NT - 20.06.1985, Page 10

NT - 20.06.1985, Page 10
Fimmtudagur 20. júní 1985 10 I „Fyrir mér hefur þetta aldrei verið neitt ævintýri viðtal við Hákon Sigurgrímsson, formann stjórnar Nútímans hf. ■ Málefni NT hafa verið vinsælt umræðuefni í öðrum fjölmiðlum allt frá því ákveðið var að hlutafélagið Nútíminn yfirtæki rekstur Tímans og blaðinu var breytt. Umræður þessar fengu nýjan byr undir vængi vegna erfiðrar lausafjárstöðu sem blaðið átti við að stríða um skeið og vegna uppsagnar Magnúsar Ólafssonar úr sæti ritstjóra á blaðinu. Því var haldið fram í grein í blaðinu hér nýlega, að þar með hefði „NT-ævintýrinu“ svokall- aða lokið. Lítið hefur verið fjallað um þessi mál í NT. Við fengum því Hákon Sigurgrímsson, formann stjórnar Nútímans hf. til þess að svara nokkrum spurningum um stöðu blaðsms og framtíðarhorfur. - Hákon, er NT-ævintýri lokið? - Fyrir mér hefur þetta aldrei verið neitt ævintýri held- ur blákaldur veruleiki. Þegar ákveðið var að Nútíminn h.f. tæki við rekstri Tímans var markmiðið að efla blaðið og auka útbreiðslu þess. Okkur í stjórn Nútímans hefur alltaf verið ljóst að það myndi taka langan tíma og kosta mikla vinnu og þolinmæði. Mikið hefur áunnist á þessu rúma ári sem NT hefur komið út og þótt oft hafi á móti blásið, höldum við þessu starfi ótrauðir áfram. Ekki flokksmálgagn - Hvers konar blað átti NT að vera? - í blaðhaus stendur að það sé málsvari frjálslyndis, félags- hyggju og samvinnu. Þeir sem halda eitthvað annað hafa ann- aðhvort aldrei lesið það, sem í blaðhausnunt stendur eða skilja ekki fyrir hvað þessi orð standa. Það er barnaskapur að halda að dagblað sem starfar undir slíkum formerkjum geti verið hlutlaust. Það hlýtur að taka afstöðu með og á móti málum í samræmi við þennan yfirlýsta tilgang. Ég held raun- ar, að það sé ekki hægt að gefa út hlutlaust og óháð blað. Slíkt blað væri „sterilt" og svo leiðinlegt, að enginn nennti að lesa það. Á íslandi er ekkert slíkt blað til a.m.k. Dagblöðin eru öll málsvarar einhverra lífsskoðana eða hagsmuna. Blöðin eru auðvitað ekkert annað en málsvarar þeirra afla sem að þeim standa. - Hvernig þá með tengslin við Framsóknarflokkinn? - NT er málsvari sömu hug- sjóna og stefna Framsóknar- flokksins er byggð á. Enda þótt blaðið sé ekki flokksmál- gagn á sama hátt og Tíminn var, styður það sömu stefnu og Framsóknarflokkurinn. Hins vegar er blaðið öllum opið sem túlka vilja skoðanir sínar á málefnalegan hátt og það gagnrýnir eftir því sem ástæða er til jafnt störf Framsóknar- flokksins sem einstakra fram- sóknarmanna eins og lesendur blaðsins hafa séð. Þegar Magn- ús Ólafsson tók við ritstjórn blaðsins fékk hann ekki önnur fyrirmæli frá stjórninni en þau sem í blaðhausnum standa. Hann hafði frjálsar hendur um það hvernig hann ynni það verk og hann valdi sér sjálfur samstarfsmenn á ritstjórn blaðsins. Mér fannst Magnúsi að mörgu leyti takast vel, sér- staklega að því er varðar útlit og uppsetningu blaðsins og mér líkuðu pólitísk skrif blaðs- ins vel. Það var því ekki vegna ágreinings um ritstjórnar- stefnu sem hann sagði upp á blaðinu, heldur vegna ágrein- ings um rekstrarleg málefni. Kostnaðarsamar breytingar - Mikið hefur verið rætt um rekstrarerfiðleika blaðsins. H verj ar telur þú aðalástæðurn- ar fyrir þeim? - Þegar við tókum við rekstri blaðsins ákváðum við að gera stórátak til þess að auka útbreiðslu þess. Til þess að það tækist töldum við nauð- synlegt að gjörbreyta útliti þess og