NT - 10.08.1985, Síða 23

NT - 10.08.1985, Síða 23
Laugardagur 10. ágúst 1985 23 Evrópumeistaramótið í sundi: Eðvarð er í heimsklassa ■ Eðvarð Pór Eðvarðsson sundmað- urinn snjalli úr Njarðvíkum gerði það ekki endasleppt á Evrópumeistaramót- inu í sundi sem fram fer í Búlgaríu. Fyrst setti hann íslandsmet í 100 og 200 metra baksundi, synti á 2:06,20 mín. og komst þar með í undanúrslit. Eðvarð vann riðilinn á 2:05,77 mín. og bætti metið því aftur sama daginn. Pessi tími er sá besti á Norðurlöndunum í ár og nálægt Norðurlandametinu. Það er og besti árangur Vestur-Evrópumanns í greininni á Evrópumótinu. Aðeins Sovétmenn og Austur-Þjóðverjar náðu betri tíma. I gær kepptu Ragnar Guðmundsson, Bryndís Olafsdóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir. Að þessu sinni féll ekkert íslandsmet, aldrei þessu vant. Ragnar Guðmundsson synti 400 metra skriðsund á 4:13,96 mín. sem er mjög nálægt metinu, Bryndís synti 100 metra flugsund á 1:08,03 mín. og Ragn- heiðursynti lOOmetra bringus á 1:16,75 mín. í dag keppir Ragnheiður í 200 metra fjórsundi, Eðvarð í 100 metra baksundi og Ragnar Guðmundsson í 1.500 m skriðsundi. Körfuknattleikur: Viðar í Hauka ■ Viðar Vignisson, landsliðsmaður í körfuknattleik, mun leika með Haukum næsta vetur samkvæmt heimildum NT. Viðar er sterkur frákastamaður og verð- ur Haukunum mikill styrkur. Þeir hafa ekki verið auðunnir undanfarin tvö ár og við þessi tíðindi aukast ekki sigurlík- ur hinna liðanna. Það má telja víst að Haukar hampieinhverjum sigurlaunum í vor. Evrópubikarkeppnin í frjálsíþróttum: AÍIir á völlinn - sænski hástökkvarinn Sjöberg kominn til landsins ■ í dag hefst á Fögruvöllum, frjáls- íþróttavellinum í Laugardal, C-riðill Evrópubikarkeppninnar í frjálsíþrótt- um. Það er ástæða til að hvetja fólk til að fara niður í Laugardal og fylgjast með þessum einstaka íþróttaviðburði á íslandi. Veðurspáin fyrir helgina er ekki amaleg og þar sem dagskráin er stutt og samþjöppuð ætti engum að leiðast eða verða kaít. Rétt er að vekja athygli á því að keppnin stendur aðeins í tvo tíma hvorn dag, í dag og á morgun. í dag byrjar ballið kl. 14.00 en á morgun kl. 13.30. Þess má geta að þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar í sumum blöðum undanfarið mun Evrópumethafinn í hástökki, Patric Sjöberg keppa á mót- inu. Hér kemur tímaseðill mótsins: LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST: 14:00 400 m gr. hl. kvenna - hástökk karla - kúluvarp karla - spjótkast kvenna. 14:10 400 m gr. hl. karla - langstökk karla. 14:20 100 m hl. kvenna. 14:25 100 m hl. karla. 14:35 800 m hl. kvenna. 14:40 1500 m hl. karla. 14:45 spjótkast karla. 14:50 400 m hl. kvenna. 15:00 400 m hl. karla. 15:10 3.000 m hl. kvenna. 