NT - 29.06.1985, Síða 14
Laugardagur 29. júní 1985 14
Rás 2 mánudag kl. 17. -18.
Kántrý og karate
m.a.í„Takatvö“
■ Þáttur Þorstcins G. Gunn-
arssonar Taka tvö er á Rás 2 á
mánudaginn kl. 17, en þar eru
eingöngu leikin lög úr kvik-
myndum sem kunnugt er.
Það mætti halda að sá sjór
yrði einhvern tíma þurrausinn.
Því svarar Þorsteinn hins vegar
ákveðið neitandi og segir
hreint með ólíkindum hversu
mikið komi út af kvikmynda-
tónlist.
í þættinum í dag kennir
ýmissa grasa. Þar leikur Þor-
steinn lög úr myndinni Rhine-
stone, sem verið er að sýna í
Reykjavík þessa dagana. Þar
afrekar Dolly Parton það að
gera Sylvester Stallone að kán-
trýsöngvara á einni nóttu og
þarf þá ekki að giska frekar á
hvers konar tónlist ríkir í þeirri
mynd.
Þá spilar Þorsteinn lög úr
léttri karate-mynd sem bráð-
lega verður sýnd hér á landi.
Myndin heitir The Last Drag-
on og státar af mörgum þekkt-
um músiköntum. Þar má m.a.
nefna Stevie Wonder, Rock-
well og hljómsveitina De-
Barge, en lag þeirra úr mynd-
inni Rhythm of the Night hefur
verið vinsælt upp á síðkastið.
Cyndi Lauper á lag í nýjustu
kvikmynd leikstjórans Steven
Spielberg og verður það lag,
ásamt fleirum úr þeirri mynd,
spilað í þættinum.
Og ekki má gleyma nýjustu
myndinni um James Bond,
sem hafnar eru sýningar á hér
á landi. Hún er að hluta til
tekin hér á landi og margir
landar eiga eflaust eftir að sjá
hana.
■ Þorsteinn G. Gunnarsson segir langt í frá að hann sé að verða
uppiskroppa með lög úr kvikmvndum, þar sé um auðugan garð
að gresja.
■ Jason Robards þykir sýna frábæran leik í hlutverki Erie
Smith, eins og hans er reyndar von og vísa.
Utvarp laugardag kl. 14.
Síðasta hljóðagetraun
■ í dag kl. 14 hefst í útvarpi
síðasti þáttur Ligga ligga lá,
sem þeir Sverrir Guðjónsson
og Hrannar Már annast. Nýr
stjórnandi tekur við um mán-
aðamótin.
Sverrir sagðist gera sér
vonir um að Hrannar Már
færi nú loks að sitja á strák
sínum, en hann hefur sem
kunnugt er verið nokkuð
óstýrilátur til þessa. Að öðru
leyti gengur þátturinn sinn
vanagang, síðasta hljóða-
getraunin verður í dag, en
krakkarnir hafa verið mjög
áhugasamir um að taka þátt í
henni.
„Mig langar til að benda
foreldrum á að vera duglegir
við að virkja ímyndunarafl
barnanna, t.d. með því að
lesa fyrir þau nógu mikið, og
einnig að halda skynjuninni
opinni fyrir alls konar um-
hverfishljóðum. Markmiðið
með þessum þáttum mínum
var að vissu leyti að víkka út
hljóðheyrn barna, en þau fá
oft dálítið þröngan hljóð-
heim,“ segir Sverrir.
Utvarp laugardag kl. 17.05:
Helgarútvarp barnanna
■ í dag kl. 17.05 hefst Helg-
arútvarp barnanna á Rás 1
undir stjórn Vernharðs Linnet
og verður efni fjölbreytt að
venju. Það þýðir þó lítið að
spyrja um efni þáttarins með
löngum fyrirvara, því að hann
er ekki unninn fyrr en á föstu-
degi til að efnið sé sem
ferskast.
