NT


NT - 07.06.1985, Qupperneq 18

NT - 07.06.1985, Qupperneq 18
1 Föstudagur 7. júní 1985 30 L 1 þróttir Úrslitakeppnin um bandaríska meistaratitiiinn í körfubolta: Boston Celtics jöf nuðu keppnina gegn Lakers D .J. skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndunni Enga svartsýni að merkja hjá enskum framkvæmdastjórum ■ Nú er lokið fjórum leikjum í úrslitakeppni Boston Celtics og L.A. Lakers um bandaríska meistaratitilinn í körfuknattleik og er staðan hnífjöfn, eða 2-2. í gær sigruðu Boston Celtics í hörkuspennandi viðureign sem fram fór í The Forum í Ingel- wood í Kaliforníu, heimavelli Lakers. Lauk viðureigninni með hárfínum sigri Boston 107- 105. Það var bakvörðurinn Dennis Johnson sem var hetja Boston í leiknum þár eð hann skoraði sigurkörfuna á lokasek- úndu leiksins. Þessi sigur var mjög mikil- vægur fyrir Celtics, sem eru núverandi heimsmeistarar, þar sem tap hefði þýtt að Lakers hefðu komist í 3-1 og átt næst leik heima. Lið sem hefur verið 3-1 undir í úrslitakeppninni í bandaríska körfuknattleiknum hefur aldrei unnið titilinn. Það voru 17.505 áhorfendur í The Forum og fóru flestir þeirra Enska knattspyrnan: daprir heim. Næsti leikur verður einnig í The Forum eins og fyrr segir en síðan flyst keppnin til Boston Gardens í Boston og henni lýkur þar. Stigahæstu menn í leiknum í gær voru Kevin McHale hjá Celtics sem gerði 28 stig og Kareem Abdul-Jabbar hjá Lak- ers með 21 stig. UMBOÐSMENN VANTAR Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: ísafirði, Sandgerði og Grindavík. Upplýsingar gefur Kjartan Ásmundsson í síma 91'686300. ■ Þótt svo viðbúið sé að áhorf- endum fækki á leikjum í ensku deildakeppninni, vegna óeirð- anna á leik Juventus og Liver- pool og bannsins á þátttöku enskra liða í Evrópukeppnun- um, telja forráðamenn ensku liðanna ekki ástæðu til of mikill- ar svartsýni. Tekjur liðanna muni vita- skuid minnka vegna þess, en ótrúlegt sé að bestu knatt- spyrnumennirnir í deildakeppn- inni muni flykkjast úr landi. í mörgum löndum Evrópu, svo sem.ítalíu, Spáni og V-Þýska- landi, megi liðin í 1. deild aðeins stilla upp tveimur erlend- um leikmönnum hverju sinni. Flest ríku liðanna hafi þegar fyllt þann kvóta sinn. Þess sé heldur ekki að vænta að félögin muni eiga í vandræð- um með gerð auglýsingasamn- inga við stöndug fyrirtæki. Vandamálið á áhorfendapöllun- um sé ekki nýtt og ríku félögin hafi hingað til náð góðum samn- ingum, þótt svo fyrirtækin hafi vitað um það orð, sem fer af áhangendum enskra liða. David Pleat, framkvæmda- stjóri Luton Town, telur að liðin muni leggja áherslu á aðra hluti, nú þegar baráttan um sæti í Evrópukeppnunum verður ekki lengur fyrir hendi. „Ég held að aðaláherslan verði nú lögð á að leika vel og skemmti- lega og skora mörk,“ segir Pleat. „Félögin munu ekki leng- ur leggja þetta ofurkapp á að ná sem bestum árangri, heldur verða þau stolt af leikstíl sínum, hafa góðan félagsanda og koma fram við áhangendur sína á réttan hátt. Það verður að gera knattspyrnu aftur að fjölskyldu- íþrótt," segir hann. Forráðamenn félaganna von- ast til að geta nýtt næstu árin vel til að uppræta óeirðavandann, en margir telja að erfitt verði að framfylgja hugmyndum Thatch- ers, forsætisráðherra, um leiðir til úrbóta. Illmögulegt sé að koma í veg fyrir að drukknir áhorfendur flykkist á völlinn, þótt bann verði lagt við sölu áfengis þar. Fyrir stóru félögin verði auk þess lítt gerlegt að skylda alla til að hafa sérstök áhangendaskírteini, til þess séu áhorfendur hreinlega allt of margir. ■ Dennis Johnson eða D.J. eins og hann er kallaður nær ekkiað stoppa Andrew Toney frá 76ers í þessu upphlaupi en D.J. var hetja Boston í The Forum. Bikarkeppni KSÍ: Árvakur með 13 Blikarnir slegnir út ■ Austri sigraði Huginn 4-5 í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld í vítaspyrnukeppni eftir framlengdan leik. Þá sigr- aði Víkingur, Ólafsvík Augna- blik 8-6, einnig á vítum eftir framlengingu. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 h já Hugin og Austra og 2-2 eftir framlengingu. Birgir Guðmundsson skoraði fyrra mark heimamanna úr víti, en Sigurður Víðisson hið síðara. Bjarni Kristjánsson og Grétar Ævarsson gerðu mörk Austra. í Ólafsvík var staðan 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og hvort liðið skoraði eitt mark í framlengingunni. Gunnar Örn Gunnarsson, Bogi Pétursson og Halldór Gíslason skoruðu mörk Víkings, en Gunnlaugur Helga- Ástralir unnu Udinese ■ Landslið Ástralíu sigraði ít- alska liðið Udinese á knatt- spyrnumóti í Adelaide í Ástral- íu í gær. Leikurinn, sem er í fjögurra liða keppni, endaði 2-1.1 hinum leiknum í keppninni þá gerðu Tottenham frá Englandi og Vasco da Gama frá Brasilíu jafntefli 1-1. Það verða Ástralir og Vasco sem spila til úrslita en Tottenham og Udinese spila um þriðja sætið. Það gerðist helst merkilegt að eftir að dómarinn hafði flautað leik Ástrala og Udinese af þá gerðu leikmenn Udinese aðsúg að honum og sögðu að hann hefði flautað leikinn af of snemma. Það hefðu átt að vera tvær mínútur eftir. Varð dómar- inn m.a. fyrir hnefahöggi í höfuðið. Forráðamenn ítalska félags- ins hafa nú beðist afsökunar á hegðun sinna manna og verður sökudólgnum refsað að sögn forráðamannanna. Svíar sigruðu ■ Svíar sigruðu Tékka í 2. riðli undankeppni HM í Stokkhólmi í fyrra- kvöld. Leikurinn endaði 2-0 og var sigurinn sanngjarn. Það voru þeir Robert Prytz og Lars Larsson sem gerðu mörk Svía á síðasta korteri leiksins. Tékkar voru aldrei mjög ógnandi en vörðust vel. Staðan í 2 riðli er nú þessi: V-Þýskaland 5 5 0 0 18 4 10 Svíþjód...5302 9 4 6 Portúgal ... 5 3 0 2 8 7 6 Tékkóslóvakía ..........51 13 6 9 3 Malta.....6015 3 20 1 son skoraði tvígvegis fyrir Kópavogsliðið. Að auki gerðu Ólafsvíkingar eitt sjálfsmark. í blaðinu í gær var greint frá úrslitum hinna leikjanna en markaskorara vantaði sums staðar og skal því bætt úr því. Símon Alfreðsson skoraði sigurmark 3. deildarliðs Grinda- víkur gegn Breiðablik, sem leik- ur í 2. deild. Frækinn sigur það. Friðrik Þorbjörnsson skoraði fjögur af 13 mörkum Árvakurs í stórsigri liðsins gegn Tálkn- firðingum. Ragnar Hermanns- son og Árni Guðmundsson gerðu þrjú mörk hvor, Haukur Arason tvö og Björn Pétursson eitt. Mark Vestfirðinga gerði Þórarinn Hauksson.Páll Rafns- son og Gústaf Björnsson tryggðu ÍR-ingum sigur gegn Skallagrími. Fyrir 2. deildarlið- ið skoraði Ólafur Jóhannesson. Mark Léttis, sem tapaði 5-1 fyrir Reyni, Sandgerði skoraði Égill Ragnarsson. Tryggvi Gunnarsson skoraði tvö marka KA í 0-3 sigri liðsins áTindastóli. Erlingur Kristjáns- son hið þriðja. Einar Áskelsson og Þorgils Gunnþórsson skoruðu mörk Leiknis í 2-3 tapinu gegn Ein- herja í frestuðum leik úr 1. umferð. Loks gerði Ingólfur Ingólfs- son mark Stjörnunnar í leiknum við Njarðvík, en Guðmundur Valur Sigurðsson mark gest- anna, sem unnu á vítum. ■ Jabbar skoraði mikið. Harmleikurinn í Brússel: Spánn: Atletico nær deildarbikarnum ■ Atletico Madrid steig skrefi nær deildarbikar- meistaratign á Spáni er liðið sigraði Real Madrid í fyrri úrslitaleik liðanna á heimavelli sínum í Madrid, 3-2. Seinni leikurinn verður á heima- velli Real þann 15. júní. Rubio, Arteche og Ca- brera gerði mörk Atletico en Pineda og Santillana skoruðu fyrir Real. Frekari aðgerðir - gegn Liverpool, Juventus og belgískum yfirvöldum ■ Haft var eftir aðalritara Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) Hans Bangerter, í svissnesku dagblaði á miðviku- dag, að til frekari aðgerða yrði gripið gegn Liverpool, Juventus og belgísku skipuleggjendunum, í kjölfar harmleiksins í úrslila- leik Evrópukeppni meistaraliða í Brússel á dögunum. Sigurjón til IBK ■ Sigurjón Kristjánsson sem spilaði í Portúgal í vetur hefur ákveðið að spila knattspyrnu með ÍBK í sumar. Hann hefur þegar tilkynnt félaga- skipti og verður löglegur með ÍBK eftir mánuð. Sigurjón spilaði með Breiðablik áður en hann fór til Portúgals. Þá sagði Bangerter að bannið, sem sett var á þátttöku enskra liða, myndi líklega einnig ná til enska landsliðsins. Það myndi því ekki geta tekið þátt í Evrópukeppni landsliða árið 1988. Forráðamenn UEFA hafa einnig tilkynnt að sambandið muni greiða fjölskyldum þeirra, sem létust í óeirðunum á úrslita- leiknum, 194.000 dollara (jafn- virði tæpra 8 milljóna kr.) í bætur. Sambandið teldi sig þó ekki á neinn hátt vera ábyrgt fyrir því sem gerðist og vildi með þessu aðeins sýna samhug með syrgjendum hinna látnu. Vegna bannsins á ensku lið- unum losna fjögur sæti í UEFA keppninni næsta haust og hefur verið ákveðið að lið frá Frakk- landi, Sovétríkjunum, Tékkósl- óvakíu og Hollandi komi í stað þeirra ensku.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.