NT - 22.06.1985, Blaðsíða 5

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 5
 ÍT]j Laugardagur 22. júní 1985 5 Ltl w Fréttir ■ Þau voru ekki í sólbaði á verönd sumarbústaðarins sem verður fyrir utan Kjarvalsstaði um helgina. Þau voru bara beðin um að fylla sér þarna örstutta stund meðan Ari Ijósmyndari NT tæki myndir af þessum ágætu forsvarsmönnum iðnsýningar Rangæinga. Sumarbústaðurinn er hluti af þeirri sýningu. „Blandaður kokkteill“ á Kjarvalsstöðum um helgina ■ Á iðnsýningu Rangæinga á Kjarvalsstöðum um helgina verða barir, sumarhús og súr- heystætarar. - Og ekki bara það. Rangæingar verða þar með sýnishorn af allri sinni fram- leiðslu; húsgögn, Þykkva- bæjarparísar og Þykkvabæjar- franskar, gler, listmuni, þak- rennur, verkfæraskápa, fatnað og margt fleira. „Það verður blandaður kokkteill í húsinu,“ eins og Árni Johnsen alþingis- maður og hvatamaður að sýn- ingunni komst að orði. Sýningin stendur í þrjá daga; hefst á föstudag klukkan þrjú og lýkur á sunnudagskvöld. Að- gangur að henni er ókeypis. Við opnunina syngur m.a. barnakór Rangæinga, bændur úr sýslunni spila á harmoníku og óvæntir gestir koma í heimsókn. Fyrirtæki í Rangárvallasýslu sameinuðust um að slá upp þessari sýningu til að kynna þá framleiðslu sem á sér stað í sýslunni, til þess að auglýsa fyrirtækin þar og auðvelda sölu ; þeirra á framleiðslu sinni á inn- lendum markaði. Og ekki síst: Til að komast nær viðskiptavin- unum í Reykjavík. Rangárvallasýsla hefur eink- um verið þekkt fyrir landbúnað en á síðustu árum hefur iðnað- arframleiðsla þar aukist mikið og nú hafa hátt í 500 manns- atvinnu af henni. AXEL ER HUEITUR HL LEIKS Nýr Citroen fyrír270.000." kiónur* Axel, yngsti meðlimur Citroén fjölskyldunnar er mættur til leiks á smábílamarkaðinn. Þar með gefst enn fleirum kostur á því að eignast Citroén á verðisem allirgeta ráðið við. ALVÖRU BÍLL FYRIR 270.000.- KRÓNUR Á þessu verði skiparAxel sér á bekk með ódýrustu bílum á íslandi. Hann ber þess þó engin merki því vel hefur verið til hans vandað og Citroén gæðin eru alltaf jafn áreiðanleg. EINSTAKIR AKSTURSEIGINLEIKAR Axel er framhjóladrifinn með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum, sem gefur hefðbundinni Citroén vökvafjöðrun lítið eftir. Hann liggur því vel á vegi, gripið er óvenju gott og fyrir vikið reynist hann sérlega vel á malarvegum og í vetrarfærð. Stýrið er lipurt, stjórntæki eru vel staðsett og sætin afar þægileg. STERKUR OG ÖRUGGUR Af smábíl að vera er Axel einstak- lega sterkbyggður og traustvekjandi. Sérstaklega ber að geta yfirbygging- arinnar sem veitir þér og farþegum þínum mikið öryggi. í bílnum eru diskabremsurá öllum hjólum, sem er óvenjulegt fyrirbíl í þessum stærðar- flokki en ótvírætt öryggisatriði. Aðstaða ökumanns er einnig afbragðsgóð. Hann situr hátt og hefur góða yfirsýn yfir veginn framundan og öll stjórntækin. STÓRT FARANGURSRÝMI Farangursrými Axels er tæpir 300 lítrar. Auðvelt er að ferma og afferma hann í gegnum stórar afturdyrsem opnast vel. Með því að leggja niður aftursætið tvöfaldast rýmið í 600 lítra. BÍLASÝNING Við verðum með Axel til sýnis og reynsluaksturs í Lágmúla 5 á milli kl. 14og 17 í dag. Það er vel til fundið að koma og sannreyna kosti Axels af eigin raun. Alvöru bíll fyrir kr. 270.000.-, skráður, ryðvarinn og stútfullur af bensíni - betri kostur finnst varla. CITROÉN A

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.