efnisskipan. í raun var það því alveg nýtt blað sem út kom þann 24. apríl 1984. Vinriu- skipulagi á ritstjórn var breytt og húsnæði blaðsins endur- skipulagt í samræmi við tillög- ur ritstjórans og framkvæmda- stjóra Nútímans. Þessar breyt- ingar voru talsvert kostnaðar- samar. Þeim kostnaði átti að ná með aukinni sölu áskrifta og auglýsinga. Þetta fór allt mjög vel af stað og um sumarið 1984 var undirbúið mikið sölu- átak, sem gera átti í septemb- er, október og nóvember. Það hófst á Heimilissýningunni í Laugardal í lok ágúst. Þar fengum við 1200 nýja áskrif- endur. Þannó. septemberskall svo á verkfall bókagerðar- manna sem stöðvaði útgáfuna í sex vikur. Verkfallið - Hvemiklutjónivarðblað- ið fyrir í verkfallinu? - Verkfallið var óskaplegur örlagavaldur. í fyrsta lagi varð beint fjárhagslegt tjón af völdum ess sjö til átta milljónir króna. öðru lagi varö það söluátak sem undirbúið hafði verið með ærnum tilkostnaði að engu. í þriðja lagi gerði verkfallið það að verkum að auglýsingamark- aðurinn var mjög tregur næstu vikurnar þannig að jólaauglýs- ingar skiluðu blaðinu ekki þeim tekjum, sem eðlilegt hefði verið. í fjórða lagi komst los á alla starfsemina í verkfall- inu, sem erfitt reyndist að Bandaríski sjónvarpsfréttamaðurinn undirbýr flóttatilraun úr Gúlaginu. Bíóhöllin: Gúlagið (Gulag). Bandarík- in 1984. Handrit: Dan Gordon, eftir eigin sögu og þeirra Raphael Shanli og Ye- housha Ben-Porat. Leikend- ur: David Keith, Malcolm McDowell, David Suchet, Warren Clarke, John McEn- ery, Nancy Paul, Brian Pett- ifer, George Pravda. Leik- stjóri: Roger Young. Fréttamenn hafa töluvert verið í eldlínu kvikmynd- anna undanfarin misseri, og nægir þar að nefna Under Fire og The Killing Fields. Hvort tveggja góðar myndir og trúverðugar. En á fjörur okkar hlaut að reka mynd á borð við þá, sem nú er sýnd í Bíóhöllinni, og sem látin er gerast í því margfræga Gú- lagi herramannanna í Kreml. Aldeilis hreint ótrúleg mynd. Mickey Almon er fyrrum bandarískur verðlauna- hlaupagikkur frá Ólympíu- leikum, en núverandi íþróttafréttamaður sjón- varpsstöðvarinnar NBT. Hann fer til Moskvu, þar sem hann á að flytja Banda- Sovéskar loðhúfur og bandarískt sjónvarp ríkjamönnum fréttir af ein- hvers konar Ólympíuleikum þar austur frá, einn amer- ískra fréttamanna. En guð og lukkan fylgja honum ekki. Hann er handtekinn, sakað- ur um njósnir og sendur í Gúlagið. Það er ýmislegt að athuga við þessa mynd. Handritið er svo yfirmáta barnalegt, að engu tali tekur. Þannig er alls ekki hægt að sætta sig við aðdragandann að meintri njósnastarfsemi frétta- mannsins, og enn sjður er hægt að sætta sig við atburð- ina, sem gerast, eða öllu heldur gerast ekki, fyrstu dagana eftir handtökuna. Kona fréttamannsins og samstarfsmenn hans úr sjón- varpsstöðinni sem einnig eru í Moskvu virðast ekki lyfta fingri honum til bjargar, þeg- ar öllum má vera Ijóst, að hann er horfinn. Þetta fólk bara hverfur úr myndinni. Ekki má svo gleyma frum- stæðum andkommúnisma og almennu Sovéthatri, sem engir nema forhertustu kaldastríðsmenn myndu láta sér um munn fara. í Sovét eru bókstaflega allir vondir, nema andófsmennirnir. Það kom nefnilega á daginn, að njósnamál fréttamannsins var allt sett á svið, öðrum fréttamönnum og útlending- um á staðnum til viðvörun- Saga þessi er síðan sögð á afar hversdagslegan hátt, þar sem hver flatneskjan rekur aðra og þar sem lopinn er teygður mjög á stundum. Þetta er ekki mynd, sem