NT


NT - 12.05.1985, Side 10

NT - 12.05.1985, Side 10
r Kl Sunnudagur 12.maí 1985 10 IPlíllÍlÉf? Graffítí * HT skoðar biðs^’maakot og klósettveggi Ekki mun þetta veggjakrot eiga neitt skylt við vort ágæta dagblað, heldur sýnir það dálæti veggjakrotara á ákveðinni popphljómsveit. (NT-mynd Árni Bjarna). afturfótum tíðarandans Flest höfum við cinhverntíma á lífsleiðinni þurft að notast við almenningssalerni og könnumst því við dægrastyttinguna sem felst í því að lesa veggjakrotið sem oft „prýðir“ slíka staði. Það er á stöðum sem þessum sem margir komast í fyrsta sinn í kynni við klúrari hliðar mannlegrar tilveru. Sjálfsagt er hægt að skrifa gagnmerka sálfræðiritgerð um þær freudísku bælingar sem losna úr læðingi hjá fólki sem finnur sig knúið til þess að tjá sig á þennan hátt í einveru náðhússins. Slíkt er þó ekki meiningin með þessum pistli, þó ekki fari hjá því að fróðlegt væri að litast um á baðherbergjunum heima hjá slíkum mannskap. En veggjakrot er langt frá því að vera einskorðað við klúryrði og klám á almenningsklósettum. í þessu sambandi er oft talað um graffítí sem samnefni fyrir veggjakrot almennt, en í orðinu felst þá jafnframt að krotið sé gert í óþökk þess sem umráð hafi yfír veggnum, hvort heldur það er eigandi hans eða aðrir. Orðið „graffítí“ er af útlenskum toga spunnið og margir kannast kannski við það úr titli kvikmyndarinnar víðfrægu: Ameríkan graffítí. Þrátt fyrir að orðiðsé orðið nokkuð algengt slangur í íslensku, að minnsta kosti meðal reykvískra malarbarna, hefurþað ekki náðaðkomast inn í slangurorðabókina. En nýja ensk-íslenska orðabókin skilgreinir það sem „veggjakrot á salernum, biðskýlum, o.þ.h.“ „Meðvitad44 graff- ítí og pólitískt ■ Graffítíið getur þó verið marg- breytilegt og þjónað ýmsum eða eng- um tilgangi. Víða erlendis starfa með- vitaðir graffítí-teiknarar í stórborgum og teikna þá gjarnan á veggi í neðan- j arðarlestahvelfingum. Dæmi urn slíkan mann er Keith nokkur Harring, en hann er menntað- ur myndlistarmaður, sem hefur valið sér þá óhefðbundnu leið, að gerast graffítígæji. Hann myndskreytir óumbeðinn auglýsingatöflur í neðan- jarðarlestakerfinu í New York. Eins og sagt var frá í myndlistarþætti hér í Helgarblaðinu fyrir nokkrum vikum, er Harring þessi einkum óvenjulegur vegna þess að hann er þekktur mynd- listarmaður og því ekki dæmigerður fyrir þá sem stunda þessa iðju. Hins vegar munu um 800 manns vera handteknir í New York á ári hverju vegna þessarar iðju. í lang flestum tilfellum eru þeir blökkumenn úr fátækrahverfum borgarinnar og fara misjafnar sögur af meðferð þeirra sem gripnir eru. Það er því nokkuð pólitískur undirtónn í graffítíi New York borgar, þar sem hinir yngri og efnaminni einstaklingar úr minni- hlutahópunum fá útrás fyrir vanlíðan sína og örvæntingu - en oft á listrænan hátt. Þegar um er að ræða þessa tegund graffítís - má segja, að það sé oft orðið ákveðið listform þar sem verknaðurinn að skrifa á veggi eða myndskreyta þá er mikilvægur þáttur í því sem verið er að tjá. Ennfremur, ef graffítílistamenn eru beðnir um að skreyta veggi á almennum stöðum - eins og t.d. kom fyrir fyrrnefndan Harring- dettur allt púðrið úr athöfninni og hún missir marks. Graffítí er því í eðli sínu uppreisn gegn kerfinu eða „establish- mentinu", ef svo má að orði komast. Þetta grundvallar uppreisnareðli graffítísins getur beinst gegn mjög afmörkuðum pólitískum fyrirbærum og þannig verið notað sem áróðursað- ferð einhvers pólitísks afls. Þannig eru máluð slagorð á húsveggjum algeng þar sem prentfrelsi eða boð- leiðir til tjáskipta eru á einhvern hátt hindraðar. Á Norður írlandi má t.d. sjá slagorð gegn breska hernum mál- uð á veggi eða þá gegn írska lýðveld- ishernum. En í slíkum tilfellum ríkir ákveðið upplausnarástand og sem slíkt er graffítíið birtingarmynd þeirr- ar ólgu sem undir kraunrar. Annað dæmi um notkun á graffítíi til fram- dráttar ákveðnum pólitískum málstað eru slagorðagraffítí anarkista víða um heim, en hjá mörgum þeirra cr það viðtekin baráttuaðferð. Ein leið- in til þess að gela frat í kerfið cr því að mála slagorð eða anarkistanterkið á \eggi opinberra bygginga - helst þeirrasem áeinhvern háttgetaöðrum frentur talist fulltrúar ríkisvaídsins eða kerfisins. „Bara ád vera töff“ Það kann að virðast, að graffítí af þessu tagi sé með öllu óskylt því klósett-graffítíi, sem talað var um hér að ofan, en ef betur er að gáð er ekki víst að svo sé. Sammerkt með öllu graffítíi er, eins og áður sagði, óánægja af einhverju tagi og þó það geti virst