NT - 10.08.1985, Side 7
Laugardagur 10. ágúst 1985 7
Ólafur Ketilsson:
Um hnakkapúða og bílbelti
umferðarráð, líklega með
fimma manna starfslið, til þess
að telja ökutjónin, hvað það
gjörir annað fyrir okkur en
láta birta þau tjónin í blöðum,
og láta lesa þær tölur í ríkisút-
varpi, og sjónvarpinu líka. Við
ökumenn sú hættulegasta og
heimskasta sétt landsins, þyrft-
um bæði kennslu, við verkið,
svo ogendurtekna tilsögn. Það
sem við höfum síðast heyrt, að
vísu frá lögreglumönnum þar
sem annar galaði í útvarp frá
Ártúnshöfða, en hinn frá
Akureyri, að vísu meinlaust
hjál. Svo og í dag frá lögreglu-
manni og umferðarráðsmanni,
þar sem þeir bentu aðeins á
það að aka eftir aðstæðum, svo
og að það vantaði miklu meira
fé til Umferðarráðs, en Árnes-
ingur okkar sem fékk ekki að
tala út var því varla samþykk-
ur. Vona að okkar alþingis-
menn sem vilja vaka yfir vel-
ferð umferðarmála, endurbæti
á næsta Alþingi sína hnakka-
púðatrú, en hinir hvíli hjá
þeim, sem hvíla á hnakkanum
eftir að þeir hafa fengið sínar
þrjár undanþágur frá öllum
umferðarlögum hjá sjálfum
dómsmálaráðherranum.
Ólafur Ketilsson.
3. gr.
Á eftir 64. gr. komi nýr liður
og ný grein, svohljóðandi:
H. Um notkun öryggisbelta
í bifreiðum. 54 gr a
Hver sá, er situr í framsæti
bifreiðar, sem búið er öryggis-
belti, skal nota það við akstur
á vegum. Eigi er skylt að nota
öryggisbelti við akstur aftur á
bak. Sama gildir um akstur á
bifreiðastæðum, við bensín-
stöðvar eða við svipaðar að-
stæður.
Dómsmálaráðherra getur
sett reglur um undanþágur frá
notkun öryggisbelta, ef heilsu-
fars- eða læknisfræðilegar
ástæður eru taldar gera slíka
undanþágu brýna.
Eigi er skylt að nota öryggis-
belti í leigubifreiðum til mann-
flutninga. Dómsmálaráðherra
getur sett reglur um undan-
þágu frá notkun öryggisbelta
við annan sérstakan akstur,
eða við erfið og hættuleg skil-
yrði utan þéttbýlis, svo sem í
mikilli ófærð eða þar sem hætta
getur verið á skriðuföllum eða
snjóflóðum.
13. bindi mannkynssögu
■ Lög um hnakkapúða og
bílbelti ásamt þremur undan-
þágum voru samþykkt á Al-
þingi þann 25. maí 1981, sem
eru skráð þannig á heillri síðu
sem hér með fylgir á sérblaði
no.55.
' Um breyting á umferðarlög-
um no. 40 1968 sbr. lög 1970
og lög nr. 30. 1977. Á eftir 2.
málsgrein 5. gr. laganna komi
ný málsgrein svohljóðandi. í
þeim bifreiðum sem búnar eru
öryggisbeltum skv. þessari
grein, skuli og vera hnakka-
púðar af viðurkenndri gerð á
framsætum. Ákvæði þetta gild-
ir um bifreiðar sem fluttar eru
til landsins eftir 1. janúar 1983.
2. gr. Heimilt er að aka á
reiðhjóli og leiða reiðhjól á
gangstéttum og gangstígum, ef
það er ekki til hættu eða óþæg-
inda fyrir aðra vegfarendur.
b.8. málsgrein orðist svo;
Reglur þessar gilda einnig um
létt bifhjól. 3. gr. svohljóð-
andi: H. Um notkun öryggis-
belta í bifreiðum. 64. gr. a.
