NT - 10.04.1985, Page 4

NT - 10.04.1985, Page 4
w Miðvikudagur 10. apríl 1985 Ríkisstjórnin í minnihluta? ■ Það má ekki á millí sjá hvort ríkisstjórnin sæti cða félli ef fram færi þjóðaratkvæða- greiðsla um áframhaldandi til- veru hennar. Af þeim sem af- stöðu tóku til stjórnarinnar í skoðanakönnun NT um mán- aðamótin, kváðust 51% vera, andvígir stjórninni en 49% fylgjandi. í skoðanakönnun DV sem fram fór um sama leyti, voru hlutföllin nánast nákvæm- lega öfug. í báðum tilvikum er munur- inn innan skekkjumarka, en það þýðir á venjulegu máli að hann er svo lítill að ekki verður séð hvort meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi eða andvígur ríkis- stjórninni. Hins vegar getum við fullyrt að þessum niðurstöð- um fengnum að munurinn er mjög lítill. Að vísu voru þeir örlítið fleiri sem tóku afstöðu í skoðana- könnun NT, heldur en hjá Dag- blaðinu Vísi, og því mætti kannski freistast til að álykta að meira væri að marka þær niður- stöður. Aðalatriðið er hins veg- ar að þessum tveim könnunum ber býsna vel saman, þrátt fyrir „öfugar nióurstöður". Þegar athugað er hvernig kjósendur einstakra stjórnmála- flokka skiptast eftir afstöðunni til ríkisstjórnarinnar, kemur í Ijós að um 80% kjósenda stjórn- arflokkanna, styðja stjórnina. Örlítill munur virðist þó vera á kjósendum þessara tveggja flokka og ef marka má niðurstöðurnar er stjórnin nokkru vinsælli meðal sjálf- stæðismanna. Þessi munur er þó svo lítill að hann er tæpast marktækur. Munurinn á afstöðu kjósenda stjórnarandstöðullokkanna til ríkisstjórnarinnar er mun meiri. Ríkisstjornin á sér hlutfallslega flesta stuðningsmenn á meðal kjósenda Bandalags jafnaðar- manna, nærri þrjátíu prósent, en af kjósendum Kvennalistans eru það aðeins innan við tíu prósent, sem styðja stjórnina. Að vísu munar ekki mjög miklu á Alþýðuflokksmönnum og BJ-fylgjendum né á fylgis- mönnum Alþýðubandalags og Kvennalista, en þarna á ntilli virðast vera skörp skil. Þannig virðast kjósendur Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna standa mun nær ríkisstjórninni en raun er á um kjósendur Alþýðubandalags og Kvenna- lista. Allir A B C D G V Fylgjandi 49 25 79 29 82 13 9 Andvígir 51 75 21 71 18 87 91 Þessi tafla sýnir hvernig kjósendur einstakra stjórnmálaflokka skiptast í afstöðunni til ríkisstjórnarinnar. Eins og sjá má er lítils háttar munur á afstöðu kjósenda stjórnarflokkanna, þannig að ríkisstjórnin virðist örlítið vinsælli meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokksins. Hörðust er andstaðan við stjórnina meðal kjósenda Kvennalistans. Allar tölur eru í prósentum. Fylgjandi Andvígir Oákveðnir Svara ekki NT Alls % 238 eða 40% 247eða41% 103 eða 17% 12 eða2% DV Alls % 240eða40% 227 eða 38% 95 eða 16% 38 eða 6% Kannanir NT og DV bornar saman. Munurinn er varla marktækur. Tvær hnífjafnar fylkingar - með og á móti ratsjárstöðvum ■ Ekki verðurséðaðuppsetn- ing nýrra ratsjárstöðva hérlend- is á vegunt Nató eða Banda- ríkjahers, hafi meirihlutafylgi meðal íslenskra kjósenda. I skoðanakönnun NT um mán- aðamótin var m.a. spurt um afstöðu fólks í þessu máli og ■ Það sést greinilega hversu tröllaukinn nýi slökkviliðshíllinn er. yfirmönum slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Við bílinn stendur einn af NT-mynd: Arni