NT - 29.06.1985, Side 12

NT - 29.06.1985, Side 12
Laugardagur 29. júní 1985 12 Éiiiainr' ■ Annie Lennox Hin sérkennilega söngkona Eurytmics v^ \ v 4 |I>HII1III'I|I|I||I1—ilI III|IW—IIHíllillWiHíil iMnnmBMn ■ Hún Annie Lennox, betri helmingur hljómsveitarinnar Eurytmics, er án el'a einn athyglisverðasti og jafnframt sérstakasti listamaður poppbransans. Lennox hefur skapað sér sérstæða ímynd. Karlmannleg hárgreidsla hennar og karlmannlegt fas myndar skemmtilega andstöðu við kvcnlegan andlitsfarða og dálxti hennar á skartgripum og öðru glysi. 100.000 fagna MEZZO ■ Hljómsvcitin Mezzoforte sló í gegn á Jónsmessuvökti í Barcelona. Hljómsvcitin koin |»ar fram ásamt þremur spænskum hljómsveitum og var Mezzoforte gífurlega vel lagnað. Hljomsvcitin hóf leik sinn eftir miðnættið og áhorfendur ætluðu ekki að hleypa þeim al' sviðinu, þvílík voru fagnaðarhetin. I»eir voru klappaðir upp í tvígang og í lokin spihiöu þcir undir marglitu skini ilugelda sem skotið var upp í lok tónleikanna. Á annað hundrað þúsund manns fylgdust með leik hljómsveitarinnar auk þess sem tón* ieikunum var sjónvarpað beint um víöan Spán. I’essa hclgina spilar Mezzoforte á mikilli tónlistarhátíð í St. Gallens í Sviss, l’aðan liggur leiöin til Þýskalands og 8.-11. júlí leikur hljómsveitin í Finnlandi og kemur ntcðal annars fram á velþekktri djasshátíð í Pori. Síðan liggur leiðin aftur til Þýskalands og leika þeir þar á inörgum lónleikum. Hljóm- sveitin Itefur fengið mikið áf tilboöum undanfaríð og Ijóst er að mikið verður að gera hjá strákunum langt fram á haust. Með Mezzoforte í þessari hljómleikaferð er söngvarinn Weston Foster og hollenski slagverksleikarinn Jerone I)c Rijk og danski saxófónleikarinn Niels Malk Holnt. Konan Annie Lennox er skosk að ættum. Að eigin sögn var hún dálítið utanveltu sem barn og unglingur. Ilún lagði stund á tónlistarnám, lærði á píanó og spilaði á flautu i skólahljómsveitinni. Sem ung- lingur sat hún öllum stundum heima við, gutlaði á píanóið og setti saman Ijóð. Hún átti litla sem enga sainleið með jafn- öldrum sínum. Sextán ára gömul fór hún að umgangast sér eldra fólk og leiddist brátt inná brautir dæg- urtónlistarinnar. Hún kom víða við í tónlistinni og kom fram á mörgum „pöbhum" og litlum klúbbum. Frægðin lét þó á sér standa, þar til hún kynntist Dave Stewart. Saman stofnuðu þau eina virtustu hljómsveit samtimans, liljóm- sveitina Eurytmics. Frá þeim fór að koma hvert gæðalagiö á fætur öðru, nægir í því sam- bandi að nefna lög eins og „Here comes the rain again“, „Who’s that girl“, „Love is a stranger“ og nú síðast „Whould I lie to you“., Annie Lennox er kona sem fer sínar eigin leiðir. Hún er ekkert gefin fyrir blaðaviðtöl og hefur lítið látið uppi um sjálfa sig og samstarfið við Dave Stewart. Það var því hcilög skylda NT að stela bút- um úr stórgóðu viðtali sem erlent tímarit átti við Lennox núna snemma í vor. Hún var fyrst spurð um samstarf liennar og Stewarts. „Ef tvær manneskjur eiga náið samstarf getur tvennt gerst. Annarsvegar að ein- staklingarnir nái ekki saman og þróist hvor í sína áttina. Slíkt samstarf er auðvitað dauðadæmt. Hinsvegar geta einstaklingarnir reynt að að- lagast hvor