NT - 12.05.1985, Qupperneq 22
■ NT hefur frá áramótum
minnst stríðslokanna með því
að rifja upp frá einni viku til
annarrar viðburði styrjaldar-
innar á lokaskeiöi hennar fyr-
ir 40 árum. Þessir þættir hafa
mælst vel fyrir meðal Ies-
enda, og að endingu er hér
ætlunin að rekja þessa við-
burði í stærra samhengi og
lýsa því hvað var að gerast á
hinum hæstu stöðum, þar
sem þættirnir að undanförnu
hafa fjallað uin atburði á víg-
völlum í nærmynd.
I mars 1945 var svo komið
að Hitler hafði beint meiri-
hluta liðsins á vesturvígstöðv-
unum austur á bóginn í því
skyni að stöðva framsókn
Rússa við Oder. Ástæða
þessa var sú að hann taldi að
þótt Ardennasóknin hefði
mistekist, þá hefði hún þó
dregið svo úr bardagaþrótti
Bandamanna að þeir yrðu
ekki færir um að gera umtals-
verða sókn. Auk þess voru
vonir bundnar við V-2
flugskeytastöðvarnar í
grennd Antwerpen. Því voru
þau hergögn sem þýskar
verksmiðjur önnuðu að fram-
leiða öll send austur.
Sunnudagur 12.maí 1985 22
Hefði mátt knýja
framuppgjöffyrren
raun varð á?
■ Churchill veifar fagnandi mann-
fjölda af svölum Whitehall í styrjald-
arlok.
Fyrir vikið var mikil harka í sókn
Bandaríkjamanná á þeim stöðum þar
sem þeir voru einráðir unr aðgerðir
og gátu Þjóðverjar þeir sem til varnar
voru engan veginn staðist þeim
snúning.
Þann 7. mars brutust sveitir þriðja
hers Pattons í gegn um veikar varnir
Þjóðverja við Eifel og komu að Rín í
grennd við Coblenz eftir þrjá daga.
Þá höfðu þeir farið sextíu ntílur. Þar
varð að stöðva, því brýr höfðu verið
sprengdar í loft upp áður en þeir
komu. En nokkru norðar hafði lítil
sveit úr fyrsta hernum fundið opna
leið og sótti svo hratt fram að þeim
tókst að komast í tínia til Remagen
og taka brúna þar, áður en tími
vannst til að sprengja hana. Liðssafn-
aður var strax dreginn þangað og
brúnni tókst að halda.
Bradley hershöfðingi hugðist nota
tækifærið og koma raski á varnirnar
við Rín, en Eisenhower bannaði
honum það, - kvað þetta stangast á
við áætlanirnar.
Þetta orsakaði mikla óánægju. ekki
síst þar sem Montgomery hafði komið
í veg fyrir að 9. herinn reyndi að
sækja yfir Rín í grennd við Dússeldorf
fjórum dögum áður. Þetta gramdist
foringja 9. hersins, Simpson, ákaf-
lega. Montgomery hugðist ekki sækja
yfir Rín fyrr en hinn 24 mars, þrem
vikum síðar.
Þetta varð til þess að Patton skund-
aði í suðurátt til þess að sópa frá
þýska liðinu vestan Rínar og leita um
leið að heppilegum stað til þess að
fara yfir fljótið. Þann 21. mars hafði
hann hreinsað árbakkann af óvinum
á 70 mílna svæði milli Coblenz og
Mannheim. Sveitir hans héldu yfir
Rín nóttina á eftir gegnt Oppenheim,
milli Mainz og Mannheim.
ÁRUM
En eftir sem áður bjuggu banda-
menn sig undir stórsókn við Rín.
Yfirherstjórnin var í höndum Mont-
gomery og hafði hann yfir 9. her
Bandaríkjamanna að segja auk fyrsta
kanadiska hersins og annars hers
Breta. Þessi skipan mála fór raunar
mjög í taugarnar á Bandaríkjamönn-
unt, sem töldu Eisenhower hafa slak-
að til fyrir Bretum sern myndu njóta
hins mesta af vegsemd væntanlegra
sigra.
■ í júlí 1939 kom til Reykjavíkur í kurteisisheimsókn G. von
Fricdeburg, kafbátaforingi á kafbáti sínum. Hann ávarpaði Reykvík-
inga sem safnast höfðu saman til þess að skoða gestina í Reykjavík-
urhöfn. Myndin er tekið við það tækifæri af Skafta Guðjónssyni,
Ijósmyndara.
G. von Friedeburg varð síðar aðmíráli og undirritaði uppgjöf
Þýskalands 1945 ásamt öðrum æðstu herforingjum, fyrst á Lúneborg-
arheiði, en síðar í Reims og Berlín. Til hægri mynd frá uppgjöfínni
á Lúneborgarheiði, þar sem von Freideburg er lengst til hægri við
borðið.
Neðan við þá mynd sést Busch marskálkur taka við skipunum
óbreytts hermanns, ineðan Montgomery horfír á. Busch var einnig í
nefnd Þjóðverja á Lúneborgarheiði. Hinir mikillátu foringjar
Þjóðverja þoldu auðmýkinguna illa og framdi t.d. von Friedeburg
sjálfsmorð eftir uppgjöfína.