NT - 10.04.1985, Side 8
ta
Miðvikudagur 10. apríl 1985
8
Vettvangur
Þorfinnur Björnsson bóndi Löngumýri:
Grísir gjalda, gömul svín valda
og búpening fækki komi betri að snúast til varnar að verja ekki, þó þeir vildu, sett sig í kjör. Forustusveit bænda horf-
tíð með blóm í haga. Stað- hagsmuni okkar. f>að hefur sporfrumbýlingaogþeirrasem ir á þetta aðgerðalaus.
Frá Búnaðarþingi: Bændaforystan hefur látið draga sig á asnaeyrunum.
■ Nú síðustu mánuði hefur
vandi húsbyggjenda, sem
reist hafa sér hurðarás um
öxl, verið mjög til umræðu.
Hafa þeir nú myndað samtök
sem orðin eru að mjögöflugum
grátkór. Hann gefur lands-
frægum bændarbarlóm ekkert
eftir. Þessi grátkór á samúð
mína alla enda eru vandamálin
svipuð og meginþorri bænda-
stéttarinnar á við að glíma, þar
sem vextir og verðbætur æða
áfram óheft en launin eru
skrúfuð niður. Þó finnst mér
bændur standa þarna lakar að
vígi. I fyrsta lagi þarf rúmur.
helmingur bænda að fjár-
magna með lánsfé allan sinn
rekstur. I öðru lagi þurfa þeir
líka að byggja og framkvæma.
Og í þriðja lagi ef bændur fara
á hausinn er ekki nóg með að
þeir missa eigur sínar allar
heldur standa þeir líka uppi
atvinnulausir. Það er ástæðan
fyrir því að fjöldi bænda er enn
ekki hættur búskap, þó þeim
virðist allar bjargir bannaðar.
Velta á fjármagni er mjög
hæg hjá sauðfjárbændum. Það
getur tekið allt að tvö og hálft
ár að fá fjármagnið til baka.
Það er því engin tilviljun að
þeir standa verst allra bænda.
Það er lenska að kenna of-
framleiðslu um allt sem miður
fer. Menn trúa því að um leið
reyndin er sú að upplausnar
ástand hefur ríkt hjá stjórn-
völdum þessa lands frá þing-
kosningum 1978 og einmitt þá
byrjar að halla undan fæti.
Kólnandi veðurfar var aðeins
til að auka vandann. Þá hefði
forysta bændastéttarinnar átt
henni algerlega mistekist. Fyr-
ir því eru margar ástæður.
Yfirbygging í landbúnaði er
igeysilega mikil og stjórnun öll
því mjögþunglamaleg. Þáþarf
ekki að spyrja að því að hún
| kostar hundruð milljóna bæði
I fyrir bændur og ríkið.
Þessi yfirbygging greinist
eiginlega í tvennt. Annars veg-
ar stéttarfélög bænda og Bún-
aðarfélag íslands með allt sitt
hafurtask. En hinsvegarsölufé-
lag bænda þar sem SÍS trónir á
toppinum. Það er athyglisvert
að eftir því sem bændum fækk-
ar eykst yfirbyggingin og afæt-
um fjölgar.
Forustan öll af
sama sauðahúsi
Ein ástæðan fyrir misjafnri
afkomu bænda er að þeir sem
kosnir eru til trúnaðarstarfa
eru flestir af sama sauðahúsi.
Það er sveitasiður að kjósa
ekki nema efnaða bændur sem
eru þá yfirleitt komnir af létt-
asta skeiði. Virðist einu gilda
þó þetta séu lággáfaðir menn,
sem ekki hafa neitt nýtt til
málanna að leggja. Það gefur
auga leið að þessir menn geta
staðið hafa í framkvæmdum
síðustu árin. En þeir eiga hins
vegar létt með að sjá að t.d.
niðurfelling söluskatts á nýjum
búvélum kemur þeim sjálfum
að miklu gagni. Að fella niður
söluskatt og jafnvel tolla af
varahlutum hefði hins vegar
komið öllum jafnvel og orðið
til að nýta gamlar vélar mun
betur.
