NT - 04.04.1985, Blaðsíða 16

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 16
w Fimmtudagur 4. apríl 1985 16 Blað II Igin framundan Pálsson. Árni Johnsen alþing- ismaður heldur ræðu: Íslensk stemmning. Sr. Þórir Step- hensen dómkirkjuprestur flyt- ur bæn og sunginn verður sálm- urinn Son Guðs ertu með sanni. Helgihald í Hallgríms- kirkju um bænadaga og páska í forkirkju Hallgrímskirkju stendur þessa daga yfir sýning á Passíumyndum eftir Snorra Svein Friðriksson, sem gerðar voru 1972, og sýndar í sjón- varpinu með tónverkinu „Lítil píslarsaga" eftir Þorkel Sigur- björnsson. Myndir þessar hafa ekki sést á sýningu áður. Á skírdagskvöíd mun Sigrún . Þorgeirsdóttir syngja einsöng - sálm eftir norska skáldið Svein Ellingsen í þýðingu sr. Sigurjóns Guðjónssonar. Við messugjörðir föstudags- ins langa mun Halldór Vil- helmsson syngja aríu úr Jó- hannesarpassíu Bachs, við undirleik Ingu Rósar Ingólfs- dóttur og Harðar Áskelssonar. Einnig mun Inga Rós Ingólfs- dóttir leika einleik á celló. í báðum messum á páskadag mun Mótettukór Hallgríms- kirkju flytja kantötuna Christ lag in Todesbanden no. 4 eftir J.S Bach með aðstoð lítillar hljómsveitar. Einsöngyarar verða úr röðum kórfélaga, Ásdís Kristniundsdóttir sópran, Nicolas Hall tenór og Magnús Baldvinsson bassi. ke: „Rehabilitation of torture victims" Laugardaginn 6. apríl: Kl. 14.00 Peter Kemp: „Ethics and the unjustifiability of torture". Verk á afmælissýningu Textílfélagsins Sýning Textílfélagsins Afmælissýning Textílfélags- ins á Kjarvalsstöðum hefur nú staðið í rúmar 2 vikur. Aðsókn að sýningunní hefur verið mjög góð og nokkur verk selst. Sýningin verður opin alla daga páskavikunnar frá kl. 14.00 til 22.00. Henni lýkur á annan í páskum, mánudaginn 8. apríl. Sýning í Gerðubergi Sýning á vegum íslands- deildar Amnesty International í tengslum við baráttuna gegn pyntingum. Veggspjöld um þemað Aðgengi að föngum. Grafík eftir nemendur í MHÍ. Opið er kl. 14.00-18.00 á skírdag og annan í páskum virka daga kl. 16.00-22.00. Sýning Doru Jung á Kjarvalsstöðum Undanfarnar vikur hefur staðið yfir yfirlitssýning á verk- um finnsku textíllistakonunnar Doru Jung á Kjarvalsstöðum. Þetta er farandsýning frá List- iðnaðarsafninu í Helsinki um einn helsta frumkvöðul finnsks listiðnaðar. Dora Jung starfaði um ára- tuga skeið sem hönnuður fyrir risaiðnfyrirtækið Tampella í Finnlandi. Það gerði textíl- framleiðslu þessa fyrirtækis þekkta og eftirsótta um allan heim, og gerði jafnframt Doru Jung fjárhagslega kleift að reka vefstofu þar sem hún gat unnið að tilraunum og listsköp- un. Sýningunni á Kjarvalsstöð- um er skipt í tvo meginhluta. í Kjarvalssal er myndvefnaður, kirkjulist og ýmis listvefnaður, en í forsal eru sýnishorn af vefnaðarvörum, sem Dora Jung hannaði fyrir textílfyrir- tækið Tampella. Sýningin verður opin dag- legakl. 14.00til22.00framyfir páska. Gallerí Borg: Myndlistarsýning Val- gerðar Hauksdóttur ¦ Fimmtudaginn 4. apríl, þ.e. á skírdag, opnar Valgerð- ur Hauksdóttir sýningu á grafíkmyndum og myndum unnum með blandaðri tækni í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýning Valgerðar verður opin alla hátíðisdagana frá kl. 14.00 til 18.00, en virka daga kl. 12.00 til 18.00 og stendur til 16. apríl. Valgerður Hauksdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands, en lauk einnig prófum frá erlend- um listaskólum. Hún er félagi í félaginu íslensk grafík. Val- gerður hefur tekið þátt í átta samsýningum, en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Myndlistarsýning á Snæ- fellsnesi Biami Jonsson sýnir íOlafsvík Bjarni Jónsson opnar sýn- ingu í Grunnskólanum í Ólafs- vík fimmtudaginn 4. apríl kl. 14.00. Sýningin verður svo opinkl. 