NT - 29.06.1985, Side 7

NT - 29.06.1985, Side 7
stjórnmálafræði við háskólann í Aberdeen og mikið yfirvald í málum öfgasamtaka og hryðju- verkahópa, telur að áhrif Nat- ional Front séu miklu meiri en kosningatölur segja til um. Hingað til hafi flokksmennirn- ir verið ribbaldar og rusta- menni upp til hópa, en nú sjáist þeir gjarnan í teinóttum jakkafötum með bindi. Pað hafa sprottið upp Nationa! Front-sellur við háskólann í Edinborg, Cardiff, Liverpool, Birmingham og London og er það rakið til síversnandi at- vinnuhorfa meðal háskóla- Vettvangur asta keppnistímabili sást oft hvar National Front-menn þröntmuðu fylktu liði um áhorfendastæðin og heilsuðu að sið þýskra nasista. Þeir hrópa ókvæðisorð að svörtum leikmönnum og kyrja saman eftirlætissöng sinn: „If you're white, you’re allright." „Hægriöfgamenn þurfa að svara fyrir mikið af því ofbeldi sem fer fram á breskum knatt- spyrnuvöllum," segir Wilkin- son prófessor. „Þar og á krán- um í kring geta þeir sleppt fram af sér beislinu." nýrra fylgismanna á knatt- spyrnuvöllunum. „Þar er ntik- ið af ungum atvinnulausum. mönnum, sem eru búnir að fá sig fullsadda á því að svertingj- ar njóti forréttinda," segir hann. Blaðið Bulldog er selt utan við knattspyrnuvellina. í því birtist iðulega síða undir yfir- skriftinni „Á fótboltafrontin- um“. Þar er prentaður listi yfir bresk fótboltalið og þau ekki dæmd eftir gæðum knattspyrn- unnar, heldur eftir því hversu ofbeldishneigðir og fordóma- fullir í garð annarra kynþátta ekki á blað. Samkvæmt hefð eru þeir lítt hrifnir af nýnasist- um og hægri öfgamönnum, enda hefur Liverpool löngum verið eitt helsta vígi Verka- mannaflokksins. Eftir harm- leikinn í Brussel hefur sú saga magnast upp að þar beri Nat- ional Front-menn frá Suður- Englandi og Manchester ein- hverja ábyrgð. í yfirheyrslum lögreglunnar í Liverpool kom fram að þetta lið hefði beinlínis reynt að koma af stað áflogum og illdeilum. í fyrstu þótti þessi saga ekki mjög sennileg, en síðustu vikurnar hefur ■ Skrúðganga National Front með Ian Anderson flokksleiðtoga í fararbroddi (til hægri). Úr gallabuxum í teinótt jakkaföt... fólks. En mestur er þó stuðn- ingurinn í hnignandi iðnaðar- borgum á Mið-Englan^li. í einni skoðanakönnun á því svæði kom í ljós að 14 prósent aðspurðra skólanema sögðust ætla að greiða National Front atkvæði sitt. Önnur 16 prósent kváðust hafa samúð með flokknum. En helstu mið flokksins eru þó knattspyrnuvellirnir, þar sem ribbaldaímyndin fellur fullkomlega í kramið. Á síð- Á fótboltafrontinum Þetta er reyndar engin ný- lunda, þótt fjölmiðlar færu fyrst að veita því athygli eftir harmleikinn í Brussel þegar Liverpool og Juventus kepptu um Evrópubikarinn. Allt fram að þeim degi hafði sú stað- reynd að nýnasistar hefðu náð að smjúga inní raðir fótbolta- dóna að mestu verið látin liggja í þagnargildi. David Wing- field, ritari National Front, viðurkennir að flokkurinn leiti áhangendur liðanna eru. I lok síðasta keppnistímabils nutu fylgismenn Newcastle United þess vafasama heiðurs aö vera í efsta sæti listans. Þar í borg er atvinnuleysi 18.2 prósent. I kjölfarið fylgdu áhangendur Chelsea, West Ham, Millwall, Aston Villa og Manchester United. Skipulagt uppþot? Áhangendur Liverpool, sem urðu sér svo heiftarlega til skammar í Brussel, komust henni vaxið fiskur um hrygg. Sérdeild bresku lögreglunnar sem fæst við hryðjuverk útilok- ar ekki lengur þennan mögu- leika og þeir sem best þekkja til meðal hægriöfgamanna telja heldur ekki ólíklegt að urn skipulagt uppþot hafi verið að ræða. Ep hvort Anderson og jakkafatagæjunum hans tekst að rífa National Front uppúr öldudalnum - það verður framtíðin að leiða í ljós. Byggt á Der Spiegel gróinni hefð og eru í eigu félagasamtaka nema ísaksskóli sem ersjálfseignarstofnun. Og skólagjöld í þeim eru meira til málamynda og setja engum skorður. Málið í höndum Alberts En Albert Guðmundsson er að sjálfsögðu hlessa yfir þess- um skúmaskotsvinnubrögðum og hann bendir réttilega á það að hann verði sá síðasti af hundrað þúsund fjármálaráð- herrum sem talað verði við. Albert er nefnilega farinn að bíta úr nálinni með það að hann lætur alltaf rúlla yfir sig, þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar í upphafi mála. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann gerir það nú. Málið er í hans höndum, því að laun kennara eru ákveðin á fjárlögum og þau eru bundin við tiltekna skóla. Þess vegna þarf auka- fjárveitingu sem hann einn get- ur heimilað til þess að ríkið greiði laun kennara við ríkis- rekna einkaskólann við tjörn- ina næsta vetur. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim aðferðum sem notaðar verða til að beygja Albert í þetta sinn. Baldur Kristjánsson Eg verð sá síðasti sem talað verður við ■ „Þaö hefur ekkert vgrið rætt við mig, fjármálaráðherrar í landinu og ætli cg það fvrsta sem ég heyri um þennan verði ckki sá síðasti scm talað vcrður einkaskóla er bað sem ép Ips í hlaðafrétt- við.” r Laugardagur 29. júní 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guömundur Karlsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. 1 Prentun: Blaiaprent h.f. . Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Bónusskólinn ■ Alþingi er farið heim. Fræðsluráð Reykja- víkurborgar farið í sumarfrí. Þá fyrst er kynnt hugmynd sem varð til síðastliðið haust. Stofnun svonefnds einkaskóla í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Kjörnir fulltrúar borgaranna vita ekki neitt, sömuleiðis embættismenn í mennta- málaráðuneyti. Ólýðræðislegum vinnubrögðum er þannig meðvitað beitt til þess að vega að þvf sem allir íslendingar hafa verið stoltir af. Jöfnuði allra til náms. Höfundar eru borgarstjórinn í Reykjavík sem fer nú einkum að verða þekktur fyrir skúmaskotsvinnubrögð og menntamálaráð- herra sem leynt og ljóst hefur unnið að því að þrengja hag hins almenna skólakerfis. Menntakerfið í landinu hefur liðið fyrir fjárskort. Kennaralaun eru það lág að allir sem geta flýja stéttina. Skólar eru margsetnir. Út um land eru víða áhöld um það hvort hægt sé að halda upp skólastarfi á komandi vetri vegna kennaraeklu og fjárskorts. Á sama tíma pukrast tveir af valdamönnum þjóðarinnar með sinn ríkisrekna einkaskóla. Menntamálaráðherra lofar að greiða laun fimm kennara. Borgarstjórinn býðst til að leggja til húsnæði ásamt öllu tilheyrandi. Bónusskóla er komið upp. Ríkisreknum einkaskóla er komið á laggirnar og það síðan kallað framtak einstak- linga. Þetta ríkisrekna framtak er ekkert annað en tilræði við það sem íslendingar hafa verið stoltir af. Jafnri aðstöðu allra landsins barna til náms. Og fordæmingin kemur ekki eingöngu frá vinstrisinnum eins og Morgunblaðið kallar þá sem andmælt hafa skólanum. Langt inn í raðir Sjálfstæðisflokksins eru menn yfir sig hneykslað- ir á framgöngu hins ólýðræðissinnaða borgar- stjóra og menntamálaráðherra í máli þessu. Sjálft Morgunblaðið bíður í þrjá daga þar til það með hálfum huga ver tiltækið og fastur dálkahöf- undur blaðsins getur ekki leynt hneykslun sinni. Og enginn er hissa. Þessi framganga tví- menninganna er eins og köld vatnsgusa yfir fólkið í þessu landi. Ekki síst fólkið útiálandi sem hefur liðið fyrir skólaleysi. Fólk sem verður að sjá af börnum sínum um langan veg í heimavistarskóla, sem þó eru við það að stöðvast á hverjum vetri vegna fjárskorts. Verkefnin önnur eru skilyrðislaust brýnni. Við þurfum að styrkja hinn almenna skóla bæði með fjárframlögum og með því að hækka kennaralaunin. Það er ótækt að fólk gangi inn í húsakynni skólanna í Reykjavík, taki kaup úr vasa borgaranna og bjóði síðan allra náðarsam- legast foreldrum að koma með þrjú þúsund krónur í vasanum á hverjum mánuði til að börn þeirra njóti kennslu. Það eru alvarleg tíðindi þegar þeir sem eru kjörnir til þess að gæta hagsmuna allra, nota síðan fé skattborgaranna til þess að hygla þeim sem geta greitt offjár fyrir menntun barna sinna. Og það á sama tíma og hið almenna skólakerfi er í rúst. Þetta fólk ætlar sér greinilega að standa yfir höfuðsvörðum íslensks velferðarsamfélags. Jöfnuður allra til náms er þeim ekki hugleikinn.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.