Enn ein ástæðan fyrir slæ-
legri kjarabaráttu er hve bænd-
ur eru pólitískir. Þeim gengur
því ákaflega illa að sameina
krafta sína til virkrar kjarabar-
áttu. Ef menn eru kosnir póli-
tískt aukast líkurnar á að þeir
sýni ístöðuleysi og undirlægju-
hátt gagnvart sínum flokk.
Efnabændur græddu
á verðbólgunni
Álitið er að þriðjungur
bænda hafi það mjög gott fjár-
hagslega. Þegar kjör stéttar
eru rannsökuð er alltaf gengið
út frá meðaltalinu. Vitað er að
laun bænda ná ekki nema 70%
af launum viðmiðunarstétt-
anna. Það er því augljóst að
fjöldi bænda býr við kröpp
Efnabændur á íslandi hafa
langflestir framkvæmt áður en
lán urðu verðtryggð. Hafa þess
vegna ekki borgað nema smá-
hluta af sínum fjárfestingum.
Hitt hafa sparifjáreigendur
fyrri ára greitt. Þegar þessir
bændur byggðu upp, ríkti
bjartsýni og þeim leyft að
byggja stórt og framleiða
mikið.
Þessum mönnum hefur
gengið allt í haginn.
Arið 1980komunýskattalög
sem víðtæk samstaða var um á
Alþingi. Þessi lög eru svartur
blettur á forystumönnum
bænda og alþingismönnum.
Þau sýna spillingu eða heimsku
hjá þeim bændum sem kosnir
voru til að gæta hagsmuna
stéttarinnar. Þeir sýndu enga
viðleitni til að lagfæra ósann-
gjörn skattalög. Árni Jónas-
son, kerfiskall hjá bændasam-
tökunum, bendir á í Frey 1981
að skattalögin muni koma vel-
stæðum bændum sífellt betur
en þeim sem skulda verr og
verr. Þarna hittir gamla brýnið
naglann á höfuðið.
Það er margt athyglisvert við
þessi skattalög. T.d. ef skuldir
eru hærri en veltufé (helming-
ur af bústofni, bankainnistæður
og sjóðseign) kemur visst hlut-
fall af mismun sem tekj ufærsla.
(nú 26,72% en var mun
hærra.) En ef bóndi er vel
efnum búinn og skuldir litlar
eða engar kemur þetta sama
hlutfall sem gjaldfærsla. Það
getur orðið há upphæð.
Landsfeðurnir ætluðu að ná
þarna í margumtalaðan verð-
bólgugróða í eitt skipti fyrir
öll. Hugsuðu bara ekki útí að
hann var ekki fyrir hendi
lengur, eftir að lán urðu öll
verðtryggð. Hins vegar sluppu
flest allir sem græddu virkilega
á verðbólgunni. Þetta eru
menn um land allt, húsbyggj-
endur og atvinnurekendur sem
tóku óverðtryggð lán til fram-
kvæmda. í þessa menn er helst
hægt að ná með stóreignaskatti
og hafa hann háan. Með þeim
peningum er hægt að jafna
lífskjörin, sem ég tel vera hlut-
Þessi yf irbygging greinist eigin-
lega í tvennt. Annars vegar
stéttarfélög bænda og Búnað-
arfélag íslands með allt sitt haf-
urtask. Hins vegar sölufélög
bænda þar sem SÍS trónir á
toppinum. Það er athyglisvert
að eftir því sem bændum fækk-
ar eykst yfirbyggingin og afæt-
um fjölgar.
í þessa menn er helst hægt að
ná með stóreignaskatti og hafa
hann háan. Með þeim peningum
er hægt að jafna lífskjörin, sem
ég tel vera hlutverk ríkisvalds-
ins, frekar en að mismuna
þegnum þjóðfélagsins með
heimskulegri stjórnun peninga-
mála og vitlausum skattalögum.
Niðurgreiddir Norðmenn, Japans-
markaður og páskaleiðarar
„stórblaðanna<(
■ í Fiskaren „en avis for kyst
Norge“ lesum við að Norð-
rnenn séu nú að gera stórátak
í sölu fiskafurða í Japan. Þar
er meðal annars sagt frá helj-
armikilli sýningu í Japan sem
Norðmenn tóku þátt í um
miðjan mars þar sem þeir voru
með 14 sýningarsvæði sem
sýndu matvæli sjávarfangs.