eykur skilning okkar á þeim, sem lenda í Gúlaginu, þó svo að einhver andófsmanna- samtök eiga að hafa verið ráðgjafar við gerð hennar. Lítil gáta í lokin: Hvað er sameiginlegt með sovéskri loðhúfu og bandarísku sjón- varpsefni? Svar: Hvort tveggja er afar hroðvirknislega unnið. Svo segir myndin okkur að minnsta kosti, og kemur fáum á óvart. Guðlaugur Bergmundsson Dregið í happdrættislánum! ■ Dregið hefur verið í níunda sinn í happdrættisláni ríkissjóðs 1977, Skuldabréf J, vegna Norð- ur- og Austurvegar. Útdrátturinn fór fram með aðstoð tölvu, skv. reglum nr. 27 frá 14. janúar 1977, er fjármála- ráðuneytið setti um útdrátt vinninga, í samræmi við skil- mála lánsins. Vinningaskráin fylgir hér með ásamt skrá yfir ósótta vinninga frá sjötta, sjöunda og áttunda útdrætti. Athygli er vakin á því að vinningar fyrnast á fjórum árum talið frá útdrætti. Til leiðbeiningar fyrir liand- hafa vinningsnúmera viljum vér benda á, að vinningar eru ein- göngu greiddir í afgreiðslu Seðla- banka Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, gegn framvfsun skuldabréfanna. Þeir handhafar skuldabréfa, sem hlotið hafa vinning og ekki geta sjálfir komið f afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða spari- sjóða hvar sem er á landinu og afhent þeim skuldabréf gegn sérstakri kvittun. Viðkomandi banki, bankaútibú eða spari- sjóður sér síðan um að fá greiðslu úr hendi útgefanda með því að senda Seðlabankanum skulda- bréf til fyrirgreiðslu. HAPPDRÆTTISLÁN RfKISSJÓÐS SKULDABRÉF J - 9. DRÁTTUR 15. JÚNÍ1985 SKRÁ UM VINNINGA KR. 10.000. 26636 3722° 75306 32700 61444 11352 76566 99951 30636 80205 KR. 1.000 1564 17429 33945 49044 2545 17985 37185 49309 3316 18°49 37845 50567 3682 24054 38434 50877 3980 24103 39367 51481 4071 26499 42683 53591 7347 27190 44199 54002 8898 27500 45537 55784 10524 28438 46071 56162 11326 29174 4 '..4 4 3 57963 11 ?94 30124 46538 58153 12175 32624 48183 59079 12326 33574 48756 60768 60794 73199 83285 91414 60837 74417 83381 91897 61684 74682 83439 73987 62175 76382 83997 94001 65241 76444 84369 94315 65245 76732 87337 94730 65727 76954 8754C °8545 6G941 7702? 37936 99030 69091 77459 80.794 99101 69252 783:?:- 3801? 70094 7ft J 4? 70S55 79150 72375 2 C- 4 6 ° •7.y/. KR. 100 66 3033 5770 co w 01 11113 14098 ' «•,£>;.'?•• 19-7? •> 97 3033 573o 3461 1116 1 1 11 11 1683' '7314 135 3292 5815 8481 11J 67 i 4 1.9* 1.? •. 21 1 9965 187 3309 591 ’ 8642 11246 i-ú?4 7 1 /7-.Í8 20046 337 3352 5986 8853 11436 14478 20069 405 3515 61.36 9190 11493 1452-; ■S'73'6.7' 20182 54 5 3753 6165 924 1 lK’éO j 457 4 1 75u6 20240 726 3902 6185 954' 1181 4 5 4683 ’ "r .l :■ 20'J6 i 756 3 ? 59 6188 , 9628 1 1885 14692 1 7 3f.« 2 0*5.6 4 914 39*9 6313 9907 12177 lAfíMJ 1794-' 20758 918 4008 6388 995 V 12501 •5116 154--: 2051“ 1549 4í-0v 415 9973 J 2586 15156 1 86' ? 2 1 1689 4182 6.51 5 100*8 : 2620 5 7,8 *. 18656 3 1316 i 809 4332 6720 ' 1009.» i >7 2 x i j.;. i?ó7/i r v :s x - 1829 4507 L 7 o 3 101 53 ■ 28.1*» ... J.f /, 78 216 18 7075 5003 •6373 j 0139 13709 i f-'-t ' 7:.4ÚÚ 2251 5 0 7 7 C 4 9 10310 í 3316 i 569 6 ; 394? :iA6u 2272 53 00 7093 10342 13422 15:88;' i >06: 71677 2.392 5527 7211 1036? 13672 16 063 í r 2 7 22X77 2410 5540 7385 1C 4 3 5 1 3 7 4 16127 1 ?44ý 22671 2567 5566 7478 10969 13715 16188 19471 23431 2691 5660 7986 J 1079 13741 16286 19762 23756 2913 5702 830-- 11101 13C8? 16619 19766 23799

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.