NT - 29.06.1985, Page 22

NT - 29.06.1985, Page 22
Laugardagur 29. júní 1985 22 ■ Danir voru afar góðir á Evrópukeppninni í Frakklandi í fyrra en þá var þessi mynd tekin. Hlaup æskunnar með Rás 2 Flugleiðamótið ■ Flugleiðamótið i handknattleik mun standa sem hæst um helgina. í dag laugardag er leikið á Selfossi og spila þar kl. 16:00 Island A-ísland B og kl. 17:30 Holland og Noregur. Á morgun sunnudag verða fjórir leikir. Að Varmá spila kl. 10:30 ísland B-ísland A. Siðan verður fariö á Akranes og keppa Noreg- ur og Holland þar kl. 11:00, ísland B-Noregur kl. 17:00 og loks lsland A- Holland kl. 18:30. Mótinu lýur svo á mánudagskvöld i Laugardalshöll með leikjum Hollands og íslands B og Nor- egs og Íslands A. Fyrri leikurinn hefst kl. 19:00. ■ Hlaup æskunnar, sem fer fram á þrem stööum á landinu og verður ræst samtímis í gegn- um Rás 2, verður haldið í dag 29. júní. Hlaupið veröur í Örfirisey í Rcykjavík, á Sauöárkróki og á Egilsstöðum. Sigurvegur.um í hverjunt aldursflokki verður boðið til keppni í 7 km hlaupi Reykjavíkur maraþonsins í lok ágúst. Auk þess fá þeir verðlaun frá Rásinni. Flokkaskipting er þannig að 9-10 ára strákar og stelpur hlaupa 1 km, 11-12 ára og 13-14 ára hlaupa 2 km og þeir sem hlaupa í opna flokknum fyrir 15 ára og eldri hlaupa 3 km. { fyrsta hlaupinu er ræst kl. 14:10 og því síðasta kl. 15:30. Tekið er við skráningum hjá eftirtöldum aðilum: Sauðár- krókur: Norðurlandsleikaræsk- unnar, Björn Sigurbjörnsson, s. 95-5382, Egilsstaðir, skrifstofa UÍA, Skúli Oddsson, s- 97- 1384, Reykjavík, skrifstofa FRÍ, Gunnar Páll Jóakimsson, s. 83686. Viðurkenningar fyrir góða framkomu: Danir prúðir áhangendur - og fengu viðurkenningu fyrir það - júdókarl og lyftari fengu líka lof og hrós ■ Áhangendum danska lands- liðsins í knattspyrnu hafa verið veitt sérstök verðlaun fyrir prúðmannlega og íþróttamann- lega franrkomu í úrslitum Evrópu- keppni landsliða, sem haldin var í Frakklandi í fyrra. Pað er nefnd sem kallar sig alþjóðanefndin fyrir drengilegri frantkomu sem verðlaunin vcitti. í henni eiga m.a. sæti Killanin lávarður, fyrrum for- maður Alþjóða ólympíu- nefndarinnar og Juan Antonio Samaranch, eftirmaður hans. í tilkynningu frá nefndinni segir að þeir 20.000 Danir, sem fylgdu liði sínu til Frakklands hafi verið landi sínu til sóma og sýnt það og sannað að hægt sé að veita landsliði sínu stuðning án þess að valda vandræðum. Verðlaunin eru veitt nú til að minna á að ekki eru allir áhorf- endur jafnslæmir og þeir frá Liverpool, sem óeirðunum ollu í Brússel í s.l. mánuði. Þá ákvað nefndin að heiðra þá Mohamed Ali Rashvvan frá Egyptalandi og Dariusz Zaw- adzki frá Póliandi. Rashwan keppti í júdó á ÓL í Los Ange- les í fyrra og komst í úrslit í opnum flokki. Par beið hann lægri hlut fyrir Yasuhiro Yam- ashita frá Japan. Japaninn var meiddur á hægra