NT - 20.06.1985, Blaðsíða 14

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 14
__________Fimmtudagur 20. júní 1985 14 ■ Eggert Þorleifsson hefur sýnt góð tilþrif á hinum og þcssum sviðum. M.a. hefur hann énn sem komið er ruglað líf manna til sjávar og sveita í kvikmyndum Nýs lífs, og virðist eiga cftir að verða framhald á þeim hrellingum landsmanna. Utvarp kl. 22.35: Listamaðurinn fjölhæfi Eggert Þorleifsson ■ í kvöld kl. 22.35 er þáttur í útvarpinu sem ber nafnið í- lcik og starfi. Þar cr rætt við og um Eggert Þorleifsson fjöllistamann og það er Magnús Einarsson sem hcfur umsjón nteð þættinum. Eggert hefur komið víða við á ferli sínum og ætlar Magnús að spjalla við hann um þær viðkomur. Hann hel'- ur látið að sér kveða í tónlist, stundaði nám á klarinettu í Tónlistarskólanum í Reykja- vík, spilaði svo með hljóm- sveitum og inn á þó nokkrar hljómplötur, s.s. með Þokka- bót. Þá má nefna að samstarf hans við Stuðmenn er þekkt, ekki síst í sambandi við kvik- mynd þeirra Með allt á hreinu. Og þá erum við komin að öðru listasviði þar sem Eggert hefur látið til sín taka, en það er í leiklistinni. Hann hefur' leikið í þó nokkrum kvik- myndum, m.a. hlutverk Þórs í kvikmyndum Nýs lífs um klaufabárðana Danna og Þór. Nú síðast fór hann með stórt hlutverk í Skammdegi. En Eggert hefur líka leikið á sviði, t.d. nú í vor í óperett- unni Leðurblökunni, sem syst- ir hans Þórhildur leikstýrði. Hann hefur líka starfað með Alþýðuleikhúsinu, í Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Ak- ureyrar, svo að eitthvað sé nefnt. Aðaláhugamál Eggerts, sem hann stundar í tómstund- um, er billjarðspil og segir Magnús hann mjög snjallan billjarðleikara. í þættinum, sem stendur í tæpan hálftíma, spjallar Magnús líka við tvo þekkta menn sem Eggert hefur starf- að mikið með, þá Valgeir Guðjónsson og Þráin Bertels- son. Rás 2, kl. 21. „Eldra fólk hlustar mikið á Rás 2“ - segir Ragnheiður Davíðsdóttir ■ Það verður gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur á Rás 2 í kvöld kl. 21-22 eins og endranær á fimmtudögum. Gestir Ragnheiðar í kvöld eru þeir Guðmundur Kjærn- ested skipherra og Kristján Kristjánsson, sem flestir þekkja enn þann dag í dag best sem KK. „Ég vil taka sérstaklega fram að mér er það mikil ánægja og jafnframt heiður að fá að spjalla við þessa menn,“ segir Ragnheiður, en þeir hafa sem kunnugt er ekki verið mikið gefnir fyrir að koma fram í fjölmiölum. Ragnheiður sagði jafnframt að hana hefði langað til að fá einhvcrja fulltrúa eldri kyn- slóðarinnar í þáttinn til sín, því að því Rásar 2 fólki væri ■ Kristján Kristjánsson hefur snúið sér að öðru en tónlist. vel kunnugt um það aö niikið væri um það að eldra fólk hlustaði á útsendingar þeirra, sérstaklega á fimmtudags- kvöldum. „Við viljum endi- lcga breyta þeirri íniynd Rás- arinnar að hún sé eingöngu ■ Jón Viðar Jónsson er þýðandi leikritsins Algert næði Erfiður sjúklingur í útvarpsleikriti ■ í kvöld kl. 20 verður flutt í útvarpinu leikritið Algert næði eftir hinn þekkta breska leikrita- höfund Tom Stoppard. Þýð- andi er Jón Viðar Jónsson en leikstjóri Karl Ágúst Úlfsson. í leikritinu segir frá manni nokkrum sem tekst að leggjast inn á einkaspítala þrátt fyrir að ekkert sé að honum. Þar veld- ur hann hjúkrunarfólkinu meiri áhyggjum en sjúkl- ingarnir sem fyrir eru. Leikendur eru: Bessi Bjarnason, Lilja Þórisdóttir, Erla B. Skúladóttir. Júlíus Hjörleifsson, Sigríður Hagalín og Ragnheiður Tryggvadóttir. Tæknimenn eru Astvaldur Kristinsson og Óskar Ingvars- son. ■ Guðmundur Kjærnested er hættur að standa í brú varðskip- anna og stjórna aðgerðum gegn landhelgisbrjótum. fyrir ungt fólk," segir hún. Og það eru litlar líkur til að hlustendur verði fyrir von- brigðum með þessa gesti. Guðmund Kjærnested þekkja allir, en hann gat sér gott orð fyrir vasklega fram- göngu í landhelgisstríðum við Breta. Hann er nú hættur sem skipherra hjá Landhelg- isgæslunni eftir langan og giftudrjúgan starfsferil og sestur í helgan stein að eigin sögn þrátt fyrir ungan aldur. Hvað hann er að stússa þessa dagana kemur í ljós í þættin- um í kvöld. Bók um hann, skráð af Sveini Sæmundssyni, kom út fyrir nokkrum árum. Kristján Kristjánsson, KK, þarf ekki heldur að kynna. Hann átti um árabil manna mestan þátt í því að viðhalda dansgleði íslendinga með ljúfri tónlist sem hreinlega dró fólk út á dansgólfið. Nú hefur hann fyrir löngu lagt danstónlistina á hilluna og eftirlátið syni sínum Pétri, m.a., að sjá um þá hlið mála. Hins vegar rekur hann fyrir- tækið Litlu fluguna, en hann er mikill sportveiðimaður og áhugasamur um hag þeirra. Eitthvað mun hann líka fást við að rista túnþökur og vera garðeigendum innan handar um þær. Fjallað um nýjan kvenrithöfund ■ Á fimmtudagskvöldum kl.22ísumarverður 15 mínút- na langur þáttur í útvarpi sem ber nafnið Bókaspjall. Það er Áslaug Ragnars sem hefur um- sjón með þessum þáttum. „Þetta eru stuttir þættir og það er ætlunin að fá einn gest í hvern þátt