Það er þó þegar vitað að sagt
verður frá íþróttamótum fyrir
unglinga, sem haldin hafa
verið, s.s. knattspyrnunni í
yngstu flokkunum. Sömuleiðis
verður sagt frá og talað við
krakka um félagslífið í Vinnu-
skóla Reykjavíkur, sem er
mjög blómlegt.
„Við vildum gjarna koma á
framfæri þeim tilmælum til
krakka úti á landi að þeir láti
okkur vita um íþróttamót,
æskulýðsmót og ýmislegt sem
er að gerast hjá þeim, því að
við missum einmitt oft af ýmsu
slíku. Það má alltaf ná í okkur
í símatíma barnaútvarpsins kl.
5-6 og við vildum gjarna heyra
í þeim og jafnvel heimsækja þá
ef það er eitthvað um að vera,“
segir Vernharður Linnet.
Sjónvarp mánudag kl. 21.25:
Eugene O’Neill einþáttungur
■ Mánudagsleikritið nú er
einþáttungurinn Hughie eftir
Eugene O’Neill og það er sjálf-
ur Jason Robards sem fer með
aðalhlutverkið. Auk hans leik-
ur Jack Dodson í því. Sýningin
á Hughie hefst kl. 21.25.
Hughie var næturvörður á
hrörlegu hóteli sem má muna
fífil sinn fegri, en er nú látinn.
Einn hótelgestanna, Erie
Smith, (Jason Robards) vill
halda þeim upptekna hætti að
ræða við næturvörðinn, sem
kemur í stað Hughies um alla
heima og geima, en hugleikn-
asta umræðuefnið er alls kyns
ímynduð ævintýri sem Erie
heldur sig hafa ratað í ásamt
Hughie vini sínum.
Jason Robards er þekktur af
því að vera einn besti túlkandi
persóna Eugene O’NeilI og
hefur hlotið frábæra dóma fyrir
leik sinn í þessari sviðsupptöku
frá 1981.
Þýðandi er Reynir Harðar-
son.
Laugardagur
29. júní
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.20 Leikfimi. Tónleikar.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Valdimars Gunnarssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð -
Torfi Ólafsson talar.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Óskalög sjúklinga, frh.
11.00 Drög að dagbók vikunnar
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Ligga ligga lá Umsjónarmað-
ur: Sverrir Guöjónsson.
14.20 Listagrip Þáttur um listir og
menningarmál í umsjá Sigrúnar
Björnsdóttur.
15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá“
Umsjón: Sigurður Einarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Martha
Argerich leikur planótónlist eftir
Frédéric Chopin. a. Sónata nr. 3 í
h-moll op. 58. b. Pólonesa nr. 7 I
As-dúr op. 61.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 Helgarútvarp barnanna
Stjórnandi: Vernharður Linnet.
17.50 Síðdegis i garðinum með
Hafsteini Hafliðasyni.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Sumarástir Þáttur Signýjar
Pálsdóttur. RÚVAK.
20.00 Harmonikuþáttur Umsjón:
Högni Jónsson.
20.30 Útilegumenn Þáttur í umsjá
Erlings Sigurðarsonar. RÚVAK.
21.00 Kvöldtónleikar Þættir úr sí-
gildum tónverkum.
21.40 „Leyndarmál“, smásaga eftir
Bernard MacLaverty Erlingur E.
Halldórsson les þýðingu sína.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Náttfari - Gestur Einar Jónas-
son. RÚVAK.
23.35 Eldri dansarnir
24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón:
Jón Örn Marinósson
00.50. Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00.
Sunnudagur
30. júní
8.00 Morgunandakt Séra Ólafur
Skúlason dómprófastur flytur ritn-
ingarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög Hljómsveit
101-strengur leikur lög eftir Steph-
en Foster.
9.00 Fréttir
9.05 Morguntónleikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður - Friðriks Páls
Jónssonar.
