NT - 07.06.1985, Side 2

NT - 07.06.1985, Side 2
Föstudagur 7. júní 1985 2 var frestað ■ Samninganefndir BSRB og ríkisins koma aftur saman til fundar kl. 10 fyrir hádegið. Nefndirnar skiptu sér í tvo vinnuhópa á fundi í gær, þar sent málin voru rædd fram og til baka. Annarhópurinn fjall- aði um launastigann, en hinn um lífeyrismál, vaktavinnumál og fleira. Kristján Thorlacius formað- ur BSRB sagði í gær, að við- ræðum um kaupmáttartrygg- ingu hefði verið frestað í bili, enda myndi BSRB hafa náið samráð við Alþýðusambandið þar um. ■ Hundrað ára afmæli bílsins verður haldið hátíðlegt á laugar- dag. Fornbílaklúbbar á Norður- löndum efna til margskonar hóp- ferða og hátíðahalda. Islenski klúbburinn efnir til ferðar austur yfir fjall í Hveragerði, þar sem farið verður m.a. í tívólí. Lagt verður af stað frá Hótel Esju kiukkan 13:30. Þá er það hvatning frá klúbbnum til meðlima, sem einhverra hluta vegna geta ekki Situr fyrir svörum um utanríkisstefnu ■ Flýtirinn verður ekki í fyrirrúmi hjá félagsmönnum Fornbflaklúbbsins og farartækjum þeirra á leiðinni austur yfir fjall. Myndin sýnir Dodgc 1940 módel sem var í þjónustu FÍB um nokkurra ára skeið. Eigandi er Bjarni Einarsson frá Túni Eyrarbakka. Hundrað ára afmæli bílsins komið með í ferðina, að þeir haldi upp á afmælið á einhvern hátt. Með þessum afmælisakstri hefst sumarstárf Fornbílaklúbbsins, en vetrarstarfi lauk með aðalfundi félagsinssem haldinn var 18. maí. ■ Sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, Evgeniy Kosarev, mun halda fyrirlestur um utan- ríkisstefnu Sovétríkjanna og svara spurningum þarafleið- andi á opnum fundi Utanríkis- málanefndar Framsóknar- flokksins þann 13. júní n.k. Sveit fjögurra blaðamanna mun leiða spurningarnar, en öðrum fundargestum verður einnig frjálst að beina spurn- Vinstrisinnar? ■ Það hefur reyndar iðu- lega konrið fyrir að Dropar hafi tekið efni úr öðrum blöðum „ófrjálsri hendi” sem kallað er, enda marga góða húmorista að finna á öðrum blöðum Af einhverjum ástæð- um hefur þó blað allra landsmanna, Morgunblaðið orðið útundan hjá okkur. Það er eiginlega mál til kom- ið að bæta úr þessu og því birtum við meðfylgjandi úr- klippu úr Morgunblaðinu í gær. Hún talar eiginlega fyrir sig sjálf! QJUl DaviA Oddawn Andrcas Papandrcou Vinstrisinnar í Grikklandi og Reykjavik ■ Þú geta sagt mér hvar ég geta tekið leiguflug! ingum til sendiherrans. Fundurinn verður haldinn að Hótel Hofi og mun hefjast kl. 20.00. Fundarstjóri verður Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Utanríkismála- nefndar Framsóknarflokksins. Vinnuslys á Seyðisf irði ■ Járnplötur hrundu ofan á mann sem var við vinnu sína í verksmiðjunni Stál á Seyðisfirði á þriðjudagskvöld. Plöturnar lentu á fótum hans, og lærbrotnaði hann á öðrum fæti og tvíbrotnaði á hinum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Seyðisfirði og síðan með flugvél til Reykjavíkur. Líð- an hans mun vera eftir atvikum. Sofnaði út frá potti ■ íbúar í fjölbýlishúsi við Iðufell í Breiðholti kölluðu til slökkvilið í fyrrakvöld, þar sem vart varð við reyk sem lagði úr einni íbúðinni Álitið var að íbúðin væri mannlaus og braut slökkvilið-. ið upp hurðina. Talsverður reykur var í íbúðinni og stafaði hann af því að pottur með mat í stóð á eldavélinni. Húsráðandi reyndist vera heima og svaf hann þungum svefni. Maðurinn ætlaði að hita sér upp mat og lagði sig á meðan. Erlingur Lúðvíksson varðstjóri hjá slökkviliöinu sagði í samtali við NT að það væri ein af algengustu orsökum fvrir útköllum hjá slökkviliðinu að fólk sofnaði út frá pottum á eldavélum. Fiskúrgangur til fóðrunar í fiskeldi: Býður upp á 160 þúsund tonna framleiðslu á ári - og verðmætaaukningu á úrganginum,allt að 27 af hundraði BSRB og ríkið: Umræðu um ■ Ef allur Fiskúrgangur og bræðslufiskur sem til fellur í sjávarútvegi í dag yrði notaður til fóðrunar og framleiðslu á eldisfiski væri hægt að framleiða 115-160 þúsund tonn af matfisk á ári, með þeirri fóðrun einni saman. í drögum að skýrslu um þtóun fiskeldis á íslandi kemur fram að verðmætaaukning á úr- ganginum gæti orðið allt að 27-föld miðað við að úrgangur- inn væri notaður til fumleiðslu á fiskimjöli. Skilaverð þess úr- gangs sem notaður er til lýsis- framleiðslu og fisktnjölsgerðar á ári hverju er 1310 milljónir. Væri úrgangurinn notaður til fóðrunar á loðdýrum myndi verðmætaaukningin vera 7-10 af hundraði. Við fóðrun á eldisfiski gæti verðmætaaukningin, ef best léti, orðið 27 afhundraði. Skila- verð úrgangsins myndi þá vera 35325 milljónir króna. Það skal tekið fram að til þess að ná skilaverðinu svo háu er miðað við að með tilraunum takist að ná fóðurþörfinni á kg af laxi niður í 3,5 kg af fóðri. í dag er eðlilegt að áætla 4,8 kg af fóðri á kíló af laxi. Tekist hefur með tilraunum í Noregi að ná fóður- þörfinni niður í allt að 3,5 kg. Þá segir í drögunum að með því að nota þennan úrgang til fóðrunar á gönguseiðunt, sem myndu síðan heimtast vel, væri um enn meiri ávinning að ræða. kaupmáttar- trygginguna Sendiherra Sovétríkjanna: Bæjarstjórn Akureyrar: Stóð saman að forsetakjörinu - Sigurður Jóhannesson kjörinn samhl jóða ■ Stgurður Jóhannesson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, var á þriðjudaginn kosinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Þótti þetta nokkrum tíð- indum sæta því að minnihluti sjálfstæðismanna hefur setið hjá við forsetakjör það sem af er þessu kjörtímabili. „Þetta þýðir enga stefnu- breytingu sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, heldur má líta á þetta sem persónulegan virð- ingarvott við Sigurð Jóhann- esson,“ sagði Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í gær. Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalagi, var kosin fyrsti varaforseti bæjar- stjórnar og Freyr Ófeigsson, Alþýðuflokki var kosinn annar varaforseti. í bæjarráð voru kosnir Sig- urður Jóhannesson, Sigríður ■ Sigurður Jóhannesson Stefánsdóttir, Valgerður Bjamadóttir, Sigurður J. Sig- urðsson og Gunnar Ragnars. Ekki náðist í Sigurð Jó- hannesson í gær, þar sem hann er í vinarbæjarheim- sókn í Noregi.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.