NT - 20.06.1985, Blaðsíða 2
fílíT Fimmtudagur 20. júní 1985 2
ul' Fréttir
Fyrirhugaður alþjóðaflugvöllur á Sauðárkróki:
Upphitaðar brautir möguleiki
- yrði I fyrsta skipti í heimi
■ Alþljóðaflugvöllurinn sem
fyrirhugað er að reisa á Sauðár-
króki gæti orðið sá fyrsti í heimi
með upphitaðar brautir. Að
sögn Matthíasar Bjarnasonar,
samgönguráðherra, myndi það
lækka rekstrarkostnað hans
verulega, því snjómoksturs yrði
ekki þörf.
Flugráð hefur mælt með
Sauðárkróki sem stæði fyrir
völlinn vegna hagstæðra veður-
skilyrða og aðflugsskilyrða, þ.e.
iangt er milli fjalla og fjörðurinn
er breiður, að sögn Flauks
Flannessonar varaflugmála-
stjóra. Möguleikinn á að hafa
völlinn, seirtfyrði varavöllur fyrir
Keflavíkurflugvöll, upphitaðan
var ekki ráðandi þáttur í
ákvarðanatökunni, en hinsveg-
ar hefur hugmyndin komið fram
og verkfræðileg athugun verið
gerð.
Ef úr yrði að völlurinn yrði
upphitaður, yrði hann sá fyrsti í
heimi með þeim búnaði. Flug-
velli annars staðar í heimi, sem
og hér, þarf að moka snjó af, en
skortur á jarðhita er líkleg skýr-
ing á því að þetta hefur ekki
verið reynt erlendis, sagði
Haukur.
Um tvo valkosti í upphitun-
inni yrði að ræða. Annars vegar
síhitun, en hins vegar tíma-
bundna hitun með notkun vatns
með frostlegi í, sagði Haukur,
og bætti við að síðarnefndi kost-
urinn yrði aðeins dýrari.
Haukur sagði að ein af ástæð-
unum fyrir því að upphitun væri
athuguð var að Sauðárkróksbær
ætti nóg af heitu vatni og ráða-
menn hefðu auk þess gefið í
skyn að þeir yrðu velviljugir í
samningum.
Samgönguráðherra á enn eft-
ir að gefa samþykki sitt fyrir
flugvallargerðinni. Hins vegar er
ekkert búið að ákveða hvenær
hafist yrði handa við verkefnið,
enda hefur kostnaðaráætlun
ekki verið gerð og fjárveiting
fyrir vellinum ekki fengin.
„Það mun ekki stranda hjá
mér,“ sagði Matthías. „Aðalatr-
iðið er að alveg á eftir að taka
þennan völl inn í fjárhagsáætl-
anir og reikna út kostnað hans.
Athuga verður líka að bygging
hans má alls ekki bitna á flug-
framkvæmdum annars staðar á
landinu.“
■ „Tyrkja-Gudda“ er komin heim til Vestmannaeyja. Þjóðhátíð-
ardaginn, 17. júní síðastliðinn var afhjúpuð höggmynd af Guðríði
Símonardóttur, sem kölluð var Tyrkja-Gudda, á Stakkagerðistún-
inu í Vestmannaeyjum. Myndin er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur.
NT*mynd Inga.
EFTA-þingmenn
þinga hérlendis
Vinna hafin í hvalstöðinni:
Starfsmenn draga
uppsagnirtilbaka
Sáttanefnd fjallar um ágreiningsmálin
■ Milli 25 og 30 þingmenn frá
EFFA-löndunum þinga hér á
landi í dag og á morgun, en
þetta þing er árlegur viðburöur
í samstarfi EFl A-landanna.
Á þessu þingi nrunu íslend-
ingar, að sögn Kjartans Jó-
hannssonar formanns íslensku
þingmannanefndarinnar, mæl-
ast sérstaklega til þess að EFTA
þrýsti á Efnahagsbandaiag Evr-
ópu um að liðka til með við-
■ Vestur-Þjóðverjinn Martin
Horst Kilian var í gær dæmdur
í Sakadómi Reykjavíkur í
þriggja mánaða fangelsi óskil-
orðsbundið, og 150 þúsund
króna sekt, fyrir þjófnað á
þremur fálkaungum. Til frá-
dráttar kemur gæsluvarðhald
sem hann hefur setið í frá þriðja
þessa mánaðar. Verjandi krafð-
skipti á sjávarafurðir sérstak-
lega í sambandi viö tolla á
saltfisk.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra mun á þinginu
flytja framsögu um efnahags-
ástandiö á íslandi og sitja síðan
fyrir svörum.