fæti og eftir á sagði Rashwan að hann hefði e.t.v. getað unnið gulliðef hann hefði notfært sér meiðsli and- stæðins síns, en hann hefði kos- ið að gera það ekki. Zawadzki keppti á heims- meistaramóti unglinga í lyfting- um í Lignano og var úrskurðaö- ur í 3. sæti þar sem hann taldist léttari en Nicola la Carpia frá Ítalíu. Hann neitaði að taka við bronsverðlaunum sínum og sagði að ítalinn ætti þau skilið, þar sem hann væri í raun þyngri en la Carpia. Raðveggir eru einfaldir milliveggir, sem eru auðveldir í uppsetningu við allar hugsanlegar aðstæður. Raðveggi er auðvelt að taka niður ef breyta þarf fyrirkomulagi á skrif- stofu eða herbergjaskipun í íbúðar- húsi. Þá er öll vinna við raflagnir og pípulagnir auðveld og fljótleg. Raðveggi er hægt að fá í mismun- andi hljóðeinangrunarflokkum (39-54 dB) og með sérstökum eldtefj- andi einingum, samþykktum af Brunamálastofnun ríkisins. Leitið upplýsinga og tilboða hjá söluaðilum okkar. Við uppsetningu er gólflisti lagður lárétt. Vegglisti og loftlisti skrúfaðir fastir. Síðan er hinum einstöku veggein- ingum (sjá mynd) rennt uppá loftleiðarann og þvínæst látnar falla niður á gólfleiðarann. SÖLUSTAÐIR: FJALAR h/f Húsavík Sími 96-41346 INNRÉTTINGAMIÐSTÖÐIN BYNOR VALMI BRIMNES BYGGINGAVAL TRÉSMIÐJA FUÓTSDALSHÉRAÐS Armúla 17a Glerárgötu 30 B-götu 3 Strandvegi 54 Iðavöllum 10 Fellabæ Slmar 91-84585, 84461 Akureyri Neskaupstað Vestmannaeyjum Keflavlk Slmi 97-1700 Slmi 96-26449 Slmi 97-7605 Slmi 98-1220 Slmi 92-4500 midas íslandsmótið í liðakeilu: Lið Ásgeirs efst - fyrir úrslitakeppnina sem fram fer um helgina ■ Lið Ásgeirs Hreiðars er með forystu eftir fyrri leikdaginn í undankeppni ís- landsmótsins í keilu. Fyrstu þrír leikirnir voru leiknir um helgina og eftir það hefur lið Ásgeirs hlotið 2084 stig. nærri 240 stigum meira en liðið sem er í öðru sæti. Það er lið Þórs Magnússonar og hefur það fengið 1845 stig. Lið BirgirGuðjónssonar er í 3. sæti með 1836 stig. I liði Ásgeirs Hreiðars eru kunnir kappar frá íslandsmóti einstaklinga sem haldið var fyrr í mánuðinum. Ásgeir varð sjálfur í 4. sæti í keppninni þá og Alois Raschofer og Bjarni Sveinbjörnsson, sem eru í liði hans, urðu í 2. og 5. sæti. Fleiri kunn nöfn frá íslandsmóti ein- staklinga má finna í liðunum nú. Emilía Vilhjálmsdóttir, íslandsmeistari kvenna, er varamaður í liði Birgis Guðjónssonar. Björg Hafsteindóttir, sem þá varð í 2. sæti, leiðir nú lið til keppni og Sólveig Guðmundsdóttir, sem varð 3. er einnig mætti með lið til leiks. En staðan í liðakeilunni eftir fyrstu þrjá leikina er þessi: 1. Lið Ásgeirs Hreiðars............... 2084 stig 2. Lið Þórs Magnússonr ............... 1845 stig 3. Lið Birgis Guðjónssonar............ 1836 stig 4. Lið Bjargar Hafsteinsdóttur........ 1762 stig 5. Lið Halldórs R. Halldórssonar......1712 stig 6. Lið Þóris Hall..................... 1603 stig 7. Lið Helga G. Ingimundarsonar ...... 