NT


NT - 07.06.1985, Qupperneq 20

NT - 07.06.1985, Qupperneq 20
V Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Mikil aukning á rjúpustofninum ■ Skotveiðimenn geta hlakk- að til vetrarins, því að sögn Ævars Petersens fuglafræðings er rjúpustofninn í vexti, og nær stofninn hámarki næsta ár - 1986. Ævar sagði að þessi fjölgun rjúpu, væri ekki einn af stóru toppunum, en engu að síður yrði feikinóg af fuglinum í vetur þegar skottímabilið hæfist. I kringum 1976 var síðast hámark á rjúpustofninum. Par áður var það í kringum 1966. Ævar taldi að sú aukning sem nú ætti sér stað væri einhvers staðar þar á milli. „Þetta kemst þó ekkert í líkingu við toppana 1956 og 1926 þegar aldrei virðist hafa verið meira af rjúpunni." Krísuvíkurvegur: Vörubíll valt ■ Vörubíll fór útaf á Krísuvík- urvegi rétt eftir hádegi í gær. Bíllinn sem er 10 hjóla Scania er mikið skemmdur og allt að því ónýtur. Bíllinn valt í krappri beygju og er talið að ökumaður hafi misst vald á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Okumaðurinn var fluttur á slysadeild, þar sem geymissýra skvettist í andlitið á honum. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Bíllinn var réttur við aftur með ámokstursvél. Harður árekstur: Ófrísk kona á slysadeild ■ Ófrísk kona var flutt á slysa- deild eftir að hafa lent í hörðum árekstri á Keflavíkurvegi sunn- an við álverið í Straumsvík í gær klukkan 16. Áreksturinn varð með þeim hætti að konan ætlaði að taka fram úr bíl en fékk annan sem kom á móti beint framan á bílinn. Bílarnir eru báðir taldir ónýtir og voru fluttir af slysstað með kranabíl. Ein- ungis ökumenn voru í bílunum og sluppu þeir báðir svo til ómeiddir. Konan sem var flutt á slysadeild var lítið sem ekkert meidd. ■ Það var óvenju líflegt í kafflstofunni á Skúlagötu 4 meðan á útsendingu barnaútvarpsins stóð. Hér fylgjast krakkarnir með líflegri tískusýningu. Síðan fengu allir svaladrykk og súkkulaðikex. NT-myndir: Ámi Bjarna Líf og fjör á Skúlagötunni: Barnaútvarp í beinni útsendingu! Hlustendur móta sjálfir dagskrána ■ „Útvarp Reykjavík, klukkan er 5 mínútur gengin í sex, nú hefst barnaútvarp." Þannig mæltist þul rásar eitt í gær og loftið var ansi rafmagnað á Skúlagötu 4. Fyrsta beina útsending bama- útvarpsins var að hefjast. Fullorðna fólkið, forsvars- menn barnaútvarpsins var „dálítið stressað,“ en krakkarnir sjálfir, þulir þátt- arins voru hinir rólegustu. Engu líkara var en þeir hefðu aldrei gert annað. Allt gekk vel, engar vandræðalegar uppákomur urðu. í þessari beinu útsendingu, enda var allt vel undirbúið og krakk- arnir höfðu æft sig vel. Peir ætluðu að standa sig vel og það gerðu þeir. Samhliða þessari útsend- ingu var mikil hátíð í út- varpshúsinu. Kaffistofa starfsmanna var full af krökkum og þar var boðið upp á veitingar og skemmti- atriði. Útvarpsþættinum var sjónvarpað beint inná kaffi- stofuna og þar fylgdust tugir barna með jafnöldrum sínum inn í talstofunni. Ekki var annað að sjá en „áhorfend- ur“ útvarpsþáttarins hafi skemmt sér hið besta og það sama má segja um þuli þátt- arins. NTóskar öllum krökk- um til hamingju með þennan útvarpsþátt allra barna. Ætl- unin er að hlustendur marki stefnu þáttarins og ráði ein- hverju um dagskrárgerðina. Stjórnendur barnaútvarpsins eru með símatíma daglega á milli klukkan 5 og 6. Pá er hægt að hringja og koma með uppástungur um efni í þáttinn. Barnaútvarpið er á dagskrá klukkan 17.05 á miðvikudög- um, fimmtudögum og föstu- dögum. Á sama tíma á laug- ardögum er helgarútvarp barnanna, þar verður áhersla lögð á íþróttir og útivist. Stjórnandi barnaútvarpsins er Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir, en Vernharður Linnet stjórnar helgarútvarpi barn- Gabriel HÖGGDEYFAR ______ AmerTsk úrvalsvara ÆM Þú velur þá gerö sem hentar VI6 elgum allar gerði r ★ Venjulega ★ Styrkta ★ Extra styrkta ★ Stillanlega ★ Gasfyllta ★ Stýrisdempara Póstsendum 311 TTT^rrrrh HÁBERG HF. ______. 1 • . ■_____._• —~ Ævar fer í ársleyfi ■ Ævar Kjartansson, varadagskrárstjóri á útvarpinu og formaður starfsmannafélags þess, hefur sótt um launalaust leyfi frá störfum í eitt ár og mun útvarps- stjóri hafa ákveðið að veita honum það. Leyfi Ævars mun hefjast einhvern tíma síðar í sumar. Eins og mönnum er í fersku minni stóð mikill styrr um Ævar í útvarpsráði fyrir skömmu og lyktaði með því að meirihluti ráðsins breytti þeirri ákvörðun dagskrárritstjórnar að Ævar sæi um fréttatengdan afþreyingarþátt síðdegis á laugardögum. Ævar mun hafa afráðið að sækja um leyfi í beinu framhaldi af þessu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort staða Ævars á dagskrárdeildinni verður auglýst eða hvort ráðið verður í hana á annan hátt, en málið verður líklega rætt á útvarpsráðsfundi sem haldinn er í dag. Heilbrigðisráðherra: Tóbaksvarnir skerðast ekki þótt einkaaðilar fái tóbakið ■ „Lögin um einkasölu ríkis- ins á tóbaki og eldspýtum voru sett á kreppuárunum, við allt aðrar aðstæður en nú ríkja,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um af- nám á einkarétti ríkisins á sölu og dreifingu þessara vara á Al- þingi í gær. Fjármálaráðherra taldi að ríkið ætti ekki að vasast í rekstri eins og þessum, sem einkaaðilar væru mun betur hæfir til að sjá um. Steingrímur Sigfússon vísaði til mótmæla, sem fram hefðu "komið við frumvarpið frá heil- brigðisstéttum, m.a. starfs- mönnum heilbrigðisráðuneytis- ins og landlæknisembættisins og krafði heilbrigðisráðherra sér- staklega svara um afstöðu hans til frumvarpsins. Matthías Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði að mót- mæli heilbrigðisstéttanna hefðu byggst á frumvarpinu eins og það lá fyrir í upphafi, þar sem talið hefði verið að erfiðar gengi að framfylgja lögum frá í fyrra um tóbaksvarnir eftir samþykkt þess. Hann sagði hins vegar að eftir að ýmsir vankantar hefðu verið sniðnír af frumvarpinu í meðförum efri deildar gæti hann fallist á það enda væri tryggt að fjármagn til tóbaksvarna myndi ekki skerðast með samþykkt þess. Málinu var vísað til þriðju umræðu í neðri deild og lokaaf- greiðslan því skammt undan.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.