14.00 til 22.00 daglega fram á annan í páskum. Á sýningunni eru teikning- ar, vatnslitamyndir og olíumál- verk um þjóðíegt efni. „Úrmannheimum" (Listmunahúsinu í Listmunahúsinu stendur yfir sýning Sigurðar Þóris Sig- urðssonar. Sýningin heitir Ur mannheimum. Á henni eru 35 olíumálverk, máluð á sl. einu og hálfi ári. Sýningin er opin bænadagana, laugardag fyrir páska og báða páskadagana kl. 14 til 18. Síðasti sýningar- dagur annar í páskum. Neskirkja Á páskadag kl. 2 sýna börn ogunglingarhelgileik: „Páska- guðspjallið" í Neskirkju. Undirleik annast Jónas Þórir Þórisson. Þá mun Kolbrún á Heygum syngja einsöng og John Youong leika á fiðlu.- Sr. Frank M. Halldórsson flytur páskahugvekju. Kór Nes- kirkju syngur undir stjórn Reynis Jónassonar. Norræna húsið um páskana: Skírdagur: Allt opið. Föstudagurinn langi: Allt lokað. Laugardagur: Kaffistofa og sýningar opnar (bókasafn lokað) Blásarakvintett Reykjavíkur kl. 3. Páskadagur: Allt lokað. Annar í páskum: Allt opið. Grafiksýningu lýkur. Bræðrafélag Dómkirkjunnar Kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkjunnar verður haldið á skírdag 4. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá er: Orgelleikur Marteins H. Friðrikssonar dómorganista, ávarp sr. Hjalta Guðmunds- sonar dómkirkjuprests. Kjart- an Gunnarsson framkvæmda- stjóri heldur ræðu: Trúin og nútíminn. Karlakór Reykja- víkur syngur tvö lög: ísland, lag og ljóð eftir Árna Thor- steinson og Því er hljóðnuð þíða raustin? lag eftir Jean Sibelius, en Gestur þýddi Ijóð. Stjórnandi er Páll Pampichler Málþing Félags áhuga- manna um heimspeki Á páskum 1985 gengst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir málþingi um siðfræði, pyntingar og þjáningu. Til þingsins koma Inge Kemp Genefke, Íæknir við Rehabilit- eringscenter for torturofre í Kaupmannahöfn og Peter Kemp, heimspekingur frá Kauprhannahafnarháskóla. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: Föstudaginn langa, 5. apríl: Kl. 15.00 Hjördís Hákonar- dóttir: „Pyntingar-hvarliggja mörkin?" Kl. 15.30 Inge Kemp Genef- Kl. 15.30: Páll Skúlason: „Siðfræði, trú og þjáning". Málþingið verður haldið í Lög- bergi stofu 101 og er ölltim heimill aðgangur. Valborg og bekkurinn Tvær sýningar verða á leik- riti Finns Methling um gömlu ekkjuna og garðbekkinn um páskana, sú fyrri í dag, skírdag og sú síðari á annan í páskum og hefjasf báðar kl. 16.00 síð- degis. ¦ Naust um vetur (olíulitir) eftir Bjarna Jónsson, Sýningar Þjóðleikhússins um páskana: Gæjar og píur Sýningum fer nú fækkandi á hinum vinsæla söngleik „Gæj- um og píum" eftir Frank Loesser, Jo Swerling og Abe Burrows í leikstjórn Kenn Oldfields og Benedikts Árna- sonar. Næsta sýning verður á annan í páskum. Kardemommubærinn Uppselt hefur verið á allar sýningar barnaleikrits Thor- björns Egners til þessa. Verkið verður sýnt á skírdag og á annan í páskum, kl. 14.00 báða dagana.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.