NT - 04.04.1985, Blaðsíða 22

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 22
 Fimmtudagur 4. apríl 1985 22 Blðð II kar Orkan sem þeir geta ekki reiknað nt í bankanum Samantekt um kirkjuna í Goðdölum og presta þar. Eftir Björn Egilsson Ég fékk tilmæli frá sóknar- presti, að segja eitthvað frá Goðdalakirkju á þessari stundu og þessum stað. Ég vil nú verða við þeim tilmælum, þó það sé býsna lítið sem ég veit um Goðdala- kirkju á fyrri tíð. Ég veit ekki betur, en Goð- dalakirkja hafi staðið í kirkju- garðinum miðjum í aldanna rás, eða þangað til hún var reist á þessum grunni hér. En það er til sögn um mann- virki, en snertir kirkjuna. i’að eru kirkjuveggirnir að norðan og sunnan, sem byggðir voru um 1770. Eftirfarandi sögn skrifaði ég eftir Stefáni á Höskuldsstöðum árið 1980. Séra Jón Svcinsson, prestur í Goðdölum var hraustmenni og eljumaður, af sumum kall- aður Grjót-Jón. Hann lét hlaða veggi að kirkjugarðinum að norðan og sunnan og til þessarar ycggjahleðslu lét hann flytja stórgrýti ofan úr Hryggjum, sem enn er til sýnis. Með presti við þessa byggingu var Björn Helgason, krafta- maður mikill. Björn var sonur Helga Gunnarssonar á Bústöð- um. Árið 1886 var timburkirkja reist hér á grunni. Lýsingu á þcssari kirkju, hcf ég ekki fundið í skjöium prófasts hér, né heldur vígsludag. Á þeirri tíð munu vígsludagar kirkna ekki hafa verið færðir í bækur. í vísitasíu prófasts 1888 er skrifað: „í fardögum 1887 átti kirkjan í sjóði kr. 450, að frádregnum byggingarkostn- aði, en síðar leyfði herra bisk- upinn, að séra Zóphonias mætti fá 100 kr. fyrir framrni- stöðu hans við byggingu kirkj- unnar." Séra Zóphonias Hall- dórsson var þá prestur í Goð- dölum. í sömu vísitasíu er það skrifað, að kirkjan sé hrein og ágætlega hirt með öllum hcnn- ar áhöldum. En kirkjugarður- inn þyrfti að endurbætast, þar sem hann nú er, ef þessi uppá- stunga verður ekki framkvæmd, er sumir hafa hreyft, að byggja nýjan kirkju- garð fyrir neðan kirkjuna. Árni Jónsson snikkari frá Haugsstöðum í Vopnafirði, byggði Goðdalakirkju. Hann hafði verið við smíðanám í Kaupmannahöfn og unnið þar eitthvað eftir að námi lauk. Árni snikkari var fyrri maður Guðrúnar Þorvaldsdóttur á Stóra-Vatnsskarði og faðir Jóns Árnasonar bankastjóra. Árni var bóndi í Borgarey þegar hann byggði kirkjuna og andaðist þar tveim árum síðar. En þessi kirkja stóð ekki lengi. í bókinni „Öldin okkar" 1903 er þessi frásögn: „Kirkja fýkur“ „Hinn 28. desember gerði ofsaveður um allan norður- hluta landsins og olli ýmsum skemmdum. Kirkjan í Goð- dölum í Lýtingsstaðahreppi fauk út á tún og fór í mola“. í vísitasíu prófasts 1908 er skráð: Kirkja sú, sem lýst er í biskips vísitasíu 12. ágúst 1900, fauk í ofviðri 28. des. 1903, en í hennar stað var reist sumarið 1904 kirkja sú er nú stendur hér og er hún að öllu hið laglegasta guðshús, byggð í sama sniði og hin eldri kirkjan, lítið eitt minni, máluð öll innan með hvelfingu. Um gripi kirkjunnar er þess getið, að aðeins tveir hafi glatast, þegar kirkjan brotn- aði. Ljósahjálmur úr látúni og kristal og söngtafla með