NT


NT - 12.05.1985, Page 15

NT - 12.05.1985, Page 15
ímyndunaraflið „Syns ikke du de'var bra i jjjutteborg..." sagöi blómasali á miöri Karl Jóhann götunni. Hann var að selja blóm í tilefni næturinnar. Yfirleitt eru slíkar búðir lokaðar á nóttunni sem og aðrar en menn tóku uppá ótrúlegustu hlutunr. Hanne Krogh hefur t.d. aldrei átt jafn marga bræður eins og þessa nótt á Karl Jóhann. Hún hefur heldur aldrei átt jafn marga fjarskilda ættingja eins og þá. Hún hefur aldrei átt eins marga vini og eftir Grand Prix. Og það hafa heldur aldrei eins margir karlmenn haldið að þeir hafi átt ástarævintýri með Hönnu Krogh, eins og einmitt nú. Heimkoman Þegar Bobbysocks bíllinn kom heim frá Gautaborg á sunnudeginum höfðu fleiri þúsund manns safnast saman í miðborginni. Einkum þó í kringum Grand Hótel. Út á svalirnar stigu „sjokkararnir" Hanne og Elísabeth veifuðu til fólksins sem veinaði og hróp- aði „gradulere... o.s.frv." Hvað var eiginlega að gerast? Var 17. maí ekki lengur þjóð- hátíðardagur Norðmanna? Var kannski búið að færa þann dag fram um 12 daga? Svona uppstilling eins og á Grand gerist kannski þegar þjóðhöfðingjar eiga hlut að máli og svo á þjóðhátíðardag- inn. Hvar var búið að staðsetja Bobbysocks? Margir telja sig ekki hafa þurft að leita lengi á landakortinu til þess að sjá nýja heimilisfang gullstúlkn- anna. Pað var ágætis pláss á innsíðum, í bókhaldi ríkis- stjórnarinnar. „Þær verða út- flutningur..." sagði maður nokkur sem ekki var boðinn í veisiuna sem ríkisstjórnin hélt Bobbysocks. „Káre Willock og hinir strákarnir í ríkisstjórn- inni hafa sett þær í fjárhags- planið,“ sagði hinn sami. Þegar svo loksins að Hanne kom heim til sín þá tók á móti ngvakeppni Sunnudagur 12 maí 1985 15 arpsstödva henni 31/2 árs gamall sonur hennar, Sverrir. „Mamma þú ert best" sagði snáðinn sem hafði að sjálfsögðu fylgst með alla vikuna sem mamman hafði verið í Gautaborg að undirbúa sig. Hann hafði líka fylgst með heima þegar nágrannarnir voru að skreyta húsið þeirra. Trampa niður blettinn fyrir framan húsið. Hann mátti ekki einu sinni vera með bílana sína þar. Ekki nóg með það að búið hafi verið að skreyta húsið með blómum og fánum, held- ur var búið að breyta götunafn- inu og á skiltunum stóð „Swing street". Að sjálfsögðu höfðu nágrannarnir í Swing street hópast saman í móttöku- nefnd enda það ekki skrítið þótt smá ráðstefna hafi verið nauðsynleg. Húsin í Swing street hafa víst rokið upp í verðieftir Grand Prix. Og hvað svo.. ? Jú Bobbysocks verða millar það er á líreinu. Frægar eru þær orðnar nú þegar, með tilheyrandi afleiðingum. Áður en þær skruppu yfir til Gauta- borgar sungu þær fyrir gesti í einkasamkvæmum, á árshátíð- um svona af og til fyrir smá pening. Nú er eiginlega komið „bobb" íbátinn. Aðsjálfsögðu voru þær búnar að skipuleggja sumarvertíðina, ganga frá samningum út um allan Noreg. Þær voru búnar að lofa að koma fram á kvenfélagssam- komum, hjá lionshreyfingunni og íþróttafélögum o.s.frv. fyrir fáeinar krónur. Sú dagskrá hefst 1. júní n.k. og stendur fram í ágúst, þannig að gull- vertíðinni verður að fresta. Undirbúningurinn er þó hafinn. Tryggve Sundby, eiginmað- ur Hönnu Krogh, hefur fengið hálfs árs leyfi frá störfum sem blaðamaður á Verdens Gang. Hann hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Bobby- socks og ekki veitir af. Spurn- ingunni um hverjir yrðu múlti millar eftir Grand Prix hefur verið svarað. ■ Hvað annað en kampavín þegar sigurinn er í höfn. Það að norski jentudúettinn varð í fyrsta sæti hefur þegar tryggt þeim systrum milljóna tekjur og það í beinhörðum gjaldeyri. Henne og Elisabeth í Bobbysocks: „ Satnan erum við handsprengjur“ ■ Hanna og Elisa- beth „Bobbysjokkar- ar“ eru hressar og kát- ar stelpur, svo eðlileg- ar og venjulegar, eig- inlega heimilislegar. Vel miðvitaðar um að „heimsfrægðin“ varir ekki endalaust, hafa þær oftast báðar fætur á jörðinni. -,,Ég sem hef haft svo mik- inn höfuðverk í dag“, geispar Hanne Krogh þegar Elisabeth dró hana uppí stóra parísar- hjólið í Thomas Tivoli í Oslo. Af þeim tveimur er það Elisa- beth sem er syndaselurinn og ■ Það var mikið um að vera þegar þær Hanne og Elisabeth komu frá Gauta- borg. Það var tekið á móti þeim líkt og þjóðhöfðingjum og nágrannarnir höfðu breytt nafni götunnar sem Hanne býr við. Það heitir nú Swing Street eða Sveiflu- stekkur eins og það mundi heita á góðri íslensku. til íalltsemernóguspennandi móti skoðar vel og vandlega hugsar um hvert skref sem hún og vafasamt. Hanne aftur á allt sem hún tekur sér fyrir , tekur og hvert orð sem hún segir. En á toppinn komust þær báðar saman, jafnt á parís- arhjólinu sem Grand Prix. Föl og hrædd brosti Hanne og sagði að allt írafárið eftir sigur- inn væri barnaleikur einn á móts við þetta. Vinir og starfsfélagar - „Svona er þetta alltaf", seg- ir Hanne - „Elisabeth er svo hress og hefur svo mikil áhrif á mann að ég veit ekki fyrr en ég er búin að taka þátt í öllu sem henni dettur í hug. Það getur einmitt verið ástæðan fyrir því að við náum svo vel saman í Bobbysocks. Hún er hundrað ög fimmtíu prósent í öllu sem hún gerir og hennar besti kost- ur er að hún er sannur vinur, ásamt því að vera frábær vinnufélagi." Elisabeth Andreasson er oft talin vera sænsk, en í raun og veru er hún norsk. Foreldrar hennar búa í Sykkylven í Vest- ur Noregi. Hún óx upp á lítilli eyju fyrir utan Gautaborg en býr nú ein í eigin íbúð í Stokkhólmi. Hennar einu fé- lagar á heimilinu eru tveir sætir kettir. - „Það er rétt ég óska mér fjölskyldu," segir hún. - „En fyrst þarf ég að finna þann rétta. Ég var trúlofuð í 3 ár en uppúr því slitnaði. Éghef ekki mikinn tíma fyrir annað en vinnu núna, það nægir mér að koma heim til Hanne og fjölskyldu hennar." Bobbysocksævintýrið byrj- aði fyrir rúmu einu ári eftir hugmynd Hönnu. Hana hefur lengi dreymt um að syngja í dúett með annarri stúlku og þá einkum langað að syngja rokk frá 5. og 6. ára- tugnum. - „Elisabeth hitti ég fyrst fyrir tveimur árum í söngkeppni í Belgíu. Einu ári seinna hringdi ég til Stokkhólms.“ - „Ég var aldrei í vafa, mér fannst hugmyndin mjög góð og sagði já samstundis", segir Elísabeth. Og Hanne skýtur inní að Elísabeth sé einmitt „týpan“ sem hún hafi verið að leita eftir. - „Mér finnst ég svo örugg á sviðinu þegar Elísabeth er ann- ars vegar og það er stórt atriði að maður geti treyst þeim sem maður vinnur með, ekki satt?“ Undir þetta tekur Elísabeth og Bobbysocks dúettinn brosir sínu breiðasta. Arnþrúður Karlsdóttir. <.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.