Það væri gaman að vita hvort
við íslendingar höfum gert
eitthvað til að selja fisk á
Japansmarkaði, eða hvort það
sé fyrirfram talið vonlaust
vegna fjarlægðar. í Fiskaren
kemur í ljós að ráðamenn í
Japan vilja að fiskneysla aukist
en fiskneysla í Japan hefur
minnkað undanfarin ár frá því
að vera 60% af fæðu almenn-
ings niður í það að vera 40%.
Þá kemur fram í Fiskaren að
mikill áhugi sé hjá Norðmönn-
um á útflutningi á nýjum
norskum útflutningsvörum og
er þar einkum um að ræða lax
ogsíld. Er nefnt að Japanirséu
gráðugir í hráan lax, segjast
aldrei hafa fengið jafn góðan
mat.
Spurningin er, erum við að
reyna að selja fisk í Japan eða
gefumst við fyrirfram upp fyrir
hinum niðurgreiddu Norð-
mönnum.
Söluverðmæti í USA
Annað sem gaman væri að
fá að vita þ.e. hve rnikið af
söluverðmæti þess fisks sem
íslensk fyrirtæki selja í Banda-
ríkjunum skilar sér til landsins
og hvað mikið hlutfall fcr í
fjárfestingar og annað slíkt í
Bandaríkjunum.
Nú eru takmörk fyrir því
hvað fyrirtækin geta flutt mikið
fjármagn frá Bandaríkjunum
því að þó að Bandaríkjamenn
séu hlynntir frjálsu fjár-
magnsstreymi þá gæta þeir vel
að því að beina fjármagni til
eigin lands. Vegna þessa er
það takmarkað h vað við getum
flutt til Islands afsöluverðmæt-
um fisksins. Spurningin er sem
sagt þessi. Hvað mikill hluti af
afrakstri íslensks sjávarút-
vegs, daglöngu striti karla og
kvenna um allt land, verður
eftir í Bandaríkjunum. Það
hlýtur einhver skýr maður að
geta svarað þessu á einfaldan
hátt.
60.000 útvarps og
sjónvarpsstöðvar
Ragnheiður Valdimarsdótt-
ir klippari hjá Sjónvarpinu rit-
ar athyglisverða grein í Morg-
unblaðið 28. mars um fjöl-
miðlabyltinguna: Þar kemur
m.a. fram að ítalireru lukkunn-
ar pampfílar. Þar ríkir algjört
frelsi í fjölmiðlun enda eru þar
60.000 útvarps- og sjónvarps-
stöðvar, þar sem sýndar eru
2.000 bíómyndir á hverjum
degi, og á Ítalíu Ioka að meðal-
tali þrjú kvikmyndahús dag-
lega.
Ragnheiður nefnir það hins-
. vegar að í Hollandi séu aðeins
tvær sjónvarpsrásir og það án
auglýsinga, þannig að misjafn
er frelsisskilningur þessara
tveggja þjóða sem að sjálf-
sögðu ná báðar erlendum
stöðvum að vild sinni.
Við íslendingar ættum að
hunskast til að rannsaka betur
reynslu hinna ýmsu þjóða áður
en við samþykkjum að gefa
fjáraflamönnum loftið frjálst.
Það ætti a.m.k. að vera öllum
ljóst að það að græða á útvarpi
og sjónvarpi á ekkert skylt við
frelsi.
Samkvæmt reynslu ítala, og
raunar Bandaríkjamanna
einnig, þá hrakar útsendu efni
með hverri nýrri stöð sem
bætist við þ.e. því fleiri stöðvar
því lélegra efni. Og þó að
stöðvar séu margar tryggir það
almenningi engan aðgang að
fjölmiðlinum. Það erekki einu
sinni svo að algjört frelsi í
þessum efnum tryggi listrænar
auglýsingar, svo vitnað sé til
röksemdafærslu frúar einnar
reykvískrar í sjónvarpi fyrir
nokkru.
Páskaleiðarar stór-
blaðanna
Það er gaman að bera saman
páskaleiðara íslensku „stór-