NT - 02.08.1985, Blaðsíða 12

NT - 02.08.1985, Blaðsíða 12
Föstudagur 2. ágúst 1985 12 ■ Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að bregða sér út í Eldey. Lára Gunnarsdóttir í Slunkaríki ■ Á morgun, laugardaginn 3. ágúst, opnar Lára Gunnars- dóttir sýningu í Slunkaríki á ísafirði. Á sýningunni eru 14 teikningar, unnar með blýanti, litblýanti og kolum. Lára var við nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands frá 1978-’83. Þessi sýning er fyrsta einkasýning hennar en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin verður opin frá kl. 4-6 þriðjudaga til föstudaga og frá 3-6 um helgar. Henni lýkur 15. ágúst. Fyrirlestur um teikni- kennslu ■ í kvöld kl. 20.30 heldur Jan Thomæus frá Svíþjóð fyrir- lestur og sýnir litskyggnur í Norræna húsinu. Jan Thomæus er teiknikenn- ari með áratuga starfsreynslu og hefur oft sýnt fram á, hversu mikilvægt sé fyrir börn og ungl- inga að fá tækifæri til að tjá sig í myndlist og skapa eigin verk. Hann er þekktur brautryðj- andi listmeðferðar á Norður- löndum og hefur skrifað marg- ar bækur unt skapandi myndlist. í fyrirlestri sínum mun Jan Thomæus fjalla um menntun teiknikennara og hvað frjáls listsköpun sé mikilvæg fyrir þroska barna og hvernig teiknikennarar og aðrir upp- alendur geti haft áhrif á þetta þroskaferli. Með fyrirlestrin- um sýnir hann litskyggnur, sem lýsa slíka þroskaferli hjá dreng frá því hann er fjögra ára þar til sextán ára og sést á myndun- um, hvernig hann vinnur úr reynslu sinni. Jan Thomæus er staddur hér á landi vegna VI. norræna námsþingsins í listmeðferð og er einn af fyrirlesurum þar. Fyrirlesturinn í kvöld er þó utan við þingið, því að hann er á vegum Teiknikennarafélags- ins og ætlaður almenningi. Að- gangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Jimmy Boyle og Gateway-hópurinn ■ í dag verður opnuð í Norræna húsinu sýning á verk- um skoska myndlistarmanns- ins Jimmy Boyle og skjól- stæðinga hans úr „The Gate- way Exchange". „The Gateway Exchange“ er opin vinnustofa fyrir ungt fólk, sem ýmist er nýkomið úr fangelsi, nýsloppið undan oki eiturlyfja, eða þarf á endur- hæfingu að halda af öðrum ástæðum. Jimrny Boyle, stofnandi þessarar miðstöðvar, er fyrr- verandi refsifangi, sem talinn var stórhættulegur umhverfi sínu. Honum vildi það til happs, að hann var settur í tilraunadeild innan Barlienne- fangelsins í Glasgow. Þar fékk hann tækifæri til þess að vinna að höggmyndalist og veita árásargirni sinni útrás á þann hátt. Smáni saman varð hann þekktur listamaður og nýtur borgari og 1984 stofnaði hann, ásamt konu sinni. geðlæknin- um Söru Boyle, „The Gateway” vinnustofuna. þar vinnur hann nú að því að hjálpa ungu fólki, sem farið hefur halloka í lífinu, að ná sér aftur á strik með sama hætti og hann gerði sjálf- ur - að móta og mála og veita tilfinningum sínum útrás á þann hátt, en ekki með því að ráðast gegn þjóðfélaginu með ofbeldi. Sýningin er sett upp í Norræna húsinu í tengslum við VI. norræna námsþingið í listmeð- ferð og er um leið framlag til alþjóðaárs æskunnar.Hún verður opnuð almenningi kl. 17 ídagog verðuropin daglega kl. 14-19 til 11. ágúst. Gönguklúbburinn Hana-nú í Kópavogi ■ Gönguklúbbur Frístunda- hópsins Hana-nú í Kópavogi gengur aftur um Kópavog og nágrenni á morgun, laugardag- inn 3. ágúst. Mæting við Digra- nesveg 12 kl. 10 f.h. Allir Kópavogsbúar ungir sem aldnir eru velkomnir með. Verslunarmannahelgin 1985 Þjórsárdalur - Gaukurinn ’85: Landleiðirhf. FráReykjavík-BSÍ Föstudag2/8kl. 16:00,18:30,20:30 Laugardag3/8kl. 14:00,21:00 Sunnudag4/8kl. 21:00 Mánudag5/8kl. 21:00 Aðgangseyrir að Gauknum ’85 er kr. 1.400. Fargjald m/áætlunarbíl fram og til baka kr. 520.