NT - 20.06.1985, Blaðsíða 5

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 5
w Fimmtudagur 20. júní 1985 Úlfljóti reistur bauta steinn að Bæ í Lóni ■ „Nú 1055 árum eftir að Ulfljótur flutti lög sín að Lög- bergi - hamraborginni við Þing- vallavatn árið 930 - erum við Áskorun til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði: Kannið hug bæjarbúa til áfengisútsölu! Undirskriftarlistar liggja frammi ■ Samstarfshópur fólks úr öll- um flokkum hefur hafið undir- skriftasöfnun í Hafnarfirði, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að láta fara fram skoðanakönn- un á afstöðu bæjarbúa til áfeng- isútsölu. í fréttatilkynningu sem samstarfshópurinn hefur sent frá sér segir m.a. að það eigi að vera sjálfsögð þjónusta við bæjarbúa að geta keypt sitt áfengi á heimaslóðum. Með því að fara til Reykja- víkur í þeim erindum að kaupa áfengi, þá tapast bæði tími úr vinnu og einnig þá kostar bens- ínið sitt. Þeir sem að áskorun- inni standa telja að áfengisút- sala yrði m.a. til góða fyrir kaupmenn í Hafnarfirði, þar sem margir freistist til þess að gera helgarinnkaupin á meðan farið er til Reykjavíkur í áfeng- isútsöluna. Hópurinn hvetur bindindis- menn til þess að rita nöfn sín á listann. „Með atkvæðagreiðslu Helgarferð fæst fram vilji meirihlutans og hann hlýtur að bera að virða í þessu máli sem öðrurn." stödd hér og minnumst hans þar sem hann áður gekk um götur og síslaði við ær og kýr,“ sagði oddvitinn í Lóni, Þorsteinn Geirsson á Reyðará m.a. í ræðu við afhjúpun minnisvarða um Úlfljót lögsögumann sem bjó að Bæ í Lóni. Jafnframt hefur þar verið sett upp útsýnisskífa gerð af Ragnari Imsland. Það kom fram í máli Friðjóns Guðröðarsonar, sýslumanns á Höfn, að það að reisa Úlfljóti bautastein í túnfætinum að Bæ í Lóni kynni að verða það síðasta sem sýslunefnd Austur- Skaftafellssýslu gerði í átt til menningarmála. „Það er nefni- lega þannig í þessari veröld að það þarf alltaf að vera að fremja einhverjar byltingar, jafnvel á íslandi - og það stendur til að skera sýslunefndir. Þær hafa að vísu reynst nokkuð seigar undir hníf og gætu því þybbast eitt- hvað við ennþá. En mér þætti það ekki óviðeigandi og mundi una því all vel ef þetta yrði okkar síðasta verk til menning- armála,“ sagði Friðjón sýslu- maður við afhjúpun minn- isvarðans um Úlfljót lögsögu- mann. Landsþing hjálparsveita skáta: YfiréÓOmeðlimir í tuttugu sveitum ■ Félagar í hjálparsveitum skáta eru nú orönir yfir 800 talsins í tuttugu sveitum víös- vegar um landið. Á lands- þingi Landssambands hjálp- arsveita skáta sem haldið var í Garðabæ nú fyrir skömmu voru Qórar sveitir boðnar velkomnar í Landssamband- ið. Þær eru Hjálparsveit skáta á Akranesi, á Fjöllum, í Reykjadal og Hjálparsveit- in Dalbjörg í Eyjafirði. Á landsþinginu voru rædd drög að nýjum samstarfs- samningi milli Almanna- varna ríkisins og hjálpar- og björgunaraðila. Einnig voru rædd málefni er varða sam- ræmda þjálfun þeirra er sinna slíkum störfum. í ályktun sem Landssam- bandið samþykkti er m.a. skorað á Álmannavarnir ríkisins, Landssamband flug- björgunarsveita, Rauða kross íslands og Slysavarnafé- lag íslands, að stofna ásamt L.H.S. sameiginlega björg- unar- eða þjálfunarmiðstöð. Yrði hlutverk miðstöðvar- innar að veita björgunar- sveitarmönnum sérþjálfun á ýmsum sviðum björgunar- starfa, og rétt til að bera einkenni um hana. ■ Húnvetningafélagið í Reykjavík efnir til skemmti- ferðar í Þórsmörk laugardaginn 22. júnín.k. Lagt verður afstað frá félagsheimilinu Skeifunni 17 kl. 8 f.h. komið til baka að kvöldi. Uppl. í síma 75211 og 74732. ■ Sá sem teljast má arftaki Úlfljóts - hreppstjórinn á Hvalnesi - afhjúpar minnisvarðann um Úlfljót laugardag. Til vinstri sýslumaður Austur-Skaftfellinga, Friðjón