk er að veita þér þjónustu. Hér að neðan kynnistu hvernig við förum að því. Þjónusta. Meðalstór fólksbíll er samansett- ur úr allt að 10.000 hlutum. Það gefur augaleið, að þessir hlutir þurfa mismikið viðhald, t.d. er oftar skipt um kerti en aftursæti. Til þess að fylgjast með eftir- spurn á einstökum varahlutum, notum við tölvu, sem skráir sam- stundis allar breytingar á birgðum, svo sem sölu og innkaup. Tölvan gerir vikulegar pantana- tillögur, sem við förum yfir og samræmum breytilegum þörfum eftir árstíma. Á þennan hátt kapp- kostum við að hafa ávallt fyrir- liggjandi nægilegt magn þeirra varahluta, sem löng reynsla hefur kennt okkur að þörf er fyrir. Ef við eigum ekki varahlutinn, sem þig vantar, pöntum við hann án nokkurs aukakostnaðar fyrir Þig- Verð. Við kappkostum að halda vöru- verði í lágmarki án þess að slaka á kröfum um gæði. Til að lækka vöruverð, pöntum við varahluti í miklu magni í einu og flytjum til landsins á sem hag- kvæmastan hátt. Síðan setjum við vörurnar í tollvörugeymslu og af- greiðum þær þaðan með stuttum fyrirvara eftir þörfum hverju sinni. Þannig lækkum við flutnings- kostnað og innkaupsverð vörunnar. Vörugæði. Til að tryggja gæðin, verslum við eingöngu með viðurkenndar vörur með ársábyrgð gagnvart göllum. Afgreiðsla. í varahlutaverslun okkar eru sér- hæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðu- búnir til aðstoðar, hvort sem þig vantar varahluti eða upplýsingar viðkomandi viðhaldi bílsins. Landsbyggðin. Ef þú býrð úti á landi, getur þú snúið þér til umboðsmanns okkar í þínu byggðarlagi eða hringt í okkur í síma (91)13450, (91)21240 eða (91) 26349 og við sendum vara- hlutina samdægurs. Okkar markmið er: VÖRUGÆÐI, ÁBYRGÐ og GÓD ÞJÓNUSTA. Sættir þú þig við minna?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.