NT - 29.06.1985, Page 9

NT - 29.06.1985, Page 9
Laugardagur 29. júní 1985 9 ekki börn en við Vorsabæjar- systkinin vorum öll börnin hennar. Að leiðarlokum erokk- ur því efst í huga þakklæti til hinnar látnu fyrir ást hennar, umhyggju og Ieiðsögn á liðnum árum, sem ekki aðeins náði til okkar heldur einnig fjölskyldna okkar og barnabarna. „Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var. yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg‘‘. Segir Grímur Thomsen í kvæði sínu „Endurminning". Og minningarnar tengdar Ingu koma upp í hugann hver af annarri. Þótt þær séu persónu- legar skulu nokkrar þeirra rifj- aðar upp hér, þar sem þær jafnframt lýsa hinni látnu svo vel. Pegar ég var eins og hálfs árs varð ég að víkja fyrir bróður mínum, sem þá fæddist, og var falinn umsjá Ingu. í rúminu hennar til fóta átti ég griðastað árum saman og þar leið mér vel. Fyrsta minningin mín er tengd jólum því að: „Pau lýsa fegurst, er lækkar sól, á blámaheiði mín bernskujól“. Inga átti sængurver með engla- myndum, sem aðeins var notað á jólum, og ég man, hve var friðsælt og hátíðlegt að sofna undir sænginni hennar Ingu. Þegar ég var 7 ára gáfu foreldr- ar mínir mér Dýrafræði Jónasar Jónssonar í jólagjöf. í bókinni opnaðist mér æfintýraheimur sem mér fannsl ég yrði að segja öðrum frá og njóta með mér. - Ljónið, sem öskraði svo hátt að öll dýrin skulfu, tígrisdýrið ógur- lega, sem læddist um skóginn og kötturinn, sem stökk 9 metra í. einu stökki - Og þá var leitað til Ingu. Móðir mín var önnum kafin húsmóðir á stóru heimili, en Inga sat gjarnan við prjónavél- ina og hafði alltaf tíma til að hlusta á lítinn snáða. Ég eltist og fór að taka til hendi, gjarnan raka saman flekk með Ingu. Er mér minnisstætt, hve hún var kappsöm og ánægð, þegar heyskapurinn gekk vel og allar hlöður voru fullar af græn- um heyjum á haustnóttum. Ég stofna heimili og byggi íbúðarhús í hlaðvarpanum. Inga kom oft í heimsókn og ekki fækkaði ferðum hennar, þegar lítil Ingveldur kont til sögunnar. Setið var í eldhúsinu og spjallað og rifjaðar upp gaml- ar sögur, sem Inga hafði sagt mér í æsku og fylgt hafa Vorsa- bænum. Hún sagði söguna af huldukonunni í Harðhaus, sem amma hennar hjálpaði í barns- nauð, söguna af huldumannin- um, sem kallaður er Fúll. Og landið varð lifandi og æfintýri í hverjum hól. Flestir menn leita uppruna síns, og svo fór, þegar ég eltist, að ég varð forvitinn unt ættir mínar. Þar kom ég ekki að tómum kofanum hjá Ingu. Hún rakti ættir okkar, ekki aðeins til skyldfólksins á Skeiðum, heldur upp í Biskupstungur, Gnúp- verjahrepp. Landssveit, niður um Flóa og víðar. Og það var ánægjuleg kennd að eiga svo margt skyldmenna og ntér fannst þetta fólk færast nær mér. Margt fleira mætti segja, en ég læt þessari grein lokið. Minningin um Ingu frænku er fjársjóður, sem aldrei verður frá mér tekinn. Blessuð sé minning hennar. Jón Eiríksson Vorsabæ Frænka okkar Ingveldur Magnúsdóttir fæddist á Eyrar- bakka l. mars 1891. Foreldrar hennar voru Friðsemd Eiríks- dóttir og Magnús Brynjólfsson. Inga kom fyrst að Vorsabæ 19 vikna gömul, með foreldrum sínum, en þar bjuggu þá móð- ursystir hennar, Helga Eiríks- dóttir ljósmóðir í Skeiðahreppi og maður hennar, Jón Eiríks- son, bóndi. í Vorsabæ dvaldist hún á sumrin úr því, og kom síðan alkomin þangað eftir fermingu 14 ára gömul, og var þá tekin í fóstur af þeim Heigu og Jóni. Þar var heimili hennar æsíðan, fyrst hjá Helgu og Jóni, síðan hjá ömmu okkar og afa, Kristrúnu Þorsteinsdóttur og Eiríki Jónssyni en þau tóku við búinu af foreldrum Eiríks vorið 1917. Eiríkur afi lést árið 1963, en Helga dóttir hans rak þá búið áfram með ömmu, og tók svo viðeftiraðammadóárið 1967. Heimilinu í Vorsabæ þjónaði Inga öll þessi ár af eindæma trúmennsku. Aldamótakyn- slóðin er nú óðum að hverfa, en það er okkur ómetanlegt að hafa kynnst þeim og þeirra lífs- viðhorfum, siðum, venjum og virðingu fyrir ýmsu því, sem er að týnast á tölvuöld. Lítið dæmi um formfestu og ákveðnar skoðanir kvenna af þessari kynslóð er t.d. sú stað- reynd, að þeint fannst ókvenlegt að ganga í buxum, oggerðu það yfirleitt ekki. Elstu systur okkar er því sérstaklega minnisstætt það atvik, þegar Inga og amma brugðu útaf venjunni og fóru í síðbuxur. Þá voru þær að fara í heimsókn til húsmóðurinnar í Útverkum, sem er u.