NT - 20.06.1985, Blaðsíða 19
Útlönd
Bandaríkin:
Skaðabótamálum gegn
læknum fer fjölgandi
læknar eru óhressir og segja flest málin vera ómerkileg
Washington-Reuter
■ Skaðabótamál vegna víta-
verðra afglapa lækna í starfi eru
orðin fyrirbæri sem velta mörg-
um milljörðum dollara í Banda-
ríkjunum.
Kviðdómur í Los Angeles
veitti 64 ára gömlum manni
nýlega 5,3 milljónir dollara í
skaðabætur vegna þess að
skurðlæknir fjarlægði alheilt
nýra úr honum en skildi eftir
nýra sem iðaði í krabbameini.
{ New York skoðaði ungur
læknir þungaða konu og viður-
kenndi síðar að hafa ekki skilið
varúðarmerki á tæki sem fylgd-
ist með líðan fóstursins. Um
tíma fékk fóstrið ekkert súrefni
og fæddist því með alvarlegar
heilaskemmdir. Kviðdómur þar
í borg dæmdi nýfædda barninu
2,5 milljónir dollara í skaðabæt-
ur.
Kviðdómur í Virginíu dæmdi
foreldrum í svipuðu máli 8,3
milljónir dollara í skaðabætur
vegna þess að dóttir þeirra
fæddist vansköpuð af völdum
vítaverðs gáleysis læknis í starfi.
Öllum þessum málum hefur
verið áfrýjað til æðri réttar.
Það er orðið mjög algengt að
fara í kærumál við lækna í
Bandaríkjunum. James Samm-
ons hjá Bandarísku læknasam-
tökunum segir að einn læknir af
hverjum fimm muni lenda í
slíkum málaferlum á þessu ári.
Sammons segir að menn verði
að gera greinarmun á vanrækslu
í starfi og dapurlegum örlögum
sjúklinga er læknar fái ekkert
að gert og að 90% þessara mála
séu mjög ómerkileg.
Læknasamtökin áætla að í
heild hafi sjúklingar á árinu
1983 fengið um tvo milljarða
dollara í skaðabætur og alls hafi
kærur á því ári verið um 40.000
sem eru þrisvar sinnum fleiri
kærur en á árinu 1975.
Skurðlæknar, fæðingarlækn-
ar og svæfingarlæknar eru í
mestri hættu varðandi málaferi
og tryggingargjöld sumra lækna
í New York hafa hækkað í
allt að 100.000 dollara á ári.
Læknasamtökin segja að læknar
séu nú mun varkárari en áður,
tilboð - útboð
Útboð
Tilboð óskast í jarðvinnu 9 parhúsa við dvalarheimili aldraðra
Seljahl íð, að Hjallaseli 19-53 Reykjavík, fyrir byggingardeild.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða
opnuð á sama stað þriðjudag 9. júlí n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frtkirkjuv«gi 3 - Stm. 35800
1968 til sölu.
Einnig bíl til flutninga fyrir jarðýtu. Selst saman
eða sitt í hvoru lagi.
Tilboð óskast Sími 32101.
þeir haldi sjúklingum lengur
inni á sjúkrahúsunum, fari fram
á auknar rannsóknir og hafi tvo
eða þrjá ráðgjafa með sér í
ákvarðanatökum, en þetta hafi
í för með sér að kostnaður við
heilbrigðisþjónustuna hækki
frá 15 og allt upp í um 40
milljarða dollara á ári.
Samtökin hafa nú hafið til-
raunir til að þrýsta á nýja laga-
setningu sem setji meðal annars
þak á hve skaðabætur séu háar
og að komið verði á fót gerðar-
dómi sem reyni að ná sættum
milli aðila svo ekkert verði úr
málaferlum.
Nokkur ríki þar á meðal Vir-
ginía og Kalifornía hafa þegar
sett lög þar sem kveðið er á um
hámark skaðabótanna í versta
falli.
Lögmenn - hin hliðin á mál-
inu - sem fara með skaðabóta-
málin og hirða helming skaða-
bótanna hafna rökum læknanna
um að 90% málanna séu mjög
ómerkileg og segja að það sé
eins og hvert annað kjaftæði í
þágu eiginhagsmuna, og hafa
sjálfir hafið baráttu gegn lækn-
unum. í Illinois voru fulltrúar
lækna nýlega á ferð að reyna að
knýja fram lagasetningu sér í
hag og þá söfnuðu lögfræðing-
arnir saman meintum fórnar-
lömbum læknanna og vörpuðu
þannig skugga á aðgerðir lækn-
anna. Faðir sem ýtti vanskap-
aðri dóttur sinni á undan sér inn
á skrifstofu fylkisþingmanns til
að hvetja hann til að leggjast
gegn lögum læknum í hag,
spurði hver ætti að hugsa um þá
sem væru eins illa á sig komnir
og dóttir hans vcgna afglapa
lækna í starfi ef einhver slík lög
yrðu samþykkt.