öðrum og virt skoðanir hins aðilans. Sam- starf okkar í Eurytmics hefur þróast í þessa átt. Nú orðið skiljum við vel hugsanagang hvort annars og ættum því að geta virkjað það besta í vinnu okkar. Ég er ekki frá því að fyrri plötur okkar beri þcss merki að samstarf okkar hafí ekki þróast til fulls. Nú orðið þekkj- um við okkar takmörk og virð- uin gerðir hvort annars. Við störfum hlið við hlið og stönd- um ekki í vegi hvort fyrir öðru. Við erum Eurytmics og hljóm- sveitin stendur og fellur með okkur, þess vegna verðum við að viröa hvort annað sem lista- menn,“ Hvernig er með vinnuað- ferðir ykkar? Gengur allt upp í stúdíóinu og vinnið þið þar kannski lengi án þess að nokk- ur árangur náist? „Það er vissulega allur gang- ur á því. Stundum kemur það fyrir að hlutirnir ætla ekki að ganga upp. Þá gefum við því lagi sem við erum að vinna að frí um tíma. Við tökum svo upp þráðinn síðar og erum þá kannski í betra formi. Stund- um sjáum við líka hvað er að þegar við erum komin heim og farín að slappa af. Þá eru málin yfírleitt leiðrétt strax næsta dag. Venjulega fínnum við strax ef lögin okkar og upptökurnar eru ekki eins og þær eiga að vera. Það er reyndar stærsti kostur listamanna að geta gert sér grein fyrir því hvernig hlut- imir eiga ekki að vera. Við í Eurytmics höldum ekki uppá lög og hugmyndir ef við erum ekki hundrað prósent viss um að séu akkúrat það sem við viljum.“ Hvað með sviðsframkom- una. fínnur þú fyrir sviðsótta? „Já, ég geri það og hversu ótrúlegt sem það er, þá kemur sviðsóttinn yfírlcitt í draumi og skiptir ekki máli hvort ég sé á tónleikaferðalagi eða ekki. Þetta eru sannar inartraðir og ég verð verulcga óttaslegin. Ég hef mikla reynslu í að koma fram og hef aldrei lent í neinuin vemlegum vandræð- um á sviði. Það getur komið fyrír alla að byrja að syngja á vitlausum stað í laginu eða ruglast lítillega í textanum. Þegar þessháttar hlutir koma fyrir mig þá brosi ég bara, eitt bros getur nefnilcga borist langt.“ ÍNotar þú einhverjar sérstak- ar aðferðir til þess að koma þér í form fyrir tónleika? „Venjulega þarf ég ekki að koma mér i ncitt ákveðið form, þetta kemur allt einhvern veg- inn að sjálfu sér. Maður veit af tónleikunum framundan og þá eykst spennan og krafturinn, fyrr en varir ertu svo kominn í rokna stuð. Hitt er svo annað mál að rétt fyrir tónleika fer maginn að ólga og ég tek að skjálfa. Ég hcld að það séu eðlileg viðbrögð. Ég get fullyrt að ég er aldrei fullkomlega róleg rctt fyrir konsert.“ Hvað með röddina, atvinnu- tæki söngvarans, kemur það einhvern tímann fyrir þig að missa röddina? „Já því miður það geríst allt of oft þegar ég hef sungið mikið í langan tíma. Ég hef ekki þjálfað röddina sem skyldi auk þess sem ég fer illa með hana, ég misbýð henni oft. Þegar röddin fer er ekki nema eitt að gera, nefnilega halda kjafti. Þá má ekki syngja, tala eða nokkurn skapaðan hlut gera sem reynt getur á raddböndin. Þetta er sérlcga erfítt á tónieikaferða- lögum, þá skipta konsertarnir öllu máli og ég reyni að þegja sem mest á milli, það er meðal annars þess vegna sem ég er nísk á b!aðaviðtöl.“ (Byggt á Interview og Sound)

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.