Aðild að EFTA eiga ísland,
Finnland, Svíþjóð, Noregur,
Sviss, Austurríki, Portúgal og
Liechtenstein.
ist sýknu í málinu, og til vara
vægustu refsingar. Jón Erlends-
son sem dæmdi í málinu sagði í
samtali við NT í gær að niður-
staðan hefði orðið þessi, og væri
dómurinn svipaðs eðlis og sá
dómur sem féll í Hæstarétti í
fyrra yfir þýsku fálkaþjófunum
Miroslav Peter Baly og Gabriele
Uth-Baly.
íslensku
fiskiskipin:
Gott verð
fyriraflann
■ Fiskiskipið Börkur
NK-122 landaði í
Grimsby í Englandi í
gærmorgun og fékk fyrir
afla sinn.tæp 109 tonn,
5.018 þúsund krónur eða
rúmar 46 krónur á kílóið.
Jóhann Karl Sigurðsson
framkvæmdastjóri Síldar-
vinslunnar hf. í Nes-
kaupstað, eigandi
skipsins, sagði í samtali
við NT að þetta væri
vegna þess hve enska
pundið væri hátt í dag en
salan væri samt sem áður
góð.
Skuttogarinn Ögri RE-
72 landaði hins vegar í
Cuxhaven í Þýskalandi í
gærmorgun. Fyrir afla
sinn, 257 tonn, fékk skip-
ið rúmar 11 milljónir sem
þykir mjög gott. Kílóa-
verðið var 43,17 krónur.
í gærkvöldi hélt Ögri frá
Þýskalandi á leið heim.
Skuttogarinn Vigri
RE-71 fékk rúmar 9,5
milljónir fyrir afla sinn,
u.þ.b. 250 tonn af karfa
og grálúðu, sem hann
seldi í Grimsby um síð-
ustu helgi. Eitt skip hefur
aldrei selt jafn mikinn
fisk í einu í Englandi en
kílóverðið, 38,35 krónur,
var ekkert sérstakt.
■ Starfsmenn hvalstöðvarinn-
ar mættu aftur til vinnu í morg-
un eftir 2 daga fjarveru. Þeir,
sem óvéfengjanlega áttu einnar
viku uppsagnarfrest og höfðu
sagt störfum sínum lausum
vegna óánægju með laun, hafa
nú dregið uppsagnir sínar til
baka.
Ágreiningi, sem upp kom
vegna uppsagnarfrests starfs-
manna, sem unnið hafa hjá Hval
hf. í meira en tvær vertíðir,
hefur verið skotið til sérstakrar
■ Allsérstakt umferðaróhapp
varð á laugardag fyrir hádegi í
Reykjavík. Maður nokkur lagði
bíl sínum á Amtmannsstíg. Síð-
an gekk hann frá bílnum, en
bíllinn fór af stað. Eigandinn
gerði heiðarlega tilraun til þess
að komast upp í bílinn og stöðva
hann áður en eitthvað alvarlegt
hlytist af þessu sjálfstæða ferða-
lagi bílsins. Hann kom öðrum
sáttanefndar. Á meðan munu
viðkomandi starfsmenn halda
áfram vinnu sinni, en þeir hafa
ckki dregið uppsagnir sínar til
baka. Starfsmennirnirhéldu því
fram, að uppsagnarfrestur þeirra
væri ein vika, eins og annarra,
en forráðamenn Hvals hf. og
VSÍ töldu, að hann ætti að vera
einn mánuður, vegna áunninna
réttinda starfsmannanna.
Kristján Loftsson forstjóri
Hvals sagði í samtali við NT, að
næsta skref væri að deiluaðilar
fætinum um borð í bílinn. Þá
tókst ekki betur til en svo að
bíllinn rakst á annan bíl sem
lagt hafði verið í eitt af þver-
stæðum við innkeyrsluna í MR.
Sá bíll kastaðist á næsta, og
skemmdust þeir báðir talsvert.
Við áreksturinn tók bíll manns-
ins nýja stefnu. Nú lagði hann
af stað út á grasið fyrir neðan
kæmu sér saman um í hverju
ágreiningurinn væri fólginn, en
síðan myndi sáttanefndin taka
til starfa, væntanlega þó ekki
fyrr en í næstu viku. í henni
munu eiga sæti þrír menn, einn
frá verkalýðsfélögunum, einn
frá vinnuveitendum og odda-
maður skipaður af sýslumanni
Borgfirðinga.
