NT - 10.04.1985, Side 22
Útlönd
Miðvikudagur 10. apríl 1985 22
Skæruverkföllin í
Danmörku halda áfram:
Svínin f itna
Frá Guörúnu Ögmundsdóltur frétturitaru NT
í Ruupniunnahöfn.
■ Danskir bændur og slátur-
hús í þeirra þjónustu standa nú
frammi fyrir þeim vanda aö
svínin fitna og fitna ogsjá bænd-
urnir fram á geysilegt tap á
fjármunum meö hverju kílóinu
sem svínin bæta á sig. Til þess
aö þau haldist í topp-veröflokki
veröur að halda fitulaginu í
skefjum en við venjulegar að-
stæöur cr þaö gert með því aö
slátra þeim á nákvæmlega rétta
kílóinu. En nú fæst sem sagt
enginn til að slátra þeim -
slátrararnir virða þessi svín ekki
viðlits á meðan þeir berjast á
öðrum vígstöðvum.
Danir ætla sem sagt ekki að
sætta sig við lagasetningu ríkis-
stjórnar Schlúters, sem kveöur
á um að launahækkanir verði
ekki meiri en 2%, og danska
stjórnin setti viku fyrir páska til
að binda enda á vinnudeilurnar
í landinu. Og í gær hófu 15000
manns víðs vcgar um landið
verkföllin á ný eftir hléið sem
gert var um páskana.
Á sjúkrahúsum er einungis
haldið uppi neyðarþjónustu.
Starfsemi skóla, dagheimila og
skóladagheimila er meira og
minna lömuð og starfsmenn
hreinsunardeildarinnar leyfa
ruslinu að safnast upp í friöi.
Þeir sem mæta í vinnu sína nota 1
tímann til fundahalda en þeir
sem ekki mæta eru sektaðir um
1850 ísl. krónur á dag.
Þar sem vcrkföll þessi eru
ólögleg cru verkfallsstyrkir ekki
heimilir en þegar cr farið að
borga fólki styrkina undir
borðið. Verkfallsaðgerðum
verður haldiö áfram í dag og
verða haldnir miklir fundir í
öllurn borgum og bæjum
landsins, þ.á m. tveir í Kaup-
mannahöfn.
Danska samfélagið mun þá
lamast algjörlega, útvarp og
sjónvarp þagna og samgöngur
leggjast niður svo þcir sem ekki
eru í verkíalli, t.d. opinberir
■ Verkföllin í Danmörku héldu áfram í gær aö páskaleyfinu loknu og eru frekari aðgerðir fyrirhugaðar uns ríkisstjórnin lætur sér segjast.
Hér sést lögreglan leggja til atlögu við veVkfallsverði á bensíneyjunni í Kaupmannahöfn.
starfsmenn, munu ekki komast
til vinnu sinnar.
Formaður málmiðnaðar-
sambandsins hefur látið hafa
eftir sér að aðgerðunum verði
haldið.áfram þar til ríkisstjórnin
fer frá eða dregur lagasetning-
una tiLbaka, öðrum kosti.
Pví var spáð í gær að verkföll-
in í dag verði jafnvel víðtækari
en nokkru sinni og þeim verði
haldið áfram þar til ríkisstjórnin
lætur undan. Talið er víst að
ríkisstjórnin hrökklist frá völd-
um láti hún ekki að vilja þjóðar-
innar.
Súdanir vilja
bjórinn aftur
Kharton-Kcuter.
■ Mörg hundruð Súdan-
ir söfnuðust saman annan
páskadag og kröfðust þess
að áfengisbanni yrði aflétt
í landinu en það var sett á
fyrir einu og hálfu ári af
Jaafar Nimeiri þáverandi
forseta sem herinn steypti
af stóli nú á laugardaginn.
Nimeiri lét hella öllu
áfengi í Súdan í Nílarfljót
í september 1983 eftir að
hann tók upp íslömsk lög
til að þóknast hreintrúuð-
um múhameðstrúarmönn-
um. Nú þegar honum hef-
ur verið steypt af stóli
vona áfengisaðdáendur að
herstjórnin leyfi aftur
áfengisneyslu.