11.00 Prestsvigsla í Dómkirkjunni
(Hljóðrituð 16. þ.m.). Biskup
Islands, herra Pétur Sigurgeirs-
son, vígir Helgu Soffíu Konráðs-
dóttur cand. theol. til aðstoðar-
prestsþjónustu í Fella- og Hóla-
sókn í Reykjavikurprófastsdæmi
og Sigurð Ægisson cand. theol. til
Djúpavogsprestakalls I Austfjarða-
prófastdæmi. Vígsluvottar: Hólm-
fríður Pétursdóttir, sr. Hreinn Hjart-
arson, sr. Kristinn Hóseasson og
sr. Ólafur Skúlason. Séra Agnes
M. Sigurðardóttir þjónar fyrir altari.
Organleikari: Marteinn H. Friðriks-
son. Hádegistónleikar
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Um garða og gróður Minnst
100 ára afmælis Garðyrkjufélags
Islands. Umsjón: Ágústa Björns-
dóttir.
14.30 Miðdegistónleikar Félagar i
Fílharmóníusveitinni í Berlín leika.
a. Oktett í Es-dúr op. 20 eftir Felix
Mendelssohn. b. Hymnus cp. 57
eftir Julius Klengel.
15.10 Milli fjalls og fjöru á Vest-
fjarðahringnum Umsjón Finnbogi
Hermannsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir
16.20 Leikrit „Raddir sem drepa“
eftir Poul Henrik Trampe fimmti
þáttur.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 Síðdegistónleikar a. „II dolce
suono", aría úr óperunni „Lucia de
Lammermoor" eftir Gaetano Don-
izetti. Edita Gmberova syngur. Sin-
fóníuhljómsveit Útvarpsins í
Múnchen leikur; Gustav Kuhn
stjórnar. b. „Espana", rapsódia
eftir Emanuel Chabrier, og svíta
nr. 2 úr „Þríhyrnda hattinum" eftir
Manuel De Falla. Fíladelfíuhljóm-
sveitin leikur; Riccardo Muti
stjórnar. c. „Schéhérazads" eftir
Maurice Ravel. Elly Ameling
syngur. Sinfóniuhljómsveitin í San
Francisco leikur; Edo de Waart
stjórnar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynning-
ar.
19.35 Það var og Þráinn Bertelsson
rabbar við hlustendur.
20.00 Sumafúívarp tinga íóii??in»
Blandaður þáttur í umsjón Jóns
Gústafssonar.
21.00 (slenskir elnsöngvarar og
kórar syngja
21.30 Útvarpssagan „Langferð Jón-
atans" eftir Martin A. Hansen
Birgir Sigurðsson rithöfundur les
þýðingu sína (25).
22.00 „Flmm hugvekjur úr dölum“
Hjalti Rögnvaldsson les Ijóðaflokk
úr bókinni „Ný og nið“ eftir Jóhann-
es úr Kötlum.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Iþróttaþáttur Umsjón Samúel
örn Erlingsson
22.50 Eiginkonur íslenskra skálda
Umsjón: Málmfríður Sigurðardótt-
ir. RUVAK.
23.10 Djassþáttur - Jón Múli Arna-
son
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
KHT
Laugardagur
29. júní
14:00-16:00 Við rásmarkið Stjórn-
endur: Jón Ólafsson ásamt Ingólfi
Hannessyni og Samúel Erni Erl-
ingssyni, íþróttafréttamönnum.
16:00-17:00 Listapopp Stjórnandi:
Sigurður Þór Salvarsson.
17:00-18:00 Hringborðið Stjórnandi:
Árni Þórarinsson.
HLÉ
20:00-24:00 Kvöldútvarp
24:00-03:00 Næturvaktin Stjórnandi:
Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
Rásirnar samtengdar að lokinni
dagskrá rásar1.
Sunnudagur
30. júní
13:30-15:00 Krydd í tilveruna
Stjórnandi: Helgi Már Baröason.
15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan
Hlustendum er gefinn kostur á að
svara einföldum spurningum um
tónlist og tónlistarmenn og ráða
kmssnájþ IttT.lSÍÍ Sí'örnðP.d''l,íln
Gröndal.
