NT - 12.05.1985, Page 9
aö vera helsta verslunarhverfið
þannig að umferð um þetta
svæði er mikil bæði dag og
nótt. Reyndar er það svo að
glæpir eru tíðari í miðju borga
en í útjaðri þeirra og Reykja-
vík virðist ekki vera nein
undantekning hvað það
snertir. Þessi staðreynd ætti
einnig að gera það að verkunt
að auðveldara væri að skipu-
leggja lögreglueftirlit þar sem
þessi ferningur er ekki ýkja
stór.
Eftirlit
ófullnægjandi?
Þó svo að eftirlit lögreglunn-
ar í Reykjavík sé einna mest á
miðbæjarsvæðinu eru þó marg-
ir sem telja það engan veginn
fullnægjandi. Hilmar Þor-
björnsson, einn af vaktstjórum
lögreglunnar sagði okkur til
dæmis að í þau 27 ár, sem hann
hefði starfað sem lögreglu-
þjónn hefði aukning löggæsl-
unnar ekki verið í neinu sam-
ræmi við þá aukningu sem
orðið hefði á íbúafjölda borg-
arinnar. „Við erum í stórum
dráttum með sama bílaflota og
sama mannskap og var þegar
ég byrjaði. Ég hef orðið vitni
að því að líkamsárásir og ýmis
önnur alvarleg lögbrot aukast
og mér finnst að bæði lögreglan
og almenningur eigi heimtingu
á því að reynt sé að stemma
stigu við þessu. Maður horfir
líka upp á það að hinir svoköll-
uðu síbrotamenn, sem búnir
eru að fremja tíu til tuttugu
alvarlega glæpi, ganga lausir
vegna þess hve langan tíma
tekur að afgreiða mál þeirra.
Þeir eru síðan ekki dæmdir
fyrr en eftir dúk og disk. Þessu
þarf að breyta auk þess sem
við þurfum einfaldlega á fleiri
lögregluþjónum að halda.
Götulögregluþjónunum er að
fækka miðað við það sem var
en skrifstofumönnunum innan
lögreglunnar fer fjölgandi."
Við bárum spurninguna um
nauðsyn á auknu eftirliti undir
þá Þóri, Gísla, Gunnleif og
Sigurbjörn. Þeir töldu að eftir-
lit óeinkennisklæddra lög-
reglumanna og rannsóknarlög-
reglu hafði sannað gildi sitt en
úr því hefði því miður verið
dregið. Þórir benti þó á að
rannsóknarlögreglustjóri hefði
fullan hug á því að taka það
mál til endurskoðunar. Það
kom og fram í máli þeirra
fjórmenninganna að slíkt eftir-
lit hefði einnig leitt til þess að
mál, sem væru í rannsókn
upplýstust fyrr en ella auk þess
sem veskjaþjófnuðum á veit-
ingahúsum fækkaði á því tíma-
bili sem slíkt eftirlit var fram-
kvæmt reglulega.
Þeir Sigurbjörn Víðir og
Gunnleifur undirstrikuðu það
að það væri ekki refsigleði,
sem réði afstöðu lögreglunnar
til þeirra, sem fremdu rán og
önnur ódæði. „Þegar tekst að
hafa hendur í hári þessara
manna þarf að taka þá úr
umferð og í framhaldi af gæslu-
varðhaldi þurfa þeir að taka út
sinn dóm. Hér er um öryggis-
mál að ræða og hinn almenni
borgari á heimtingu á því að
þessu fólki sé sýnd miklu meiri
festa en nú er.“
Óhugnanlegur
listi
Þegar flett er í dómabók
Sakdóms Reykjavíkur kemur
fram að flestir þeirra sem
dæmdir hafa verið fyrir rán og
ofbeldi eig að baki sér lang-
an afbrotaferil. Þar kemur og
fram að mjög algengt er að
þeir hafi brotið alvarlega af
sér á því tímabili eftir að
dómur hefur fallið og til þess
tíma er þeir hafa verið fangels-
aðir vegna fyrri dóms. Þannig
hefur þessum mönnum verið
sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir
að rannsókn er lokið og síðan
líður oft langur tími þar til
dómur gengur og afplánun
hefst. Á þessum tíma hafa þeir
jafnvel haldið áfram fyrri
iðju.