talna- spjöldum. Og enn er skráð: „Bækur kirkjunnar, sem taldar eru í úttektargjörð 13. júní 1904 eru enn til og skulu af þeini hér nefndar sem sér- lega verðmætar: Guðbrandar- biblía, útgefin á Hólurn 1584 og Summaría yfir það gamla testamenti, íslenskað af Guðbrandi biskupi Þorláks- syni ár 1589." „Sóknarnefndin felur hinurn setta prófasti, að leitast fyrir um sölu á fornbókum þessum." Samkvæmt reikningi kirkj- unnar í árslok 1907 á hún þá í sjóði 70 krónur 74 aura, en byggingarkostnaður varð 1816 krónur og 13 aurar. Þorsteinn Sigurðsson smiður á Sauðárkróki var yfirsmiður við Goðdalakirkju 1904. Hann smíðaði margar kirkjur í hér- aðinu og víðar, fyrir og eftir síðustu aldamót. Sagt hefur það verið að Þor- steinn smiður hafi látið fylla með grjóti milli þilja upp að gluggum, svo kirkjan stæði betur í stormi, en ekki veit ég hvort það er rétt. Á árunum eftir 1950 var kirkjan farin að láta á sjá. Tímans tönn hafði gert henni grand. Þá var hafist handa um viðgerð, sem lokið var síðla sumars 1959. Tveir smiðir af Sauðárkróki unnu að viðgerð, Friðrik Jóns- son og Einar Sigtryggsson. Kirkjan var klædd innan, gert við glugga með meiru. Séra Bjartmar réði ungan mann frá Akureyri til að mála kirkjuna. Hörður J.örundsson hét hann. Hann var bæði húsa- málari og listmálari, og hafði verið eitthvað við nám í Kaup- mannahöfn. í dagbók mína hef ég skrifað 6. september 1959: Hátíðamessa var í Goðdöl- um í tilefni af því, að viðgerð á kirkjunni var lokið. Margt fólk var við kirkju, flest sæti skipuð. Biskupinn veitti okkur þá virðingu að koma. Hann predikaði og flutti ávarp í messulok. Séra Bjartmar og séra Lárus þjónuðu fyrir altari. Sóknarnefndin bauð til kaffi- drykkju eftir messu. Undir borðum voru ræður fluttar. Ég sagði frá viðgerðinni og fleiru. Þá talaði séra Lárus, séra Bjartmar og Guðrún Sveins- dóttir. Gísli í Bjarnastaðahlíð spilaði á orgelið og biskup lofaði sönginn. Messa þessi var í alla staði hin ánægjuleg- asta. Andinn mótar efniö Ég hef nú rætt um kirkjuhús í Goðdölum, en kristin kirkja er meira. Prestar, söfnuðir og kirkjuhús mynda eina heiid. Prestar og söfnuðir helga húsið með síendurteknu ákalli til guðs ár og síð. Andinn mótar efnið, gólf, þil og hvelfingu og húsið verður heilagur staður. Og þetta er ekki hugarburð- ur. Hér er að verki hin góða andlega orka hugans, sem er svo mikil, að þeir geta ekki reiknað hana út í bankanum. Enginn skyldi ætla, að hinn andlegi heimur, sem við þekkj- um sáralítið, sé ekki lögmáls- bundinn eins og efnisheimur- inn, sem við þekkjum meira. Það hefur verið sagt, að íslensk menning sé reist á krist- inni trú og ekki held ég að því verði mótmælt með gildum rökum. Kirkjuhúsin út við strönd og inn til dala, með prestum og söfnuðum sínum, eru því grunnsteinar menning- ar vorrar. „Komdu seinast að Sveinsstöðum“ Fyrir löngu hef ég hugsað mér að taka saman fróðleiks- mola um Goðdalapresta 15 að tölu, er héldu staðinn um tveggja alda skeið, frá 1713 til 1904, en ekki liggur það fyrir nú. En sarnt ætla ég að nefna nöfn þeirra og segja lítið eitt frá þeim. I þessu