Hver sá, er situr í framsæti
bifreiðar, sem búið er öryggis-
belti, skal nota það við akstur
á vegum. Eigi er skylt að nota
öryggisbelti við akstur aftur á
bak. Við bensínstöðvar eða
við svipaðar aðstæður. Dóms-
máiaráðherra getur sett reglur
um undanþágur frá notkun
öryggisbelta, ef læknisfræði-
legar ástæður eru taldar gera
slíka undanþágu brýna. Dóms-
málaráðherra getur sett reglur
um undanþágu frá notkun ör-
yggisbelta við annan sérstakan
akstur. 4. gr. leiðir þó ekki til
lækkunar eða niðurfellingar fé-
bóta. 5. gr. Dómsmálaráð-
herra skipar 19 menn í Um-
ferðarráð tilþriggja ára í senn.
6. gr. Eigi skal þó refsa fyrir
brot gégn 3. gr. 7. gr. Lög þessi
öðlist þegar gildi.
Samþykkt á Alþingi 25. maí
1981.
í framhaldi frá þessum lög-
um ræddu alþingismenn á síð-
astliðnu Alþingi mjög mikið og
lengi, um það hvort það skyldi
sekta okkur ökumenn ef við
hlýddum ekki nefndum lögum,
sem var að lokum fellt. Nú
leyfi ég mér að spyrja þá hátt-
virtu alþingismenn sem sömdu
og samþykktu nefndar breyt-
ingar á umferðarlögunum,
hverju þau hafa breytt til bóta
í akstrinum,? og hvaða ákvæð-
um þau hafa breytt við kennslu
til ökuverka, og áhrifum
kennslunar? Við hinir eldri
ökumenn sem lærðum ekki að
aka óskum eftir því'. Ég vil
líka spyrja það nítján manna
laga mannkyn:
litröö AB
■ Saga mannkyns. Ritröð
AB. 13. bindi: Stríð á stríð
ofan 1914-1945, eftirHenning
Poulsen. Gunnar Stefánsson
íslenskaði. Almenna bókafé-
lagið 1985. 272 bls.
Margt bar óneitanlega til
tíðinda á því tímabili mann-
kynssögunnar, sem þetta bindi
í nýrri ritröð Almenna bóka-
félagsins greinir frá. Tvær
heimsstyrjaldir voru háðar,
sem færðu yfir mannkynið
meiri hörmungar en áður
höfðu þekkst. Daglegt líf fólks
tók meiri og örari breytingum
víðast hvar en dæmi voru til á
jafnskömmum tíma áður og
miklar breytingar urðu á valda-
hlutföllum í heiminum. Við
upphaf tímabilsins voru gömlu
evrópsku stórveldin enn þau
sem mestu réðu, en þegar
tímabilinu lauk höfðu þau
gengið sér svo til húðar að þau
áttu sér ekki viðreisnar von
sem heimsveldi. í þeirra stað
komu Bandaríkin og Sovétrík-
in, sem voru hinir eiginlegu
sigurvegarar síðari heims-
styrjaldarinnar.
í þessari bók er greint frá
þessum atburðum, frá heims-
styrjöldinni 1914 - 1918, frá
stjórnmálaþróun millistríðs-
áranna, frá aðdraganda síðari
heimsstyrjaldarinnar, frá styrj-
öldinni sjálfri, frá byltingunni
í Rússlandi 1917, frá skipan
mála eftir fyrri heimsstyrjöld í
Evrópu, frá nýlenduveldunum
og frá daglegu lífi og menn-
ingu, auk þess sem hagsagan
fær allmikið rúm, meira en
almennt gengur og gerist í
yfirlitsritum af þessu tagi.
Eins og vænta má er hér
mikill fróðleikur samankominn
og vekur nánast furðu hve
miklu höfundur kemur að á
tæpum þrjú hundruð blaðsíð-
um. Frásögn hans er öll
skemmtileg og læsileg og er
ekki að efa, að hún muni falla
íslenskum lesendum vel í geð.
