NT - 07.06.1985, Side 7

NT - 07.06.1985, Side 7
I Vettvangur Árbækur Fornleifafélagsins Ijósprentaðar: Allir safnarar þjóðlegs f róðleiks þurfa að eignast þær þeirra er Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins. Hann skrifar forystugrein 4. maí sem nefnist: Góðar hliðar huldu- frumvarps. Hann telur sitthvað gott við frumvarpið. „Pað má meðal annars sjá af andmælum Mjólkursamsölunnar, sem „varar alvarlega við lögfestingu” þess. Það hlýtur að vita á gott, þegar kveinstafir heyrast frá þrælahöldurum landbúnað- arins. Hingað til hefur hið sjálf- virka fyrirgreiðslukerfi í land- búnaði miðað við eflingu vinnslustöðvanna. Þær hafa fengið peningana í veltuna og borgað bændum eftir dúk og disk. Þær hafa verið með sitt á hreinu og þrælarnir uppi í sveitum hafa síðan fengið ruð- urnar.“ Skyldi Jónas eitthvað vita um, hverjir eiga vinnslustöðv- arnar? Líklega veit hann það ekki, en flestir vita þó, að þær eru ýmist eign bænda einna eða sameign bænda og neyt- enda. Geta þá bændur verið þrælar hjá sjálfum sér eða neytendum? Nei, það getur ekki verið, eða er Jónas kannski þræll Frjálsrar fjöl- miðlunar hf., ef hann á ein- hvern hlut í því fyrirtæki? En hvernig var staða bænda áður en vinnslustöðvarnar tóku til starfa? Það ættu þeir Eykon og Jónas að kynna sér. J>að má t.d. benda þeim á að lesa kaflann um Sláturfélag Suðurlands í Endurminning- um Ágústs Helgasonar í Birt- ingaholti. Pað er svo annað mál, að lög um samvinnufélög þarfnast endurskoðunar. Um það erum við Eykon sammála. íslenskir bændur eru ekki þrælar nú, en þeir verða gerðir að þrælum, ef umrætt frum- varp verður lögfest samkvæmt vilja Jónasar og Eykons og bændur almennt fá ekki tæki- færi til að láta í ljós vilja sinn þar að lútandi. Þá verða vinnslustöðvarnar neyddar til að taka upp sovéskt hagkerfi eins og því er lýst í grein Þráins Eggertssonar í 1. hefti Fjár- málatíðinda 1985. Þannig virðist nú vera stefna meiri hluta Sjálfstæðisflokks- ins í landbúnaðarmálum og vissulega er það ótrúlegt, svo ótrúlegt, að flestir munu láta segja sér þrem sinnum eins og Njáll forðum áður en þeir trúa. Kópsvatni 9. maí 1985 Guðmundur Jónsson 1 ■ Merkileg samtök áhuga- manna eru: Hið íslenska forn- leifafélag, stofnað haustið 1879. Fyrsti og besti forgöngu- maður og líf og sál þess meðan lifði, var Sigurður Vigfússon gullsmiður og sjálflærður fornfræðingur. - Bróðir Guð- brands Vigfússonar prófessors í Öxnafurðu, merkilegs fræði- manns. Sigurður sat aldrei í skóla, var þess vegna ekki latínulærður. í þess stað var hann sjálfmenntaður, þaul- lesinn og fróður um margt en einkum þjóðleg fræði. Annar merkilegur maður, Valdimar Ásmundsson Fjallkonurit- stjóri, ritaði svo um hann í eftirmæli: „Sigurður var sann- ur íslendingur, hreinskilinn, vinafastur og drengur hinn besti...hafði mikla andlega atgerfi, skjótan skilningogfrá- bært minni. í fornsögum vor- um var hann svo heima, að hann mun varla hafa átt sinn Ííka...Kunni þær að kalla reip- brennandi." Fjórtán efstu æfiár sín, var Sigurður Vigfússon umsjónar- maður íslenska forngripa- safnsins íReykjavík-ogþrett- án ár var hann jafnframt í stjórn og þjónustu: Hins íslenska fornleifafélags