NT - 20.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 6
 \ir Fimmtudagur 20. júní 1985 6 Ll Vettvangur Valgerður Sverris- dóttir: Loðdýrarækt breytir úrgangi í gjaldeyri ■ Loödýrarækt hefur verið stunduð í heiminum síðan um 1900 og er talið, að nú séu framleiddar alls um 30 milljón- ir minkaskinna og um 3 mill- jónir refaskinna. Auk þess eru framleiddar ýmsar aðrar teg- undir loðskinna þó í minna mæli sé. Það sem að m.a. er athyglisvert er það að um 12 milljónir minkaskinna og um 2,3 milljónir refaskinna eru framleiddar á Norðurlöndum og t.d. í Finnlandi hefur verið lyft Grettistaki á sviði loðdýra- ræktunar á s.l. 10-15 árurn. Hér á landi hófst loðdýra- rækt að nýju um 1970, en þá var loðdýrarækt heimiluð að nýju eftir bann, sem hafði gilt um nokkurt skeið. Þá voru sett á stofn ein 10 minkabú á land- inu, þau voru yfirleitt öll mjög stór og einkenndust nokkuð af ævintýramennsku. Þó eru þrjú þessara búa enn í fullum rekstri, öll hér á Norðurlandi. Refarækt hófst að nýju hér á landi fyrir um 6 árum og má því segja að komin sé nokkur reynsla á þessa búgrein. Við á Lómatjörn vorum á meðal þeirra sem fyrst fóru af stað og mun ég leitast við að greina frá einu og öðru sem viðkemur loðdýrarækt í von um að það geti orðið að gagni fyrir þá sem hyggjast koma á fót slíku búi. F.g hcf skipt þeim atriðum, sem cg ráðlcgg mönnum að kynna sér í upphafi niður í átta iiði: 1. Vinnan. Áð kynna sér hvernig hinni almennu um- hirðu.á loödýrabúi er háttað árið um kring, t.d. hvenær vinnuálag er mest og hvernig það samræmist öðrum bú- greinum, ef um slíkt er að ræöa. 2. Tcgund dýra. Það er ástæða til að benda á, aö það er fleira sem kemur til greina hcldur en refur, en óneitanlega hefur hann verið mest í sviðs- Ijósinu hérlendis að undan- förnu. Minkurinn hefur ýmis- legt framyfir refinn og því væri best að kynna sér í upphafi hverjireru aðal kostiroggallar sem tengjast þessum tveimur dýrategundum og unthirðu þeirra og reyna síðan að gera samanburð. 3. Húsakostur. Það þarf að gera sér grein fyrir í upphafi hvort húsakostur er til staðar, sem hentar fyrir loðdýr og þá um leið hvort kemur til greina að leggja niður hefðbundinn búskap í þessu skyni og nýta húsin fyrir loðdýr. 4. Staðsctning. Ef hugs- anlegt loðdýrabú er á einum af •þeim svæðum; sem þegar hafa komið sér upp fóðurstöð horfir málið auðveldar við. Ef um byggðarlag er að ræða þar sem loðdýrarækt er ekki hafin er sjálfsagt að setja sig í samband við nágrannana og athuga hvort fleiri eru áhugasamir eða jafnvel boða til fundar og fá ráðunauta og/eða bændur með reynslu til þess að upplýsa menn. Fóðurframleiðsla fyrir eitt einstakt bú, ég tala nú ekki um einhvers staðar inn til dala er ekki raunhæft mál að tala um. 5. Rekstrarform. Það er full ástæða til þess að benda mönn- um á, að loðdýrabúskapur er bindandi, dýrin þurfa sína um hirðu svo til hvern dag, allan ársins Itring. Það hefur þess vegna ýmsa kosti að vera í félagsbúskap. Það hefur sjálf- sagt einhverja galla líka, sem ég ætla ekki að tíunda hér. 6. Bústærð. Menn verða að ákveða bústærðina með tilliti til aöstæðna. Einn maður er talinn geta sinnt 5-700 minka- læðum, eða 150-200 blárefa- læðum ef hann fær fóður heim- keyrt og fær auk þess einhverja hjálp maka eða.barna þegar annir eru mestar. Þaö má benda á, að það er meiri áhætta fyrir reynslulaus- an cinstakling að fara af stað með mjög ntörg dýr og e.t.v. skynsamlegra að fara hægt af stað en hafa möguleika á fjölg- un ári síðar eða svo. 7. Skinnaverkun. Síðasti hlekkurinn í keðju bóndans en ekki sá þýðingarminnsti er skinnaverkunin. Dýrin eru drepin hcima á búunum þegar þau eru komin í pels, sem er u.þ.b. um miðjan nóvember hjá ref og stuttu síðar hjá mink. Bóndinn flær dýrið og annað hvort kemur skinninu í frost eða verkar það strax. Þau tæki, sem notuð eru við þessa verkun eru ekki svo ákaflega dýr, en verkið krefst mikillar natni og nákvæmni. Bóndinn verður að gera það upp við sig hvort hann ætlar að koma sér upp þessari verkun sjálfur eða fá skinnin verkuð annars staðar. 