Til að gefa lesendum nokkra
hugmynd um umfang afbrota
hinna svokölluðu síbrota-
manna skal hér drepið lítillega
niður í dómabók salcadóms þar
sem fjallað er um mál N.N.
sem tekið var til dóms 18. apríl
1984. Við birtum ekki nafn
mannsins fyrst og fremst af
tiliitssemi við aðstandendur
hans.
Sakadómari dæmdi þá N.N.
í 14 mánaða fangelsi fyrireftir-
tahn brot:
1) Tilraun til ráns 20. mars
1983 í félagi við annan mann
þar sem N.N. réðst á ungan
pilt á Lindargötu í því skyni að
ræna hann verðmætum.
2) Fyrir rán 9. maí 1983 þar
sem N.N. veittist að tveimur
piltum í Austurstræti með
barsmíðum og hótunum og
rændi annan þeirra fé.
3) Innbrot í bílasölu Garðars
í Borgartúni í Reykjavík 6.
nóvember 1982.
4) Innbrot í Aðalbílasöluna
við Skúlagötu 6. nóvember
1982.
5) Stolið bensíni af bifreið-
um við Hátún 12 í Reykjavík
aðfaranótt 30.janúar 1983.
6) Innbrot í félagi við annan
mann þar sem N.N. braust inn
í húsið númer 54 við Seljabraut
í Reykjavík og hafði á brott
með sér peningakassa og
fleira.
7) Innbrot við þriðja mann í
húsnæði Sláturfélags Suður-
lands við Skúlagötu þar sein
N.N. og félagar hans höfðu á
brott með sér ýmsa fjármuni auk
þess að valda miklu tjóni á
húsnæðinu.
8) Fyrir tilraun til þjófnaðar
þar sem N.N. braust inn til
bæklaðrar konu sem lá í rúmi
sínu í Hátúni lOb í Reykjavík
þar sem hann sótti fjármuni
12,maí 1985 9
ofan í skúffu á hirslu við hlið
sjúklingsins.
9) Fyrir að hafa veist að
gömlum manni, sem fæddurer
1890, fyrir utan Sundhöll
Reykjavíkur 16. maí 1983 og
rænt hann veskinu með pen-
ingum gamla mannsins.
10) Gripdeild á Snorrabraut
í Reykjavík þar sem N.N. tók
veski af óþekktum manni sama
dag og hann hafði rænt öldung-
inn við Sundhöll Reykajvíkur.
Fyrir þessar sakir sem hér
hafa verið lauslega raktar var
N.N. dæmdur í 14 mánaða
fangelsi og komu tveir mánuðir
til frádráttar dómnum.
Áður cn Jsessi domur var upp
kveðinn mátti sjá á sakavott-
orði N.N. eftirtalin brot:
Ölvun á almannafæri, ölvun
við akstur, fíkniefnabrot. um-
ferðalagabrot, þjófnaði, tvær
nauðganir og þar auki fleiri
líkamsárásir.
Ótti í stað
brosa
Dómaranum þótti þó ekki
ástæða til að dæma N.N.
þyngri dóm en áður getur.
N.N. situr nú í fangclsi og mun
Ijúka afplánun á rniðju næsta
ári og verður þá aftur frjáls
maður.
Það er óhætt að fullyrða að
Reykjavík er ekki lengur sá
friðsæli sveitabær sem menn
eitt sinn þekktu. Rán og of-
beldi eru farin að setja sinn
svip á daglegt líf í miðborginni
þó svo að gamla sveitaróman-
tíkin svifi ef til vill enn yfir
tjörninni. Allt bendir til þess
að þessi þróun haldi áfram á
komandi árum, ef ekkcrt verð-
ur að gert. í stað feintnislegra
brosa vcrður ótti í augum
fólks. JÁÞ
Hl INTERNATIONAL
TRAKTORAR
62ja og 72ja ha.
Vorum að fá nokkra I.H. traktora til landsins á sérstaklega hagstæðu verði. Vélarnar eru
með mjög fullkomnum búnaði:
Vel einangruðu lúxus húsi með sléttu gólfi • Kraftmikilli miðstöð • Tveggja hraða aflúrtaki
• Vökvalyftum dráttarkrók • Niðurgírun óháð kúplingu og fleiri aukahlutir til hagræðingar
og þæginda.
ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900