NT - 04.04.1985, Blaðsíða 19

NT - 04.04.1985, Blaðsíða 19
 Utvarp laugardag kl. 20.50: Farið til Grímsstaða á Fjöllum í janúar ■ Gríinsstaðir á Fjöllum. Logn snjóblinda, frost 10 stig. Svo nefnist þáttur sem er á dagskrá útvarps á laugardagskvöld kl. 20.50. Umsjón hafa þau Örn Ingi og Guðlaug María Bjarnadóttir. Guðlaug María sagði okkur að efni þáttarins hafi þau Örn Ingi tekið upp í smáferðalagi sem þau brugðu sér í til Grímsstaða á Fjöllum nú í janúarlok, en það telst tíðindum sæta að fólk kom- ist þangað bílieiðis á þessum árstíma, enda varð ferðin ekki viðburðasnauð. Það þótti því full ástæða til að festa ferðasöguna á segulband, svo að fleiri gætu notið hennar. Á Grímsstöðum býr Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður, vin- kona Guðlaugar Maríu, og var erindið ekki hvað síst að heim- sækja hana. í hreppnum búa 14 manns og alls eru bæirnir 6 í byggð. Þar af eru 4 í Grímstungu en á hinum tveim búa einbúar. Annar þeirra er reyndar nýsestur þar að, tvítugur Reykvíkingur, búfræðingur að mennt sem flutt- ist norður sl. haust. Þar háir honum a.m.k. ekki húsnæðis- skorturinn, því að hann býr einn í 14 herbergja húsi! Og einveran hefur ekki heldur verið honum til ama í vetur, ef ekki vill betur til talar hann bara við hundana og blómin! Já, Grímsstaðireru einangrað- ir oftast nær á þessum árstíma og ekki aðrar samgöngur við um- heiminn en snjóbíll sem kemur tvisvar í viku með póst. Það var því tilhlökkun á staðnum þegar ferðalangarnir höfðu gert boð á undan sér. En þegar þeir létu ekki sjá sig á fyrirfram ákveðnum tíma var hins vegar farið að óttast um þá og björgunar- leiðangur sendur af stað. í Ijós Fimmtudagur 4. apríl 1985 19 Blað II Sjónvarp kl. 23.20 - laugardag: Peter Sellers sálugi og „Bleiki pardusinn“ ■ Guðrún María Bjarnadóttir, leikkona, er hér í hlutverki kínversks burðarmanns í sýningu Nemendaleikhússins á Undan- tekning og regla eftir Bertold Brecht. Vonandi hefur hún verið betur klædd í ferðinni til Grímsstaða á Fjöllum! kom að ferðafólkinu hafði tekist að festa Range Roverinn sem þau voru á svo rækilega í skafli, rétt fyrir ofan Kísilveginn, að það tók það drjúgan tíma að Iosa bílinn. Þetta virtist vera eini skaflinn á leiðinni, svo að það var vel af sér vikið að finna hann svona vel! Að fenginni þessari viðvörun þótti sjálfsagt að fylgja því aftur úr hlaði alla leið í öryggi byggðar Mývatnssveitar. En veðrið var ekki amalegt, logn, snjóblinda og 10 s’tiga frost; ■ Kvikmyndirnar um „Bleika pardusinn" og Clousseau lög- regluforingja liafa löngum verið vinsælar. Sú fyrsta var gerð árið 1964 og hét einfaldlega Bleiki pardusinn (The Pink Panther), en sökum vinsælda hennarfylgdu fleiri á eftir. Þær myndir voru net'ndar „Endurkoma bleika par- dussins" og síðan „Bleiki pardus- inn kemur aftur til skjalanna" og sú síðasta nefnist Hcfnd bleika pardussins (The Revenge of the Pink Panther), sem gerð var 1978. Þessi bandaríska gamanmynd er á dagskrá sjónvarpsins laugar- daginn 6. apríl kl. 23.20. I aðalhlutverkinu er auðvitað Peter Sellers, en hann lést 2 árurn síðar. Hann leikur lögreglufor- ingjann Clousseau, sem í þessari mynd á í höggi við voldugan fíkniefnahring sem vill hann feig- an. Um tímaerlögregluforinginn talinn af og hans forna fjanda, Dreyfusi, fyrrum lögreglustjóra, er því falið að hefna hans. Leikstjóri er Blake Edwards. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. ■ Örn Ingi var líka meö í ævintýraferöinni. ■ Peter Sellers og Britt Ekland, en þau voru gift í 4 ár og eignuðust eina dóttur saman. Rás2sunnudag kl. 15. TONLISTARKROSSGATAN fær feikigóðar undirtektir ■ Hér kemur svo eyðublaðið fyrir Tónlistarkrossgátuna á páskadag. ■ Tónlistarkrossgátan, sem er á dagskrá Rásar 2 annan hvern sunnudag kl. 15-16, á síauknum vinsældum að fagna, enda er hún hin besta fjöl- skylduskemmtun á sunnudags- eftirmiðdegi. Stjórnandi og skapari Tón- listarkrossgátunnar hefur frá upphafi verið Jón Gröndal. Hann segir viðbrögðin við þættinum vera geysigóð og nú fái hann 500-600 réttar lausnir sendar eftir hvern þátt, og þeim fer sífjölgandi eftir því sem útsendingarsvæði Rásar 2 stækkar. Verðlaunin eru líka vegleg, t.d. rafmagns- og heimilistæki, auk aukaverð- launa, sem eru 3-4 plötur í hvert sinn. Það er því eftir miklu að slægjast. Þátturinn krefst geysilega mikillar vinnu. Sjálf samning krossgátunnar tekur auðvitað sinn tíma en þar með er ekki allt upptalið. Það þarf að gramsa í hljómplötusafni út- varpsins til að hafa upp á þeirri tónlist sem valin hefur verið. Þar sem Jón er búsettur í Grindavík kostar það aukaferð til Reykjavíkur, fyrir utan að sjálfur er hann í upptökusal á útsendingartíma þar sem þátt- urinn er sendur beint. Það mætti þess vegna kannski ímynda sér að fyrr væri það umsjónarmaður Tónlistar- krossgátunnar sem gæfist upp á þættinum en hlustendurnir! En Jón Gröndal segir að þrátt fyrir mikla vinnu sé mjög gaman að vinna að Tónlistar- krossgátunni, ekki síst með tilliti til þess að þar hafi hann verið brautryðjandi fyrir á- kveðna tónlist á Rás 2, komið að léttklassískri tónlist, ís- lenskum söngvurum o.s.frv. Það mun hafa verið fyrir 25-30 árum sem svipaður þátt- ur var í ríkisútvarpinu undir stjórn Jóns Þórarinssonar. En upphaflega mun hugmyndin vera sænsk. í Svíþjóð hefur slíkur þáttur verið í útvarpinu samfleytt í 17 ár við svo miklar vinsældir, að þegar komið hef- ur til tals að hvíla hann örlítið hafa risið upp þær mótmæla- raddir, að þátturinn hefur fengið að vera í friöi. óperunni „Eugin Onegin". Hljóm- sveit Covent Garden-óperunnar leikur; Colin Davis stjórnar. c. Fiðlukonsert í D-dúrop. 35. Kyung Wha Chung og Sinfóníuhljóm- sveitin í Montreal leika; Charies Dutoit stjórnar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 „Sigurhátíð sæl og blið“ Andrés Björnsson tekur saman dagskrá um sálmaskáldið séra Pál Jónsson i Viðvik, lesari með honum; Gunnar Stefánsson. 17.10 Mótettur eftir Johann Se- bastian Bach Hamrahlíðarkórinn, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Stjórnendur: Þorgerður Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson. a. „Lobet den Herren, alle Heid- en“. b. „Jesu, meine Freude". c. „Komm, Jesu, komm". (Hljóðritun frá tónleikum í Langholtskirkju 30. f.m.). 18.00 „Hann er upprisinn“ Baldur Pálmason les kafla úrbókinni „Ævi Jesú" eftir Ásmund Guðmundsson biskup. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.25 Minnisstætt fólk - Menn af öðrum stjörnum" Emil Björnsson segir frá kynnum sinum af séra Vigfúsi Þórðarsyni. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 20.50 Frá tónleikum Karnmersveit- ar Reykjavikur í Áskirkju 6. janúar sl. (Siðari hluti). a. Sembalkonsert í d-moll. Einleikari: Helga Ingólfs- dóttir, b. Brandenborgarkonsert nr. 2 í F-dúr eftir Johann Sebastian Bach. 21.30 „Álar“, smásaga eftir Bern- ard Mac Laverty Erlingur E. Hall- dórsson les þýðingu sína. 22.00 Finnsk Ijóð Séra Sigurjón Guðjónsson les eigin þýðingar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK) 23.05 Frá tónleikum Tónlistarfé- lagsins í Háskólabíói 11. mars sl. í minningu Ragnars í Smára. Rudolf Serkin leikur pianótónlist eftir Ludwig van Beethoven. a. Sónata nr. 8 i c-moll op. 13 (Pathetique). b. Sónata nr. 26 i Es-dúr op. 81 a (Das Lebewohl). c. 33 tilbrigði í C-dúrop. 120 um vals eftir Diabelli. 00.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 8. apríl Annar í páskum 8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar Jónsson prófastur flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnin 8.20 Létt morgunlög. 