NT - 13.08.1985, Blaðsíða 3

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. ágúst 1985 3 Bensínsjálf- sali gerist gjafmildur ■ Bensínsjálfsali bensín- úr sjálfssalanum, jafnhliða stöðvar Esso í Hafnarstræti, bensíninu. Talsvert hefur var örlátur við bensínþurfi Verið um það upp á síðkastið ökumenn og farartæki um að sjálfsalar bensínstöðva helgina Einhverra hluta hafa verið brotnir upp og vegna gleymdist að stilla teknir úr þeim peningar. Þá sjálfsalann eins og gert er ráð er þetta ekki í fyrsta skipti fyrir, og nýttu ökumenn sér sem sjálfsalarnir gefa meir það til hins ýtrasta. Ekki er en borgað er fyrir. vitað hvort peningar hurfu Trilluútgerð hefst á Skaftárdalsaf rétti - 275 m löng og 40 m djúp hringnót við silungsveiðar ■ Þrír menn munu í dag halda inn á Skaftárdalsafrétt til veiða. Veiðarfærin eru heldur stórtæk- ari en venja er við silungsveiðar. Tveggja og hálfs tonna trilla verður notuð við að leggja hringnót. Nótin er 275 metra löng og 40 metra djúp. Ekki ósvipuð þeim sílarnótum sem notaðar voru fyrir 10-15 árum. Eniil Sæmundsson, einn þre- menninganna, sagði í samtali við NT í gær að enn væru framkvæmdirnar á tilraunastigi og ekki yrði ljóst fyrr en að ári hvort árangur yrði sem skyldi. „Við byrjum inn við Blautulón, og ætli það taki ekki daginn að k«mast inn eftir, sem vanalega er þriggja tíma keyrsla. Þar munum við dvelja um viku tíma og reyna þennan útbúnað," sagði Emil. Stofnkostnaður við útgerðina er 1,5 milljónir króna, og sagði Emil að þar væri eingöngu tekið inn í myndina verðið á plasttrill- unni og kostnaður við nótina. Að auki eru þeir félagar með tvo jeppa og eina dráttarvél sem dregur bátinn. Emil sagði að fiskurinn sem veiddist yrði reyktur að stærst- um hluta og myndu þeir félagar selja hann upp í kostnað við ferðina. Tilgangur með ferðinni er fyrst og fremst sá að reyna hvort umræddur tækjakostur hentar til grisjunar í afréttarvötnum. „Til þess að árangurinn komi í Ijós verðum við að kanna vötnin að ári,“ sagði Emil. Villur í myndatexta ■ Beðist er velvirðingar á þeim mistökum, sem áttu sér stað i laugardagsblaði NT, að titla Björn Björnsson póst- og símamálastjóra. Það er Björn ekki.heldur er hann póstmeist- ari í Reykjavík. Að auki var í myndatexta Jóhann Hjálmars- son blaðfulltrúi Pósts og síma sagður Hjartarson og Sigurður Ingason póstrekstrarstjóri sagð- ur á mynd þar sem hann var alls ekki. í hans stað var þar hins vegar Jakob Tryggvason um- dæmisfulltrúi hjá Pósti ogsíma. Drengur fyrir bíl ■ Ekið var á dreng við bæinn Laxárnes í Kjós í fyrrakvöld. Drengurinn var að koma úr vöruflutninga- bifreið, og varð fyrir bíl þegar hann var að stíga út. Drengurinn mun vera mj aðmagrindarbrotinn. MmgWwb Jn* tm M. ÆgggfiSy ~,X. ' Wg É* & JH ■ Femt var flutt á slysadeild aðfaranótt sunnudags, eftir harðan árekstur á mótum slysadeild, og fengu farþegarnir að fara heim að lokinni skoðun. Annar bíllinn Grensásvegar og Mikíubrautar. Umferðarjós voru blikkandi og bar því umferð að kastaðist upp á umferðareyju og braut þar niður götuvita. NT-mynd: Svcnir víkja fyrir umferð á Miklubraut. Þrír farþegar og einn ökumaður voru fluttir á ■ Hér sést hluti göngufólks í friðargöngunni sem farin var á laugardag frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. NT-m\nd: Árni Bjama. Að Friðarbúðum loknum: Megum vel við una ■ Friðarbúðum Samtaka herstöðvaand- stæðinga lauk um helgina með göngu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og útifundi á Lækjartorgi á laugardagskvöld. Árni Hjartarson formaður miðnefndar SHA sagði í samtali við NT að skipu- leggjendur friðardaganna mættu mjög vel við una þótt þau hefðu kosið að fleiri hefðu mætt á útifundinn á Lækjartorgi. Þessi aðgerð væri að mati hans ein best heppnaða aðgerð samtakanna, og friðarbúðafólk hefði látið reyna á ýmis atriði t.d. hvort tjáningar- og skoðanafrelsi væru í heiðri höfð innan Keflavíkurherstöðvarinnar og hvort menn mættu leggja leið sína um landsvæðið milli Stafsness og Ósabotna sem er í leigu hersins en hvorki afgirt né merkt sem slíkt og því bryti höft á ferðafrelsi manna um svæðið í bága við náttúruverndarlög. Árni sagði að samskipti Friðarbúðafólks og lögreglu hefðu verið öll hin vinsamlegustu þótt hinir fyrrnefndu hefðu fundið fyrir því að lögreglan fylgdist gaumgæfilega með þeim og umferðarhraði í nágrenninu hefði verið lækkaður í 50 km á klukkustund. Það væri greinilegt að fyrirmæli lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli um að reyna að sýna sem minnsta hörku væru komin frá hernum. Gústaf Bergmann varðstjóri í lögreglunni á Keflavíkurflugveli sagði að aðgerðir SHA hefðu verið mjög friðsamlegar og allt hefði gengið átakalítið fyrir sig en lögreglumenn hefðu þó heldur kosið að Friðarbúðirnar hefðu ekki orðið að veruleika því margir lögreglumenn hefðu að öðrum kosti setið alsælir heima hjá sér eða erlendis í sumarfríi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.