NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 20.06.1985, Qupperneq 8

NT - 20.06.1985, Qupperneq 8
Fimmtudagur 20. júní 1985 8 Söfnun kvennasamtaka: MyndböndtilKenýu til notkunar við fræðslu þar ■ Myndbandanotkun fyrir konur í Kenýu er tilgangur söfnunar sem íslensk kvenna- samtök gangast fyrir þessa dag- ana. Hugmyndin er sú aö vegna ólæsis og skorts á lestrarefni sé myndbandið ákjósanleg leið til að miðla fræðslu til kvenna í þróunarlöndunum. Mun fc það sem safnast hérlendis renna til fjölmiðlastofnunar í Naíróbí í Kenýu sem útbýtir fé til tækjakaupa og þjálfunar til notkunar þeirra. Hér á landi er nú stödd Elín Bruusgaard, norskur ritliöf undur, sem er fulltrúi samtak anna Worldview International Foundation sem hafa forystu um þá alþjóðlegu söfnun sem nú er í gangi. Á blaðamannafundi á þriðjudag kynnti Elín mynd- bandaáformin og sagði hún að þegar væri búið að útbúa nokkrar spólur með fræðslu- efni, m.a. um vatnsöflun. Sagði hún að einn meginkost- urinn við þessa aðferð við að útbreiða þekkingu væri að konunum væri sjálfum kennt að nota tækin, og yrðu þau síðan látin ganga á milli þorpa og efnið sýnt allsstaöar. Sér- stakur sólarskermur verður notaður sem orkugjafi, en þorpin eru flest rafmagnslaus að sögn Elínar. Konur á Akureyri munu taka upp þriggja mínútna þátt um trjáplöntun, sagði Elín. Verður hann notaður til kennslu í Kenýu og er það ákveðið sameiningartákn milli landanna. Gíróreikningur söfnunar- innar -er í útibúi Samvinnu bankans við Suðurlandsbraut og er númer hans 6-21730. Á honum liggja um 90 þúsund krónur en takmark kvennanna mun vera að safna 250 þús. ðurnesja, ásamt nýsettum skólameistara 54 nemendur brautskráðir ■ Þann 9. júní síðastliðinn lauk starfsári Fjölbrauta- skóla Suðurnesja með braut- skráningarathöfn í Útskála- kirkju í Garði. Athöfninni stýrði nýsettur skólameistari, Hjálmar Árnason. Að þessu sinni útskrifuð- ust 54 nemendur, þar af 23 af iðn- og tæknibrautum og 18 af stúdentsbrautum. I lokaávarpi skólameistara kom fram að skólanefnd FS hefur eindregið óskað eftir því við sveitarfélög og ráðu- neyti að hafist veröi handa um byggingu nýrrar álmu við skólann, en þröngur húsa- kostur hamlar verulega öllu skólastarfi. ■ Barnabörn Jóns kanna kræsingarnar í veislunni sem haldin var þeim til heiðurs í Víkurröst. NT-mynd: Tómas Larus Dalvík: Sex barnabörn fermd samdægurs - afinn Jón Jónsson varð áttræður daginn áður ■ Það eru ekki allir sem lifa þann merkisatburð að vera viðstaddir fermingu á sex barnabörnum sínum sama daginn. Jón Jónsson fyrrum bóndi og kennari á Dalvík varð þó þeirrar ánægju aðnjót- andi. Daginn áður hafði Jón orðið áttræður - þann 25. maí síðastliðinn. Barnabörnin voru fermd í Dalvíkurkirkju. Vegleg veisla var haldin fyrir sexmenning- ana í félagsheimilinu Víkur- röst. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Viðhald skipastólsins fari fram innanlands ■ Aðalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiðja vill, að tryggt verði að viðgerðir og viðhald á íslenska fiskiskipa- stólnum fari sem allra mest fram hérlendis. I ályktun, sem gerð var á fundinum, segir, að ótímabærar siglingar íslenskra skipa til viðgerðar og breytinga hjá erlendum skipasmíðastöðv- um, hafi verið allt of tíðar. Og iðulega hafi ekki verið kannað hvort hægt væri að fá verkin unnin á sambærilegu eða lægra verði innanlands. Fundurinn bendir á leiðir til að leysa vanda innlendra skipa- smíðastöðva. Þar er gert ráð fyrir. að nýsmíði fari sem mest fram innanlands, að skipa- smíðastöðvunum verði gert kleift að leita eftir verkefnum erlendis, að lausaskuldum skipaiðnaðarfyrirtækja verði breytt í langtímalán, og að við- unandi lausn verði fundin í lánsfjármögnun raðsmíðaskip- anna svonefndu. Á fundinum kom fram, að starfsfólki skipasmíðastöðv- anna hefur fækkað allnokkuð á undanförnum misserum, og að verkefnastaða sumra þeirra væri afar ótrygg, en viðunandi í öðrum. Jósef Þorgeirsson frá Akra- nesi var kjörinn formaður Fé- lags dráttarbrauta og skipa- smiðja á fundinum, en fráfar- andi formaður, Jón Sveinsson, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Þrettán f á fálkaorðuna ■ Forseti íslands hefur í dag að tillögu orðunefndar sæmt eftirtalda íslendinga hciðurs- merki hinnar íslensku fálka- orðu: Einar Svein Jóhannesson, skipstjóra, Vestmannaeyjum, riddarakrossi fyrir störf að sjó- mennsku og björgunarmálum, Guömund Vigni Jósefsson, gjaldheimtustjóra, Reykjavík, ríddarakrossi fyrir embættis- störf, Harald Ásgcirsson, fv. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, riddara- krossi fyrir störf í þágu byggingar- iðnaöarins, Heiðrúnu Soffíu Steingrímsdóttir, fv. formann Sjálfsbjargar á Akureyri, nddara- krossi fyrir störf að málefnum fatlaðra, Jóhann Þorvaldsson, fv. skólastjóra, Siglufirði, riddarakrossi fyrir störf að félags- málum og skógrækt, Jón Emil Guðjónsson, fv. framkvæmda- stjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að fræðslumál- um, Jónas Pétursson, fv. alþing- ismann, Fellabæ, N-Múlasýslu, riddarakrossi fyrir félagsmála- störf, Kristján Albertsson, rit- höfund, Revkjavík, stjörnu stórriddara, Olaf Steinar Vald- imarsson, ráðuneytisstjóra, Reykjavík, riddarakossi fyrir embættisstörf, Svein Björnsson, forseta íþróttasambands íslands, riddarakrossi fyrir störf að íþróttamálum, Valtý Guðjóns- son, fv. bæjarstjóra, Keflavík, riddarakrossi fyrir félagsmála- störf, Þorgerði Ingólfsdóttur, kórstjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir tónlistarstörf. Þá hefur forseti íslands í dag sæmt Lenu Verbeek, príorinnu St. Fransiskureglunnar í Stykkis- hólmi riddarakrossi fyrir störf að líknarmálum. American Style ■ Nýr skvndibitastaður var opnaður í Skipholti 70 s.l. iaugardag. Ber hann nafnið „American Style“ og á honum er boðið upp á ýmislegt sem ekki hefur fyrr staðið til boða hér- lendis. Er þar um að ræða kjúklingaborgara, mexik- anska réttinn „raco“ og glóðarsteikt kjöt á teini sem nefnist „suhs" og mun vera upprunnið í Israel. Auk þess eru til boða átta tegundir af pítum, óáfeng- ir suðrænir drykkir, óvenjulegar tegundir af ís og hefðbundnir hraðréttir. Á myndinni eru aðstand- endur nýja staðarins. Tal- ið frá vinstri: Einar Ás- geirsson, eigandi, Jón Gerald Súllenberger, matreiðslumaður og Bjarni Óskarsson, eigandi og barþjónn. Nl-mynd: Sverrir ,

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.