NT - 20.06.1985, Blaðsíða 4

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 4
Vi nnuefti rljtið: Heyrnarskemmdir algeng- asti atvinnusjúkdómurinn Bók um hávaðavarnir væntanleg í ágúst ■ Heyrnarskemmdir eru langalgengasti meinti atvinnu- sjúkdómurinn, sem tilkynntur er til Vinnueftirlitsins. Á árun- um 1981-1983 bárust Vinnueft- irlitinu 1109 slíkar tilkynningar frá Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Upplýsingar þessar koma fram í nýjasta hefti Fréttabréfs um vinnuvernd, sem Vinnueft- irlit ríkisins gefur út. Þar er einkum fjallað um vinnuskil- yrði, heilsufar og líkamsbeit- ingu við vinnu. I grein, sem ber yfirskriftina „Hávaði og heyrnarskemmdir versta vandamálið", segir m.a. að 20% heyrnardeyfu fullorð- inna megi rekja til hávaða. Þar kemur fram, að hávaði á vinnu- stöðum sé almennasta og alvar- legasta vandamálið í aðbúnaði starfsfólks. Greinarhöfundur segir frá skýrslu, sem Vinnueftirlitið gaf út í janúar, þar sem greint er frá hávaðamælingum í 94 fyrirtækj- um. Samkvæmt henni urðu 77,8% starfsmanna í fisk- vinnslu- og iðnaðarfyrirtækjum fyrir 85 desíbela meðaltals- hávaða að styrk yfir 8 stunda vinnudag. Hávaði af því tagi hefur sýnt sig valda heyrnar- deyfu hjá 3% starfsmanna, eftir 10 ára starf. Að vísu sé þetta ekki marktækt meðaltal fyrir þessar atvinnugreinar, þar sem valin hafi verið fyrirtæki og störf þar sem grunur lék á að hávaðinn væri vandamál. Pó megi búast við, að um 30% starfsmanna í iðnaði verði að jafnaði fyrir 85 desíbela hávaða eða meiri. I lok greinarinnar í Frétta- bréfi um vinnuvernd, segir að heyrnartap sé ólæknandi og betra sé að dempa hávaðann við upptökin en nota heyrnarhlífar. Vinnueftirlitið hefur ákveðið að gefa út bók með hagnýtum leiðbeiningum um hávaðavarnir á vinnustöðum og er hún vænt- anleg í ágúst. Fimmtudagur 20. júní 1985 4 Vöruflutningamenn í Landvara: Oánægðir með stefnu- leysi stjórnvalda ■ Mikil óánægja með stefnuleysi yfirvalda í flutn- ingamálum kom fram á aðal- fundi Landvara, landsfélags vörubifreiðaeigenda á flutn- ingaleiðum, sem haldinn var fyrir nokkru. Fundarmenn bentu á það ranglæti, sem viðgengst „með því að gefa Skipaútgerð ríkisins ný skip, tæki og vöruafgreiðslur og greiða auk þess stórfé vegna tapreksturs, á sama tíma og vöruflutningar á landi eru skattpíndir eins og segir í fréttatilkynningu frá Land- vara. Fundurinn gagnrýndi eig- endur flóabáta á Norður- landi, sem notuðu ríkisstyrki til að kaupa vöruflutninga- bíl, sem notaður er í sam- keppni við Landvaramenn. Á fundinum kom einnig fram, að fjármálaráðuneytið fjallar nú um beiðni Land- vara um að söluskatti verði aflétt af starfsemi vöruaf- greiðslna þeirra, enda segi lög, að vöruflutningar skuli vera undanþegnir söluskatti. Ragnar Haraldsson úr Grundarfirði var kjörinn for- maður Landvara í stað Aðal- geirs Sigurgeirssonar frá Húsavík, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. íbúasamtök vesturbæjar: Bera hag íbúanna fyrir brjósti ■ íbúasamtök vesturbæjar náðu miklum árangri í starfi sínu á síðastliðnu starfsári. Umferðarskiltum, götuþreng- ingum og upphækkunum var komið fyrir í vesturbænum, auk þess sem hámarkshraði bifreiða var lækkaður í 30 km hraða. Petta kont fram á aðal- fundi samtakanna í vor. íbúasamtökin hyggjast leggja meðal annars áhersíu á málefni aldraðra vesturbæinga í starfi sínu næsta starfsár auk áframhaldandi baráttu í um- ferðarmálum þessa bæjar- hluta. „Aldrað fólk er mjög fjöl- mennt í vesturbænum,“ segir Arnlaugur Guömundsson for- maður íbúasamtakanna. „Þetta fólk á sumt erfitt um gang og því höfuni við komið tillögum okkar til borgaryfir- valda um að bæta hag þess, til dæmis með félagsmiðstöð. Aldraðir vesturbæingar þyrftu auk þess að eiga kost á að geta keypt heitan mat af borginni einu sinni á dag, til dæmis í gegnum heimsendingarþjón- ustu.