Bjarna. Búseta Kyn Fylgjandi Andvígir Slökkviliðið á Kef I aví kurf lug vel I i: Stærsti slökkvi I iðsbí II í Evrópu tekinn í notkun Rúmir fjórtán metrar á lengd og vegur 65 tonn |5£r R-kjördæmin Konur 42% 58% Landsbyggðin Karlar 62% 38% Konur 33% 67% Karlar 56% 44% Þessi tafla sýnir afstöðuna til ratsjárstöðvanna, skipt eftir búsetu og kyni. Hér sést greinilega að ratsjárstöðvarnar eiga nieira fylgi meðal karlmanna en kvenna og sömuleiðis meira fylgi meðal íbúa R-kjördæmanna (Reykjavíkur og Reykjaness) en íbúa landsbyggð- arinnar. ■ Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli hefur fengið nýjan slökkviliðsbíl, sem mun vera sá stærsti sem til er í Evrópu. Hann er rúmir fjórtán metrar að lengd, þrír nretrar á breidd og rúmir fjórir metrar á hæð. Sveinn Eiríksson slökkviliðs- stjóri hjá varnarliðinu sagði í samtali við NT að bíllinn væri til kominn vegna þeirrar ábyrgðar sem hcrinn hefur, þar sem stór- ar farþegaflugvélar leggja leið sína unt Keflavíkurflugvöll.sem jafnframt er notaður til hernað- arumsvifa. Svcinn sagði að bíllinn væri einn af fjórurn sinnar tegundar í heiminum, sem bandaríski sjóherinn hefði fest kaup á í þeirn tilgangi að vcrja flugvelli þar sem farþegaumferð er samhliða herflugi. Hinir bílarnir þrír eru stað- settir á eyjunni Guarn í Kyrra- Itafi, Norfolk í Bandaríkjunum og Bermuda. Hinn nýi slökkviliðsbíll er búinn tanki sem getur tekið 24.00(1 lítra af vatni og 2.000 lítra af slökkviefni. Tvær spraut- ur eru á þaki bílsins og geta þær santan dælt 4.800 lítrum af vatni á mínútu, en það vatnsmagn er talið nægja til þess að slökkva cld í farþegaþotu af stærstu gerð á tðeins einni mínútu. Bíllinn vegur 36 tonn tómur, en þegar hann hefur verið fylltur er heildarþyngd hans 65 tonn. Þrátt fyrir hinn ntikla þunga bílsins nær hann hraðanum 96 kílómetrar á klukkustund. á aðeins 48 sekúndum. Til þess að ná þessum hraða er bíllinn knú- inn af tveimur 500 hestafla dies- elvélum. Drif er á öllum átta hjólum bílsins, og á hann því auðvelt með að athafna sig utan flugbrauta. Ahöfnin á bílnum er þrír menn. Tveir sent stjórna vatns- dælum á toppi bílsins, og einn sem stýrir ökutækinu. Sveinn sagði að kennari Itefði komið frá framleiðslufyrirtækinu og væri nú þegar búið að kcnna þremur ntönnum undirstöðuatr- Svara ckki iðin í meðferð bílsins. „Verk- legar æfingar hafa verið daglega síðan bíllinn kom, og svo verður áram, og allt þar til mennirnir handleika bílinn jafn auðveld- lega og kaffibollan sinn,” sagði Sveinn að lokum. Heildarverðmæti bílsins er 700.000 Bandaríkjadollarar, sem lætur nærri 28 milljónum íslenkra króna. Alls % 213eða35% 211eða35% 167 eða 28% 9eða2% % afþeimsem tóku afstöðu 50% 50% Þessi tafla sýnir afstöðu þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnuninni, til nýrra ratsjárstöðva. Alls tóku 70% þeirra sem spurðir voru, afstöðu í málinu og skiptust nokkurn veginn eins jafnt og hægt er að hugsa sér. Fylgjendur ratsjárstöðvanna reyndust tveimur fleirí en andstæðingarnir og svo lítill munur er auðvitað fjarri því að vera marktækur. reyndist skiptingin hnífjöfn. Fylgjendur stöðvanna reyndust tveimur fleiri en andstæðingarn- ir, en slíkur munur er auðvitað fjarri því að vera marktækur. Alls tóku 70% þeirra sem spurðir voru, afstöðu til þessar- ar