nýtur, vökull og sístuðlandi að velferð og vexti beggja. Níu sumur á þéikum árum fór hann jafnmargar rannsóknarferðir, flestar 4-6 vikna langar, í alla landsfjórðunga. Nú er það saga til næsta bæjar, að fyrir allar þessar ferðir fékk hann greidd- ar um 2.400 krónur í vinnulaun sín og aðstoðarmanna - og allan ferðakostnað. II Fljótlega byrjaði Fornleifa- félagið útgáfu vandaðrar Ár- bókar sinnar, í stærsta bókar- broti, sem tíðkaðist þá. Til nokkurra muna stærra en í Skírnisbroti. Égþakka Sigurði Vigfússyni hagsýni og fram- sýni, sem þar fór saman. Fyrir það nýtist pappírinn betur-og hundrað árgangar Árbókar taka tveim fimmtu minna rúm í hillu, en þeir hefðu gert í Búnaðarritsbroti. Mjög lengi var upplag Árbókar lítið: 350- 500 eintök - enda uppseld fyrir langalöngu - og margar vantar þær. Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri hófst handa 1979 - og gaf út í lotu ljósprent- aða 43 fyrstu árganga Árbók- anna, 1880-1922 - mikið á fjórða þúsund blaðsíður, bundnar í 7 fullþykk, falleg bindi. Fyrir þá sök, að þessar bækur hafa selst hægar, en við var búist, var útgáfan stöðvuð fyrst um sinn. Ennþá eru óprentaðar uppseldar Árbæk- ur 1923-'54. Þær verða eflaust ljósprentaðar, þegar úr rætist um sölu hinna. Ljósprentuðu Árbækurnar, mega heita fullar af fróðleik um foma muni, minjar og sögustaði. Þær hafa að miklum meirihluta, ritað þessir þrír merkilegu menn: 1. Sigurður Vigfússon, fornfræðingur (1828-’92). Hlutur hans í þessum bókum, er 25 ritgerðir á 680 blaðsíðum. Það lesmál sam- svarar nokkurn veginn þremur bókum jafnlöngum Brennu- Njálssögu. Hún er eins og allir vita langlengst allra íslend- ingasagna. Þessar ritgerðir fornfræðingsins, - ég held allar merkilegar - eru hvergi til prentaðar nema þarna. 2. Brynjóifur fræðimaður Jónsson frá Minna-Núpi (1838-1914) Hann tók við að Sigurði látnum - og fór 16 sumur rannsóknarferðir fyrir Forn- leifafélagið. Fyrir þær allar voru honum greiddar 2.200 kr. En í 21 ár reit hann kauplaust fyrir Árbókina, 78 greinar á samtals um það bil 550 blaðsíð- um. Að því leyti gekk hann einnig í fótspor Sigurðar Vig- fússonar. Þeir miðuðu verk sín minnst við launin þessir af- bragðsmenn. Brynjólfur var merkur rithöfundur - og nokkrar bækur liggja eftir hann - þeirra lengst og þjóð- kunnust er „Saga Þuríðar for- manns og Kambránsmanna." Ritsmíðar hans í Árbókinni, mundu fylla þrjár bækur - jafnstórar henni - og ekki munu þær prentaðar annars- staðar. 3. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður (1877-1961) Matthías var þjóðminja- vörður í 40 ár (1908-1947) - og hann var formaður Fornleifa- félagsinsrúmlega 40 ár-(1920- ’61). Hann ritaði í Árbókina í 57 ár (1906-63). I bindunum sjö, sem hér er sagt frá, á hann 57 ritsmíðar á um það bil 820 blaðsíðum. Það er efni í fjórar bækur á stærð við Njálssögu. Þetta ritaði hann á 16 árum, en trúlega er það tvöfalt meira, sem hann reit í Árbókina á 40 árum eftir það. III Það vita, því miður, allt of fáir hvað þessar Árbækur Fornleifafélagsins eru merki- legar - annars hefðu menn keppst við að kaupa þær jafnótt og út voru gefnar - og Ijósprentun uppseldu Árbók- anna, haldið áfram þar til lokið var. Og