“ íbúasamtök vesturbæjareru áhugahópur fólks sem starfar að mismunandi málaflokkum innan hverfis síns. Samtökin hafa mikið barist fyrir bættum umferðarmálum innan hverfis- ins, bættum hag íbúa þess og áhugi félagsmanna á sögu vest- urbæjarins fer sívaxandi, að sögn Arnlaugs. BSRB: Sérkjaraviðræður áfram ■ Sérkjaraviðræðum ein- stakra aðildarfélaga BSRB og samninganefndar ríkis- ins er haldið áfram af kappi þessa dagana. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði í samtali við NT í gær, að hann ætti ekki von á, að viðræðum um aðalkjara- samning yrði haldið áfram fyrr en eftir helgi. Sámninganefndir BSRB og ríkisins eru sammála um að ljúka sérkjarasamning- um áður en aðalkjarasamn- ingur verður gerður. ■ Sigurður Þorsteinsson, forstöðumaður Vinnuskóla Kópavogs, stillir sér upp fyrir framan vinnandi hóp. Talið frá vinstri, Sigurður, Björgvin Birgisson, Baldvin ísaksson, flokksstjóri, Ragnar Einarsson, Björn Áðalsteinsson. Nýjungar hjá Vinnuskóla Kópavogs: Tómstundastarf fyrir fatlaða - og vinna fyrir 16-17 ára unglinga ■ Sú nýbreytni verður tekin upp hjá Vinnuskóla Kópavogs í sumar að boðið verður upp á tómstundastarf fyrir fatlaða og auk þess vinnu fyrir 16-17 ára unglinga. Bæði líkamlega og andlega fötluð ungmenni á aldrinum 13- 30 ára, búsett í Kópavogi, geta tekið þátt í tómstundastarfinu. Það mun helst snerta útivist, svo sem gönguferðir, fjöruferð- ir, sund og siglingar. Starfið verður í umsjón Lindu Gísladóttur, eins af flokksstjór- Iðnó: Síðustu aukasýningar á Draumi á Jónsmessunótt ■ Mikil aðsókn hefur verið á sýningar á Draumi á Jónsmessu- nótt hjá Leikfélagi Reykjavík- ■ Frá sýningu á Draumi á Jónsmessunótt. Ungu elskend- urnir, Hermía og Lísander (Kolbrún Erna Pétursdóttir og Þröstur Gunnarsson) trúa Hel- endu (Rósu Þórsdóttur) fyrir flÁHaófnrmum ■ ur. Því verða nú tvær al-síðustu aukasýningar á leikritinu. Fyrri sýningin er í kvöld (fimmtu- dag), en hin síðari á laugardags- kvöldið. Leikstjóri er Stefán Baldursson, en leikmynd og búninga gerði Grétar Reynis- son. Þýðing er eftir Helga Hálf- danarson, en tónlist samdi Jó- hann G. Jóhannsson. Þessi sýning er samsýning Leikfélags Reykjavíkur og Nemendaleikhúss Leiklistar- skóla íslands. um vinnuskólans og nema í Þroskaþjálfaskóla íslands. Henni til aðstoðar verða eldri starfsmenn skólans. „Þetta er fyrst og fremst ætlað fyrir þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir," sagði Linda á blaða- mannafundi vinnuskólans, en hann mun kosta starfið með 60 til 70.000 krónurn. „Það er nú bara svipað og kostar að leggja þriggja metra göngustíg," sagði Marteinn Sig- urgeirsson, yfirflokksstjóri skólans. „Það fékkst ekki við- bótarupphæð frá bænum í þetta, þannig að við sleppum bara einhverju verki og notuni pen- ingana þaðan í þetta.“ Hin nýjungin hjá vinnu- skólanum, þátttaka 16-17 ára unglinga í honum, er einsdæmi, að sögn Sigurðar Þorsteinsson- ar, forstöðumanns hans. Um tuttugu unglingar á þeim aldri eru nú hjá skólanum og fá þeir verkamannakaup, 81,20 kr. Sig- urður sagði að skólinn hefði tekið unglingana til sín vegna þess að bærinn gat ekki útvegað þeim vinnu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.