Guðröðarson. lögsögumann að Bæ í Lóni s.l. NT-mynd Svenrir Adalsteinsson Líkfundur á Gagnheiði ■ Lík Reynis Smára Friðgeirs- sonar, tuttugu og sjö ára gamals Garðbæings, sem saknað hefur verið frá því 13. apríl síðastlið- inn, fannst um heígina. Ferða- fólk sem var á göngu á Gagn- heiði, sem er miðja vegu milli Ármannsfells og Hvalvatns, upp af Hvalfirði, gekk fram á líkið. Ferðafólkið tilkynnti um líkið til lögreglu á Selfossi um klukkan 18 á sunnudag. Líkið var sótt í fyrradag. Við rann- sókn kom í Ijós að um var að ræða Reynir Smára Friðgeirs- son. Bfll Reynis hafði fundist þann 14. apnl, sama dag og leit hófst. Bíllinn fannst í Hvalfjarð- arbotni, þar sem heitir Hlað- hamar. Reynir Smári var fæddur þann sjöunda febrúar 1958. Hann var til heimilis að Hrísmó- um 4 Garðabæ. í samtali við Hauk Bjarnason rannsóknarlögreglumann kom fram að svo virtist sem Reynir Smári hefði orðið úti á göngu sinni á Gagnheiði. íslenskar málfreyjur stofna landssamtök ■ íslenskar málfreyjur stofn- uðu landssamtök á fyrsta landsþingi samtakanna um helgina. Landssamtökin eru hluti af Alþjóðasamtökum málfreyja en í þeim eru mál- freyjur frá 24 löndum víðsveg- ar úr heiminum. Málfreyjur í alþjóðasamtök- unum stefna að því að þjálfa hæfileika til forystu, auka hæfni sem áheyrandi og flytjandi, þjálfa skipulagshæfileika, öðl- ast þroska með því að byggja upp sjálfstraust, ná meiri viðurkenningu í starfi og sam- félagi sem einstaklingur og að vera þátttakandi í alþjóðlegum félagsskap sem starfar á fræði- legum grundvelli án gróða- sjónarmiða. „íslenskar ntálfreyjur eru nú 450 talsins," sagði Kristjana Milla Thorsteinsson. „Stofnun landssamtakanna markaði tímamót hjá samtökunum, því áður höfðum við ráð um land allt, sem gaf tilefni til stofnun- ráð sem funda fjórum sinnum Þingið gekk mjög vel fyrir ar landssamtaka. á ári. Þriðja stig innan samtak- sig og málfreyjur fengu góða Undirstaða samtakanna eru anna er síðan nýstofnuð gesti í heimsókn, þ.ám. for- deildir með 30 aðila í hverri. landssamtök. Efsta stigið er seta íslands og borgarstjórann Síðan sameinast deildirnar í Alþjóðasamband málfreyja. í Reykjavík. Útafkeyrslur aukast um 100%: „Ekkiég“viðstýrið ■ Fyrstu fimm mánuðina á þessu ári hafa útafkeyrslur verið 81 á meðan þær voru 38 á sama tíma í fyrra. Þetta kom fram í samtali NT við Björn Björgvinsson fulllrúa hjá Umferðarráði. Björn sagði að hver „þriggja daga helgi“ byði heim hættunni á alvarlegum umferðarslysum. „Það er eins og viss spenna hlaðist upp hjá ferðafólki. Menn ætla að gera svo mikið í einu þessa þrjá daga. „Ekki ég“-hugsunarháttur er of ríkur hjá fólki. Það sló mig sérstaklega þegar ég var á ferðalagi um helgina að fólk virtist ekki hafa neinn beyg þrátt fyrir það að fregn- ir af umferðarslysum glymdu í útvarpinu," sagði Björn. Dregið í Happaregni ■ 17. júní var dregið um aðalvinninga í Happaregni - happdrætti Slysavarnafélags íslands og komu upp eftirtalin númer: 2 bifreiðir Opel Kadett GSI: 27112 114266 9 bifreiðir Opel Kadett GL: 744 26237 31760 46489 59093 74095 114751 149528 162630 Við þökkum öllum þeim fjölmörgu, sem istuddu slysavarna- og björgunarstarfið með miðakaupum. Slysavarnafélag íslands. MYNDBANDASYNINGAR Á SÖLUHROSSUM Búvörudeild Sambandsins hefur í samvinnu viö Félag hrossa- bænda látiö gera myndbönd með upplýsingum um nokkur hundruð söluhross, gæöi þeirra, verðflokka o.fl. Myndböndin verða sýnd innlendum og erlendum viðskiptavinum á þriðjudögum og fimmtudögum. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að hafa samband við Búvörudeild Sambandsins í síma 28200. Samband islenzkra samvtnnufelaga Búvörudeild Sambandshusinu Rvik simi 28200

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.