15:25 10.000 m hl. karla. KAvann Völsung ■ KA og Völsungur áttust við í gærkvöldi í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á Akranesi. Leikur þessi skipti miklu máli fyrir bæði liðin. KA í efsta sætinu og Völsungur skammt á eftir og þurftu að sigra til að vera verulega hættulegir á toppnum. En það var heimaliðið sem vann 1-0 og stendur því vel að vígi. KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik og léku þá ágætlega. Ekkert mark höfðu þeir þó upp úr krafsinu. í seinni hálfleik átti að láta sverfa til stáls af beggja hálfu og færðist mikil harka í leikinn. Spilið var ekki í fyrirrúmi eins og oft vill verða þegar kapp er meira en forsjá og leikurinn einkenndist af miðjuþófi. Mark KA kom svo aðeins fjórum mínútum fyrir leikslok og var það Bjarni Jónsson sem skoraði. Að sögn vallarstarfsmanns á Akureyri var þetta „púra rangstaða“. Bjarni var tveim til þrern metrum fyrir innan þegar hann skóraði eftir fyrirgjöf. 15:45 kringlukast kvenna. 16:00 4x100 boðhlaup karla. 16:10 4x100 boðhlaup kvenna. SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST: 13:30 stangarstökk. 14:00 110 m gr. hl. karla - kringlukast karla - hástökk kvenna. 14:10 800 m hl. karla - langstökk kvenna - kúluvarp kvenna. 14:15 1.500 m hl. kvenna. 14:25 3.000 m hindrunarhlaup. 14:40 100 m gr. hl. kvenna. 14:45 200 m hl. kvenna. 14:50 200 m hl. karla. 15:0010.000 mhl. kvenna-sleggjukast-þrístökk. 15:40 5.000 m hl. karla. 16:00 4x400 m boðhlaup karla. 16:10 4x400 m boðhlaup kvenna. Haukar meistarar ■ Haukar uröu á fimmtudaginn ís- landsmeistarar í 2. deild kvenna í knattspyrnu er þær sigruöu Víking í jöfnum og spennandi leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og svo var einnig eftir framlengingu. Vítaspyrnu- keppnin endaði og með jafntcfli en að lokum brenndu Víkingisstelpurnar af og Haukar tryggðu sér sigur. Nachi legurer japönskgæðavara á sérsaklega hagstæóu veröi. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. nflTUIXHM r HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SIMI: 685656 og 84530 TflAPGIP Múgsaxarar Verð kr. 246.136.- Vökvastýrt vagnbeisli Til afgreiðslu strax SVOfSIA GETUR FARIÐ FYRIR ÞÍIMU HÚSI EF MÁLNIIVIGIIM ANOAR EKKI ISPO málning og múrefni eru þýsk gæðaframleiðsla sem byggir á margra ára rannsóknum Þjóðverja á áhrifum frosts á steinsteypu. Nú þegar er komin góð reynsla á ISPO múrefni til viðgerða á alkalískemmdum húsum hérlendis og hefur Rannsóknarstofnun bygginganðnaðanns staðfest gæði efnisins. Nú er komin á markaðinn hérlendis ISPO málning sem er vatnsfráhrindandi og hefur einstaka öndunarhæfni, þannig að hún kemur í veg fyrir frost- og alkalískemmdir í steinsteypu. ISPOSAN málning er vatnsfrá- hrindandi en andar og andar alveg sama hversu margar um- ferðir eru málaðar. ISPOSAN hefur frábæra viðloð- un við alla málningu og eróhætt að mæla með ISPOSAN máln- ingu sem góðri vörn gegn alkali'- skemmdum. ISPOSIL málningu má eingöngu nota á áður ómáluð hús og til að forðast misskilning sejjum við þessa málningu eingöngu til málarameistara. Frábær utan- hússmálning fyrír húsbyggjend- ur, sem vanda til húsa sinna. ISPOACRYL-100. 100% acryl- málning sem er gott að nota til sprunguviðgerða og til að mála hús sem ekki hafa oft verið rnáluð. MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120. RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND Lelðbeinandl frá ISPO er á staðnum á fimmtudogum frá 3-6 tll að lelðbeina um val og notkun á ISPO múr- og málningarefnum. midas

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.