til að segja frá einhverri bók sem hann hefur Iesið, eða er að lesa, og hefur sérstakar mætur á,“ segir Áslaug. Ætlunin er að fá hann til að segja frá bókinni, höfund- inum, efni bókarinnar o.s.frv. Gestur þáttarins í kvöld er færeyskur maður, Jónfinn Joensen, sem lengi hefur búið hér á landi og talar íslensku með ágætum. Bókin sem hann ætlar að fjalla um er eftir færeysku konuna Oddvör Johan- sen, Lívsins summar (Sumar lífsins), og er þetta fyrsta bók hennar. Hún kom út á færeysku 1983, en í danskri þýðingu á þessu ári. Bókin er eins konar skáld- mynd af uppvaxtarárum ungrar stúlku í Færeyjunt á árunum í kring um 1950, en sjálfur er höfundurinn fæddur 1941. ■ Jónfinn Joensen kynnir nýjan færeyskan rithöfund í útvarpinu í kvöld NT-mynd: Sverrir Fimmtudagur 20. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Ólafs Bjarnasonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir Morgunorö - Emil Hjartarson, Flateyri, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróöir og Kalli á þakinu“ eftir Astrid Lindgren. Siguröur Benedikt Björnsson les þýöingu Siguröar Gunnarssonar (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra Þáttur i umsjá Þóris S. Guöbergssonar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liön- um árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Út um hitt. FINNST YKKUR ÞETTA EKKI ORKA TVÍMÆLIS ??? Létt lög af hljómplötum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Hákarlarnir“ eftir Jens Björnebo Dagný Krisfjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson. (13). 14.30 Miðdegistónleikar a. Prel- údia, kórall og fúga eftir Cesar Franck. Alex de Vries leikur á píanó. b. Adagio og allegro i As-dúr op. 70 eftir Robert Schumann. David Geringas og Tatjana Schatz leika á selló og píanó. c. Sónata í Es-dúr op. 167 eftir Camille Saint-Saéns. Wilfried Berk og Elisabeth Seiz leika á klarinetlu og píanó. 15.15 Létt lög 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Á frívaktinni Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalóg sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiöur Gyða Jónsdóttir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Siguröur G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Algjört næði“ eftir Tom Stoppard Þýöandi: Jón Viðar Jónsson. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Leikendur: Bessi Bjarna- son, Lilja Þórisdóttir, Erla B. Skúla- dóttir, Júlíus Hjörleifsson, Sigríður Hagalin og Ragnheiður Tryggva- dóttir. 20.40 Gestur i útvarpssal Banda- riski pianóleikarinn Ruth Slenc- zynska leikur. a. Carnaval op. 9 eftir Robert Schumann. b. „Excursion" nr. 3 eftir Samuel Barber. 21.10 Horft til himins. Umsjón: Anna Ólafsdóttir Björnsson. Lesari meö henni: Árni Sigurjónsson. 21.40 Einsöngur i útvarpssal Guö- björn Guðbjörnsson syngur itölsk lög. Guöbjörg Sigurjónsdóttir leikur á píanó. 22.00 Bókaspjall 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.351 leik og starfi Eggert Þorleifs- son fjöllistamaður. Umsjón: Magn- ús Einarsson. 23.00 Kvöldstund i dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnússon. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur ■||gW 20. júní 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Kristján Sigurjónsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-15:00 Dægurflugur. Stjórn- andi: Leópold Sveinsson. 15:00-16:00 Ótroðnar slóðir Kristi- leg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárus- son. 16:00-17:00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharöur Linnet. 17:00-18:00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir As- tvaldsson. Þriggja minútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Gunnlaugur Helgason. 21 :oo-22:00 Gestagangur Gestir koma i stúdíó og velja lög ásamt léttu spjalli. Gestir aö þessu sinni: Guömundur Kærnested, skipstjóri og Kristján Kristjánss, KK. Stjórn- andi: Ragnheiöur Davíösdóttir. 22:00-23:00 Rökkurtónar Stjórn- andi: Svavar Gests. 23:00-24:00 Orðaleikur Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. Föstudagur 21.júní 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Krakkarnir i hverfinu. Kanad- ískur myndaflokkur um hversdags- leg atvik i lífi nokkurra borgar- barna. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 19.50 Fréttir á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Skonrokk. Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.15 Nytsamir sakleysingjar. Kanadísk heimildamynd. í mynd- inni er dregið fram í dagsins Ijós hverníg ýmsir kvikmyndagerðar- menn fyrr og siöar hafa farið illa meö dýr og beitt blekkingum til að ná tilsettum árangri, bæði i leikn- um bíómyndum og náttúrulifs- myndum. ÞýöandiÓskarlngimars- son. 22.15 Armur laganna. (The Long Arm) Bresk sakamálamynd frá 1956. s/h. Leikstjóri Charles . Frend. Aöalhlutverk: Jack Hawkins, Dorothy Alison, John Stratton og Michael Brooke. 23.50 Fréttir i dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.