NT - 13.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 2
 Þriðjudagur 13. ágúst 1985 Skipverjar á Síríusi: Þeim er borgað fyrir að stöðva hvalveiðar -21 maður á launum hjá Greenpeace samtökunum hér á landi ■ David Roy vélstjóri á skipi Greenpeace samtakanna-Síríus fær 20 þúsund krónur í mánað- arlaun, fyrir að reyna að stöðva hvalveiðar íslendinga. Það er sama að segja um Dave Ro- bertsson stýrimann. Óbreyttir skipverjar fá minna. Matur og uppihald er ókeypis. Hver dag- ur sem skipið liggur í Reykja- víkurhöfn kostar 30 þúsund krónur. Þessar upphæðir eru greiddar af alþjóðlegum sam- tökum grænfriðunga. Alls er 21 skipvcrji um borð. Nei, var svar Dave stýri- manns, þegar hann var beðinn um nafnalista yfir skipverja, og upplýsingar um fyrri störf þeirra. Hinsvegar upplýsti hann að skipverjar væru frá átta þjóð- löndunr, og þar af þrír Danir. Vélstjórar skipa eru almennt ekki vopnaðir og vakti það furðu blaðamanns að í herbergi vélstjórans var sveðja ein mikil, eins og menn báru á skálmöld á íslandi. David vildi alls ekki viðurkenna að skipverjar væru vopnaðir og sagði það í and- stöðu við málstað náttúruvernd- arsamtakanna. Hinsvegar fannst honum efnahagslegar þvinganir þær sem samtökin hafa hótað íslendingum engan vcginn í andstöðu við markmið þeirra. „Viðtökur íslendinga hafa verið hinar bestu og flestir virð- ast vera á okkar bandi, þó svo við höfum hitt einn eða tvo einstaklinga sem ekki skilja okkar afstöðu til hvalveiða,11 sagði Dave Robertsson stýri- maður. Síríus liggur í Reykjavíkur- höfn, rétt við afgreiðslu Hafskips, og í gær voru allir velkomnir um borð. Skipið er auðþekkt á græna litnum og skrautlegum regnboganum. Skipið verður í höfninni fram undir næstu helgi. Þessir eru um borð í Síríusi: I. skipstjóri Alain Connan, Frakklandi. 2. stýrimaður Dave Róberts, Englandi. 3. stýrimað- ur Bernadette Clarke, írlandi. 4. stýrimaður Alan Welcome, Englandi. 5. loftskeytamaður Bartholome Cabera, Spáni. 6. vélstjóri David Roy, Englandi. 7. vélstjóri Gitte Búch-Hausen, Danmörk . 8. vélstjóri Jos von Heumen, Holland. 9. vélstjóri Achim Schönshelder, Þýska- landi. 10. loftskeytamaður Ber- end van Assen, Hollandi. 11. læknir Margriet Inglot, Hollandi. 12. háseti Frank van Hees, Hollandi. 13. háseti Frank Charriere, Frakklandi. 14. háseti Richardo Sagar, Spáni. 15. háseti Bo Hansen, Danmörk. 16. háseti Erik Anderson, Danmörk. 17. háseti John Spring, U.S.A. 18. kokkur Annette Korenramp, Hollandi. 19. kokkur John Cantillon, írl- andi. 20. leiðangursstj. Steve McAllister U.S.A. ■ Stýrimaður á Síríusi neitaði að láta NT i té upplýsiijgar um nöfn og þjóðerni skipverja á Síríusi. Þetta gramdist Árna Bjarna Ijósmyndara, og gat hann því ekki stillt sig um að smella mynd af áhafnarlistanum, þar sem hann hékk uppi á fjölförnum stað. Trillusjómenn í eina sæng ■ Málin rædd í eldhúsinu á Síríusi. Frá vinstri: Bartholome, Alain, Berend, Dave og Jos von Heumen. í baksýn er mynd frá íslenskum hvalbáti máluð á vegginn til þess að minna á hverjir erkifjendurnir eru. NT-mynd: Árni Bjarna. Trillusjómenn sem þykir að sér vegið ætla að stofna með sér félagsskap á næstunni til að standa vörð um réttindi sín. Um helgina héldu nokkrir þeirra undirbúningsfund þar sem kosin var bráðabirgðastjórn sem lýkur störfum á stofnfundi. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem sagði meðal annars að félag þeirra myndi ekki draga menn í dilka í sam- bandi við hversu mikið lífsvið- urværi menn hefðu af rekstri báts undir 10 brúttólestum og fundurinn beindi því til stjórn- valda að ekki yrði gengið of nærri þeim mönnum sem hefðu tímabundna atvinnu af smá- bátaútgerð þegar teknar yrðu ákvarðanir um aðgerðir 1. sept- ember. Fundurinn fór ennfremur fram á það að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar með nokkr- um undantekningum og að smá- bátasjómenn sætu við sama borð og aðrir útgerðaraðilar gagnvart línuveiðum. Að auki óskuðu fundarmenn eftir við- ræðum við viðkomandi yfirvöld um stjórnun netaveiða báta undir 10 brúttólestum og að félagsskapur þeirra fengi full- gildan fulltrúa í ráðgjafanefnd um fiskveiðistefnu. Dýrbítur á Mosfellsheiði: Ein tófa og þrír yrðling- ar skotin ■ Dýrbítur gengur laus á Mos- fellsheiði. Þegar hefur verið skotin læða með þrjá yrðlinga, en karldýrið er enn lifandi. Læðan sem skotin var, var greinilega dýrbítur. Hún var blóðug á liöfði, og er það ein- kennandi fyrir tót'ur sem leggj- ast á kvikfénað. Það var Sigurður Hannesson bóndi á Villingavatni í Grafn- ingi sem varð var við dauð lömb á afrétti Grafningsbænda. „Eitt þeirra var bókstaflega klippt í tvennt,“ sagði Sigurður í samtali við NT í gær. Grenið sem fannst fyrir viku síðan er erfitt viðureignar. Munninn er smár, en þar tekur við mikill hellir og er allt landið undir sprungið. Sigurður hefur alls fundið þrjú lömb sem öll hafa verið leikin á svipaðan hátt. Tveir menn lágu við grenið í um viku tíma og náðu þá læðunni og þremur yrðlingum. Flutningar til var liösins verða ’ n. Sagði Derwinski að þessa ákvörðun bandarískra stjórnvalda mætti fyrst og fremst þakka góðu sambandi utanríkisráðherra land- anna, Geirs Hallgrímssonar og Shultz. Næst fáum við svo kannski að tollskoða góssið ykkar pínulítið _ Hann er sjómannslegur hann Arthur Bogason sem kjörinn v formaður bráðabirgðastjórnar sem vinna mun að stofnun féla trillusjómanna. Sjö manns í gæsluvarðhald vegna innbrota: Vantar fleiri? Verulegur hluti þýfisins ófundinn ina hafa áður verið viðriði svipuð mál. Nú er Ijóst að i fimm innbrot er að ræða. Fjög þeinar voru framin á höfuðboi arsvæðinu, og eitt var í star mannabústað við Hrauneyj; fossvirkjun. Þaðan var stol m.a. sjónvarpstæki, útvarpi segulbandstæki. Hluti þýfisins hefur fundi: en að sögn lögreglumanns h RLR er enn verulegur hluti þe ófundinn. Flest þekkist fólk innbyrðis, en þó ekki allt. S virðist sem fleiri geti tenj málinu og er enn unnið ; rannsókn. ■ Sjö manns hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvaröhald vegna innbrota. eins og NT skýrði frá fyrir helgi, voru fjórir menn þá komnir í gæsluvarð- hald, og leitað var fleiri manna. Tveir karlmenn og ein stúlka voru úrskurðuð í gæsluvarðhald um helgina, fram til 21. ágúst, og tengjast þau innbrotum sem rannsökuð voru frá því um verslunarmannahelgina. Stúlkan mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður, en báðir karlmennirnir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald um helg-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.