NT - 29.06.1985, Side 23
■ Þorgils Óttar og leikmennirnir í A-liðinu fóru létt með Hollendingana í gær.
Laugardagur 29. júní 1985 23
Flugleiðamótið í handknattleik:
SiguráHollendingum
A-liðið vann þá létt í Hafnarfirði í gærkvöldi 26*18
■ íslenska A-liðið í hand-
knattleik sigraði það hollenska
í Flugleiðamótinu í handknatt-
leik í gærkvöldi með 26 mörkurn
gegn 18. Leikurinn fór frarn í
Hafnarfirði. íslenska liðið var
að allan tímann og hefði getað
unnið stærri sigur. Ekki var þó
handknattleikurinn mjög burð-
ugur enda unt æfingamót að
ræða og ekki iagt allt undir.
Eins og geta má þá höfðu
íslendingar yfir allan tímann og
var munurinn á stundum 10
ntörk. Þannig var staðan orðin
23-13 ísíðari háltleik. íslending-
ar gáfu síðan eftir í lok leiksins
og Hollendingar réttu aðeins úr
kútnum. Lokatölur urðu þó
26-18 eins og fyrr segir.
Páll Ólafsson var atkvæða-
mestur íslendinganna gerði alls
10 mörk en Sigurður Gunnars-
son var honum næstur með 6.
3. deild Islandsmótsins í knattspyrnu:
Létt hjá Grindavík
- sigraði Ármenninga á heimavelli sínum
■ Grindvíkingar unnu sanngjarnan og
stóran sigur á Armenningum í gærkvöldi
í A-riðli 3. deildar. Leikurinn sem frarn
fór í Grindavík endaði 5-0. Símon Alfreðs-
son gerði tvö mörk og þeir Hjálmar
Hallgrímsson, Ragnar Eðvarðsson og
Guðni Bragason gerðu eitt mark hver.
Hjálmar úr víti. Ármenningar klikkuðu á
víti í leiknum og einum þeirra, Smára
Jósafatssym var vísaö at velli í síöari
hálfleik. Grindvíkingar voru mun frískari
en Ármenningar gáfust þó aldrei alveg
upp. Mjög góður dómari leiksins var Karl
Ottesen.
Valur vann
■ Valur sigraði ÍBÍ 7-1 í fyrstu deild
kvenna á ísafirði í gærkvöldi. Guðrún
Sæmundsdóttir, og Ragnheiður Skúla-
dóttir gerðu tvö mörk. Margrét Óskars-
dóttir, Eva Þórðardóttir og eitt mark Vals
var sjálfsmark. Harpa Björnsdóttir skor-
aði fyrir ÍBÍ.
Magni vann
■ Magni frá Grenivík sigraði Hug-
inn á Grenivík í 3. deild í fyrradag
með tveimur mörkum gegn einu,
2- 1. Heimir Ásgeirsson kom Magna
yfir eftir að Bjarni Gunnarsson
hafði brennt af víti fyrir heima-
menn. Birgir Guðmundsson jafnaði
úr víti fyrir Huginn en Hringur
Hafsteinsson skoraði sigurmark
Magna með skalla skömmu fyrir
leikslok.
Tjörnes líka
Þá var einn ieikur í 4. deild í
fyrrakvöld. Tjörnes vann Æskuna
3- 2 á Húsavík. Sigurður Illugason,
Magnús Hreiðarsson og Guðmund-
ur Jónsson skoruðu fyrir Tjörnes.
OgUBK
UBK og Þór spiluðu í 1. deild
kvenna á Akureyri í fyrrakvöld og
unnu Blikastúlkurnar stórsigur 6-1
Ásta María Reynisdóttir og Erla
Rafnsdóttir gerðu sitt hvora þrenn-
una en Anna Einarsdóttir skoraði
fyrir Þór undir lok leiksins.
INNIAUSNARVERÐ
VAXTAMBA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS
(1. FL B 1985
Hinn 10. júlí 1985 er fyrsti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 1 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000,- kr
Vaxtamiði með 10.000,- kr
Vaxtamiði með 100.000,-kr
skírteini = kr. 193,21
skírteini = kr. 386,42
skírteini = kr. 3.864,21
Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1985 til 10. júlí 1985 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar sl.
til 1178 hinn 1. júlí nk.