- Frá Þjórsárdal kl.03:15 kl.03:15 kl. 03:15,10:30,17:00 Galtalækur - Bindindismót: Austurleiðhf. FráReykjavík-BSÍ FráGaltalæk Föstudag 2/8 kl. 20:30 — Laugardag3/8kl. 13:30 — Sunnudag4/8 - - kl. 16:00 Mánudag 5/8 -- kl. 13:00,16:00 Aðgangseyrir að Bindindismótinu er kr. 1.200,- Sérstakur unglingaafsláttur er á föstudag fyrir krakka 13-15 ára kr. 1000.-. Fargjald m/áætlunarbíl fram og til baka kr. 600,- Þjóðhátíðin í Eyjum: Herjólfur-sérl. Kristján Jónsson Frá Reykjavík-BSÍ Miðvikudag31/7kl. 11:00,19.30 Fimmtudag 1/8 kl. 11:00,19:30 Föstudag 2/8 kl. 08:00,16:30 Laugardag3/8kl. 12:30 Sunnudag4/8kl. 12:30,20:30 Mánudag5/8kl. 11:00,19:30 Ath.: Brottför Herjólfs frá Þorlákshöfn til Vestm. er VA klst. seinna en brottför áætlunarbíls frá Reykjavík. Aðgangseyrir að Þjóðhátíð í Eyjum er kr. 1.500,- Fargjald með Herjólfi er kr. 400,- önnur leið. Fargjald með áætlunarbíl er kr. 130,- önnur leið. Sérstakt afsláttarverð: innifalið fargjald með Herjólfi fram og til baka og aðgangseyrir kr. 2.100.- Frá Vestmannaeyjum kl. 07:30,17:00 kl. 07:30,17:00 kl. 05:00,14:00 kl. 10:00 kl. 10:00,18:00 kl. 07:30,17:00 >órsmörk: kusturleið hf. rrá Reykjavík-BSÍ Jaglega kl. 08:30 og einnig östudaga kl. 20:00 jisting í skála Austurleiða kr. 200. irbíl fram og til baka kr. 1.100.- Frá Þórsmörk Daglega kl. 15:30 p/nótt. Fargjald m/áætlun- Þingvellir: Þingvallaleiðhf. Frá Reykjavík- BSÍ Frá Þingvöllum Daglegakl. 14:00 ogeinnig föstudaga kl. 20.00 Daglega kl. 17:00 FaTgjald m/áætlunarbíl fram og til baka kr. 250,- Laugarvatn: Ólafur Ketilsson hf. Frá Reykjavík - BSÍ Frá Laugarvatni Föstudag 2/8 kl. 10:00,19:30 kl. 16:00 Laugardag3/8kl. 10:00 kl. 16:00 Sunnudag 4/8 kl. 10:00 kl. 17:00 Mánudag 5/8 kl. 10:00 kl. 16:00 Fargjald m/áætlunarbíl fram og til baka er kr. 440,- Sætaferðir í Aratungu eru kl. 22:00 föstudags- og laugardagskvöld. Úlfljótsvatn - f jölskylduhátið: Sérl. Selfosshf. Frá Reykjavík - BSÍ Frá Últljótsvatni Föstudag 2/8 kl. 20:00 — Laugardag3/8kl. 13:00 — Sunnudag4/8 — kl. 20:25 Mánudag5/8 - - kl,15:20 Fargjald m/áætlunarbíl fram og til baka kr. 360,- Borgarfjörður ’85 Geirsárbökkum Borgarfirði: Sæmundur Sigmundsson Frá Reykjavík - BSÍ Frá Geirsárbökkum Föstudag2/8kl. 18:30 — Laugardag3/8kl. 13:00,18:00 Sunnudag4/8kl. 13:00,20:00 kl. 16:00 Mánudag 5/8 -- kl. 16:00 Sætaferðir verða á dansleiki frá tjaldsvæði. Aðgangseyrir að hátíðinni Borgarfjörður '85 er kr. 700.-. Frítt er fyrir börn innan 12 ára í fylgd með fullorðnum. Fargjald m/áætlunarbíl fram og til baka kr. 700,- Atlavík Ferðirfrá: Reykjavík um Akureyri föstudag 2/8 kl. 08:00 Reykjavík um Höfn föstud.2/8 kl. 13:00 Borgarnesiföstud.2/8kl. 10:00 Blönduósiföstud. 2/8 kl. 13:30 Varmahlíðföstud. 2/8 kl. 14.30 Hellissandi föstud. 2/8 kl. 07:45 Ólafsvík föstud. 2/8 kl. 08.00 Grundarfirði föstud. 