NT


NT - 02.08.1985, Side 21

NT - 02.08.1985, Side 21
 Föstudagur 2. ágúst 1985 21 Utlönd Israel; Kynþátta- höturum bönnuð þingseta Jcrúsalem-Keuter ■ ísraelska þingið sam- þykkti í gær ný lög sem banna flokkum sem boða kynþáttahatur að bjóða fram til þing- kósninga. Lögin banna andlýðræðislegum flokkum einnig að bjóða fram. Nýju lögunum er aðallega stefnt gegn flokki Meir Kahane, rabbía, sem berst gegn aröbum. Þingið samþykkti lögin með 66 atkvæðum gegn engu, en sex þing- menn frá vinstrisinnuð- um flokkum sátu hjá. Kahane var kosinn á þing í kosningunum í fyrra. Hann berst fyrir því að hinar tvær mill- jónir araba, sem búa í ísrael, verði reknar úr landinu. Lögin eru ekki aftur- virk og því mun Kahane sitja áfram á þinginu, en hann getur ekki farið aftur í framboð án þess að breyta stefnu sinni. Talið er að stjórnin muni einnig nota lögin til að berjast gegn rnjög vinstrisinnuðum flokkum. Kirkjuleiðtogar mótmæla stríðsstefnu Reagans Washington-Reuter ■ Nálega 100 kirkjuleiðtogar í Bandaríkjunum gagnrýndu Bandaríkjastjórn í gær fyrir að reyna að draga úr andstöðu almennings í landinu við hern- aðaríhlutun í Nicaragua. Bisk- upakirkan í Washington réðst einnig harkalega að stjórninni fyrir geimvarnaráætlun hennar. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra, er meðlimur í þeim söfnuði. Kirkjuleiðtogarnir sögðu í yfirlýsingu sinni að vafasamt væri að Nicaragua ógnaði öryggi Bandaríkjanna. Þeir skoruðu á stjórnvöld að sýna meiri skiln- ing og friðarvilja í samskiptum sínum við stjórn Nicaragua. „Stjórn Reagans er bersýni- lega að reyna að minnka and- stöðu við mögulegar sjó- og loftárásir á Nicaragua," sagði í ■ Bandarískir kirkjuleiðtogar þóknanleg. telja ekki að „stjörnustríðsáætlun“ Bandaríkjaforseta sé guði yfirlýsingu leiðtoganna. Meðal þeirra sem undirrituðu hana voru forseti samtaka gyð- inga í Bandaríkjunum, forseti þjóðþings kirkna í landinu og John Walker, biskup Biskupa- kirkjunnar í Washington. Biskupakirkjan hefur undan- farin tvö ár rannsakað ítarlega kjarnorkumál og samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. 1 120 síðna skýrslu um málið kemst söfnuðurinn að því að líklega búi önnur og hættu- legri hugmynd á bak við geim- varnaráætlunina. Nefnilega til- raun Bandaríkjamanna til að ná yfirburðarstöðu í kjarnorkuvíg- búnaðarkapphlaupinu. Þá gagnrýnir Biskupakirkjan einnig MX kjarnorkueldflauga- áætlun Reagans forseta. Þess má geta að Weinberger var eitt sinn gjaldkeri hjá söfn- uði Biskupakirkjunnar í Kalif- orníu. Hann er mjög kirkjuræk- inn og leggur iðulega leið sína í St. John’s kirkju söfnuðarins í Washington. Leiðtogabros vekja vonir ■ Læknar eru nú að kanna hvort krabbameinsfrumur leyn- ist í nefí Reagans Bandaríkja- forseta. Bandaríkin: Krabbameinsrann- sókn á forsetanef i W'ashington-Reuter: ■ Bandarískir læknar fjar- lægðu smá skinnbút af nefi Reagans forseta síðastlið- inn þriðjudag til að kanna hvort þar væru krabbameins- frumur. Reagan hafði kvartað yfir pirringi í skinninu og læknarn- ir ákváðu að skera það burt. Larry Speaks talsmaður Hvíta hússins segir pirringinn stafa af því að þar hafi plástur haldið slöngu fastri inni í nefi forsetans þegar hann gekkst undir skurðaðgerð 13. júlí síðastliðinn. Við skurðaðgerðina reynd- ist Reagan hafa krabbameins- æxli í endaþarmi. Læknar telja góðar líkur á því að það hafi ekki borist til annarra líkams- hluta. En til vonar og vara ætla þeir samt að kanna hvort krabbameinsfrumur séu í nefskinni forsetans. Helsinki-Reuter: ■ Bros og vinalegar viðræður utanríkisráðherra risaveldanna á fundum í Helsinki í tilefni tíu ára afmælis Helsinkisáttmálans hafa vakið vonir um að nýrrar þíðu sé að vænta í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Eduard Shevardnadze utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna lýsti yfir ánægju með viðræðurn- ar við utanríkisráðherra vest- rænna ríkja og sagði að þær hefðu verið skref í átt til bættra samskipta austurs og vesturs. Hann sagðist halda heim til Sovétríkjanna aftur ánægður yfir því hvernig fundurinn hefði gengið. En sovéskir og bandarískir embættismenn vöruðu samt við of mikilli bjartsýni vegna þessa fyrsta fundar Shevardnadze, sem er nýorðinn utanríkisráð- herra Sovétríkjanna og George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, Vladimir Lomeiko, sagði t.d. „Gleymið ekki að ein svala býr ekki til sumar.