Hann fléttar saman góða heild-
ar- eða yfirlitsmynd af atburð-
um þessara ára og gerir góða
tilraun til að skýra stjórn-
málaþróun í heiminum með
tilliti til þess sem gerðist í
efnahags- og menningarmál-
um. Hinir svokölluðu „al-
mennu lesendur“ ættu því að
geta haft gott gagn af ritinu.
Frá fræðilegu sjónarmiði séð
er það hins vegar afar yfir-
borðskennt, enda víst ekki við
öðru að búast, og ýmsu því
sem umdeilt er meðal sagn-
fræðinga er haldið fram án
þess að varnaglar séu slegnir.
Þetta er þó ekki sagt höfundi
til hnjóðs. Honum hefur að
flestu leyti tekist vel og fátt er
vandasamara en að semja al-
mennt yfirlitrit sem þetta svo
vel fari. Þá á höfundur hrós
skilið fyrir það, hve miklu
rúmi hann ver til umfjöllunar
á menningarsögunni, en hún
vill gjarnan verða hornreka
þegar rætt er um mikil
umbrotatímabil.
Frá hendi útgefenda er bók-
in ágætlega úr garði gerð. Hún
er í stóru broti, prentuð á
góðan pappír og prýdd miklum
fjölda mynda og korta. Hvort-
tveggja mun gera lesendum
lesturinn auðveldari og
ánægjulegri og margar mynd-
anna hafa mikið heimildagildi.
Þær hafa að sönnu allar komið
fyrir almenningssjónir áður, en
munu á hinn bóginn fæstar
hafa birst áður í íslensku riti.
Um þýðingu Gunnars
Stefánssonar treysti ég mér
ekki til að dæma þar sem ég
hef ekki séð norska textann,
sem bókin er þýdd úr, en
þýðing Gunnars er á ágætri
íslensku og ber þess engin
merki að bókinni hafi verið
snúið úr erlendu máli.
Jón Þ. Þór
hanistan. Mannréttindabrot og
kúgun voru ekki einu sinni til
umræðu, einungis þessi tiltekni
atburður. En því miður, kald-
rifjuð árásarstefna kemur okk-
ur ekki við, það má ekki
blanda saman íþróttum og
stjórnmálum!
I þessum stutta pistli er
hvorki rými eða ástæða til þess
að fjalla um aðra þætti þessa
máls. T.d. eðlileg samskipti
leikmanna frá ríkjum sem
mannréttindasamtök hafa ekki
beinlínis velþóknun á, og svo
samskipti þeirra við aðra.
Enda njóta þessir leikmenn
þess að hin alþjóðlega íþrótta-
hreyfing virðist yfirleitt ekki
vilja skörun íþrótta og stjórn-
mála. íhlutun í innanríkismál
á sko enga samleið með prúð-
mennsku og drengskap.
Æskilegur aðskilnaður
Það er siðferðilega rétt að
beita S-Afríku refsiaðgerðum
vegna stjórnarfarsins þar í
landi. Það leikur enginn vafi á
því að fatlaðir íþróttamenn
eiga að gjalda þess að aðskiln-
aðarstefna ríkir í heimalandi
þeirra, jafnvel svartir þátttak-
endur. Látum þá fá til te-
vatnsins.
En er ekki rétt að ganga
röskleg til verks og leyfa
andúðinni á aparteid að verða
fyrsti vísirinn að allsherjar
hreinsun á vettvangi íþrótta?