Athygli er vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 1 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí n.k.
Reykjavík, 26. júní 1985
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Helgarsportið
■ Knattspyrna:
í dag byrjar áttunda umferðin í 1.
deild karla á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu. Tveir leikir verða í dag og
hefjast báðir kl. 14:00. Víðir og KR
leika í Garðinum en Víkingur og
Skaginn leika á Laugardalsvelli.
Tveir leikir verða svo á morgun,
sunnudag. Þeir verða báðir kl. 20:00
og eru það leikir Fram og FH á
Laugardalsvelli og leikur Þórs og
Þróttar á Akureyri. Síðasti leikur
umferðarinnar verður á mánudags-
kvöld er Valur og IBK hittast kl.
20:00 á Laugardalsvelli.
Fjórir leikir verða í 2. deild í dag.
Völsungur og ÍBV og Leiftur og KS
leika kl. 14:00 en Breiðablik og
Skallagrímur leika í Kópavogi kl.
16:00. Þá leika Njarðvíkingar gegn
Fylki kl. 17:00. Síðasti leikur um-
ferðarinnar verður á ísafirði á sunnu-
dag kl. 17:00 er heimamenn mæta
KA.
í 1. deild kvenna verða tveir leikir.
KR-stúlkur fara til Akureyrar og
spila við KA í dag kl. 14:00 og á
morgun við Þór kl. 14:00.
Þá eru leikir í 3. og 4. deild um
helgina víða um land og margir
hverjir hreinir toppleikir.
Frjálsar íþróttir:
Norðurlandsleikar æskunnar hóf-
ust á Sauðárkróki í gær og standa
fram á morgundaginn.
Golf
Opna GR-mótið fer fram um helg-
ina og er þaö punktamót.
Handknattleikur:
Flugleiðamótið stendur sem hæst
um þessa helgi. (sjá annarstaðar í
blaðinu).
&ÆLUVIKA
SauZmktóki
-OSTUDAGUR 28. JUNI
Norðurlandsleikar æskunnar
Setningarathðfn með skrúðgöngu
um bæinn.
LAUGARDAGUR 29 JUNI
Norðurlandsleikar æskunnar
Golfkeppni unglinga
Diskólek í Grænuklauf
Týról
Tíbet
SUNNUDAGUR 30. JUNI
Messa í Sauðárkrókskirkju
Tindastólsmót á golfvelli
Norðurlandsleikum æskunnar slitið.
Opnun myndlistarsýningar Sigrúnar
Eldjám, Guðrúnar Gunnarsdóttur og
Borghildar Óskarsdóttur.
MANUDAGUR 1. JÚLI
Grettir og free-style danskeppni
. í Bifröst
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLI
Útiskákmót v/Faxatorg.
Þjóðleikhúsið sýnir „Með vífið í <
lúkunum''. , I,
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ
Gítartónleikar í Safnahúsinu - Þórólfur
Stefánsson
Grettir og danskeppni í Bifröst
FIMMTUDAGUR 4, JULI
Jazzkvöld í Bifröst
Útibridgemót v/Faxatorg.
FÖSTUDAGUR 5. JÚLI
Ungiingaball í Bifröst - Belfigour
Harmóníkuball á Faxatorgi.
Geirmundur Valtýsson og félagar.
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ
Bæjakeppni á golfvelli: Ólafsfjörður,
Siglufjörður. Sauðárkrókur
Drýsill
Utidansleikur í Grænuklauf -
Rokktónleikar í Grænukiauf
Drýsill - Gypsy - Týról o.fl.
Lokadansleikur i Bifröst - Geimsteinn.
SUNNUDAGUR 7. JULI
Utifjölskylduskemmtun i Grænuklauf
Hestamót Léttfeta
ALL4 DAGANA
Afsláttur af fargjöldum Flugleiða
Drangeyjarferðir frá Hressingarhúsi
Uppákomur á Hóteli og Sælkerahúsi
Nætursala í Hressingarhúsi
Hestaleiga Ingimars Pálssonar
Myndlistarsýning í Safnahúsi.