NT - 20.06.1985, Blaðsíða 21

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 20. júní 1985 21 Utlönd ■ Eanes virðist ófús til að rjúfa þing og efna tii nýrra kosninga þrátt fyrir stjórnarkreppuna. Stjórnarkreppan í Portúgal: Enginlausn í sjónmáli ■ Forseti Portúgals, Antonio Eanes, hefur far- ið þess á leit við alla stjórn- málaflokka landsins að þeir reyni allt hvað þeir geti til að mynda nýja ríkisstjórn. Forsetinn seg- ist þó gera sér grein fyrir því að staðan sé erfið og ólíklegt sé að mögulegt reynist að mynda meiri- hlutastjórn. Eanes sagði í ávarpi til þings og þjóðar, að hann vildi helst komast hjá því að rjúfa þing og efna til nýrra kosinga þrátt fyrir stjórnarkreppuna, sem skapaðist í vikunni sem leið þegar Sosíaldemo- krataflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sös- íalistaflokkinn. Prír af fjórum stærstu stjórnmálaflokkum lands- ins hafa beðið forsetann að rjúfa þing og efna til kosninga, sem annars áttu ekki að verða fyrr en 1987. Flins vegar lýsti fráfarandi forsætisráðherra, Soares, sig mótfallinn kosningum vegna þess að þær myndu stefna efnahag landsins í tvísýnu. Forsetinn tekur í sama streng. í ávarpi sínu lét Eanes í ljós áhyggjur yfir þeim truflunum sem kosningar leiddu af sér og hann hvatti stjórnmálaleiðtöga landsins eindregið til að komast að málamiðlunar- samkomulagi til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „En ef mið er tekið af tilraun- um sem þegar hafa átt sér stað er engin ástæða til bjartsýni," sagði forset- inn. Flann sagðist þó ætla að kalla saman nefnd, skip- aða ráðherrum úr fráfar- andi ríkisstjórn og leiðtog- um stjórnarandstöðu- flokka, til að fjalla um stjórnarkreppuna. Nefnd þessi sat árangurslausan fund allan mánudaginn var. Loks sagði Eanes, að stjórnarkreppan kæmi á mjög slæmum tíma. Efna- hagskerfi landsins væri mjög veikt og fyrir dyrum stæðu miklar breytingar vegna inngöngu landsins í Evrópubandalagið, sem eins og kunnugt er verður um næstu áramót. Samkvæmt stjórnarskrá landsins, hefur Eanes ekki leyfi til að rjúfa þing eftir miðjan júlí, en þá eru aðeins eftir sex mánuðir af kjörtímabili hans. Vestur-Þýskaland: Deilur einstakra ráðherra trufla stjórnarsamstarfið ■ „Persónulegar deilur ein- stakra ráðherra koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti starfað sem skyldi,“ sagði vestur-þýski efna- hagsmálaráðherrann, Martin Bangemann, í viðtali við þýska blaðið Bildzeitung í gær. Bangemann, sem er formað- ur frjálsra demókrata, FDP, sagði að samstarf stjórnarflokk- anna væri ekki gott um þessar mundir. En þegar hann var spurður hvort flokkur hans væri á leið úr stjórninni hvað hann nei við. Hann sagði að erfiðleikarnir væru ekki eingöngu af málefna- legum toga, en um málefna- ágreining innan stjórnarinnar hefur mikið verið fjallað í fjöl- miðlum undanfarið, heldur væri persónulegur ágreiningur ein- stakra ráðherra ekki síður vandamál. Þessar játningar ráðherrans eru þær fyrstu þess efnis úr herbúðum ríkisstjórnar Hel- muts Kohl, kanslara. Á undan- förnum vikum hefur málefna- ágreiningur, svo sem um lækkun skatta, atvinnuleysi, málefni Evrópubandalagsins og fleira verið opinber, en opinberlega hefur ekki Verið talað um per- sónulega óvild ráðherra í garð hver annars fyrr en í áður- nefndu viðtali. Ágreiningurinn hefur verið alvarlegastur milli flokks Bangemann og hinna hægri sinnuðu fylgismanna Jósefs Strauss, CDU. Bangemann nefndi ekki nöfn í þessu sambandi en undanfarið hafa ráðamenn úr báðurn flokk- um verið að senda hver öðrum skevti, sem bera með sér að ekki