“ Bandarískir embættismenn sögðust heldur ekki hafa orðið varir við að Sovétmenn hefðu breytt afstöðu sinni til ýmissa stórmála eða afkipta þeirra af Afghanistan eða hvernig þeir taka á mannréttindabaráttu stjórnarandstæðinga heima fyrir. Skógarbrunar í Frakklandi Cannes-Reuter ■ Fimm brunaliðsmenn hafa látist í baráttunni við mikla skógarelda nálægt Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Eldarnir hófust á miðvikudagsnótt nálægt Toulon og Nice. Skógareld- arnir eru sagðir þeir mestu sem orðið hafa í Frakklandi í fimmtán ár. Að minnsta kosti 130 manns hafa slasast í barátt- unni við eldhafið sem færist stöðugt nær Miðjarðarhafs- ströndinni. Surns staðar geysist eldurinn áfram með sama hraða og hestur á harðastökki. Slökkviliðs- menn segja að eldurinn hafi líklega kviknað út frá neista þegar tvær háspennulínur rákust saman í sterkum vindi. Bandaríkin: 3000 skattlausir milljónamæringar Washington-Reuter: ■ Bandaríski þingmaður- inn Jake Pickle hefur birt skýrslu þar sem kemur fram að 3.170 skattborgarar, sem höfðu yfir milljón dollara (42 milljónir ísl. kr.) í árstekjur hafi komist hjá því að greiða tekjuskatt til bandaríska ríkisins á síðasta ári. í skýrslunni kemur einnig fram að 29.800 Bandaríkja- menn með árstekjur yfir 250.000 dollara (10 milljónir ísl. kr.) árið 1983 hafi að mestu sloppið við tekjuskatt í fyrra. Pickle, sem er demokrati, sagði að þessar tölur sýndu betur en nokkuð annað að skattakerfið í Bandaríkjun- um væri óréttlátt og þarfnað- ist endurskoðunar. Hann sagði að skattlausu milljóna- mæringamir notuðu ýmsa frá- dráttarliði, sem þingið hefði .samþykkt, til að koma sér ‘hjá því að greiða skatt. Hann sagðist ekki trúa því að þingið hefði ætlað að gefa auðmönnum möguleika á því að skjóta sér alveg undan því að greiða skatta. Allir ættu að greiða það sem þeim bæri. Dýragarður notaður við skjálftaspár Moskva-Reuter ■ Sovéskir vísindamenn eru að koma upp smádýragarði í fjöllum Mið-Asíu þar sem þeir ætla að kanna hvort hegðun ýmissa dýra geti ekki gefið vísbendingu um yfirvofandi jarðskjálfta. Meðal þeirra dýra sem höfð verða í dýragarðinum má nefna múrmeldýr, sem er af íkornaættinni og heldur til í holum sem það grefur. Tass- fréttastofan segir að múrmel- dýr hafi í mörgum tilvikum sýnt með hegðun sinni að jarð- skjálfti væri yfirvofandi. „Lífjarðskjálftatilrauna- stöðin“ verður nálægt Alma Ata sem er höfuðborg Kaz- akhstans í Sovétríkjunum. § s $ Ui 'NEWS IN BRIEF August 1. Reuter HELSINKI - Soviet for- eign Minister Eduard She- 1 vardnadze called his talks | with Western niininsters this week a step forward j for East-West relations : and said they had convin- j ced him there was willing- , ness in the West to reduce Clobal tensions. • HELSINKl -The 10 Eur- opcan Community nations plus Spain and Portugal agreed to summon their envoys in South Africa ! back to Europe for cons- ultations, but remained deeply split over calls for economic sanctions ag;r inst Pretoria. • TUMAHOLE - South Africa - Nobel Peace Prize Winner Desmond Tutu challenged Pretoria, saying he wouid defy new restrictions on black fun- erals. The black Anglican bishop was addrcssing 2,000 mourners at a funer- al for township riot victims. • WASHINGTON - The White House raised strong objections to anti-apart- heid legislation imposing economic sanctions on South Africa after the bill was approved hy a special joint committee and Ihe senate and House of Rep- resentatives. • MANAGUA-The Nicar- aguan Defence Ministry said its armed forces had been placed on maximum alert after a U.S. aircraft „ carrier was detected off 1the country’s Caribbean ^ coast. CQ • % WASHINGTON - Six pe- ople, including a U.S. » Army Lieutenant-Colon- Ul el, have been arrested for ^ plotting to smugglc mili- tary weapons worth milli- ons of dollars to Iran, the Federal Bureau of Inve- stigation (FBI) said. • MOSCO W - Soviet leadcr Mikhail Gorbachev has assumed the chairmanship of the powerful defencc committee which has supr- eme control of the armed forces in the event of war, '1 a senior Soviet official said. • LIMA - Peru’s new go- verninent announced an emergency economic plan U. which froze prices, slashed Sy loan rates and lifted mini- mum wages by 50 per ^ cent. The moves aim to 5 curb runaway inflation. S CANNES - France - Five 3 flremen died and holi- daymakers fled for their tg lives as troops and flremen ^ battled a wall of flame ^ racing through highland ■ forests towards the Medi- terranean coast. • IVIENNA - Sparkling wine and grape juice have been implicated in Aus- tria’s winc-doctoring scandal, but a top offlcial said juices for cxport were not affected. • WASHINGTON - More than 3,000 U.S. million- aires using tax shelters approved by congress paid virtually no federal inc- ome tax last year, Cong- ressman Jake Pickle, a Texas Democrat, said. NEWSINBRIEFJ

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.