NT - 20.06.1985, Blaðsíða 9

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 9
Vatnsmerki I (slenkum frlmerkjum, Frímerkjasöfnun VII. Nánari flokkun merkjanna ■ Þegar við nú höfum lært að nota hin ýmsu hjálpartæki. þ.á.m. frímerkjaskrána, get- um við farið að flokka merkin nánar. a) Við flokkunt merkin eftir löndum eins og áður sagði. b) Við flokkum merkin eftir númeri þeirra í frí- merkjaskránni, það er útgáfu- röð. Hér skulum við athuga að ekki hafa allar frímerkjaskrár sömu númeraröð og því verð- unt við að taka ákvörðun um hvaða skrá við notum. c) Við flokkum merkin innan hvers númers eftir gæðum í mjög góð, góð og gölluð, sem hefir þá einnig eitthvað að segja um raunverð þeirra, eins og síðar verður komið að. Svo kemur að hinni nánari flokkun einstakra merkja. Ef við skoðum t.d. íslensku aura- merkin frá því um og fyrir aldamótin, þáeroft um margar útgáfur að ræða, þ.e.a.s. marg- ar prentanir og eru þær í ýmsu ólíkar. Með því að finna eitt höfuðnúmer, eins og t.d. „íslensk frímerki" nr. 10 sem er 10 aurar rautt-karmín, þá sjáum við að til eru 8 mismun- andi prentanir af þeim. Svo er líka til nr. 22, sem er líka 10 aurar rautt, cn þar eru bara 2 prentanir og önnur tökkun á merkjunum. Því greinum við merkin fyrst með takkamálinu, eða tökkun merkjanna. Þá höfum við greint' þau í tvær mismunandi samstæður eða sett. Verðgildið var þegar gefið. Bæði hafa þessi merki sama vatnsmerki. Við sjáum strax með berum augum að þau hafa mismunandi lit, eða litarblxbrigði. Sum merkin getum við flokkað þannig beint. Við önnur verður að nota svokallaðan kvartslampa, sem þá sýnir okkur nákvæmar hina mismunandi liti merkj- anna. í öðrum tilfellurn eru merkin prentuð á mismunandi pappírstegundir, þarna er um að ræða mismunandi þykkan pappír. Þetta má mæla með nákvæmum mælum, sem til þess eru gerðir. í þessum 10 aura merkjum er þynnri pappír í fyrstu útgáfunum, en þykkari í þeim seinni. Þegar við þannig höfum ákvarðað litinn, vitum við einnig útgáfuárið. En það eru líka til tvennskonar aðal afbrigði í þessum merkjum,þ.e. að þau eru aðeins tökkuð 14, í stað 14x13 'A. Þetta segirokkur í tölum hversu margir takkar séu á hverja 20 mm eða 2 cm. Þá eru þessi merki líka til með afbrigðinu öfugt vatnsmerki. Svo eru til ýmsir gallar í prentun, sem endurtaka sig alltaf í sama merki arkarinnar. Því teíjast þessir prentgallar afbrigði. Tökum nú nánar saman hvað ber að athuga í því sem ég kallaði nánari flokkun merkjanna. Tökkun. Þar getur verið urn að ræða hérlendis, tökkuð eða ótökkuð merki. Þau ótökkuðu voru sýnishorn af gömlurn merkjum, en einnig merki sent hafa verið klippt út úr t.d. Háskólablokkinni. Þau tökk- uðu geta svo haft margskonar tökkun. Ekki aðeins fíntökkuð eða gróftökkuð. Margir eða fáir takkar á hvcrja 2 cm. Heldur einnig þrennskonar gerð tökkunar. Þar er um að ræða: 1) arkatökkun. 2) kamb- tökkun. 3) línutökkun. Bestú dæmin um þetta eru fiska- merkin, sem finnast meðöllum þessum gerðum tökkunar. Aðrar þjóðir hafa svo merki tökkuð á misjafnlega mörgum hliðum. Þannig getur eins og áður sagöi, sama merkið haft fleiri en eina tökkun, eða allt upp í fernskonar. Samstæöa merkja; er nánast ein ákveðin útgáfa, af sérstöku tilkefni eða öll _ með sömu mynd, eða líkum myndum eða römmum. Innan samstæðunn- ar llokkast svo merkin eftir,. verðgildi, lit og vatnsmerki. Til eru bækur með litarsýnis- hornum til að greina mismun- andi lit merkja. T.d. hvað er rautt, appelsínurautt, karm- ínrautt, o.s.frv. Svo eru merki einnig til sem prentuð eru á fosfórborinn pappír, eða litur- inn hefir fcngið yfirborðsmeð- höndlun. Þar ntá benda á merkin með Gullfossmyndinni og ýmis seinni tíma merki nteð flúorendurskini. sem sést und- ir sérstöku ljósi (lilla). Þau merki skyldi aldrei leysa upp með öðrum, þar sem smitun getur borist á önnur merki. Sigurður H. Þorsteinssun ■ Komin er út hjá