fer vel á með þeim. Pegar Bangemann var spurð- ur hvort flokkur hans sæktist eftir samstarfi við Jafnaðar- mannaflokkinn, sem nú er í stjórnarandstöðu, neitaði hann því. „Við munum í næstu kosn- ingum berjast fyrir því að núver- andi meirihlutasamstarf haldi áfram," sagði ráðherrann. Næst verður kosið í Vestur-Þýska- landi árið 1987. Bangemann var ómyrkur í máli í viðtali við þýska blaðið Bildzeitung í gær. Argentína: Leiftursóknin gæti steypt stjórninni - og þar með bundið enda á lýðræðið í landinu ■ Glíman viðmeiraenþúsund prósenta verðbólgu og þriðja ' stærsta skuldabagga sem þróun- 'arríki þarf að bera gæti ráðið örlögum lýðræðis í Argentínu, sem eins og kunnugt er var komið á fyrir hálfu öðru ári. Talið er að línur í efnahagslífi landsins muni skýrast mjög á næstunni, en í gær voru bankar opnaðir á nýjan leik eftir að hafa verið lokaðir frá því á föstudag í vikunni sem leið meðan verið var að skipta um gjaldmiðil og undirbúa margvís- legar aðrar róttækar aðgerðir í efnahagsmálum, svo sem verð- stöðvun og launafrystingu. Ráðstafanirnar, sem em- bættismenn í Buenos Aires segja að eigi sér enga hliðstæðu, njóta óvænts stuðnings frá áhrifamönnum á hægri væng stjórnmálanna í Argentínu á meðan verkalýðsfélög hafa sett sig á mót þeim af ótta við að launafrystingin muni draga úr kaupmætti launa. Herforingjar, sem héldu um stjórnvölinn þar til fyrir átján mánuðum, munu margir ánægð- ir með efnahagsaðgerðirnr og haft hefur verið eftir áhrifa- Forseti Mexíkó: Meiri þýska fjárfestingu ■ Forseti Mexíkó, Miguel De La Madrid, sem nú er í opin- berri heimsókn í Vestur-Þýska- landi, hvatti þarlenda kaup- sýslumenn til að fjárfesta meira í Mexíkó. Einig mæltist forset- inn til þess, að efnahagssamstarf þjóðanna yrði eflt. Hann sagði á fundi með þýska verslunarráðinu, að Mexíkanar væru tilbúnir að greiða fyrir þýskri frjárfestingu í landi sínu. Hann benti á að stöðugleiki í stjórnmálum ásamt aðhalds- samri efnahagsstefnu gerðu landið áhugavert fyrir kaup- sýslumenn sem vildu fjárfesta erlendis. Madrid lét í ljósi áhyggjur vegna viðskiptahalla Mexíkó við Þýskaland, en Þýskaland er þriðja stærsta viðskiptaland Mexíkana hvað innflutning snertir. Á fundinum kom fram, að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur innflutningur Þjóðverja frá Mexíco aukist um 75 af hundraði miðað við sama tímabil í fyrra. mönnum innan hersins að þær séu í anda þeirra aðgerða sem herstjórnin reyndi að grípa til meðan hún ríkti. En gremja vegna réttarhalda yfir níu her- foringjum vegna meintra mann- réttindabrota mun ef að líkum lætur koma í veg fyrir að herinn lýsi opinberlega yfir stuðningi sínum við aðgeiðirnar. Þó að af ólíkum toga sé, hafa einstaka herforingjar líkt efna- hagsaðgerðum stjórnar Alfons- ins við Falklandseyjastríðið. „Þetta er efnahagslegt Falk- landseyjastríð sem gæti komið Alfonsin í koll líkt og Galtieri árið 1982,“ er haft eftir ónafn- greindum herforingja í Argent- ínu. Síðast var gerð alvarleg til- raun til að ráða niðurlögum verðbólgunnar í Argentínu í stjórnartíð Peronista í upphafi sjöunda áratugarins. Sú tiiraun fékk skjótan endi þegar gæta tók skorts á nauðsynjavörum sem leiddi til gífurlegs hamsturs meðal almennings. Ef það sama yrði uppi á teningnum nú má búast við að verkalýðsfélög láti til sín taka og boði til verkfalla, sem lamað gætu þjóðlífið og gefið herforingjum lag til að taka völdin á nýjan leik. Meðan bankar voru lokaðir í fimm daga var viðskiptalíf landsins algjörlega lamað. „Það er eins og einhver hafi tekið allt efnahagslífið úr