efni styðst ég við umsagnir Páls Eggerts Óla- sonar. Auk þess eru ýmsar sagnir er geymst hafa hér í sókninni. Séra Páll Sveinsson fékk Goðdali 1713 og hélt til 1736. Hann var sonur séra Sveins Jónssonar á Barði í Fljótum. Séra Sveinn á Barði var þriðji ættliður í karllegg frá Jóni Prinna er var prestur á Siglu- nesi fyrir og eftir aldamótin 16(X). Frá Jóni Prinna eru komnar þrjár eða fjórar stór- ættir hér á landi. Séra Sveinn á Barði var talinn mikill lærdómsmaðurog svo var sagt, að hann kynni fyrir sér og þjóðsögur sagðar af honum. í íslenskum æviskrám er séra Páli Sveinssyni lýst þannig: „Gekk vel í skóla, skáldmæltur, nokkuð þras- gjarn og þunglyndur annað veifið." Séra Páll var kominn til aldurs, þegar haiin kom að Goðdölum. Þess vegna var það, að Sveinn sonur hans varð aðstoðarprestur hjá hon- um þrem árum síðar 1716 og var það til 1736 að hann fékk brauðið eftir föður sinn og hélt staðinn til dánardægurs 1757. Séra Sveinn Pálsson var ekki talinn mikill lærdóms- eða gáfumaður, en hann var stór- ríkur. Ég hef stundum sagt, að ekki fyndust ríkismenn í mín- um ættum, fyrr en kemur að séra Sveini í Goðdölum. En prestur þessi mun hafa gert prestsverk sómasamlega. Ung- ur að árum lærði ég bæn, sem hann átti að hafa flutt af pre- dikunarstóli. Ó. drottinn, miskunna þú aumum lýð, einkuin á Hofí og Bjarna- staðahlíð. Bakkakoti og Bústöðuni, Breiðargerði og Anastöðum. Komdu seinast að Sveins- stöðum. Séra Sveinn Pálsson átti mörg börn, þar af fimm syni. Meðal þeirra voru Páll silfur- smiður á Steinsstöðum og Jón prestur i Goðdölum, er tók við embætti eftir föður sinn 1758 og þjónaði til 1793 og þá höfðu þessir þrír feðgar haldið Goð- dalaprestakall áttatíu ár sam- fleytt. Séra Jón Sveinsson átti við fleira að etja, en flytja grjót í kirkjugarðsveggina. Á hans tíma gengu Móðurharðindin yfir. Árið 1784 fóröll Árbæjar- sókn í eyði, 7 bæir, og var 4 ár í auðn. Kona séra Jóns var Steinunn Ólafsdóttir stúdents og lög- réttumanns í Héraðsdal. Börn þeirra voru þrjú: Þorsteinn, stúdent og bóndi í Gilhaga og Húsey, Guðrún, kona séra Odds á Miklabæ og Ragnhild- ur, formóðir Bakkakotsættar. Altarisklæðið hér í kirkjunni er jafn gamalt Hóladómkirkju með ártali 1763. Ekki er ólík- legt að Steinunn Ólafsdóttir hafi saumað það, en sumir hafa heyrt, að prestsdóttir hafi balderað þennan merkilega kirkjugrip. Með vissuerekkert um þetta vitað. Séra Jóni Sveinssyni er lýst þannig, að hann hafi verið mikiis metinn, vel að sér og skáldmæltur. í Goðdalakirkju- garði er merkilegur steinn á leiði séra Jóns. Letur og rnynd- ir er höggvið í blágrýti. Efst er nafn, fæðingar- og dánardæg- ur, en neðst er mynd af haus- kúpu, tákn dauðans. Þar yfir er tré með breiðum krónum, tákn hins eilífa lífs. Árið 1794 kom Sigurður prestur Árnason að Goðdölum og var þar 6 ár, eða til alda- móta. Eftir það fékk hann Háls í Fnjóskadal og þjónaði þar til 1836. Hann var kallaður Reynistaðarmágur, því Björg kona hans var dóttir Halldórs klausturhaldara á Reynistað og systir þeirra bræðra, sem úti urðu. Sú saga hefur verið sögð frá séra