Mótmælendur söfnuð-
ust saman fyrir framan
hótel og ýmsar opinberar
byggingar og hrópuðu:
„Við viljum bjór.“
Herstjórnin í Súdan
undirbýr samninga
við skæruliða
Khartoum-l.ondon-Reuter
Atvinnumálaráðherra Spánar:
20% atvinnuleysi - gæti verið verra
Vladrid-Kcuter
■ Herstjórnin í Súdan, sem
steypti Jaafar Nimeiri forseta af
stóli nú fyrir helgi, leggur mikla
áherslu á samningaviðræður við
skæruliða í Suður-Súdan sem
hafa barist gegn stjórninni í tvö
ár. Skæruliðunum virðist samt
lítið um herstjórnina gefið því
að útvarpsstöð, sem þeir reka,
gaf stjórninni viku frest til að
koma á borgaralegri stjórn ann-
ars myndu þeir blása til bylting-
ar gegn henni.
Bardagar milli skæruliða og
stjórnarhersins hafa komið í
veg fyrir efnahagsuppbyggingu,
olíuleit og frekari þróun land-
búnaðarins í Suður-Súdan. Eg-
ypsk fréttastofa hefur eftir
heimildamönnum, sem hafa
náin tengsl við herstjórnina, að
stríðið hafi kostað Súdana um
350.000 dcllara á hverjum degi.
Síðastliðmn föstudag, einum
degi áður en herinn tók völdin,
skýrðu leiðtogar skæruliða frá
því að þeir hefðu hafið viðræður
við herforingja um leiðir til að
binda enda á ófriðinn sem ógnar
einingu landsins.
Nimeirí varð sjálfur á sínum
tíma þekktur fyrir að koma á
friði milli stríðandi fylkinga í
Súdan fyrir 13 árum. Þá hafði
innanlandsstríðið geisað í Súd-
an í 17 ár og kostað um eina
milljón manns lífið. Bardagar
blossuðu síðan aftur upp árið
1983 þegar Nimeiri skipti
suðurhluta landsins niður í hér-
uð og tók upp islömsk lög í öllu
landinu þótt stór hluti íbúa
Súdan sé ekki múhameðsstrúar
og kristin trú sé útbreidd í
suðurhluta landsins.
Herinn var illa búinn til bar-
áttu við skæruliða sem hafa fært
sér í nyt kjarr og skóglendi til að
gera skyndiárásir á stjórnarher-
inn. En skæruliðar eru líka
innbyrðis klofnir og sumir
leiðtogar þeirra hafa lýst sig
sammála stjórninni um að mjög
erfitt yrði fyrir suðurhéruðin að
halda sjálfstæði sínu gagnvart
nágrannaríkjunum Eþíópíu og
Líbýu.
En skæruliðarnir vilja samt
ekki leggja niður vopnin nú þótt
Nimeiri hafi verið steypt af
stóli. Þeir segja að herinn hafi
stolið sigri landsmanna með
stjórnarbyltingunni og hann
verði nú að skila völdunum til
fólksins. Geri hann það ekki
muni skæruliðar grípa aftur til
vopna eftir eina viku með það
fyrir augum að steypa herstjórn-
inni sem sé í engu betri en
stjórnin sem hún steypti.
■ Spánverjar eiga nú Evrópu-
met i skráðu atvinnuleysi, eða
20%, en ríkisstjórn sósíalista
segir að þá tölu verði að skoða
með nokkrum fyrirvara þar eð
í landinu blómgist neðanjarðar-
efnahagskerfi auk þess sem
hefðbundin og rígföst fjöl-
skyldugerð hafi dregið úr þeirri
ólgu sem annars mætti vænta
við þvílíkar aðstæður.
Atvinnumálaráðherrann, Al-
varo Espina, segir að tölurnar
séu réttar en því fari á hinn
bóginn fjarri að hinar 2,6 mill-
jónir atvinnulausra Spánverja
séu með öllu tekjulausar.
Espina heldur því fram að sé
fylking atvinnuleysingjanna
skoðuð komi í ljós að húsmæður
og börn, komin á vinnualdur en
búandi heima hjá foreldrunum,
skipi um 65% fylkingarinnar og
telur ráðherrann það draga
mjög úr alvöru ástandsins á
vinnumarkaðinum.
Neðanjarðarhagkerfið dreg-
ur svo, að sögn ráðherrans, úr
spennunni en það virkar á þann
hátt að fyrirtækin halda fast-
ráðnu starfsfólki í algjöru lág-
marki en ráða síðan atvinnu-
leysingja í einstök verkefni.
Þannig loki t.d. fyrirtæki í vefn-
aði og skóiðnaði verksmiðjum
sínum’og opni síðan aftur hve-
nær sem eigendunum hentar.
Framleiði þá reiðinnar ósköp í
einu sem orsaki það aftur að
önnur fyrirtæki hrökklist undir
yfirborðið.