sambandi," sagði bílasali í Buenos Aires við fréttamann Reuters. „Jafnvel þótt viðskiptavinur kæmi inn og vildi kaupa bíl gæti ég ekki selt hann - hvernig á ég að reikna út hvað bíllinn á að kosta,“ sagði bílasalinn. Noregur: Sósíal- demokratar lofa 150.000 ■ Gro Harlem Brundt- land formaður norska Verkamannaflokksins segir að flokkurinn muni verja 20 milljörðum norskra króna til að skapa 150.000 ný atvinnutæki- færi á næstu fjórum árum vinni hann kosningarnar 9. september. Brundtland segir að peningarnir verði teknir af olíugróða Norðmanna. Tíu milljarðar verði not- aðir til nýsköpunar í norsku atvinnulífi og til rannsókna. Tíu milljarðar til viðbótar verða notaðir til kaupa á hátækni erlend- is frá og til fjárfestinga í útlöndum til að tryggja Norðmönnum nýja mark- aði. Verkamannaflokkurinn telur sérstaklega mikil- vægt að efla rannsóknir á því hvernig Norðmenn geti nýtt betur náttúru- auðæfi sín. Flokkurinn segist stefna að því að byggja upp alhliða iðnað með miklum fjölda nýrra hátæknifyrirtækja auk þess sem eldri fyrirtæki verði studd til þess að endurnýja og efla starf- semi sína. Gro Harlem Brundt- land segist álíta að flest nýju atvinnutækifærin verði að koma í þjónustu og hjá hinu opinbera þar sem lítið svigrúm sé til fjölgunar starfa hjá hefð- bundnum atvinnugrein- unt. NEWSIN BRIEF June 19, Reuter ■ FRANKFURT, WEST GERMANY - A bomb exploded in a crowded departure lounge at Frankfurts Internati- U. onal Airport, killing three Sjl people, including two Cc children, and wounding 28. No one has claimed $ responsibility. !jU WASHINGTON - Secre- ^ tary of State George Shultz warned Lebanese Shi’ite Moslem leader Na- bih Berri that he and his country risked internation- al ostracism if some 40 Americans held by Shi’ite hijackers in Beirut were not released. „We will not make concessions to the Terrorists nor will we press other states to do so,“ he said. Jjj WASHINGTON - The U.S. Defence Depart- cq ment has ordered that any ^ American Military move- ments around the world remain secret as such in- formation might endanger > the lives of the hostages. WASHINGTON - Vice- President George Bush, setting off on a tour of Western Europe, said he would seek stepped up cooperation against Terr- orism in his talks with Italian, West German, Dutch, Belgian, Swiss, French and British leaders. U. • Ul & BRUSSELS - The Euro- Cq pean Commission impos- jg ed a 1.8 per cent cut in the *** subsidised prices paid to S European Community ^ cereal farmers despite a ^ West German veto on the issue. It was acting under its duty to ensure that markets operate smoothly pending a final agree- ment. ROME - Barbara Balze- rani, one of Italy’s most wanted Red Brigades Gu- errillas who is accused of taking part in the kidnapp- ings of former Prime Min- ister Aldo Moro and U.S. General James Dozier, was arrested near Rome, police said. & g BRUSSELS - U.S. Chef Negotiator Max Kam- $ pclman gave the NATO U) Council of Ambassadors a S gloomy report on the Gen- Ui eva Arms Control Talks, saying the Sovict Position had hardened in the latest round. WARSAW - Tadeusz Jedynak, a member of Solidarity’s four-man underground leadership was captured by police on monday, the Polish interi- or ministry said. LISBON - Portugal’s Socialists today contacted the country’s other politi- cal parties to discuss the possibility of forming a new government follow- ing an appeal by President Antonio Ramalho Eanes to avoid an early election. newsinbriefA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.