Sigurði, að frá honum hafi verið stolið sauðum á Goð- daladal og þeir reknir suður á land, um Sprengisand eða Kjöl. Páll Eggert lýsir séra Sigurði þannig: „Hann var vel gefinn, söngmaður og skáldmæltur, fjáraflamaður mikill, starfs- samur, búsæll og féfastur. Frá 1800 til 1817 var Jón Jónsson prestur í Goðdölum. Hann var sonur Jóns Teitsson- ar biskups á Hólum og hann var líka dóttursonur Finns Jónssonar biskups í Skálholti. Af þessum stórættaða klerki fara engar sögur, en umsögn um hann er þessi: „Hann var mikill gáfumaður. andríkur kennimaður og skáldmæltur." Séra Einar Thorlasíus var prestur í Goðdölum í 4 ár, frá 1818 til 1822, en var lengi eftir það prestur í Saurbæ í Eyja- firði. Hann var talinn gáfu- maður og mjög vel að sér, enda kenndi hann mörgum undir skóla, latínuskáld gott. Faðir hans var Hallgrímur prestur í Miklagarði í Eyja- firði. Um séra Hallgrím var sagt, að hann hefði dulrænar gáfur og segði fyrir óorðna hluti. „Ekki verður hann ellistoðin okkar“ Séra Sigurður Jónsson var nokkuð lengi prestur í Goðdöl- um, eða frá 1822 til 1838. Kona hans hélt Elín Magnús- dóttir, prestsdóttir úr Eyja- firði. Altaristöfluna, er síðan hefur verið í kirkjunni, útveg- aði séra Sigurður frá Kaup- mannahöfn árið 1837, en ekki er vitað hvort hann hefur gefið hana. Kvöldmáltíðarmyndin, er eftirlíking af heimsfrægu mál- verki eftir snillinginn Leonar- do da Vinci, eins og kunnugt er. Séra Sigurður og frú Elín áttu einn son, Magnús að nafni. Hann var nokkuð lengi í Bessastaðaskóla og fékk þar viðurnefnið „Magnús græni.“ En samt tók hann prestsvígslu og var veitt Reynistaðaþing 1827 og sat á Hafsteinsstöðum. Árið eftir í september 1828 gerði þessi ungi prestur ferð að Goðdölum, að heimsækja for- eldra sína, en komst ekki alla leið. Hann drukknaði í Svartá hjá Sölvanesi og heitir þar síðan Magnúsarnes. Tveir bændur úr Goðdala- sókn voru s'endir að tilkynna slysið og var þeim bent á, að tala fyrst við prestsfrúna, því séra Sigurður var stundum hranalegur í frásögnum. Sendimenn hittu svo á að prestur stóð úti á hlaði, þegar þeir komu og urðu þeir að segja honum fyrst hin sorglegu tíðindi. Séra Sigurður fór síðan til konu sinnar og sagði við hana: „Magnús sonur okkar liggur dauður á eyrinni hjá Sölvanesi. Ekki verður hann ellistoðin okkar. Ég ætla að biðja þig að verða nú ekki vitlaus." Frúin svaraði: „Verði ætíð sem vill minn Guð, vill hanseræhiðbesta." í Æviskrám er þetta skrifað urn séra Sigurð: „Var vel efnaður og reglubundinn, en lélegur ræðumaður og nokkuð óprestslegur í látbragði". Séra Sigurður fór frá Goð- dölum vestur að Staðastað og varð próventumaður hjá Séra Pétri Péturssyni frá Víðivöll- um, er síðar varð biskup. Rétt er það, að prestur þessi var vel efnaður. Þegar hann fór vestur, átti hann Árbæ og Nýjabæ og ef til vill fleiri jarðir. Studdi rjómatrogin í jarðskjálfta Séra Jón Benediktsson var prestur í Goðdölum 1838 til 1847. Hann var Vestfirðingur að uppruna, náskyldur Jóni Sigurðssyni forseta. Um hann skrifar Páll Eggert: „Er talinn

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.