NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 02.08.1985, Qupperneq 1

NT - 02.08.1985, Qupperneq 1
JL NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP.21 Reykjavík: Vinnuslys í slippnum ■ Maður sem var við vinnu sína í slippnum í Reykjavík í gærmorgun var fluttur á slysa- deild, eftir að hann féli af göngubrú og niður í slippinn. Fallið var um einn og hálfur metri. Brotist inn í sólbaðsstofu ■ Brotist var inn í Sólbaðs- stofuna Afró á Sogavegi í fyrri- nótt. Einhverju magni af skipti- mynt var stolið. Að sögn rann- sóknarlögreglu voru litlar sem engar skemmdir unnar á hús- næðinu. Fjársvikamálið vatt upp á sig Farið fram á gæsluvarðhald yfir framkvæmdastjóranum ■ Fjársvik framkvæmda- stjóra Blindrafélagsins eru samkvæmt heimildum NT mun meiri, en virtist við upphaf rannsóknar og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir fram- kvæmdastjóranum til 14. ágúst. í fyrstu var talið að upphæðin sem hann hefði svikið út úr félaginu væri 1,5 milljónir. Tveggja vikna rannsókn rann- sóknarlögreglu hefur leitt í ljós að málið er mun umfangsmeira. Þórir Oddsson hjá RLR sagði í samtali við NT í gær, að þar sem skilyrði fyrir gæslu- varðhaldi væru fyrir hendi, þætti rétt að krefjast þess. Gerð hefur verið húsleit hjá fram- kvæmdastjóranum og hefur RLR gögn undir höndum sem tengjast hans umsýslu með fjármuni félagsins. Þórir vildi ekki nefna neina upphæð í þessu sambandi, né gera grein fyrir því að hverju rannsókn beindist nú. Þórir sagði að í dag yrði tekin afstaða til kröfu RLR um gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar. Rannsókn er ekki að fullu lokið og þótti Þóri því ekki rétt að "skýra frekar frá málavöxtum á þessu stigi málsins. Upp komst um svik fram- kvæmdastjórans, þegar endur- skoðandi félagsins lagði fram spurningu um sex óútskýrðar ávísanir sem notaðar voru til þess að greiða út happdrættis- vinninga. Fimm þessara ávís- ana voru gefnar út á handhafa og leystar út af framkvæmda- stjóranum. Ein ávísunin var stíluð á Landsbankann og fór sú upphæð heil og óskipt á einkareikning framkvæmda- stjórans. r Stálu 160 kg peningaskáp ■ Innbrotsþjófar höfðu á brott með sér rammgerðan pen- ingaskáp frá bílasölu Matthías- ar, eftir innbrot í fyrrinótt. Skápurinn sem er vel á annað hundrað kíló fannst síðar sömu nótt, á Reykjanesbraut við Skógarhlíð. Skápurinn reyndist þá vera læstur, og inni- haldið óhreyft. í tengslum við þetta mál rann- sakar rannsóknarlögreglan stuld á bláum pall-bíl, sem hvarf frá Háaleitisbraut þessa sömu nótt.Bíllinn fannst síðan yfirgef- inn í Hafnarfirði. Síðar kom í ljós að annar pall-bíll hafði verið tekinn ófrjálsri hendi í Hafnarfirði. Sá bíll er enn ófundinn, en hann er af gerðinni Mercedes Bens, gulur að lit með númerið G-11261. Hafnarfjörður: ■ Gissur Guðmundsson, formaður Lögreglufélags Hafnarfjarðar sýnir Heilbrigðisnefnd hinar hörmulegu aðstæður á Lögreglustöðinni. F.v. Gissur, Hrafn Johnsen, form. nefndarinnar, Droplaug Benediktsdóttir, Haraldur Sigurjónsson og Eyjólfur Sæmundsson. NT-mynd Árni Bjarnu. Lögreglustöðinni lokað Tilmæli heilbrigðisnefndar ■ Heilbrigðisnefnd Hafnar- fjarðar heimsótti lögreglustöð- ina þar í bæ síðdegis í gær. Eftir heimsóknina samþykkti nefndin einróma tillögu til bæjarfógeta og lögreglustjóra, um að loka stöðinni 15. ágúst, hafi ekki verið gerðar úrbætur á þeim hörmulegu aðstæðum sem rfkja þar. Bónusstrækur 9. sept. - ef ekki semst fyrir þann tíma ■ Bónussamningum samn- inganefnda vinnuveitenda og VMSÍ hefur verið frestað að ósk VSÍ til 4. september n.k. Hið langa hlé var ákveð- ið eftir að VSÍ hafnaði alger- lega tilboði VMSÍ um að fallast á frestun gegn því að fiskverkunarfólk fengi greitt sérstakt 30 króna bónusgjald á hverja unna klukkustund til viðbótar núgildandi bónus. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, form. VMSÍ,samþykkti samninga- nefndin að mæta á næsta fundi með vinnuveitendum þann 4. september n.k. Til- kynnt var jafnframt að Verka- mannasambandið og samn- inganefndin niuni leggja það eindregið til við verkalýðsfé- lögin að öll bónusvinna verði stöðvuð frá og með 9. sept- ember n.k., hafi samningar þá ekki náðst, og þar til samið hefur verið um nýjan bónussamning. Að sögn Guðmundar er það ágætt dænti um hve nú- verandi bónuskerfi er flókið, að vinnuveitendur hafi borið því við að þeir þurfi að hafa tímann til 4. septembertil að reikna út og mæla upp hvern- ig margar af þeiin breyting- um sem VMSl færi fram á kæmu út í framkvæmd, - sem sé að vissu leyti rétt hjá þeim. „Ég vildi hvorki vera fangi né lögregla þarna,“ sagði Hrafn Johnsen, formaður nefndarinn- ar. „Allar aðstæður eru fyrir neðan allar hellur. Föngum er alls ekki upp á klefana bjóðandi og starfsaðstaða lögreglunnar er hörmuleg." „Við vitum vel hvað það þýðir. Engin ástæða að ætla að þeim tilmælum verði hlýtt,“ sagði Kjartan Guðmundsson, varðstjóri þegar hann frétti sam- þykkt nefndarinnar. „Þeir heimsóttu stöðina fyrir tveim og hálfu ári síðast og samþykktu þá svipuð tilmæli, síðan hefur ekkert heyrst frá þeim.“ í lögreglustöðinni eru 5 fangageymslur og er gistirýmið fullnýtt á hverri nóttu og oft þarf að ferja fanga til Reykja- víkur yfir nóttina. Kjartan sagði það sína skoðun, að ef ekkert yrði gert í málinu, þá myndu lögreglu- þjónarnir grípa til eigin ráða og loka sjálfir klefunum. Yrðu þá allir fangar fluttir beint til Reykjavíkur. Nýskip un land mála? bls. 2 Kanada: Fékk lim- inn aftur ■ Kanadískum læknum tókst í fyrsta sinn í gær að græða á mann getnaðarlim. Það voru „plastískur“ skurð- læknir og þvagfærasérfræðingur frá Vancouver, sem fram- kvæmdu þetta líknarverk á manninum, sem er liðlega tví- tugur. Skurðaðgerðin tók 7 tíma og var sjúklingurinn við góða heilsu, eftir atvikum, að sögn starfsmanna spítalans, en ekki verður ljóst fyrr en eftir 10 daga, hvort aðgerðin hefur heppnast. Að sögn annars læknisins hafa alls verið framkvæmdar um 30 aðgerðir af þessu tagi í heiminum, og „um helmingur þeirra heppnaðist“. Hins vegar mun ekki vitað hversu margir af þessum 30 mönnum njóta nú eðlilegs kynlífs. Embættismenn vildu ekki skýra frá hvernig getnaðarlim- urinn hefði orðið fyrir slysi.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.