1542 stig 8. Lið Jónasar R. Jónssonar........... 1529 stig 9. Lið Sólveigar Guðmundsdóttur....... 1363 stig Seinni leikirnir þrír í liðakeppninni verða svo leiknir nú á laugardaginn og hefst keppnin kl. 9. Fjögur efstu liðin leika svo í undanúrslitum á sunnudag kl. 9. Þá keppa lið nr. eitt og þrjú og liðin sem urðu í öðru og fjórða sætinu. Hvor viðureign er tveir leikir. Úrslitakeppnin er einnig tveir leikir svo og viðureignin um 3. sætið. Sigurvegararnir verða væntan- lega krýndir upp úr kl. 16.00. Meistaramót ÍR og boðsmót FRÍ: Vallarmet í 400 m grind - hjá Bandaríkjamanninum Bernie Holloway ■ Bandaríski blökkumaöurinn Bernie Holloway setti nýtt vallarmet í 4(X) m grindahlaupi á Meistaramóti ÍR og boðs- móti FRÍ, sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. Holloway, sem í ár hefur hlaupið á 49,7 sek. og er meðal tíu bestu í heiminum í greininni, varð langfyrstur í hlaupinu á 50,9 sek. og bætti vallarmet Stefáns Hallgrímssonar um 0,9 sek. Hann hljóp einnig 400 m á mótinu á 47,5 sek. en hann hyggst keppa sem gestur á Meistaramóti Islands þann 6.-8. júlí. Aðeins tímaspursmál virðist vera þang- að til Oddný Árnadóttir bætir íslandsmet sitt í 400 m hlaupi. í strekkingsvindi á mótinu á miðvikudag hljóp hún á 55,4 sek. og var 3 sek. á undan Helgu Halldórs- dóttur. Oddný hefur hlaupið á 55,1 sek. í ár, en þriggja ára met hennar er 54.90 sek. Oddný hljóp 200 m á fimmtudag á 24,6 sek., 0,2 sek. frá íslandsmeti hennar. Guðrún Ingólfsdóttir KR er að nálgast 50 m á ný í kringlukasti en hún tók sér frí frá köstunum síðustu tvö sumur vegna barneignar og meiðsla. Hún kastaði 49,54 m. en á best 53,68 m árið 1982. Aðrir sem bættu sig voru Bryndís Hólm ÍR sem sigraði í spjótkasti með 46,48 m þriðji besti árangur frá upphafi hjá íslendingi, Gunnar Birgisson ÍR sem varð fyrstu í 3000 m hiaupi, 8:50,7 mín. Birgir Þ. Jóakimsson sem varð annar í 400 m grindahlaupi, 57,1 sek., Geir Gunnarsson KR sem sigraði í stangar- stökki, 4,10 m. Sigurvegarar i ödnun greinum: 100 m karla Jóhann jonannsson 1K, 10,8 sek. (ólogi. vindur), 800 m Guðmundur Skúlason, Á, 1:54,5, hans besta í ár, 1500 m Gunnar Birgisson, 4:12,0 mín. 110 m grindahlaup, Þórður Þórðarson, ÍR, 15,9 sek. (ólöglegur vindur), langstökk, Kristján Harðcrson, Á, 7,26 m (ólögl. vindur), hástökk, Gunnlaugur Grettisson, ÍR, 1,92 m kringlukast, Eggert Bogason, FH, 54,64 m sleggju- kast, Eggert Bogason, 51,40 m spjótkast, Óskar Thorarensen, IR, 62,68 m 100 m kvenna, Oddný Arnadóttir, 11,8 sek. (ólögl. vindur), 100 m grinda- hlaup, Bryndís Hólm, ÍR, 16,0 sek. (ólögl. vindur), 400 m grindahlaup, Eva Sif Heimisdóttir, ÍR, 73,2 sek., langstökk, Bryndís Hólm, 5,61 m (ólögl. vindur), hástökk, Bryndis Hólm, 1,60 m.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.