NT - 13.08.1985, Blaðsíða 1

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 1
UL NEWS SUMMARYINENGLISH SEEP.21 „Lágmarkskurteisi að tala íslensku!" ■ „Það er ákaflega uppbyggj- andi starf að vera launaður iðju- leysingi siglandi um heimshöfin. Best gæti ég trúað að öflugir vopnasalar standi á bak við ykkur.“ Þessar og þvílíkar upp- hrópanir heyrðust á kynningar- fundi Greenpeace samtakanna á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Hópur íslenskra hrefnuveiði- manna var á fundinum og vöktu þeir athygli fyrir stöðug frammí- köll þegar Grecnpeace menn sýndu fundargcstum áróðurskvik- ntynd sem samtökin hafa gert. „Mér finnst það lág- markskurteisi að tala íslensku á fundi sem haldinn er í íslenskum fundarsal. í það minnsta hefðu þeir getað haft túlk. eða íslenskan texta nteð myndinni," sagði Konráð Eggertsson hrefnuveiði- maður. Þessir menn eru hingað komnir til þess að kippa fótunum undan lífsafkomu okkar, þetta eru upp til hópa skæruliðar.'" Um það bil 80 manns voru á fundinum, þar af um 20 áhafnar- meðlimjr af Síríusi, 15 hrefnu- veiðimenn, auk hvalveiðimanna, fréttamanna, ferðamanna og ann- arra fundargesta. Sjá nánar fréttir og myndir frá heimsókn í Síríus, skip þeirra Greenpeace manna, á blaðsíðu 2. NT-mynd Árni Bjarna. ■ Tekst honum að stöðva hvalveiðar íslendinga? Sjá frétt bls.2, 524 farþegar fórust með risaþotu í Japan í gær Tokyo-Reutcr: ■ Japönsk risaþota fórst í innanlandsflugi í gær með 524 farþega innanborðs auk áhafnar. Aldrei áður hafa jafnmargir farist með einni flugvél. Flugvélin var á leiðinni frá Hanedaflugvelli íTokyo til Osaka. Meðal farþeg- anna voru 21 útlendingur og tólf lítil börn sem for- eldrar sátu undir. Skömmu eftir flugtak til- kynnti flugmaðurinn að vél- in léti illa að stjórn. Nokkru síðar skýrði hann frá því að vélin væri að missa hæð og bað um leyfi til að snúa við til Haneda. En svo virðist sem honum hafi ekki tekist að snúa flugvélinni í átt til flugvall- anna því að klukkan 18:55 að staðartíma (9:55 ísl. tíma) rúmum hálftíma eftir að hann tilkynnti fyrst urn flugerfiðleika bað hann um staðarákvörðun frá flug- turni og sagðist ekki vita hvar hann væri. Aðeins tveim mínútum síðar hvarf vélin af ratsjá og hrapaði logandi til jarðar í japönsku Olpununt. Skömmu áður en vélin hrapaði sagði flugmaðurinn að hliðarhurð flugvélarinn- ar væri skemmd og að erfið- leikarnir við að stýra flug- vélinni stöfuðu af því. Flugvélin var af gerðinni Boeing 747 SR sem getur tekið allt að 550 farþega. Ólíklegt er talið að nokkur hafi lifað af en seint í nótt hafði björgunarmönnum enn ekki tekist að komast á slysstað þar sem flugvélin hrapaði í hrjóstrugu fjall- lendi. (Sjá nánar bls. 13) Bera brigður á lögmæti sölu Flugleiðabréfanna Ölvunar* akstur helgar- innar ■ NT hafði spurnir af nítján ökumönnum sem teknir voru fyrir ölvun við akstur um helgina. Ölv- unarakstur helgarinnar var sem hér segir: Reykjavík ......... . 12 Akureyri...............2 Vestmannaeyjar . . . . 1 Selfoss................2 Keflavík .............1 Húsavík...............1 Kópavogur.............. .........Ekki gefið upp Samtals.............. 19 ■ Siðlaust og löglaust. Þessi orð hafa heyrst hvað eftir annað í umræðu um sölu hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum, sem félag- ið, eins og kunnugt er, keypti sjálft á föstudaginn. Ef marka má skoðun fróðra manna, sem blaðið hefur snúið sér til, eiga þessi orð við nokkur rök að styðjast. Til dæmis gekk nýlega héraðsdómur, sem fól í sér, að hlutafélagi er með samn- ingi óheimilt að kaupa meira en 10% af hlutafé í viðkomandi félagi, jafnvel þótt það geti selt það sem umfram er innan þriggja mánaða. Eins og fram kom í blaðinu á laugardag, hljóðar ein grein hlutafélaganna á þessa leið: „Hlutafélag má aldrei sjálft eiga meira en 10% af eigin hlutafé. Eignist félagið meira af hluta- fénu, skal það hafa selt hluta- bréf þannig, að lögmætu marki sé náð innan þriggja mánaða." Umræddur héraðsdómur, komst að þeirri niðurstöðu, að þessi grein ætti aðeins við undir vissum kringumstæðum, svo sem við samruna hlutafélaga, þar sem óhjákvæmilegt er að röskun á hlut einstakra hlut- hafa, þar rneð félagsins sjálfs, eigi sér stað. Hér er ekki um neitt slíkt að ræða heldur eru bréfin keypt á opnum markaði. Dómnum var afrýjað til Hæsta- réttar, sem ennþá hefur ekki kveðið upp sinn úrskurð. Hvað siðleysið varðar; þá hefur blaðið traustar heimildir fyrir því, að stjórn Flugleiða hafði látið reikna tilboð Birkis Baldvinssonar í bréfin lið fyrir lið áður en stjórnin gerði sitt tilboð. Hvaðan upplýsingar um tilboðið í smáatriðum bárust hefur ekki fengist upplýst. „Við vissum ekki annað urn tilboð Birkis en það sem birtist í blöðum, sjónvarpi og útvarpi í síðustu vikuþ sagði Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við NT. „Úr fjármála- ráðuneytinu fengum við engar upplýsingar," bætti hann við. Þorsteinn Guðnason, hag- fræðingur Fjárfestingafélagsins, sem sá um sölu bréfanna fyrir hönd ríkisins, hefur gagnrýnt upplýsingalekann opinberlega. „Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvaðan Flugleiðamenn fengu upplýsingar. Þær voru ekki frá okkur komnar,“ sagði Þorsteinn. Þegar Þorsteinn var spurður hvort allar reglur um útboð hefðu ekki verið þverbrotnar við sölu bréfanna, sagði hann að í raun hefði alls ekki verið um útboð að ræða. „Okkur var falið að selja bréfin fyrir visst lágmarksverð og við höfðum vissan tíma til að selja þau. Framkvæmdin var í rauninni líkari hefðbundnum fasteigna- viðskiptum en útboði," sagði Þorsteinn. Blaðið náði hvorki til Birkis Baldvinssonar né ríkislögmanns til að ræða þessi mál í gærkvöldi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.