2/8 kl.08:30 Stykkishólmi föstud. 2/8 kl. 09:30 Akureyriföstud. 2/8 kl. 08:15,17:00 laugard.3/8kl. 08:15 Höfn í Hornafirði föstud. 2/8 kl. 20:00 Egilsstöðum fimmtudag 1/8 kl. 11:00, 20:30, 24:00 föstudag 2/8 kl. 10:30, 11:30, 12:00, 16:30, 19:00, 20:30, 22:30, 00:30 laugardag 3/8 kl. 11:00, 13:00, 15:00, 20:30, 22:00, 01:00 sunnudag 4/8 kl. 10:00, 12:00, 13:15, 17:00, 22:00, 02:00 Fargjald aðra leið með áætlunarbíl kr. 120,- fargjald fram og til baka kr. 2.600,- kr. 2.500,- kr. 2.200,- kr. 1.500,- kr. 1.300,- kr. 2.000,- kr. 2.000,- kr. 2.000.- kr. 2.000,- kr. 1.000,- kr. 1.000,- kr. 1.300,- Ferðir frá Atlavík til: Reykjavíkur, Borgarness, Blönduóss og Varmahlíðar mánudag 5/8 kl. 13:00. Snæfellsness, Hellisands, Olafsvíkur, Grundarfjarð’- ar og Stykkishólms mánudag 5/8 kl. 08:00. Hafnar í Hornafirði mánudag5/8kl. 13:00ogl5:30 Akureyrar mánudag 5/8 kl. 13:00 Egilsstaða laugardag 3/8 kl. 10:00,12:00, 14:00, 19:00, 21:30, 24:00, 03:00 sunnudag 4/8 kl. 11:00, 12:45, 16:00, 21:00, 01:00, 03:00 mánudag 5/8 kl. 08:30, 10:30 13:00, 17:30, 19:30, 21:00. Aðgangseyrir að útihátíðinni í Atlavík er kr. 2000,- Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Sumarhátíð sembalsins ■ Verslunarmannahelgin er fjórða hátíðarhelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkj u. Þá mun finnski semballeikarin Elina Mustonen leika tónsmíðar eft- ir Johann Sebastian Bach, Ge- org Friedrich Hándel og Dom- enico Scarlatti en í minningu þessara þriggja tónskálda hef- ur árið 1985 verið nefnt Tón- listarár Evrópu. Elina Mustonen nam sembal- leik í Finnlandi þegar í barn- æsku og síðar hjá hinum fræga semballeikara Ton Koopman í Amsterdam. Þó ung sé að árum hefur hún þegar öðlast frægð í heimalandi sínu og mun hún í sumar halda þar einleikstónleika á þremur tón- listarhátíðum. Hún kennir semballeik við Sibeliu- sarakademíuna í Helsinki. Kl. 15 á laugardag leikur Elina Mustonen svítur í d-moll og F-dúr eftir Hándel, tvær sónötur í C-dúr eftir Scarlatti og þátt úr Tónafórninni eftir Bach. Kl. 17 á laugardag er á efnisskrá hennar svítur í g-moll og f-moll eftir Handel, tvær sónötur í A-dúr eftir Scarlatti og tokkata í e-moll eftir Bach. Kl. 15 á sunnudag leikur hún fyrri efnisskrá sína frá deginum áður. Kl. 17 á sunndeginum er síðan messa og er prestur sr. Guðmundur Öli Ólafsson í Skálholti en listamenn sjá um tónlistarflutningin. í tengslum við tónlistar- hátíðina er sýning frá Goet- hestofnuninni í Lýðháskólan- um í Skálholti um ævi Bachs, Hándels og Schutz. Ennfremur eru seldar þar veitingar. Áætlunarferðir eru báða dagana í Skálholt og er farið kl. 13 frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík. Ókeypis aðgangur er að tón- leikunum og er fólki ráðlagt að koma tímanlega því að kirkjan hefur verið þéttsetin um hátíðardaga. „Kynlíf íslenskra karlmanna“ í Gallerí salnum, Vesturgötu 3 ■ Nú fer í hönd síðasta sýn- ingarhelgi í Gallerí salnum, Vesturgötu 3 á teikningum að- standenda Gallerísins, sem ber yfirskriftina „Kynlíf íslenskra karlmanna". Ekki segja að- standendur sýningarinnar þó samhengið Ijóst. Galleríð er opið kl. 1-6 alla daga nema mánudaga. Fimmtu- daga er opið til kl. 22. Sýn- ingunni lýkur 7. ágúst.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.