NT - 20.06.1985, Blaðsíða 3

NT - 20.06.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. júni 1985 Ný lög um jafna stöðu kynjanna ■ Efri deild Alþingis sam- þykkti í gær ný lög um jafna stöðu kvenna og karla. Frum- varpið var upprunalega lagt fram í neðri deild sem stjórnar- frumvarp og var afgreitt þaðan með stuðningi allra flokka, með ýmsum breytingartillögum. Þær breytingar fela í sér rýmkun á málshöfðunarrétti jafnréttis- ráðs, að gerð verði framkvæmda- áætlun um jafnréttismálogflutt verði skýrsla á Alþingi annað hvert ár um þau efni, og einnig er inni í lögunum það sem nefnt er jákvæð tímabundin mismun- um, sem felur í sér að sé ákveðn- um skilyrðum fullnægt skuli konur njóta forgangs miðað við karla, t.d. við stöðuveitingar. Þingmenn voru í nokkru há- tíðaskapi í gær er þeir sam- þykktu frumvarpið, enda voru í gær liðin 70 ár frá því konum á Islandi var fenginn í hendur fullur kosningaréttur með lögum. Ekki var þó einhugur meðal þingmanna deildarinnar. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir skilaði séráliti um málið. Hún taldi frumvarpið ekki taka á því sem mestu varðaði fyrir konur, það tæki ekki á launamisrétti, það lengdi ekki fæðingarorlof, það tæki ekki á dagheimilismál- um, svo eitthvað sé nefnt. Hún greiddi þó atkvæði með þeim breytingartillögum sem áður er getið, þar sem hún taldi þær bæta annars „meinlaust" frumvarp. Ölvaður maður: „Áreitti" konu ■ Lögreglan handtók ölv- aðan mann í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt miðviku- dags. Maðurinn passaði við lýsingu sem kona hafði gefið á manni sem áreitti hana fyrr um nóttina. Aðdragandi þessa máls var sá að rétt eftir klukkan eitt um nóttina kom kona inn á miðbæjarstöð lögreglunnar og kvartaði undan því að maður hefði „áreitt" sig, og veitt sér eftirför eftir Lauga- vegi og nærliggjandi götum. í skýrslu lögreglu af atburð- inum kemur fram að konan greindi ekki nánar frá því hvernig hún varð fyrir áreitni ntannsins, og ekki hvort það var í orði eða á borði. Konan gat gefið greinagóða lýsingu á manninum, og náðist hann rúmum hálftíma síðar. I sam- tali við lögreglu í gær kom frant aö konan hefur ekki kært atvikið. pmsjón: *6S«r Skúlason Veiðidagur fjölskyidunnar Sunnudaginn 23. júní n.k. efnir Landssamband stangaveiðifélaga. til allsherjar stangaveiðidags fjölskyld- unnar um allt land, til að auka skilning almennings og stjórnvalda á stangaveiðiíþróttinni. Landssam- bandið hefur hvatt aðildarfélög sín til þess að fá aðstöðu við silungsvatn eða -á, til þess að geta boðið almenningi þangað til veiða undir leiðsögn vanra manna. Vitað er að eftirtalin stangaveiðifélög stefna til veiða í þessum vötnum: Stangaveiðifé- lag Borgarness í Langavatni, Stanga- veiðifélag Sauðárkróks í Ölversvatni, Stangaveiðifélag Keflavíkur í Seltjörn, Stangaveiðifélag Hafnar- fjarðar í Kleifarvatni og Stangaveiði- félag Reykjavíkur í Elliðavatni. Ár- menn verða í Vífilsstaðavatni og Flúðir á Húsavík verða við veiðar í Kringluvatni. Þá verður boðið upp á ókeypis veiði í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins, þann 23. júní. Gylfi Pálsson formaður Landssambands stangaveiðifélaga mun flytja ávarp við Vatnskot klukkan 10 um morguninn. Leiðbeinendur verða óvönum til að- stoðar til klukkan 18 við Þingvalla- vatn. Kokkur-ekki veiðivörður ‘,,Ég er kokkur hér á svæðinu, og held að það sé öllu betra þessa stundina," sagði Snorri Hauksson, kokkur í veiðihúsinu við Víðidalsá, þegar blm. spurði hvort hann væri veiðivörður. Snorri sagði að 7-8 laxar hefðu veiðst frá því veiði hófst á laugardag, og fram undir hádegi í gær. Fyrsta daginn veiddust tveir fiskar, og er það mun lakara en í fyrra. Þá veiddust fjórtán fiskar á opnunardeginum. Laxinn sem veiðst hefur er á bilinu 8-11 pund, og sagði Snorri hann hafa tekið maðk, flugu og spún. Skilyrði munu vera góð í ánni. en laxinn vantar. Stórstreymt var í gær og vonuðu menn það besta í veiðihúsinu. Léleg veiði í Miðfirði „Það er ekki veiðihljóð í okkur," sagði Erna Thorsteinsen ráðskona í Laxahvammi í Miðfirði í samtali við Veiðihornið í gær. Veiði hófst á mánudag, og um hádegisbilið í gær voru sjö laxar komnir á land. Sá stærsti vó rúm tólf pund. Erna sagði að mest hefði veiðst í Kistunum í Vesturá. Þá var það kærkomin til- breytni fyrir annars vonlitla veiði- menn, að níu bleikjur - allar þokka- legar - veiddust í gærmorgun. Erna sagði að ekki væri ástæða til annars en að vera bjartsýnn þó að byrjunin hefði verið léleg. „Þeir sáu einn lax í morgun, sem þeir giskuðu á að væri um 19 pund, og eru að reyna við hann núna,“ sagði Erna. F // A T DRATTARVELAR Loksins er BDOB fáanlegur á íslandi er söluhæsta dráttarvélin í Evrópu 1984 var anaa með 16% markaðshlut og sú næsta með 9,5% Þessar tölur sýna að bændur, verktakar og sveitarfélög velja í æ ríkara mæli anna dráttarvélar, sem eru tæknilega fullkomnar, traustar og á einstaklega hagstæðu kynningarverði Til afgreiðslu nú þegar Fjórhjóladrifnar 60 - 70 - 80 hestöfl Standard fylgibúnaður „Fiat comfort" hús, hljóðeinangrað á gúmmípúðum með mjög öflugri miðstöð, fullkomnu mælaborði, hækkanlegu veltistýri, gírstöng hægramegin við ökumannssæti, mjög góðu útsýni, opnanlegum hliðar- og afturgluggum, þurrkum á fram og afturrúðu, fjaðrandi og stillanlegu ökumannssæti, útvarpi og segulbandi. Alsamhæfður gírkassi 12 ganghraðastig áfram og 4 afturábak, sjálfvirk driflæsing á framhjólum. Vökvahemlar. Hydrostatik vökvastýri, sjálfstæð tengsl á afllúttaki, lyftutengdur dráttarkrókur og sveifludráttarbeisli. Fullkomið vökvakerfi með mikilii lyftigetu, „LIFT-O-MATIC". Sjálfvirk innbyggð lyfti- og dýptarstilling. 12 volta rafkerfi. 540 watta riðstraumsrafall. Allur almennur Ijósabúnaður auk vinnuljósa. VERÐ: 60 hestöfl din kr. 621.000,- 70 hestöfl din kr. 679.000,- 80 hestöfl din kr. 721.000,- Sérstakir greiðsluskilmálar á fyrstu vélunum Einakumboð fyrír fcð fiatagri á íslandi G/obusy LÁGMÚLI 5, SIMI 81555

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.