Náms- gagnastofnun bókin „Fíkniefni - ný viðhorf til vandans", eftir dr. Helen Nowlis. Bók þessi er samin að tilhlutan Menningar- Fíkniefni: Nýviðhorftilvandans Ný bók á vegum UNESCO klC(Æs) NOwlís FÍKNIEFNI Ví£>HORP VANDAH5 PNSN, Námsgagnastotnun málastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). í for- mála fyrir bókinni segir:. „Starfslið Menningarmála- stofnunarinnar gerir sér fulla grein fyrir því. að það getur ekki svarað spurningum allra þeirra sem velta fyrir sér hvernig fræðsla geti átt þátt í að fyrir- byggja þau vandamál sem tengj- ast neyslu fíkniefna. Engu að síður telur það, að á þessu stigi málsins geti það verið nokkurs virði fyrir foreldra og skóla- menn - þá tvo hópa sem beinust afskipti hafa af þessum málum - og að birta niðurstöðurnar almenningi sem einnig hefur þungar áhyggjur af þessum vanda. Með það fyrir augum fór framkvæmdastjórn stofnunar- innar þess á leit við dr. Helen Nowlist að hún semdi bækling, stuttorðan og gagnorðan, er endurspeglaði hversu umfangs- mikið og flókið þetta mál er. Dr. Nowlis hefur í starfi sínu sem sálfræðingur fengist við fíkniefnavandann um árabil. Hún var prófessor í sálfræði við háskólann í Rochester í Banda- ríkjunum til’ársins 1971, erhún var skipuð framkvæmdastjóri Fræðslustofnunarinnar um fíkni- efnamál, er lýturstjórn Mennta- Heilbrigðis- og Velferðarráðu- neytisins í Washington. Hún var ráðgjafi á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni sem UNESCO skipulagði um fíkniefnaneyslu í desember 1972. Á grundvelli hinnar víðtæku reynslu sinnar á þessu sviði, bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi, hefur dr. Nowlist kynnt sér allar heim- ildir sem UNESCO hefur safn- að um þessi mál. Þá hefur hún einnig farið stuttar kynnisferð- ir til allmargra landa þar sem fíkniefnafræðsla hefur verið aukin á síðustu árum.“ Að tiliögu skólarannsóknar- deildar menntamálaráðuneytis- ins og með tilstyrk JC-Reykja- vík, ákvað Námsgagnastofnun að gefa rit þetta út í þeirri trú að það væri mikilvægt framlag til þeirrar umræðu sem fram fer um vaxandi vanda af völdum fíkniefna hér á landi og hvernig bregðast skuli við honum. Ritið á erindi við alla þá er láta sig málið varða, foreldra, skóla- menn, æskulýðsleiðtoga og stjórnmálamenn. Skáld við dyrnar ■ Þorstcinn frá Hamri: NÝ LJÓÐ. Iðunn. Reykjavík 1985.80 bls. í skáldskap Þorsteins frá Hamri gerast engar stökkbreytingar. Ljóðstíll hans hefur raunar orðið knappari, sparlegri með árunum, eins og síðustu bækurnar votta. Myndmálið hnitmiðaðra, en segja má að safi málsins hafi nokkuð goldið fyrir það. Ekki bregst Þor- steini hið persónulega vald á máli eða kunnátta í að beita skírskotun- um til gantalla bókmennta. Þetta er enn haglega gert í Nýjum Ijóðum. Sé það ekki marklaus frasi sem uppi er hafður á þjóðhá- tíðum að íslensk menning vaxi af rót sögu og fornra mennta, er Þorsteinn frá Hamri eitt besta dæmi íslenskra skálda, um hversu þessar rætur bera nýjan blóma í samtímanum. Því eru Ijóð hans hugarstyrking á síðustu og verstu tímum menningarupplausnar. Var Þjóðviljinn ekki að leiða í Ijós á dögunum, enn einu sinni, að ungt fólk veit ekki hver Jón Sigurðsson var? Hvaða erindi skyldu skáld eiga inn í þennan vitlausa og mynd- bandavædda heim okkar? Sú spurning hefur orðið Þorsteini og öðrum ærlegum skáldum mikið umhugsunarefni. Enn á ný bregð- ur hann upp mynd af þessu í nýju bókinni. Ljóðið heitir einfaldlega Skáld: Þannig er skáldið, boðflenna í veisluglaumi samtíðarinnar. En það stendur eftir þegar gestirnir hafa horfið burt frá drukknum glösum og ber vitni um svipmót aldarinnar. Ný Ijóð bera ekki eins dapran og þunglyndislegan svip og Spjóta- lög á spegil, næstsíðasta bók Þor- steins. Hér er jafnvægi komið á, og sjálfsháðið reynist skáldinu drjúgt til að tempra tilfinninga- semi. Þess gætir hjá Þorsteini eins og öðrum höfundum eftir að kom- ið er á miðjan