9.05 Morgunstund barnanna: „Albert“ eftir Ole Lund Kirke- gaard. Valdís Óskarsdóttir les þýðingu Þorvalds Kristinssonar (10). 9.20 Morguntónleikar a. „Ver hjá oss, því að kvelda tekur", kantata á öðrum páskadegi eftir Johann Sebastian Bach. Paul Esswood, Kurt Equiluz og Max van Egmond syngja með Vinardrengjakórnum og Concentus musicus-kammer- sveitinni í Vín; Nikolaus Harnonc- ourt stjórnar. b. Concerto grosso nr. 11 í A-dúr eftir Georg Friedrich Hándel. Enska konsertsveitin leik- ur; Trevor Pinnock stjórnar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Kotra Endurtekinn þáttur Sign- ýjar Pálsdóttur frá kvöldinu áður. (RÚVAK). 11.00 Hátíðarmessa á héraðsvöku Rangæinga f Hábæjarkirkju i Þykkvabæ (Hljóðritað 24. mars sl.). Sr. Stefán Lárusson í Odda predikar. Sr. Sváfnir Sveinbjarnar- son, sr. Hannes Guðmundsson, sr. Halldór Gunnarsson, sr. Páll Pálsson og sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir þjóna fyrir altari. Kór Kirkju- kórasambands Rangárvallapróf- astsdæmis syngur. Söngstjóri: Gunnar Marmundsson. Organleik- ari: Haraldur Júlíusson, Grétar Geirsson, Anna Magnúsdóttir, Hanna Einarsdóttir og Margrét Runólfsdóttir. Helgi Hermannsson og Hafd ís Árnadóttir leika á flautur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 „Nýtt undir nálinni" - leikið af nýjum hljómplötum. 14.00 „Orðabókin með öðru“ Guö- rún Guðlaugsdóttir ræðir við Sören Sörensson. 14.35 Popphólfið - Sigurður Krist- insson. (RÚVAK). 15.20 Allt i góðu meö Hemma Gunn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.30 Leikhúsið í guðsþjónustunni - Hinn islenski Milton Séra Kol- beinn Þorleifsson talar um andleg- an kveðskap i Laufási við Eyjafjörð á sautjándu öld. 17.10 Johann Sebastian Bach - Ævi og samtíð. Þýttt hefur Árni Jónsson frá Múla. Jón Múli Árna- son lýkur lestri sögunnar (11). 17.30 Síðdegistónleikar: Tónllst eftir Johann Sebastian Bach. 18.00 Á vori Helgi Skúli Kjartansson spjallar við hlustendur. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Nútíminn Pétur Gunnarsson les úr óprentaðri skáldsögu sinni. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Hýddir Hún- vetningar Ragnar Ágústsson flyt- ur frumsaminn frásöguþátt. b. Fé- lagslíf og samkomur fyrr á öld- inni. Þórunn Eiríksdóttir á Kaðals- stöðum flytur frásögn skráða eftir Jóni Snorrasyni í Borgarnesi. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 „Stjarna stjörnum fegri“, smá saga eftir Somerset Maugham Herdís Þorvaldsdóttir les þýðíngu Sigurlaugar Björnsdóttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Revian Umsjón: Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir. 23.15 Djassað i stúdíói I. Friðrik Haraldsson leikur á gítar, Eyþór Gunnarsson á píanó, Tómas Ein- arsson á bassa og Gunnlaugur Briem leikur á trommur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 5. apríl Föstudagurinn langi Engin útsending. Laugardagur 6. apríl 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjornandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Sunnudagur 7. apríl Páskadagur 13.30 Krydd í tilveruna Stjórnandi er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum ergefinnkostur á að svara einföldum spurningum un, tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi er Jón Gröndal. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. StjórnandierÁsgeirTómas- son. Mánudagur 8. apríl 14:00-15:00 Út um hvippinn og hvappinn Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15:00-16:00 Jóreykur að vestan Stjórnandi: Einar Gunnar Einars- son. 16:00-17:00 Nálaraugað Reggítón- list. Stjórnandi: Jónatan Garðars- son. 17:00-18:00 Taka tvö Lög úr þekktum kvikmyndum. Stjórnandi: Þor- steinn G. Gunnarsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. ' Sjá næstu siðu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.