NT


NT - 02.08.1985, Side 23

NT - 02.08.1985, Side 23
 Föstudagur 2. ágúst 1985 23 Landsmótið í golfi: Sigríður vann í 2. flokki ■ Glundroði í vöm KR eftir að Skagastúlka hefur náð að smeygja sér í gegnum vöm Vesturbæjarliðsins. Smugurnar í vörn þeirra röndóttu reyndust þó ekki nægilega margar í gærkvöldi því f A mátti sætta sig við jafntefli, 3-3. 1. deild kvenna: Skaginn tapaði stigum - náði aðeins jafntefli 3-3 gegn KR ■ KR-stúlkurnar urðu fyrstar allra til að taka stig af stölium sínum frá Akranesi í 1. deild kvenna. Liðin gerðu 3-3 jafn- tefli í Frostaskjólinu í gær, en í hálfleik leiddi KR 2-1. Þá sigr- aði Breiðablik Keflavík 0-9. Ragnheiður Jónasdóttir skor- aði fyrsta markið í leiknum þegar í upphafi í Reykjavík og kom í A í 0-1. Er um 10 mínútur voru af leik var Kristrúnu Heim- isdóttur hrint í vítateig ÍA og Árna Steinssen skoraði úr vít- inu. Björg Sigþórsdóttir kom svo KR yfir fyrir hlé. Halldóra Gylfadóttir jafnaði metin með skoti í þverslána og inn á 1. mínútu síðari hálfleiks en um miðjan hálfleik fékk KR aftur víti. Boltinn hrökk í hendi á Skagastúlku í vítateig. Arna skoraði aftur, 3-2. Er 20 sekúndur voru eftir klikkaði svo rangstöðugildra KR og Guðrún Gísladóttir komst í gegn. Hún skaut í slána og inn, en ekki fór knötturinn nema rétt inn fyrir línuna. Varð af þessu nokkur rekistefna, en línuvörðurinn var viss í sinni sök. Erla Rafnsdóttir skoraði fiög- ur marka UBK gegn ÍBK. Asta B. Gunnlaugsdóttir og Lára Ás- bergsdóttir skoruðu tvö hvor og Ásta María Reynisdóttir eitt. ■ Sigríður B. Ólafsdóttir, GH. Sigraði í 2. flokki kvenna í landsmótinu í golfl, sem nú stendur yflr á Akureyri. Hún lék holurnar 36 á 189 höggum. Hildur Þorsteinsdóttir, GK, varð önnur á 198 höggum og Kristine Eide, NK, þriðja á 198 höggum. Þær Hildur og Kristine þurftu að leika bráðabana um silfrið og sigraði þá Hildur. Skor hinna 35 keppenda í meistaraflokki karla er frekar slakt og hefur Stóri-boli reynst þeim erfiður, þrátt fyrir að golf- völlurinn sé í toppformi. Sigurður Pétursson, GR og Ómar Örn Ragnarsson, GL, eru efstir með 75 högg og Si- gurður Hafsteinsson, GR, er þriðji með 76 högg. Þá kemur Hannes Eyvindsson, GR, með 77 högg og í 5.-6 sæti eru jafnir Karl Omar Karlsson, GR, og Gylfi Kristinsson, GS, með 78 högg. I meistaraflokki kvenna eru Þórdís Geirsdóttir, GK, og Steinunn Sæmundsdóttir, GR, efstar með 83 högg. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, og Kristín Pálsdóttir, GK, hafa leikið fyrstu 18 holurnar á 84 höggum. íslandsmeistari kvenna frá því í fyrra, Ásgerður Sverris- dóttir, GR, er í 5.-6. sæti með 92 högg. I 1. flokki kvenna leiðir Erla Adolfsdóttir, GA, á 93 höggum og Sigurbjörg Gísladóttir, GV hefur leikið holurnar 18 á 96 höggum. Það hefur Aðalheiður Jörgensen, GR, reyndar einnig gert og eru þær jafnar í 2.-3. sæti. í 1. flokki karla er Helgi Eiríksson, GR, efstur eftir fyrstu 18 holurnar með 75 högg. Stefán Unnarsson, GR, er ann- ar með 77 högg og tveir eru jafnir í 3.-4. sæti. Ólafur Gylfa- son, GT, og Óttar Ingvarsson, GR, hafa báðir leikið á 78 höggum. I 2. flokki karla hafa verið leiknar 36 holur og þar eru þrír efstir og jafnir á 168 höggum, Karl H. Karlsson, GK, Rúnar Gíslason, GR og Guðmundur Sigurjónsson, GS, hafa allir leikið á þeim höggafjölda. 2. deild kvenna: Haukasigur -og sætií l.deild tryggt ■ Haukar tryggðu sér rétt til keppni í 1. deild kvenna að ári, er þær sigruðu Framstúlkurnar í B-riðli 2. deildar 4-0 í Hafnar- firði í gærkvöldi. Þá sigraði Þórgerður Selfoss 0-5. Helena Önnudóttir potaði knettinum í net Framara í fyrri hálfleik og þannig stóð í hléi. í þeim síðari var hún svo aftur á ferðinni og skallaði þá knöttinn í netið, hennar 10. mark í sumar í deildinni. Hafdís Guðjóns- dóttir varð svo fyrir því óláni að ■ Fyrir stuttu léku Haukar tvo leiki og unnu báða. Fyrst 2-0 gegn ÍR og skor- uðu þá Anna Guðmundsdóttir og