NT - 04.04.1985, Blaðsíða 17

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 4. apríl 1985 17 Blað II ■ Jónas Tryggvason í ballettinum „Dafnis og Klói' Rokkhjartað slær í Bæjarbíói Leikfélag Hafnarfjarðar hefur nú sýnt söngleikinn Rokkhjartað slær fimm sinn- um við góðar undirtektir áhorfenda. Leikurinn gerist á fimmta áratugnum, er verið er i Dafnis og Klói Ballett Nönnu Ólafsdóttur við tóniist Maurice Ravels vérður sýndur í 4. skiptið í kvöld, skírdag. Þessari sýningu hefur verið vel fagnað af leik- húsgestum og gagnrýnendur lofa ágæti hennar. ■ Úr sýningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Edith Piaf. Edda Þórarinsdóttir, Pétur Eggerz og Marinó Þorsteinsson í hlutverkum sínum. Sýningar á Piaf um hátíðarnar Leikfélag Akureyrar sýnir söngleikinn Edith Piaf í páska- vikunni. þ.e. skírdag, laugar- dag og annan í páskum kl. 20.30. Það er Edda Þórarins- j dóttir sem túlkar frönsku söng- ! konuna Edith Piaf með söng og leik. Sigurður Pálsson leik- stýrði. Fjöldi leikara, dansara og 9 nranna hljómsveit undir stjórn Roars Kvam tekur þátt í sýningunni. Dagsferðir F.í. Ferðafélag íslands stendur fyrir nokkrum dagsferðum um hátíðina. 1. 4. apríl kl. 13.00. Göngu- ferð á Vífilsfell og skíða- ganga í Bláfjöllum. 2. 5. apríl kl. 13.00: Keilisnes- Staðarborg. Keilisnes er milli Flekkuvíkur og Kálfa- tjarnarhverfis. Gengið verður þaðan að Staðar- borg, sem er gömul fjárborg í Strandaheiði sem var frið- lýst sem fornminjar árið 1951. 3. 6. apríl kl. 13.30: Selvogur- Strandakirkj a-Hveragerði (kaffi í Hveragerði). Sel- vogur er verstasta byggð Árnessýslu ásamt Herdísar- ■ Úr sýningunni „Rokkhjartað slær“ að æfa skemmtiatriði fyrir árs- hátíð - í framhaldsskóla nokkrum. Framan af eru kenn- ararnir allsráðandi um efnis- val, en smám saman taka nem- endurnir völdin og rokksveifl- an hefst. Sjötta sýning verður laugardaginn 6. apríl og sjö- unda sýning á annan í páskum (8. apríl) kl. 20.30. Söngleikurinn var saminn í hópvinnu af Leiksmiðju Leikfc lags Hafnarfjarðar. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, tón- listarstjóri Jóhann Morávek, en söngtextar eru flestir eftir Hörð Zophaníasson. Aðstoð- arleikstjóri er Ragnhildur Jónsdóttir, lýsingu sér Egill Ingibergsson um, en leikmynd og búninga Hlynur Helgason, Kristín Reynisdóttir og Helga Gestsdóttir. Leikfélag Reykjavíkur I kvöld skírdag verður síð- asta sýning fyrir páska hjá Leikféíagi Reykjavíkur, en þá verður sýndur Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Draumurinn hefur fengið frábæra dóma og eru viðtökur áhorfenda eftir því. „Skemmtilegasta sýning sem ég hef séð í háa herrans tíð“ og „ánægjulegur viðburð- ur“ voru á meðal þeirra um- mæla sem gagnrýnendur létu frá sér fara. Fyrsta sýning eftir páska verður miðvikudaginn 10. apríl, en þá verður Draumur- inn sýndur. Daginn eftir verð- ur 80. sýning á hinu vinsæla írska leikriti Gísl sem enn gengur fyrir fullu húsi. Miðasala í Iðnó er opin kl. 14-20.30, miðaverð er kr. 300 og pantanir í síma 16620. vík. Við svonefnda Engils- vík stendur kirkja Selvogs- búa, hin fræga Stranda- kirkja og verður hún skoðuð. Ekið verður fyrst um Herdísarvík og Selvog síðan um Hveragerði og Hellisheiði til Reykjavíkur. 4. 8. apríl kl. 13.00: Göngu- ferð á Stóra Meitil og skíðaganga í nágrenni hans. Stóri Meitill er við Þrengslaveg og er um 500 m á hæð. Brottför í allar ferðirnar eru frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar seldir við bíl, en frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivistarferðir Dagsferðir um páska: Skírdagur 4. apríl kl. 13.00: Ganga á Úlfarsfell í Mosfells- sveit. Föstud. langi 5. apríl kl. 13.00: Hamarskotslækur- Kershellir. Lctt ganga sunnan Hafnarfjarðar. Laugardagur 6. apríl kl. 13.00: Afmælisganga á Keili. Gengin verður ný leið, svoköll- uð Sandhálsaleið á Keili. Þennan dag eru nákvæmlega 10 ár frá fyrstu Útivistarferð- inni, sem var einmitt Keilis- ganga. Sunnudagur (páskad.) kl. 13.00: Rauðhólar-Elliðaárdal- ur. Létt ganga. Mánudagur (annar í páskum) kl. 13.00: 1. Kræk- lingaferð og fjöruganga í Hval- firði. 2. Esja-Kerhólakambur. Brottför frá BSÍ, bensín- sölu. Fyrir börn í fylgd með fullorðnum er ókeypis í ferð- irnar. Útivistarfélagar: Fjallaferð í Austurríki 24. maí-12. júní. Einstakt tækifæri! Sjáumst! Ferðafélagið Útivist. Ferðir strætisvagna Reykjavíkur um bæna- daga og páska 1985 Skírdagur: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. Föstudagurinn langi: Akstur hefst kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu. Laugardagur: Akstur hefst á venjulegum tíma. Ekið eftir venjulegri laugardagstíma- töflu. Páskadagur: Akstur hefst kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudags tímatöflu. Annar páskadagur: Akstur eins og á venjulegum sunnu- degi. Ath. Ekki ekið að Geithálsi á föstudaginn langa og páska- dag. Strætisvagnar Kópavogs Skírdagur: Akstur hefst kl. 10 og ekið eins og á sunnudög- um. Föstudagurinn langi: Akstur hefst kl. 14. Ekið á hálftíma fresti. Laugardagur: Akstur hefst kl. 7 og ekið eins og venjulega á laugardögum. Páskadagur: Ekið eins og á föstudaginn langa. Annar páskadagur: Ekið eins og á skírdag. ■ Helgileikur í Neskirkju.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.