merkingarlaust og ópóli- tískt, tjáir það eftir sem áður einhvers konar uppreisn. Það er ákveðin upp- reisn í því fólgin, þegar óharðnaður unglingur, krotar á klósettveggi dóna- orð sem hann kæmist ekki upp með að hafa yfir á torgum, ekki síður en í skipulegu veggjakroti pólitískra öfga- hópa. Þá felst uppreistiareðlið einnig í því að verið cr að gera hluti, sent ekki má gera. Þetta er frá sjónarhóli flestra hrein óg klár skemmdarstarf- semi. Ef frá eru talin undantekningar tilfelli, þar sem unnt.væri með flók- inni og krókóttri röksemdaríærslu að segja að graffítí fegri og lífgi upp á annars steindautt umhvcrfi (sbr. Oxmo-hópinn hér á landi), er þetta krot nær undantekningarlaust bæði hvimleitt og Ijótt. í flestum tilfellum er það að ósekju flokkað með annarri skemmdarstarfsemi á mannvirkjum, svo sem rúðubrotum. Hér á landi er graffítí nær undantekningarlaust af þessari tegund og þeir sem í þessu standa hugmyndasnauðir og leiðir unglingar, sem eru að reyna að vera „töff“. í fyrri viku þegar Helgarblaðs- maður fór á stúfana til þess að kanna veggjakrot reykvískra, hitti hann fyrir hóp unglinga við þessa iðju sína, og spurði þá hvers vegna þeir væru að þessu. Það varð fátt um raunveruleg svör utan skítkast út í saklausan blaðamanninn og honum sagt að vera ckki aö skipta sér af því sent bonum kæmi ekki við. Þó var helst að heyra, að þetta væri hluti af þvt að vera kúl og „tippalegur". (Seinna orðið num merkja að vera kæruleysislegur í frantkomu og í leðurkenndum klæð- um'með hárið marglitað í broddtim. i að svo miklu levti setn það hafði hlutbundna nterkingu og er notað jáfht urh karlmenn og konur.) Ekki Virtist liggja mikil hugsjón eða hugsun á bak við krot þessara unglinga önnur en að vera brot af hlutverkinu: að vera töff. „Sigga píka l.-B“ Að það séu fyrst og fremst ungling- ar sem í veggjakroti standa má sjá af fjölmörgum atriðum, meðal annars því hvar krotað er. Nær undantekn- ingarlaust finnst mest af krotinu á þeim stöðum, sem unglingar hópast saman, eins og til dæmis fyrir utan sjoppur, í strætisvagnabiðskýlum og í vögnunum sjálfum, og í skotum niðri í miðbæ. Þegar þessir staðir eru skoðaðir betur, sést til dæmis, að á Laugaveginum er svo til hvert einasta húsasund meira og minna útkrotað, svo framarlega sem það er eitthvert skjól og sjáist ekki allt of vel frá gðtunni. Niðri t miðbæ, hins vegar, þar sem aigengt er að fjöldi unglinga safnist sanian í hóp, er eins og hópsálin gefi þeim meiri kjark og : krotiðeroft á mjög áberamli stööum. Sama gildir um svipaða staði í út- hverfunum. eins og vinsælar sjoppur eða mikið notuð strætóskýli. Gelgjuskeiðs einkennin t veggja- krotinu eru enn frentur ábernndi í því sem krotað er. Nöfn frægra hljóm- sveita eru sennilega vinsælasta krot- efnið, en fast á eftir fylgja frasar eins og: „Sigga mella 2.-C + Palli pungur 2.-D“ eða „Bjössi best“. 1 bland við alla þessa hugmyndaauðgi eru svo gjarnan misvel teiknaðar mynd- skreytingar, nær alltaf af kynfærum. Veggjakrotið í Reykjavík er því ekki með neinu ntóti hægt að kalla „meðvitað" graffítí, gert í ákveðnum tilgangi. Þvert á móti virðist hér vera um hálfkæringslegt viðhorf til um- hverfisins að ræða. Unglingana skort- ir samkennd með samfélaginu, sem þeir lifa og hrærast í vegna þess að þeir eru þar hálfgerðir utangarðs- menn. Veggjakrötið er því í grund- vallaratriðum náskylt skemmdar- verkum t.d. r skólum, á höfuðborgar- svæðinu, en þau hafa færst í aukana á undanförnum árum. Úttekt sem gerð var á vegum sálfræðideilda skóla um skemmdarverk í skólum á höfuð- borgarsvæðinu segir: „Spellvirki og skemmdarverk virðast fara í vöxt á höfuðborgarsvæðinu. Á þau má líta, sem nokkurn mælikvarða á líðan ungmenna á þessu svæði og ber því að varast að skoða þau, sem einangr- að fyrirbæri. Þannig er hér nánast um eins konar einkenni að ræða, sem tilgangslaust er að vinna með eitt sér, ef ekki er hugað að því hvað orsakar þessi einkenni." í greinargerð með athugun sinni sem ekki er unnt að tíunda náið hér, benda sáifræðingarn- ir á ýmsar tillögur til úrbóta. Telja , þeir megin orsökina liggja í ákveðinni firringu. Unglingar eru ekki hafðir með í ráðum varðandi ýmislegt sem að þeim lýtur og áhugamálum þeirra og ábyrgðartilfinningu ekki gefinn viðhlítandi gaumur. Áfleiðingin verð- ur sú, að einmunaleiki gelgjuskeiðsins kemur enn sterkar fram og allt um- hverfið verður tortryggilegt og jafnvel fjandsamlegt. Tilfinning unglinganna fyrir umhverfinu minnkar að sama

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.