Hel- ena mörkin. Svo gegn Þórgerði og vannst sá leikur 6-2. Helena gerði tvö, Anna eitt, sem og þær Jóhanna Pálsdótt- ir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sandra Rúdolfsdóttir. í A-riðli sigraði Víkingur og kemst í 1. deild en Víkingur verður að leika við Hauka um meistaratitil 2. deildar. Vík- gera sjálfsmark og lokaorðið átti Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hrafnhildur Hreinsdóttir mis- notaði víti fyrir Fram í síðari hálfleik, skaut yfir. Á Selfossi vann Þórgerður, sameiginlegt lið Hveragerðis og Þórs Þorlákshöfn, góðan sigur. Sigurborg „Lillý“ Ólafsdóttir skoraði eina markið fyrir hlé og eftir það bætti hún við tveimur mörkum. Pia Löve Sörensen skoraði hin tvö, annað úr víta- spyrnu. HM keppni landsliða í tennis: BeckergegnUSA ■ í dag hefst í Hamborg keppni Vestur-Þjóð- verja og Bandaríkjamanna í heimsmeistara- keppni landsliða í tennis. Viðureign þessi er einkum athygli verð fyrir þær sakir að Vestur- Þjóðverjar eiga kornunga tennisstjörnu sem skaust upp á stjörnu himininn í London í fyrri mánuði með því að vinna einliðaleik karla á Wimbledon mótinu sem er stærsta tennismótið sem haldið er í heiminum. í annan stað er vert að líta keppnina frá þeim sjónarhóli að bestu spilarar Bandaríkjanna, þeir John McEnroe og Jimmy Connors munu ekki verða með. Þrátt fyrir að það væri vitað fyrir löngu, voru Vestur-Þjóðverjar ekki taldir eiga minnstu möguleika á sigri gegn Bandaríkjunum sem hafa unnið heimsmeistarakeppni þessa 28 sinnum. Það var ekki fyrr en Boris Becker, yngsti Wimbledonmeistari sögunnar, kom til skjalanna sem farið var að tala um möguleika Þjóðverja sem raunhæfan. Þeir hafa aðeins einu sinni leikið til úrslita um „Davicup“ eins og Engilsaxar kalla heims- meistaramótið. Það var árið 1970 er þeir skftlágu fyrir einmitt Bandaríkjamönnum með 0-5. Becker er nánast þjóðhetja í landi sínu og það hvílir mjög mikið farg á herðum hans vegna leikjanna gegn USA. Auk þess er þetta fyrsta skipti sem hann keppir á heimavelli síðan Wimbledontitillinn varð hans. FERÐAFOLK Flýtið ykkur hægt Hjá okkur er helgarsala, þá er opið sem hér segir: Föstudaga kl. 18.30-20.30 Laugardaga kl. 16.00-20.30. Sunnudaga kl. 16.00-20.30. Alla virka daga er verslunin opin kL 9.00- 18.00. VERIÐ VELKOMIN! Kaupfélag Ólafsvíkur. m ingur lék við Grindavík suður með sjó um daginn og vann 1-2. Inga Lára Þórisdóttir skoraði fyrst fyrir Víking, en Svanhvít Másdóttir jafnaði og þannig stóð í hálfleik. Sigurmarkið gerði svo Hrund Rúdólfsdóttir. Þá sigraði Víkingur Grundarfjörð 5-0 fyrir stuttu. Inga Lára skoraði tvö markanna og Hrund, Helena Ólafsdótt- ir og Valdís Birgisdóttir gerðu eitt hver. Stórsigur Noregs - unnu ísland 7-2 ■ ísland tapaði illa fyrir Noregi í gærkvöldi í fjórðu og næstsíðustu umferð Norðurlandamóts drengja- landsliða, sem nú stendur yfir í Berg- en í Noregi. Norsku strákarnir skor- uðu sjö sinnum, en þeir íslensku aðeins tvisvar. Norsararnir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Gunnlaugur Einarsson náði að laga stöðuna aðeins með marki, en þeir norsku bættu þá hinu fjórða við. Þá skoraði Gunnlaugur aftur og staðan 4-2 fyrir Noreg. En lokaspretturinn var Norðmannanna. Þeir röðuðu inn þremur mörkum án svars og sigruðu 7-2. Annars eru allar fréttir af leiknum af afar skornum skammti vegna þess hve treglega gengur að ná í Islending- ana í Noreei. FERÐAMENN Vöruhúsið Hólmkjör er ein stærsta verslun íStykkishólmi. Verslunin býður upp á nýlenduvörur, heimilistæki og fatnað með meiru. Hafieitthvað gleymstsem þú ætlaðir að hafa með þér í ferðalagið þá má n gera ráð fyrirað við ^ getumgerteitthvaðfyrir ^ ^ þiQ■ Hm..,éggleymdi stuttbuxum og hamborgurum. 0 VÖRUHÚSID HÓLMKJÖR STYKKISHÓLMI TE-Húsið er kvöld- og helgarsala. Opið frá kl. 20 til23 virka daga en kl. 13 til 23 um helgar. VERIÐ VELKOMIN!

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.