Samtök málafærslumanna í
Bandaríkjunum segja að árang-
ur baráttunnar hafi verið mis-
jafn og að tölur fórnarlamba tali
sínu máli. Málafærslumennirnir
segja að hver Bandaríkjamaður
verji að meðaltali 1.500 dollur-
um í læknisþjónustu á ári hverju
og þar af fari aðeins 6 dollarar í
tryggingar vegna vanrækslu
lækna sem sé minna en 1/2% af
kostnaðinum. „Hvað eru sann-
Frönsk vopn
til Kína?
Salory-Reuter
■ Frönsk stjórnvöld gera sér
vonir um að riá stórum vopna-
sölusamningum við Kínverja á
næstunni þar sem Kínverjar
leggja mikla áherslu á að bæta
vopnabúnað kínverska hersins
jafr.framt því sem þeir fækka
stórlega í honum.
Charles Hernu varnarmála-
ráðherra Frakka hefur þegið
boð Kínverja um að koma til
Peking síðar á þessu ári. Hann
segist vona að Kínverjar muni
kaupa mikið af frönskum
vopnum.
Nú stendur yfir mikil vopna-
sýning í Pari's þar sem vopn frá
fjölda landa eru sýnd og boðin
til kaups, þar á meðal háþróuð
rafeindavopn.
Suður-Kórea:
Nálasvindl-
arar teknir
höndum
■ Lögreglan í Suður-
Kóreu handtók fyrr í þessum
mánuði þrjá menn, þar af
einn prest, fyrir að selja föls-
uð nálastunguleyfi til 232 ein-
staklinga sem vildu stunda
nálastungulækningar.
Mennirnir, sem eru 49 til
59 ára gamlir, birtu auglýs-
ingu í blaði þar sem þeir
sögðu að „útlaga" stjórnin í
Hamkyongbuk-do hefði
ákveðið að úthluta nála-
stunguleyfum til þeirra sem
tækju þátt í vikunámskeiði.
Hamkyongbuk-do er hérað í
Norður-Kóreu sem að sjálf-
sögðu hefur hvorki sjálf-
stæða heimastjórn né útlaga-
stjórn.
AUs höfðu þeir um 527
milljón won (um 26 milljónir
ísl. kr.) upp úr þessu nála-
stungusvindli.
Reyndar voru þrímenning-
arnir svo óheppnir að lenda
í klónum á 56 ára gömlum
kaffihúseiganda sem kúgaði
út úr þeim 37 milljón won
(1,8 milljón ísl. kr.) með
því að hóta þcim að skýra
lögreglunni frá nálastungu-
svindlinu nema þeir borguðu
sér.
Fjárkúgarinn er nú líka í
vörslu lögreglunnar.
Fimmtudagur 20. júní 1985 19
■ Nú mega bandarískir lækn-
ar vara sig- og vanda sig - því að
skaðabótamálum vegna van-
rækslu þeirra í starfi fer fjölg-
andi. 1983 voru kærurnar um
40.000 sem er þreföld aukning
frá árinu 1975. Læknarnir eru
óhressir með það hversu háar
skaðabæturnar eru og reyna að
þrýsta á löggjöf sér í hag.
gjarnar skaðabætur fyrir barn
sem skaddast hefur varanlega á
heila vegna vanrækslu
læknis?" spyrja samtökin.
Lögfræðingarnir hafa hvatt
læknana til að hreinsa nú aðeins
til hjá sjálfum sér áður en þeir
krefjist sérstakrar verndunar
löggjafans gegn kviðdómendum
og samtök málafærslumanna
hafa bent á skýrslu í Flórída þar
sem kemur fram að læknar hafi
aðeins í 1% tilvika verið sýkn-
aðir af ákærum sjúklinga.
„Miss Ellie“ tapar skaðabótamáli:
„Er æf yfir
málalokum“
segir lögfræðingur leikkonunnar
Reuler:
■ Pað er ekki síður í raun-
veruleikanum sem sögulegir at-
burðir eiga sér stað í Dallasþátt-
unum. Nú hefur dómari í Kali-
forníu hafnað kröfu leikkon-
unnar Donnu Reed, sem um
tíma fór með hlutverk Miss
Ellie, um 8,6 milljóna dollara
skaðabætur vegna samnings-
brota.
Krafan var gerð á hendur
framleiðandanum Lorimar og
CBS sjónvarpsstöðvarinni
Donna Reed krafðist þess einn-
ig að þættir sem Miss Ellie,
Ieikin af staðgengli hennar, Bar-
böru Bel Geddes, yrðu ekki
sýndir.
Eins og fólk eflaust veit,
þurfti Barbara að fá frí frá
þáttagerðinni til þess að gangast
undir hjartaaðgerð. Nú hefur
hún náð sér að fullu og fengið
hlutverkið aftur.
Þó þurfa framleiðendurnir
enn að borga Donnu Reed
17.500 fyrir hvern einstakan
þátt.
Donna Reed er 64 ára og stóð
á hátindi leikferils síns á miðjum
sjötta áratugnum. Hlaut hún
meðal annars Óskarsverðlaun
fyrir túlkun sína á vændiskonu í
kvikmyndinni „From Here to
Eternity“ árið 1953.
Lögfræðingur Donnu sagði
eftir úrskurð dómarans að hún
væri æf yfir málalokunum og
hygðist áfrýja.