aldur, að æsku- minningarnar sækja að. Þorsteinn kann að bregða þeim upp að íronísku Ijósi. Yfirlit: Burl þá - og björgin munu glóa, björgin munu klofna... Nei sittu við að yrkja saklaus dreingur Þannig er tónninn hjá Þorsteini nærgengastur og nákomnastur nú sem fyrr. Þetta er sá smeygilegi, lágmælti Ijóðstíll sem hann náði snemma undragóðu valdi á. En þegar ljóð Þorsteins eru lesin í samfellu sjáum við glöggt hið tví- víða viðhorf, ef svo mætti segja; við gætum kallað það tragískt háð, djúpa skynjun á tímanum, verð- andinni sem er einkenni allra skálda sem rísa undir nafni. Þor- steinn skilur fyrri tíðar skáld betur en flestir aðrir, finnur til sam- kenndar með þeim. scm lætur sér ekki nægja að eitast viö það nýj- asta til þess að tolla í tískunni. - Það var til dæmis lenska lengi vel að líta Davíð Stefánsson smáum augum. Nú er það góðu heilli að breytast þegar allt tilfinningaríki persónuleikans í Ijóðum hans verður mönnum Ijósara. í þessari bók yrkir Þorsteinn um Davíð sem enn sem fyrr kann að „veita mönn- um þann munað / að gleðjast og gráta / í togstreiiu suðrænna torga / við fjall og fjöru / - standa einir undir stjörnunum / - og kunna um síðir að virða / kvöldhimins ró.“ Eitt er það sem jafnan hefur verið athyglisvert í Ijóðum Þor- steins og er enn: Það er togstreitan milli þess einkaheims sem ljóð hans láta uppi og tilhneigingar til þátttöku í samfélagslífinu, til um- vandana, jafnvel prédikana sem einatt þykja fara skáldum illa. En Þorsteini tekst að bræða þetta saman og nýtur sín hér íronísk gáfa hans. Skriðu-Fúsi er kominn af Kerlingarskarði í borgarhallir. Og honum fer að skiljast að gott sé að ganga á fjórum: „Það gera nú allir." Og víða kemur fram að skáldið kallar eftir manneskjulegum við- brögðum, lifandi hug: „Og vart mun þér til frambúðar fært, sértu lífs, að látast dauður!" ■ Þorsteinn frá Hamri Það er einmitt þetta ákall sem verður furðu áhrifamikið í ljóðum Þorsteins, vegna þess hve því er haldið í skefjum hins lágmælta innilcika. Mér finnst sem sjaldan hafi skáldskapur hans verið í slíku jafnvægi sem hér, ný ljóð og gömul í senn eins og öll list sem einhverju varðar. í viðauka eru nokkrar þýðingar. Fjögur Ijóð eftir Edgar Allan Poe, tvö eftir William Wordsworth og eitt eftir Robert Frost. Nýrri skáld virðast ekki höfða mjög til Þor- steins. Hér fer mest fyrir þýðingu á Hrafninum eftir Poe. Þaö er vel kveðin þýðing. Samariburð við frumtexta hef ég ekki gert, en vafalaust má finna að ýmsu sem vant er um þýðingar. í ritdómi Arnar Ólafssonar í DV á dögunum var nokkur samanburður á þýð- ingu Þorsteins og Einars Ben- ediktssonar og Þorsteinn raunar léttvægur fundinn. Allt um það sýnir þetta skemmtilegt áræði hjá Þorsteini. - Á það skal bent, sem Erni Ólafssyni virðist ókunnugt, að Matthías Jochumson þýddi líka Hrafninn, svo aðeins séu taldir hinir stærstu spámenn. Þorsteinn frá Hamri lýsir Ijóð- um sínum sem strábrúm á einum stað í þessari bók. í því getur verið fólgin bæði hógværð og stórlæti. Grasið er veikt, en það grær yfir allt. En brúarsmiður er Þorsteinn meðal skálda vorra, leggur sinn skerf til að brúa það menningarrof sem er svo mikið áhyggjuefni nú um stundir. Mættum við eiga fleiri slíka. Gunnar Stcfánssun Pú stiklar með varúð yfír ísabrot hugans og ótryggar vakir, nístur til hjartarótar; þú ert á leiðinni, veizt að veizlan er hafín. Þér var ekki boðið, en staðráðinn ertu samt að skyggna eitthvað af aldarsvipnum sem mótar ásjónur gestanna meðan þeir snæða dægrin og skola þeim niður með stríðsöli drukknu af stút. Þú stendur við dyrnar þegar þeir ryðjast út. Þú sezt við að yrkja og þú verður lítill dreingur. Kýrnar koma og forvitnast um þig undir kálgarðsveggnum. Það er kallað á þig í matinn en þú hyggur að þér dugi hundasúrur. Jafnvel hundurinn gefur þér til kynna að þú sért letíngi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.