NT - 20.06.1985, Blaðsíða 1
■ Sakadómur Reykjavíkur
dæmdi í gær Viðar Björnsson í
fimm ára fangelsi, fyrir að hafa
með barsmíðum orðið valdur
að láti Sigurðar Breiðfjörð
Ólafssonar, á heimili hans
Grettisgötu 19B, þann 22. febrú-
ar síðastliðinn. Brot Viðars er
fólgið í stórfelldri líkamsárás
sem leiddi Sigurð heitinn til
dauða. Þá er Viðar einnig fund-
inn sekur samkvæmt 220 gr.
hegningarlaganna um að hafa
látið undir höfuð leggjast að
veita Sigurði aðstoð, eða gera
ráðstafanir í þá veru, að honum
yrði komið til hjálpar.
Sólrún Elísdóttir var dæmd
við sama tækifæri í fimm mán-
aða fangelsi, fyrir að hafa ekki
látið vita af Sigurði, þar sem
hann lá í íbúð sinni, eða reynt
að koma honum til hjálpar.
Að afloknum réttarhöldum í
málinu, er ljóst orðið að atburða-
rásin föstudagskvöldið 22.
febrúar síðastliðinn var á þá
leið, að Viðar og Sólrún höfðu
um tíma búið hjá Sigurði heitn-
um á heimili hans. Umrætt
kvöld sátu ákærðu og Sigurður
að drykkju. Ákærðu söknuðu
áfengisflösku sem átti að vera
falin í íbúðinni. Sökuðu þau
Sigurð um að vera valdan að
hvarfi flöskunnar, en hann neit-
aði. Hófust þá slagsmál og barði
Viðar Sigurð í andlitið með
krepptum hnefa. Sigurður féll á
rúm sitt, og hélt Viðar þar
áfram barsmíðinni, svo Sigurð-
ur hlaut af mjög slæma áverka,
aðallega í andliti. Ákærðu yfir-
gáfu íbúðina, og Sigurð meðvit-
undarlausan eftir barsmíðina.
Ákærðu komu aftur í íbúðina
um hádegi næsta dag. Þau gerðu
engar ráðstafanir til þess að
koma honum til hjálpar og fóru
á brott aftur. Eftir að Sigurður
hafði legið í rúmi sínu í um
átján klukkustundir hringdi Sól-
rún á sjúkrabíl. Það var um
klukkan 16 á laugardag. Sigurð-
ur var látinn þegar að var
komið.
■ Fjölmargar konur
söfnuðust sanian undir Ár-
mannsfelli á Þingvöllum í
gærkvöldi en þar var hald-
inn hátíðafundur á vegum
’8S nefndarinnar t tilefni
þess að 70 ár voru liðin frá
því íslcnskar konur fengu
kosningarétt. NT m>nd Svcrnr
nm
m
Dæmt í Grettisgötumálinu í Sakadómi:
Fékk I imm ára
fangelsisdóm
Frumvarp með röngum texta
lagt fram tvisvar sama dag
Vinstri og hægri hendur ósamstilltar í flýtinum á Alþingi
Bjórinn féll!
■ Niðurstaðan af hring-
ferð bjórfrumvarpsins í
gegnum Alþingi varð sú
að þingið tók hvorki til
þess efnislega afstöðu né
vísaði því til þjóðarinnar.
Neðri deild felldi í gær-
kvöldi tillögu frá Halldóri
Blöndal og Ellert Schram
um að breyta frumvarpinu
í sama horf sem hún hafði
sjálf samþykkt fyrr í vetur,
þar næst tillögu Jóns
Baldvins Hannibalssonar
um bindandi þjóðarat-
kvæði og loks frumvarpið
í heild, eins og það barst
deildinni frá efri deild.
Nafnaköll voru viðhöfð
við allar atkvæðagreiðslur
og var frumvarpið að lok-
um fellt með 22 atkvæðum
gegn 10.
Þrátefli milli þingdeild-
anna varð því til þess að
frumvarpið var fellt en
ógerlegt er að draga af því
nokkra rökræna niður-
stöðu um það hver vilji
meirihluta Alþingis sé í
málinu.
■ Sá sjaldgæfí atburður átti
sér stað á Alþingi í fyrradag að
tvö frumvörp voru lögð fram
með sama textanum og sama
heitinu og þingfest. í gær kom
svo upp úr dúrnum nokkuð sem
gerir atvikið sjaldgæfara og
sennilega einsdæmi. Frum-
varpstextinn sem þingmenn
lögöu fram var í báðum tilvikum
allt annar en þeir höfðu ætlað.
Frumvarpið eða frumvörpin
sem um ræðir fjalla um hús-
næðissamvinnufélög og búsetu-
rétt. Eins og margoft hefur
komið fram í þessu blaði samdi
nefnd skipuð fulltrúum beggja
stjórnarflokkanna frumvarp um
þetta efni og skilaði hún því í
apríl síðast liðnum. Síðan hefur
staðið í stappi um það hvort
þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins samþykkti að það yrði lagt
fram sem stjórnarfrumvarp.
Það gerði hann ekki, en þing-
flokkur Framsóknarflokksins
studdi hins vegar frumvarpið
eins og það kom fram frá nefnd-
inni og fyrir lá að stjórnarand-
staðan gerði slíkt hið sama og
þar með að þingmeirihluti væri
fyrir frumvarpinu kæmi það
fram á annað borð.
Það var svo í fyrradag að
fulltrúar allra stjórnarand-
stöðuflokkanna lögðu fram
frumvarp Alexanders sem þing-
mannafrumvarp og sama gerðu
tveir þingmenn Framsóknar-
flokksins. Þannig kom sama
frumvarpið tvisvar fram sama
daginn á tveim þingskjölum, að
öðru leyti en því að mismunandi
flutningsmenn eru á hvoru
þingskjali. Það uppgötvaðist
hins vegar ekki fyrr en seinni
partinn í gær, að frumvarpstext-
inn var allt annar en viðkomandi
höfðu ætlað að leggja fram,
textinn var þannig tillaga að
málamiðlun milli stjórnarflokk-
anna en ekki frumvarp Alex-
anders. Aðeins greinargerðin
tilheyrði frumvarpi Alexanders,
en átti þar með ekki við það
frumvarp sem fram var lagt og
þingfest.
Þannig lauk biðinni eftir Bú-
setafrumvarpinu svokallaða
sem upphaflega var ætlað að
verða að lögum á þessu þingi,
með því að sama frumvarpið
var lagt fram í röngu formi
tvisvar sama daginn. Það kemur
hins vegar ekki á dagskrá þessa
þings vegna þess hversu áliðið
er orðið. Það gefst því færi á að
leiðrétta mistökin fyrir haustið.
Það breytir hins vegar ekki því
að ætlun flutningsmanna,
Stefáns Valgeirssonar og Ste-
fáns Guðmundssonar annars
vegar og Steingríms J. Sigfús-
sonar, Jóhönnu Sigurðardóttur,
Guðmundar Einarssonar og
Guðrúnar Agnarsdóttur hins
vegar var sú, að lýsa yfir vilja
sínum með því að þingfesta
frumvarpið eins og það kom frá
nefndinni sem samdi það. Mis-
tökin skýrast hins vegar með
því að vitlaus texti hefur verið
sendur úr ráðuneytinu og flutn-
ingsmenn ekki veitt því athygli
í flýtinum.