8. Sala. Salan fer fram á uppboðum erlendis. Bóndinn þarf aðeins að sjá til þess að skinnin berist umboðsmannin- um á íslandi fyrir vissan dag óg síðan getur hann ekkert annað gert en að bíða þar til uppboð- inu er lokið, en þá fyrst veit hann eitthvað um það hverjar tekjur ársins hafa verið. Kannski veit hann það meira að segja ekki fyrr en að loknu síðasta uppboði vetrarins, sem er í maí, eða í allra síðasta lagi í september. Ef við leiðum hugann að því hverjir möguleikar eru hér á landi til loðdýraræktunar, þá held ég að megi segja að þeir séu víðast hvar góðir. Þeir markast aðallega af því hráefni sem til fellur til fóðurgerðar á hverju svæði fyrir sig, sem aðallega er fiskúrgangur. Það hefur verið gerð úttekt á því um hversu mörg störf gæti verið þarna um að ræða, og eru þau á bilinu 1000 til 2000. Það er viss hætta á því að það hráefni, sem nota má til loðdýraræktunar nýtist henni ekki sem skyldi vegna þess að það er ekki tekið tillit til þess- arar atvinnugreinar og þessar- ar hugsanlegu hráefnisnotkun- ar t.d. við hönnun frystihúsa og annað þess háttar. Þá má einnig benda á það, að það gætir víða áhugaleysis hjá for- ráðamönnum sláturhúsa á því að hirða þann úrgang sem til fellur á meðan hægt er að komast upp með að henda honum á haugana. Það væri því þörf á reglugerð, sem næði yfir þetta hagsmunamál og þá um leið samræmingu á verði. Þegar rætt er um markaðs- mál er eðlilegt að menn spyrji livort það verði alltaf um ókomin ár not fyrir skinn. Við skulum vera minnug þess, að pelsar eða skinn voru fyrstu klæði mannsins og munu vafa- laust ávallt verða nýtt í klæði, m.a. vegna þess að pelsar eru mjög þægilegar flíkur úr nátt- úruefnunt. Það munu eflaust alltaf verða sveiflur í verði skinna, að hluta til af efnahags- ástæðum og að hluta til vegna breytinga á tísku. Framleiðsla skinna hér á landi er svo lítil og verður alltaf það lítil þegar miðað er við heimsframleiðsl- una að hún kemur varla til með að hafa áhrif á skinnaverð í heiminum. Vandamál eru af ýmsu tagi í loðdýrarækt í dag hér á landi. Eitthvað af þeim má flokka sem byrjunarörðugleika, ann- að mætti flokka með vanda húsbyggjenda, sem mönnum hefur verið tíðrætt um að undanförnu. Það gefur auga leið, að loðdýrabóndi, sem byggði loðdýrabú og keypti rándýr rándýr erlendis frá árið 79, allt út í skuld, hann á erfitt í dag þótt ekki sé meira sagt. Af öðrum vandamálum má nefna allt of litla endurnýjun í refastofninum, sem að vísu horfir örlítið til bóta á þessu ári, þar sem að dýr, sem hafa verið í sóttkví hér í Eyjafirði og víðar munu fá að flytjast heini á viðkomandi bú nú í sumar. Þá hlýtur það einnig að teljast með vandamálum hvað við íslendingar höfum byggt dýr hús undir loðdýr saman- borið við nágranna okkar. Stjórnvöld hafa gert ýmis- legt til þess að auðvelda loð- dýraræktinni framgang en bet- ur má ef duga skal. Okkur sem höfum staðið í eldlínunni þessi 6 ár hefur æði oft fundist nokkuð breitt bil á milli orða og athafna þegar þessi marg- nefnda búgrein hefur verið annars vegar og þrátt fyrir, eflaust góðan vilja einstakra manna þá hefur skort nokkuð á að ýrnsir áhrifamiklir ernb- ættismenn hafi haft skilning á mikilvægi eða nauðsyn á þess- ari nýju atvinnugrein, ekki bara fyrir bændur og strjálbýl- ið, heldur fyrir þjóðina í heild. Það hefur stundum verið sagt um loðdýraræktina, að hún breyti úrgangi í gjaldeyri og er það ekki einhvers virði fyrir þjóðarskútuna? Ég bara spyr? Þessi nýja búgrein þarf meira fjármagn. Núna þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á skýrslugerð um þá miklu þörf fyrir rannsóknar- og sóttkvíar- bú , sem hér er. Þá má einnig nefna sæðingarstöð eða kyn- bótabú, auknaráðunautaþjón- ustu og aukna dýralækninga- þjónustu. Þá þarf að styðja vel við bakið á þeim fóðurstöðv- um, sem nú eru að rísa upp um land allt og að mínu mati væri eðlilegt að kæmi beint framlag til þeirra frá ríkinu. Loðdýrabændum finnst vanta nokkuð á að þeir séu teknir gildir sem bændur og að félagsleg réttindi þeirra svo sem innan Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags ís- lands þurfi að