NT - 20.06.1985, Blaðsíða 24

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 24
HRINGDU ÞÁ f SÍIVIA 68-65-62 fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, simi: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Kristín Blöndal takli kvenna- hreyfínguna á réttri leið. ■ Helga, Bryndís og Eií töldu að sífellt tal um kvennabaráttu fari í taugarnar á fólki. 19. júní: ■ „...tími til kominn að kon- urnar fái nú loksins að sletta úr klaufunum,“ sagði Hilmar Helgason. Hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður? ■ „Við reynum að vera góðar konur og standa saman í barátt- unni. Við munum halda áfram að vekja á okkur athygli þar til við náum fullu launajafnrétti", sögðu Lucia Guðmundsdóttir og Margrét Torfadóttir, er blaðamaður hitti þær að máli á Hallærisplaninu í gær þar sem þess var minnst að nú eru 70 ár liðin frá því að konum var fyrst „hleypt" inn í kjörklefana. En hvað hefur áunnist á þess- um 70 árum og hvað mætti betur fara? „Það hefur vitanlega margt áunnist á þessum tíma," sagði Kristín Blöndal, en hún hefur staðið í kvennabaráttu um langa hríð „en það er geysi- lega mikið eftir. Það er sýnt að konur fá ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og hin svokölluðu kvennastörf eru lít- ils metin í þjóðfélaginu." Er kvennahreyfingin e.t.v. að grafa sína eigin gröf með að- skilnaðarstefnu sinni? „Ég tel svo ekki vera en ég tel vissan aðskiinað nauðsynlegan til þess að konur geti fundið sjálfar sig. Oft er það nefnilega þannig að þegar karlmaður kemur inn í félög kvenna er hann oftast orðinn sjálfskipaður foringi á fyrsta degi, auk þess sem kven- fólkið virðist treysta honum betur, svona af gömlum vana,“ sagði Kristín Blöndal. Við hittum að máli Hilmar Helgason, er stóð afsíðis við hátíðahöldin og spurðum hann hvort hann þyrði ekki að koma nálægt konunum. „Jú blessuð vertu, ég er ekkert hræddur við konur. Eg kann vel við þá breyt- ingu sem orðið hefur á undan- gengnum árum, konur eru frjálsari og vinna nú ýmis störf sem við karlmennirnir höfðum svo til einkarétt á. Ég held að margir karlar þoli þetta illa, þó þeir eigi erfitt með að rökstyðja það.“ En hvaðfinnst karlmanninum um kvennaferðir, kvennahús, kvennafundi og kvennamenn- ingu, þar sem karlmenn eru óvelkomnir og standa utan við? „Mér finnst tími til kominn að konurnar fái nú loksins að sletta úr klaufunum og finna fyrir sér. Þær voru múlbundnar inni á bæjunum fyrr á tímum, en nú standa þær uppréttar, sem sjálf- stæðir einstaklingar," sagði Hilmar Helgason. „Það þarf oft miklar öfgar til að eitthvað gerist, en þetta er ofleikur," sagðu Helga, Elí og Bryndís, er blaðamaður spurði þau um kvennabaráttuna. „Við hljótum að vera þakklát þeim einstaklingum sem hófu baráttuna og með nýrri kynslóð hlýtur jafnréttið að verða að veruleika. En þó að svona uppá- koma lífgi upp á tilveruna þá er þetta farið að fara í taugarnar á mörgum og það er synd." ■ Fjölmargir mættu í kaffi og „með því“ fyrir utan Kvennahúsið í gær og var planið skreytt hinum nýstárlegustu skreytingum. ' NT-myndir: Ámi Bjama. ■ Lucia Guðmundsdótt- — ir og Mprgrét Torfadóttir mggg _ sögðu-pð konur yrðu að ~ standa saman til að ná

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.