Hvalbátarnir fóru út í gær-
kvöldi og má jafnvel búast við
þeim inn aftur í nótt, eða á
morgun.
veitingastaðinn Torfuna. Mað-
urinn hafði kastast aftur fyrir sig
við ákeyrsluna, og festist með
annan fótinn í falsinu á hurð-
inni. Þannig dróst hann tals-
verðan spöl með bílnum, en
losnaði þó að lokum. Ferðalag
þetta endaði síðan á ljósastaur
við Lækjargötu. Eigandinn var
fluttur í sjúkrahús.
Fálkaþjófurinn Martin Horst Kilian:
Dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi
-og gert að greiða 150 þúsund krónur í sekt
Umferðaróhapp við Amtmannsstíg:
Eigandinn dróst
með bílnum sínum
Kvenréttindadropi
■ Lögreglan í Kópavogi fór
ekki varhluta af því að í gær
var kvenréttindadagur. Eitt
skiptið í gær voru lögreglu-
menn kallaðir að Álfhóls-
vegi, þar sem kona var í
vandræðum. Þegar lögregla
kom á staðinn þurfti að
skipta um dekk. Átburður-
inn sem slíkur er kannski
ekki í frásögur færandi, og oft
mun það vera sem lögregla
lendir í því að aðstoða fólk
við að skipta um dekk. En
viðmælandi NT á lögreglu-
stöðinni í Kópavogi var að
velta því fyrir sér hvort þetta
viðvik væri einkennandi fyrir
daginn...
Lifi vísindin
■ Síðasta? hvalvertíð ís-
lendinga er nú hafin, en sem
kunnugt er ákvað Alþingi á
sínum tíma að íslendingar
gerðust aðilar að hvalveiði-
banninu mikla. Jafn kunnugt
er það líka að nú hefur
sjávarútvegsráðuneytið ákveð-
ið að þrátt fyrir hvalveiði-
bannið skuli áfram leyft að
veiða rúmlega helminginn af
venjulegum afla í rannsókn-
arskyni.
Væntanlega verður stór
hluti alls þess hvalkjöts sem
á land kemur „rannsakað-
ur" hérlendis en svo vaknar
spurningin, hvað eigi að gera
við afganginn. Svo nýtir
menn sem við erum, íslend-
ingar, kemur náttúrlega ekki
til greina að fleygja öllum
þeim verðmætum sem koma
til með að skapast við þessar
rannsóknir.
Hingað til hefur mest af
hvalkjötinu verið selt til Jap-
ans en nú munu Japanir hafa
skuldbundið sig til að flytja
ekki inn hvalkjöt meðan
veiðibannið er í gildi.
Þetta vandamál er þó trú-
lega leysanlegt eins og öll
önnur. Einfaldasta lausnin
er trúlega sú að hið bráðasta
verði hafnar rannsóknir á
áhrifum hvalkjöts á melting-
arvöðvana og efnaskipti lík-
amans og tafarlaust verði
undirritaðir viðskipta... -
afsakið - rannsóknarsamn-
ingar milli íslendinga og Jap-
ana í þessu skyni.
(Ó)stjóm efnahagsmála
■ Glöggur maður sem
Dropateljari hitti að máli
nýlega sagði það góð dæmi
um efnahagsstjórnun íslend-
inga að æðri menntun í land-
inu væri fjármögnuð með
happdrætti og húsnæðismál-
in með sölu ríkisins á eitur-
lyfjum. En eins og kunnugt
er var síðasta brennivíns- og
tóbaksverðshækkun útskýrð
með öflun fjár í húsnæð-
iskerfið.
Sjópróf vegna brunans í Sjóla:
Eldsupptök ekki kunn
■ Sjópróf vegna brunans sem
varð um borð í skuttogaranum
Sjóla frá Hafnarfirði, fóru fram
í gær. Prófin hófust klukkan tíu
í gærmorgun og stóðu fram til
klukkan átta í gærkvöldi. Guð-
mundur L. Jóhannesson héraðs-
dómari stýrði vitnaleiðslum.
Hann sagði í samtali við NT í
gær að sjóprófin hefðu ekki
skýrt hvernig eldurinn hefði
kviknað. „Það var búin að fara
fram rannsókn af hálfu rann-
sóknarlögreglu og rafmagnseft-
irlits, en það verða engar álykt-
anir dregnar af því.“ Guðmund-
ur sagði að prófunum væri
lokið, nema hvað honum hefði
ekki borist í hendur skýrsla frá
matsmanni tryggingarfélagsins,
og verður hún lögð fram seinna.
Þegar skýrsla um málið hefur
verið fullunnin verður hún send
til þeirra aðila sem hlut eiga að
máli.
80 ára afmæli
■ 80 ára er í dag Eiríkur
Eiríksson frá Djúpadal í Skaga-
firði, til heimilis að Goðheimum
23. Hann verður að heiman.