NT - 20.06.1985, Blaðsíða 12

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 20. júní 1985 12 ** * ***•, ; ■ Matt Dillon breyt- ir sér úr „gallabuxna- töfTara“ í sætan, stutt- klipptan strák frá 1963. Matt Dillon ■ Matt Dillon er einn af hinum ungu og upprennandi leikurum í Hollywood, sem spáð er frægð og frama. Hann leikur í kvikmynd sem sýnd er hér á landi um þessar mundir. Myndin heitir „The Flamingo Kid“. Þetta er áttunda mynd Matts Dillon, - en fyrsta gam- anmyndin, sem hann leikur í. Venjulega hefur Matt leikið reiðan, uppreisnargjarnan táning, en í Flamingo Kid leik- ur hann skapgóðan og rólynd- an son pípulagningarmanns í Brooklyn í New York. Ungi maðurinn í myndinni kynnist lifnaðarháttum hinna nýríku á Long Island, en slíkur lífsmáti er honum framandi, og ólíkur þeim heimilisbrag sem var á verkamannsheimilinu í Brook- lyn. Dillon sagði nýlega í blaða- viðtali, að sér hefði líkað vel að leika „töffara“ og reiða unga menn í fyrri myndum, „því það eru slík hlutverk sem gefa manni eitthvað til að tak- ast á við“. En Matt Dillon þótti tími kominn til að breyta til - og útkoman varð hin létta og líflega mynd, „The Flam- ingo Kid“. Til þess að ná sem best tíðaranda ársins 1963 - en myndin gerist þá - blaðaði Matt í gegnum bækur og tíma- rit og hlustaði á plötur frá þeim tíma. í leikarablaðinu Photo- play fann hann hárgreiðslu sem honum líkaði og lét klippa sig eftir myndinni í blaðinu, svo hann passaði sem best í hlut- verkið. „Jeffrey (strákurinn sem Matt leikur í myndinni) er fínn náungi og hann hefur áreiðanlega viljað tolla í tísk- unni,“ sagði Matt við búninga- hönnuðinn Ellen Mirojnick og þau hjálpuðust að við að flnna tískuföt frá þessum tíma. Þegar myndin byrjar er Matt klæddur í Ijósgræna rósótta skyrtu, „dacron“-síðbuxur í lit við og svart/hvíta körfubolta- skó og með brúnan kolllágan hatt með uppbrettum börðum! Matt hefur nú nýlega lokið við að leika í mynd frá stríðsár- unum, sem tekin var upp í Ástralíu. Hún heitir „REBEL“ (Uppreisnarmað- ur) og aðalleikarinn í myndinni er Bryan Brown (sá sem lék Luke, eiginmann hennar Meggie í sjónvarpsmyndinni ,,Þyrnifuglarnir“). í þessari mynd leikur Matt Dillon bandarískan liðsforingja sem verður ástfanginn af ástralskri söngkonu. Næsta mynd segir Matt að eigi að vera „spennumynd“. Þar leikur hann með Gene Hackman, en leikstjóri er Arthur Penn. Myndin heitir „TARGETS“ og er tekin í Evrópu og í Texas. Flamingo Kid" ■ í myndinni fellur fátæki strákurinn frá Brooklyn fyrir ríku stelpunnj frá Kalifor- níu. „í raunveru- leikanum erum við góðir vinir - en annað ekki“ sagði Matt. Hér eru þau að skemmta sér í „pásu“ á milli atriða í upptöku.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.