Ríkisstjórnin reynir að lokka
■ Franskir húsverðir - hingað
til þekktastir fyrir að hafa um
aldur og ævi staðið vörð um
reglusemi og hreinlæti ætla að
losa úr ruslafötunum á götur og
torg til þess að mótmæla lágum
fyrirtækin upp á yfirborðið með
kostaboðum eins og lágvaxta-
lánum, opinberri tryggingu og
skattaívilnunum og sveigjan-
legri vinnulöggjöf.
Ráðherrann segir hið aukna
atvinnuleysi vera arf frá slæmri
stjórn Francos einræðisherra
sem lést árið 1975.
Sósíalistar geta hrósað sér af
góðum árangri á flestum sviðum
efnahagslífsins frá því þcir voru
launum og lélegu húsnæði. •
Húsverðirnir, sem sett hafa
svip sinn á íbúðablokkir í
Frakklandi um aldir, hafa auga
með útidyrunum, stigapöllun-
um og lyftunum í húsunum fyrir
eigendur þeirra.
kosnir til valda árið 1982, en
verða að horfast í augu við það
að þeim hefur ekki tekist að
draga úr atvinnuleysinu.
En eins og ráðherrann segir
hafa þeir nú gert ráðstaíanir til
þess að greiða fyrir auknum
fjárfestingum fyrirtækjanna og
þykir þeim mál til komið að
viðskiptajöfrarnir fari að vinna
sín verk. Um 80% Spánverja
vinna hjá einkafyrirtækjum.
Formaður félags húsvarða,
sem telur 35.000 meðlimi, sagði
fréttamönnum í gær að félagið
hefði boðað til fjögurra daga
„ruslafötu-verkfalls“ frá og með
deginum í dag.
Flestir þeirra 115.000 sem
starfa við húsvörslu í Frakklandi
vinna 55 stunda vinnuviku en fá
ekki nema 60% af venjulegum
lágmarkslaunum fyrir þjónustu
sína og verða oft að borga leigu,
hitakostnað og aðra reikninga í
þokkabót.
Formaður félagsins sagði að
ef ruslafötu-verkfallið tryggi
húsvörðum ekki láginarkslaun
muni félagið boða til harðari
aðgerða - þeir muni þá ekki
rukka leiguna og vinna þá papp-
írsvinnu sem innifalin er í starfi
þeirra.
Formaðurinn sagði að laun
húsvarða væru algjör svívirða -
jafnvel unglingar undir átján
ára aldri fengju 80% af venju-
legum lágmarkslaunum.
Formaðurinn sagði að lokum
að þriðjungur allra húsvarða
væri konur, þetta væri hefð-
bundið kvennastarf og illa laun-
að eins og önnur kvennastörf.
Nær helmingur húsvarðanna er
útlendingar, aðallega Portúgal-
ir, Spánverjar og Júgóslavar.
Utanríkisráðherra Japans:
Hafnar kjarnorkuvernd
gegn hefðbundinni árás
Tokyo-Rcutcr
■ Við umræður í japanska
þinginu fyrir skömmu lýsti
utanríkisráðherra Japana,
Shintaro Abe, því yfir að
japönsk stjórnvöld ntyndu
ekki fallast á að Bandaríkja-
menn beittu kjarnorkuvopn-
um til að verja Japan t'yrir
árás þar sem einungis hefð-
bundnum vopnum væri beitt.
Ráðherrann sagði einnig
að Japanir rnyndu ekki held-
ur samþykkja notkun kjarn-
orkuvopna til að koma í veg
fyrir árás á Japan. Þessi af-
staða Japana er greinilega
frábrugðin yfirlýstri stefnu
Bandaríkjamanna og NATO
sem segjast mundu beita
kjarnorkuvopnum ef með
þurfi gegn hugsanlegri árás
Sovétmanna og bandamanna
þeirra þótt aðeins hefðbund-
in vopn yrðu notuð í slíkri
árás.
Abe sagði að Bandaríkja-
menn myndu taka tillit til
afstöðu Japana í þessu máli
ef það þyrfti að verja landið.
í febrúar á þessu ári lýsti
Yasuhiro Nakasone forsætis-
ráðherra Japana því yfir að
Japanir myndu leyfa Banda-
ríkjamönnum að beita kjarn-
orkuvopnum til að verja Jap-
an ef framtíð landsins væri í
hættu vegna óvinaárásar.
Öll framleiðsla og geymsla
kjarnorkuvopna í Japan er
bönnuð samkvæmt japönsku
stjórnarskránni.
Frakkland:
Verðir hreinlætisins
í ruslafötu-verkfalli
París-Reuter