þeir eru eflaust langt of margir, sem hafa ekki gert sér ljóst, hve góð kaup er í endurprentuðu Árbókabind- unum sjö, sem bíða þeirra. Þau kosta aðeins 3.400 krónur. Það mun nú vera minna en hálft verð jafnstórra nýrra bóka. Bókelskir félagsmenn Forn- leifaféiags- og aðrir unnendur fornra fræða, ættu að grípa þá gæs meðan hún gefst. Allir sem safna þjóðlegum fróðleik þurfa að eignast þess- ar merkisbækur - og öll héraðs - og bæjarbókasöfn þurfa að eiga þær. Bækurnar fást hjá útgefanda, í Bókaútgáfu Þjóð- sögu í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík. Á miðju vori 1985 Helgi Hannesson. án tillits til verslunar og við- skipta. Og það er eflaust rétt, en hann hefði samt ekki orðið sá aflvaki breytinga sem hann varð ef jarðvegurinn hefði ekki verið þeim í hag. Ef hann hefði verið uppi á öðrum tíma eða örðum stað hefði hann trúlega orðið óþekktur háskólakenn- ari, munkur og fræðimaður, gleymdur öllum. En af því að réttur jarðvegur var fyrir hendi þá varð hann að stórveldi. Lífið er „framsóknar- mennska“ Nú myndu marxistar segja: Það hlaut einhver að koma fram sem boðberi þessara hug- mynda því að efnahagsleg lögmál stýra sögunni. Ef ekki Lúther þá einhver annar. En þarna er komið að „krítískum" punkti. Efnahagsleg lögmál geta aldrei ráðið stærð þeirra hugmyndafræðinga sem spretta fram, og hefði Lúther verið eitthvað örlítið minni en hann var, þá hefði hann tapað orustunni og þróunin hefði orðið allt önnur en hún varð. Þá er ég kominn að niðurstöð- unni. Efnahagsleg lögmál og hugmyndir móta í sameiningu framvindu þjóðfélagsins. Hvorttveggja hefur áhrif hvað á annað og þetta verður samspil. Framsóknarmennska kynnu þeir að segja sem halda því fram að annaðhvort efna- hagsleg lögmál eða hugmyndir ráði ferli sögunnar, og þá erum við komin að kjarna allra hiuta. Lífið er samspil ólíkra þátta og aldrei er hægt að taka einn út úr og telja hann upphaf og endi alls. Það verður hins vegar alltaf að einstakir hugsuð- ir haldi fram og leggi áherslu á þann þátt sem þeir álíta að skipti mestu og telja að varpi mestu Ijósi á manniífið. í þeim skilningi eru hugsuðir á borð við Karl Marx annarsvegar og t.d. Adam Smith hins vegar stórkostlegir velgjörðarmenn mannkyns en mannlífið og lögmál þess halda áfram að vera flóknara og margbreyti- legra en svo að á það sé varpað endanlegu ljósi út frá einni hugmynd... Þetta er ágætt að hafa í huga, alltaf. Baldur Kristjánsson. ■ Var Marteinn Lúther af- sprengi efnahagslegra lögmála eða eitthvað annað? Á mynd- unum sjáum við tvo af andleg- um feðrum mannkyns Martein Luther og Karl Marx. r Föstudagur 7. júní 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guðmundur Karisson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Taeknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: T8300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknldeild NT. Prentun: Blabaprent h.t. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Nýjum framleiðslu- ráðslögum fagnað ■ Skilyrðislaust ber að fagna nýju frumvarpi til laga um framleiðslu, verölagningu og sölu á búvörum. Þau svara að mörgu leyti kröfum breyttra tíma en gömlu framleiðsluráðslögin voru sett árið 1947 og því full ástæða til að endurskoða þau frá grunni. Helstu breytingar sem þetta frumvarp felur í sér eru eftirfarandi: Hlutverki framleiðsluráðs landbúnaðarins er beit:t á þann veg, að það verður samstarfsvettvangur búvöru- framleiðenda, en afskipti þess af vinnslu og sölumálum minnka. Þá er ákvörðun smásöluverðs á landbúnaðar- vörum tekin frá ráðinu og lögð undir almenna verðlags- löggjöf. Tekin eru upp strangari ákvæði um skil og greiðslu afurðaverðs til búvöruframleiðenda. Gert er ráð fyrir því að dregið verði úr greiðslu útflutningsupp- bóta, en hluta af því fé sem við það sparast, verði hagnýtt með öðrum hætti í þágu landbúnaðarins. Þá er heimild veitt fyrir því að ríkisvaldið semji við bændur um ákveðið magn mjólkur- og sauðfjárafurða, sem þeim verði ábyrgst grundvallarverð fyrir. Einnig að lögfest verði heimild fyrir skiptingu búvöruframleiðslu með svæðabúmarki. Þá er gert ráð fyrir því að sérstakt gjald verði lagt á innflutt fóður til skepnueldis og renni það til framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Þá er dregið úr afskiptum og ábyrgð framleiðsluráðs á málefnum er varða vinnslu og sölu búvara. Reglur um innflutning á kartöflum og nýju grænmeti eru rýmkaðar og gert er ráð fyrir því að rekstri Grænmetisverslunar landbúnað- arins verði hætt í núverandi formi. Öllum þessum breytingum ber að fagna. Ef þing- menn samþykkja frumvarpið þá viðurkenna þeir að heildarstjórnunar er þörf á sviði framleiðslu- og sölumála í landbúnaði en jafnframt að nýir tímar kalla á meiri sveigjanleika en nú er. Með frumvarpinu er reynt að aðlaga framboð búvara að eftirspurn innan- lands. Þetta þarf skilyrðislaust að gera en með þeim hætti að fjárhagsgrundvelli verði ekki fyrirvaralaust kippt undan bændum. Bestu meðmælin með þessu frumvarpi er álit Versl- unarráðs íslands en menn þar á bæ hugsa einkum um að fá sem mesta möguleika til að græða peninga. Þeir tala um ofstjórn og að framleiðsla og vinnsla búvara í landinu verði miðstýrðari en áður. Þetta heitir á eðlilegu máli að frumvarpið geri ráð fyrir heildarskipu- lagi og samræmingu á sviði sölu og framleiðslu landbúnaðarvara. Við fórnum ekki bændum á altari óheftrar samkeppni sem myndi leiða það af sér að stór býli í nánd við þéttbýli lifðu af en grundvelli væri kippt undan landbúnaði í heilum landshlutum. Markmið okkar eru önnur. Við viljum skapa mönnum skilyrði til búrekstrar um land allt og gefa bændastéttinni í því skyni aðlögunartíma til að fara inn á ný svið og áuka þar með fjölbreytni búvöruframleiðslunnar. Deila má um hvort of mikið vald er lagt í hendur landbúnaðarráðherra. Hann getur samkvæmt frum- varpinu veitt aðilum leyfi til rekstrar sláturhúsa og mjólkurstöðva og er í því efni ekki bundinn áliti framleiðsluráðs eins og nú er. Hættan er sú að í stól landbúnaðarráðherra setjist maður sem engan skilning hefur á málefnum landbúnaðarins og riðli því heildar- kerfi sem byggt hefur verið upp. Fari svo geta bændur og aðrir fylgismenn þess að byggð dafni um land þvert og endilangt engu kennt um nema sjálfum sér. Það er pólitískt verkefni að hindra að svo fari.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.