NT - 04.04.1985, Blaðsíða 5

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 5
 T 0 5 Blað II ■ Skordýrasafnið hans Erlings; þarna hreykja geitungar sér á títu- prjónum til vinstri, en hunangsflugur til hægri. fyrir aðfinnslum. Slíkt varð einnig upp á teningnum í náttúrufræðifé- laginu. Gröndal lýsirþví svo í Dægra- dvöl: „Fundur var haldinn 8. júlí 1899; ég hafði gefið út skýrslu um safnið og var þar lýsing á húsnæðinu, sem þá var í Glasgow. Var sú lýsing nokkuð kátleg en átti vel við húsakynnin. Landlæknir (Jónassen) var í félags- stjórninni og Bjarni Sæmundsson náttúrlega; komu þeir á fundinn.sem annars var óvenjulega fjölmennur, því að jafnaði komu engir á fundina nema formaður og einn eða tveir til. Þá í heyranda hljóði og frammi fyrir öllum skorar landlæknirinn á mig að gefa ekki framvegis út aðra eins skýrslu og þessa. og var „fiskifræð- ingurinn" ekki lengi að gella við og óska þess sama. Var þetta gert til að smána mig, því þeim var innan hand- ar að nefna þetta við mig einslega. Þetta varð til þess að ég vildi ekki lengur vera formaður félagsins eða fást við náttúrusafnið, og hætti ég því við það.“ Úrsögn Gröndals svaraði stjórn náttúrufræðifélagsins með því að gera hann að heiðursfélaga á aðalfundi vorið 1901. Árið 1903 var safnið enn flutt í hús er Geir Zöega hafði látið byggja á Vesturgötu tíu. Þá var formaður dr. Helgi Pjeturs, jarðfærðingur og nýals- sinni, en annars virðist hann hafa verið heldur áhugalaus um málefni safnsins. Hið sama verður ekki sagt um „fiskifræðinginn“, Bjarna Sæmunds- son. Hann tók við formennsku félags- ins árið 1905 og gegndi þeim starfa allar götur til dauðadags árið 1940. Undir hans stjórn rann upp mikið vaxtarskeið í sögu Náttúrugripasafns- ins, kannski ekki síst vegna þess að 1908 flutti það í rúmgott húsnæði að þeirra tíma mælikvarða í safnahúsinu við Hverfisgötu, þar sem nú er hand- ritasalur Landsbókasafnsins. Finnur heitinn Guðmundsson fuglafræðingur skrifar um Bjarna og safnið: „Það er óhætt að fullyrða, að hvorki fyrr né síðar hafi nokkur einn einstaklingur haft jafnmikla þýðingu fyrir Hið íslenska náttúrufræðifélag og náttúrugripasafnið og Bjarni Sæm- undsson, og á þetta ekki síst við um safnið. Undir stjórn hans óx það hröðum skrefum, enda vann hann af frábærri elju að því að afla því muna... En Bjarni lét sér ekki nægja Sjá næstu síðu VOR - 1985 Ýmsar búvélar á mjög góðu verði: ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Ávinnsluherfí Vinnubreidd 3,05 m Verð kr. 9.240.- Bændur! Athugið hið fjölbreytta úrval búvéla sem við eigum á lager - eða pöntum með stuttum fyrirvara. Hafíð samband við sölumenn okkar, eða kaupfélögin um land allt. Vinnubreidd 2,2 m Verð kr. 16.980.- Fjaðraherfí Diskaherfí Hnífaherfi Hankmo 66 Vinnubreidd 2,1 m Verð kr. 48.000.- Áburðardreifarar Rúmtak 210 1 -1000 I Verð frá kr. 9.350.- Plógar 1 skera brotplógur Verð kr. 19.800.- Vinnubreidd 3,4 m Verð kr. 33.500.- Vinnubreidd 2,4 m Verð kr. 40.600.-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.