spurningar, sem er nokkru hærra hlutfall en venjan er þeg- ar spurt er um afstöðu til stjórn- málaflokka. Það vekur nokkra athygli að áberandi mikill munur er á af- stöðu fólks í þessu máli, bæði eftir búsetu og kynjunt. And- staðan gegn ratsjárstöðvunum er áberandi sterkust úti á landi og meirihluti kvenna er stöðv- unum andvígur. Tveir þriðju hlutar kvenna sem búsettar eru utan R-kjör- dæmanna, eru á móti tilkomu nýrra ratsjárstöðva og stór meirihluti kvenna í R-kjördæm- unum er sömuleiðis andvfgur stöðvunum. Minnu munar í afstöðu karla og þeir eru alls staðar fylgjandi uppsetningu nýrra ratsjárstöðva að meirihluta til. Þegar öll kurl koma til grafar er svo niðustaðan sú að þjóðin virðist skiptast í tvær nokkurn veginn nákvæmlega jafnstórar fylkingar á afstöðunni til þessa máls og ef þjóðaratkvæða- greiðsla yrði látin fara fram, væru úrslitin langt í frá ráðin fyrirfram. íslandsmótið í bridge: Sveit Jóns Baldurssonar vann alla andstæðingana ■ Jón Baldursson og félag- ar hans, unnu öruggan sigur á íslandsmótinu í sveita- keppni í bridge, sem fram fór um páskana. Sveit Jóns vann alla sína leiki og endaði með 139 stig, 24 stigum fyrir ofan sveit Þórarins Sigþórs- sonar sem varð í öðru sæti. íslandsmótið fór rólega af stað því leikirnir í fyrstu umferðinni voru allir svo til jafnir. En í annarri umferð vann sveit Jóns góðan sigur yfir sveit Úrvals, sem verið hefur sigursæl í vetur. Sveit Þórarins lék síðan sama leik- inn í 3. umferðinni og þar með var sveit Úrvals búin að missa af lestinni. Sveitir Jóns og Þórarins mættust í 4. umferð og Þórar- inn v;ir örlítið yfir í hálfleik. En Jón snéri blaðinu heldur betur við í seinni hálfleik og vann leikinn 23-7. Að þess- um úrslitum fengnum var Ijóst að það var helst svcit Jóns Hjaltasonar, íslands- meistararnir 1984, sem ættu möguleika á titlinum fyrir utan sveit Jóns Baldursson- ar, en þessar svcitir áttu að spila saman í síðustu umfe'rð. Þegar sú untferð hófst var sveit Jóns Baldurssonar með 122 stig, sveit Þórarins 106 og sveit Jóns Hjaltasonar 101. Jón Baldursson þyrfti aðeins 9 stig úr lciknum til að tryggja sér titilinn, santa hvernig aörir leikir færu, en stærra tap gat valdið því að annaðhvort sveit Þórarins eða Jóns Hjaltasonar færi kjallaramegin í efsta sætið. í hálfleik var raunar útlit fyrir að slíkt gæti gerst því Jón Baldursson var langt undir gegn Jóni Hjaltasyni mcðan Þórarinn hafði góða forustu í sínum leik. En báðir þessir leikir snérust alveg við í seinni hálfleiknunt. Þór- arinn tapaði sínum leik 9-21 meðan Jón Baldursson vann nafna sinn 17-13. Lokaröðin í mótinu varð sú að sveit Jóns Baldurssonar endaði ■ Sveit Jóns Baldurssonar, Islandsmeistarar í brídge 1985. Frá vinstri eru Jön Baldursson, Siguröur Sverrisson, Aöalsteinn Jörgensen, Hörður Blöndal og Valur Sigurðsson en á myndina vantar Guömund Pétursson. með 139 stig, sveit Þórarins með 115 ogsveit Jóns Hjalta- sonar með 114. Með Jóni Baldurssyni spil- uðu Sigurður Sverrisson. Aðalsteinn Jörgensen, Valur Sigurðsson, Guðmundur NT-mvnd: Sverrir. Pétursson og Hörður Blöndal. Aðalsteinn og Sig- urður voru þarna að vinna sitt fyrsta íslandsmót í sveita- keppni. en Sigurður hefur fimrn sinnum lent í öðru sæti í þessu móti.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.