16:00-18:00 Vlnsældallstl hlust-
enda Rásar 2 20 vinsælustu lögin
leikin. Stjórnandi: Gunnlaugur
Helgason.
Laugardagur
29. júní
16.00 Páfamessa i Péturskirkjunnl
Bein útsending frá Vatíkaninu,
Róm. Jóhannes Páll II. páfi vígir
biskupa og erkibiskupa til embætta
og flytur ræðu. Við vígslumessuna
flytur Fílharmóníusveit Vinarborg-
ar ásamt tveimur kórum og ein-
söngvurum „Krýningarmessu" eft-
ir Wolfgang Ámadeus Mozart. Her-
bert von Karajan stjórnar. (EBU -
Mexikanskaog Italska sjónvarpið)
Fáist ekki gervihnattasamband
fellur þessi dagskrárliður niður
en Iþróttir hefjast kl. 16.00.
18.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
19.25 Kalli og sælgætisgerðin
Fimmti þáttur. Sænsk teikni-
myndasaga f tfu þáttum gerð eftir
samnefndri barnabók eftir Roald
Dahl. Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Sögumaður Karl Ágúst
Úlfsson. (Nordvision - Sænska
sjónvarpið).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sambýlingar Fimmti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur i sex
þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
21.05 Það hófst i Napóli (It Started
in Naples) Bandarisk bíómynd frá
1960. Leikstjóri Melville Shavel-
son. Aðalhlutverk: Clark Gable,
Sophia Loren, Vittorio de Sica og
Marietto. Bandarískur lögfræðing-
ur fer til Napóli til að ganga frá
málum látins bróður sins. Munað-
arlaus drengur og fögur en skap-
stór móðursystir hans baka þó
lögfræðingnum ýmsa erfiðleika.
býðandi Veturliði Guðnason.
22.30 Hljómsveitin Imperiet Páuúi
frá hljómleikum sænsku rokksveit-
arinnar „Imperiet" á ferð hennar
um Norðurlönd i vetur. Hljómsveit-
in lék hér á Norrokk-tónleikum
1984.
23.35 Dagskrárlok
Sunnudagur
30. júní
16.00 Fjórðungsmót hestamanna á
Suðurlandi Bein útsending frá fél-
agssvæöi Fáks í Víðidal i Reykja-
vik lokadag mótsins. Umsjónar-
maður Bjarni Felixson.
18.00 Sunnudagshugvekja Séra
Pjetur Þ. Maack flytur.
18.10 Slndbað farmaður Bandarisk
teiknimynd gerð eftir ævintýri úr
„Þúsund og einni nótt“. Þýðandi
Eva Hallvarðsdóttir.
19.00 Hlé
19.50 Fréttaágrlp á táknmáll.
20.00 Fréttlr og veður
20.25 Auglýslngar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu vlku Umsjón-
armaöur Magnús Bjarnfreðsson.
20.55 Fosshjartað slær Það hefur
löngum gustað hressilega um á-
kvarðanir og stefnu í virkjunarmál-
um íslands en minna hefur borið á
hinum verklegu framkvæmdum og
daglegu lifi þeirra manna sem að
þeim starfa. „Fosshjartað slær" er
ný íslensk kvikmynd sem fjallar
um hinar grónu vatnsaflsvirkjanir
okkar, nýgræðinga á borð við
Kvíslaveitu og Blönduvirkjun og
ýmis mikilsverö atriði sem hafa
orðið hornreka i hinni hvössu um-
ræðu. Kvikmyndun: Rúnar Gunn-
arsson. Texti: Baldur Hermanns-
son. Þulur: Ólafur H. Torfason.
Hringsjá s/f framleiddi myndina
fyrir Landsvirkjun.
21.50 Til þjónustu reiðubúinn Tólfti
þáttur. Breskur framhaldsmynda-
- flokkur í þrettán þáttum. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.40 Nina Simone Bandariska
blökkukonan Nina Simone syngur
nokkur lög eftir sjálfa sig og aðra.
23.15 Dagskrárlok