þ.b. 4 km leið, en þá var ekið á traktor, því enginn bíll var til á heimil- inu. Inga gekk að störfum jafnt utan heimilis sem innan. Hún var hamhleypa við rakstur, síð- ustu árin fannst henni ómögu- legt að ekki var rakað nema lítið með hrífu. Hún vildi láta ganga snyrtilega um túnin og raka alla dreif. Þegar hún var 92 ára, eða í fyrrasumar fór hún í síðasta skipti út á tún rneð hrífuna sína, hún varð að fá að raka ofurlítið, annars leið henni illa. Hún gætti þess vel að ganga frá verkfærunum á sínunt stað, hrífan hennar átti sinn sérstaka stað í geymsluskúrnum þar leit hún eftir henni af og til og hrífuna mátti enginn annar snerta. Inga var Ijósmóðir í Skeiðahreppi í 28 ár, tók við af Helgu móðursystur sinni árið 1917. lnga lét af störfum árið 1945, en þcgar tækifæri gafst var hún aðstoðarljósa, því hún var viðstödd fæðingu okkar systkinanna nema þess yngsta sem fæddist á Selfossi. Á stóru heimili eins og hjá afa og ömrnu var f mörg horn að líta hjá húsmóðurinni á bænum. Þá var gott að hafa Ingu vísa. Sérstak- lega áttu pabbi og elsta systirin, Ragna ákveðna hlutdeild í lífi hennar. Heimilið og þessi fjöl- skylda var hennar heimili og hennar fjölskylda því Inga gift- ist aldrei og átti ekki börn. Foreldrar okkar, Emelía Kristbjörnsdóttir og Jón Eiríks- son byggðu nýbýli í Vorsabæ og byrjuðu að búa þar árið 1949. Frá því að við systkinin fyrst litum dagsins ljós var Inga jafn- an tilbúin að líta til með okkur, jafnframt því sem hún var hjálp- arhella heimilisins ef mamma þurfti að skreppa af bæ og reyndar hvenær sem þess þurfti með. Það var ákaflega gaman að fylgjast með Ingu, þegar hún var að sinna störfum sínum. Þá notaði hún jafnan tækifærið til að fræða okkur um lífið, nöfn á blómum, fuglum og kenna okk- ur sögur um kennileiti og ör- nefni í bæjarlandinu og ná- grenninu. Sögur um Gráhellu- drauginn, huldukonuna í bæjar- hólnum, sögur frá því hún var í Reykjavík að læra ljósntóður- störfin, sögur frá uppvaxtarár- um hennar á Eyrarbakka þegar hún var smástelpa, en Eyrar- bakki átti sérstakan sess í henn- ar hjarta. Þar talaði hún um kaupmanninn, sem laumaði að henni brjóstsykri og körlunum við höfnina, sem unnu hörðum höndum en máttu þó alltaf vera að því að spjalla ofurlítið við hana. Allt eru þetta okkur dýr- mætar minningar. Inga kenndi okkur líka bænir, því hún var mjög trúuð kona. Eftir að þrjú okkar fluttu að heiman, var það fyrsta, sem við gerðum þegar við komum heim til foreldra okkar í heimsókn að hlaupa út í Vesturbæ og heilsa upp á fólkið. Nú er herbergið hennar Ingu tómt. Hún kveður okkur ekki fram- ar og biður Guð að geyma okkur. Við vitum að hún á góða heimvon og þökkunt allt, sem hún gerði fyrir okkur. Við kveðjum Ingu frænku okkar meö bæn, sem var henni sérstaklega kær. Guð gef mér list til gott að læra illu að týna upp að vaxa í ótta Drottins alla mína lífdaga svo að ég bæði ungur og gamall megi verða þínu blessaða heílaga nafni til lofs og dýrðar amen. Systkinin í austurbænum í Vorsabæ » Láttu ckki fara ábakvið þig BÆNDUR BÍLAVERKSTÆÐI OG AÐRIR EIGENDUR LAND-ROVER BIFREIÐA ATHUGIÐ! i HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER EINNIG VARAHLUTI í RANGE- ROVER OG MITSUBISHI ÞEKKING OG REYNSLA TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA VARAHLUTIR - AUKAHLUTIFt HEILDSALA - SMÁSALA PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■7' Ssg* fÆ. Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagr s- og dísiilyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara í umboðssölu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452 J Nótulaus viðskipti virðast hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. fjármAlaráðuneytið

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.