auka, þannig að þar gildi það sama fyrir alla bændur, burtséð frá því hvort búgreinin telst hefðbundin eða ekki. Má nefna afurðaskýrslu- hald í þessu sambandi. Ég vil að síðustu benda ráða- mönnum á, að héðan í frá skuli þeir sýna vilja sinn meira í verki en verið hefur hingað til. Loðdýrarækt er kannski eina raunhæfa nýjungin, sem hægt er að benda bændum á í flestum héruðum landsins. Þá er ég ekki að gera lítið úr öðrum nýjum atvinnugreinum í sveitum, sem verða til um- fjöllunar hér í dag, heldur tel ég að loðdýraræktin sé raun- hæf sem fjölskyldubúskapur og reynsla okkar á undanförnum árunt leiði í Ijós, að við íslend- ingar getum ræktað loðskinn. Ég vil þó að síðustu segja þetta: „Ef þér hefur gengið illa við hefðbundinn búskap, þá er ekkert sem bendir til þess að þér muni ganga vel í loð- dýrarækt.“ Valgerður Sverrisdóttir ■ Ofanritað er erindi sem flutt var á ráðstefnu um at- vinnumál í dreifbýli í Lauga- borg, 7. júní s.I. Lýst eftir líffræðingi ■ Vinur minn gamall hringdi í mig í gær en hann gegnir áhrifastöðu í sveitarfélagi einu alllangt frá Reykjavík. Erind- ið var það að hann var að biðja ntig að svipast um eftir at- vinnulausum líffræðingi sem gæti fengið úrvalsstöðu við kennslu og rannsóknir ef hann afrekaði að lyfta rassborunni á sér af þessum auma Reykjavík- urskaga. Þeir eru sem sagt að koma upp skóla þarna fjarri Reykjavík og auglýsa í staðar- blaðinu „sækið menntun í ykk- ar heimabyggð“ en erfiðlega gengur að fá fólk til kennslu- starfa. Það vilja allir vera að kúldrast á Suðvesturhorninu. Trúa því að þar sé upphaf og endir tilverunnar. í dæmi vinar míns vantaði líffræðing og það er víst örugg- lega nóg til af slíkum og margir eiga reyndar uppruna sinn úti á gresjunni, en eftir þéttbýl- isvaskið vilja þeir vera innan um óendanlega mörg hús og kosta því jafnvel til að fá ekki vinnu við sitt hæfi eða vera blækur á Orkustofnun ævi- langt. Allur heimsins tími mættur Það er gott að vera hérna sagði vinur ntinn sem sjálfur var með þéttbýlisveikina fyrir nokkrum árum. Hann sagðist hafa það á tilfinningunni að hann væri staddur inni í miðju málverki og skírskotaði þar til þcirrar náttúru sem forsætis- ráðherra vor talaði um 17. júní. Ekki vantaði það að verk- efnin hlæðust að, nóg væri að starfa, en samt sem áður væri eins og allur heimsins tími væri mættur. Hann hefði til að mynda lesið fleiri bækur á einu ári en á tíu árum þar á undan þegar þéttbýlisspanið átti hug hans allan. Mér finnst sagði hann svona eftirá allur tíminn hafi farið í span þvers og krus um borgina. Þetta voru eilíf og þreytandi ferðalög... Troða malbikið ævilangt Þessi vandi um einn líffræð- ing segir í rauninni langa sögu 'og ber vitni miklum vítahring. Byggðalögin missa fólk burtu srax um 14 ára aldur m.a. vegna skorts á kennslukröftum og kennsluaðstöðu og þegar hátindi er náð með prófgráðu þá er borgarlífið orðið mönn- um svo eðlilegt að þeir geta ekki hugsað sér annað en að* troða malbikið ævilangt. Þó er hlutskiptið ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mánaðar- laun ríkisstarfsmanna, en sem slíkir enda þeir flestir, rétt gera mönnum kleift að skrimta og tíminn fram yfir fertugt fer í það eitt að komast yfir fjóra veggi og á meðan er viðitald fræðanna í lágmarki og kannski gleymast þau alveg. Og á meðan halda byggðarlög- in áfram að reyna að halda örlítið lengur í ungt fólk með því að koma á fót framhalds- kennslu en það mistekst oftar en ekki vegna þess að næsta kyn- slóð á undan hefur vanist mal- bikinu sunnanundir Esjunni og vill ekki heirn. Líf í borg vanabindandi Trúlega er líf í borg ávana- bindandi svipað og kaffi- drykkja og reykingar. Undan öllu þessu gengur fólki erfið- lega að komast en þeir sem það gera uppgötva fljótt að öllu líkamskerfinu líður betur. Vinafólk mitt var á Egilsstöð- um í tvö ár og það viðurkennir að þá hafi því liðið vel. Þar hafi það reyndar upplifað sinn besta tíma, en samt er það í þéttbýlinu nú. Flestir sem ég þekki hafa einhvern tímann hætt að reykja, en samt byrjað aftur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.