Blöndum saman íþróttum og
stjórnmálum. Hvernig væri
t.d. að nota ársskýrslu Amn-
esty International sem mæli-
kvarða á þátttökurétt þjóða á
Ólympíuleikum? Með því
móti væri hægt að draga í dilka
hreina og óhreina, eigum við
að kalla það æskilegan aðskiln-
að? Það er altjént ótækt að
virkja ekki þann eldmóð er
hefur gripið íþróttasamtök
víða um heim, í réttlátri reiði
þeirra vegna ástands mála í
S-Afríku. Nú má ekki láta
staðar numið, sá sem ekki er
samkvæmur sjálfum sér verður
aldrei sannfærandi baráttu-
maður. Því verður ekki trúað
fyrr en á reynir að annarlegar
hvatir búi innra með nokkrum
þeim er lætur sig varða jafn
göfugt efni og almenn mann-
réttindi eru óneitanlega. Af
þeim sökum ætla ég ekki að
særa neinn með því að nefna
hræsni, skinhelgi, eða yfir-
drepsskap.
Sturla Sigurjónsson.
Málsvari frjalslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaösstj.: Oddur Ólatsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
m
ifíf
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Liðkað fyrir
nýsköpuninni
■ Ástæða er til að fagna þeirri ákvörðun fjármála-
ráðherra að beita sér fyrir því að felld verði niður
aðflutningsfjöld á tæki til nota við fiskeldi. Ljóst
er að mikill hluti af því fé, sem þarf til að hefja
framkvæmdir við fiskeldistöðvar, verður að taka
að láni erlendis og því er óþarfi að íþyngja
nýsköpun í atvinnulífi með skattheimtu.
Nefnd, sem Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, skipaði í vor til þess að gera
tillögur um opinberar aðgerðir sem hvetji til
nýsköpunar í atvinnulífinu lagði þetta meðal
annars til og hefur ráðherrum öllum verið kynntar
tillögur nefndarinnar. Nefndin lagði mikla áherslu
á að fjármagn yrði útvegað til rannsókna og
þróunar, en sem kunnugt er var það megin
niðurstaða aðalfundar miðstjórnar Framsóknar-
flokksins á Akureyri fyrir tveim árum, að fimm
hundruð milljónum króna yrði varið til nýsköpunar
í atvinnulífinu. Ríkisstjórnin hefur síðan unnið að
framgangi þeirrar stefnu sem Framsóknar-
flokkurinn mótaði.
En betur má ef duga skal. Nefndin sem
forsætisráðherra skipaði gerði það að tillögu sinni,
að þar til virðisaukaskattur hafi verið tekinn upp
verði felld niður öll gjöld þar með talinn söluskatt-
ur af vélum, tækjum, búnaði og fjárfestingarvör-
um til uppbyggingar nýrra atvinnugreina, svo sem
fiskeldis, loðdýraræktar, rafeindaiðnaðar og
líftækni.
Fjármálaráðherra hefur nú beitt sér fyrir þessu,
hvað fiskeldi varðar. En nefndin lagði einnig til,
að allir opinberir fjárfestingarsjóðir skuli verja
hluta af ráðstöfunarfé sínu til áhættulána, fjárfest-
ingarhömlur í löggjöf verði rýmkaðar verulega og
heimilt verði að undanþiggja fyrirtæki í nýjum
greinum tekjuskatti, launaskatti og aðstöðugjaldi
um ákveðið árabil.
Þessum tillögum verður að gefa gaum svo fljótt
sem auðið er.
Nýir keppinautar
Eins og NT skýrði frá fyrir réttri viku, hefur
Bandaríkjastjórn ákveðið að láta bjóða út flutn-
inga fyrir Varnarliðið hingað til lands.
Skipadeild Sambandsins hefur nú í förum milli
íslands og Bandaríkjanna nýtt og glæsilegt skip og
eins og haft er eftir Ómari Jóhannssyni í blaðinu
í gær, hefur legið ljóst fyrir, að Sambandið stefndi
að því að fá eitthvað af flutningum fyrir Varnarlið-
ið.
Forystumenn hinna skipafélaganna tveggja sem
einnig eru talsmenn frjálsrar samkeppni, fá nú
nýjan keppinaut, fyrir utan hugsanlega þátttöku
erlendra skipafélaga.
Nú er að sjá hver stendur sig.